Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Side 8
Á slóðum
Bólu-Hj álmars
í Austurdal
SÍÐARI HLUTI
Fyrirsát við Stórhól. Litazt um
í Tinnárseli og Nýjabæ.
Reimleiki í Austurdal og
hugmyndir manna um Hjálmar
Eftir Gísla Sigurðsson
tannig Iítur Austurdalur út, [jeffar koniið er Ianfíleiðina að Ábæ. Hæffra meg-in við
Jökulsá s.jást Skatastaðir, innsti bær dalsins í b.vggð. I»aðan er unri klukkustund-
ar gangur inn að Ný.jabæ, j>ar sem lljálmar skálil bjó á áriinum 1824—1829.
Hjálmar kveður mæðginin á
Skatastöðum í rökkurbyrjun.
Hann veit, að á rifahjarni verð
ur hann innan við klukku-
stund að Nýjabæ. Hann er mik
ill vinur vina sinna og eftir
heimsóknina að Skatastöðum
er honum létt í skapi. Hann
hleypur við fót í kælunni,
skaflinn verður háil í dag, veit
hann. Allt í einu setur að hon-
um óttalegt hugboð. Hann hæg
ir á ferðinni, litast um, hugsar
ráð sitt. Hann veit með sjáif-
um sér, að ekki m uni alit hreint
hjá Stórhól. Hann leysir ekki
kláfinn, en grípur strengina og
les sig yfir á höndunum. Það
hefur hann oft gert áður. f
þetta sinn flýtir hann sér meira
en endranær; geigurinn býr enn
með honum. Samt sér hann
ekki neitt. En núna læt-
ur hann skaflinn eiga sig. Neð-
an við bakkann er naum skör
á ánni; allt í einu flýgur hon-
um í hug, að nú sé betra að feta
sig inn eftir skörinni.
Guðmundur í Ábæ lætur
fara lítið fyrir sér uppi á skafl
inum. Honum tekur að ieiðast
þófið; það rökkvar og frostið
bítur. Hann rýnir niður til ár-
innar. Unz hann sér mann á
ferð suður með ánni. Hann veit,
að það er Hjálmar; sér í hendi
sinni, að hann muni hafa haft
pata af fyrirsátinni. En héðan
af verður næsta vonlaust að
ná honum. Guðmundur í Ábæ
sprettur upp og tekur á rás
inn brekkurnar eftir skáldinu.
Svo virðist sem Hjálmar átti
sig ekki á eftirförinni; Guð-
mundur dregur á hann. Ábæj-
ará er framundan, uppbólgin
og sýnilega varasöm. En nú
veit Hjálmar, að hugboð hans
var rétt; hann sprettir úr
spori, nálgast ána líkt og
Skarphéðinn álinn á Markar-
fljóti. Hér er enginn tími til að
hika. íshroðinn sýnist ótrygg-
ur um miðjuna; Hjálmar stekk-
ur. Og skörin heldur. En Guð-
mundur veit, að sig muni skorta
fræknleik til hins sama. Hann
þeytir kirkjujáminu á eftir
skáldinu; það Syngur í ísnum,
þegar járnið skellur á skör-
inni. En Hjálmar er horfinn
C- - / MÍáí an,
Sagnir eru um 20—30 býli í Aiisturdal fyrr á öldum. Á leiðinni inn að Nýjabæ
verða á vegi manns rústir af Jjessum bæjum, en sumir eru liorfnir með öllu.
með það sama; blár skuggi
kvöldsúns leggst yfir hjamibreið
ur daisins.
Júní 1969. Á mel'unum við
Ábæjará verður jeppinn eftir.
Áin er ófær í leysingu sumar-
hitans. En hér er ágæt göngu-
brú, þar sem áin brýzt fram úr
gljúfri í fallegum streng. Ábær
man fífil sinn fegri. Eitthvað
er umliðið síðan bærinn féll;
tóftirnar standa svartleitar og
grjóthleðslan furðu heilleg. Að
eins kirkjan stendur uppi,
byggð 1920, steinsteypt, en ger-
samlega yfirlætislaust guðshús
með gluggaboru yfir dyrunum
og krossmark uppi á burstinni:
Fjallkirkja. Hér er ein minnsta
kirkjusókn landsins; tvö byggð
býli eiga kirkjusókn að Ábæ,
en mér er sagt, að einhver
prestur utan úr Skagafirði geri
eina ferð inneftir á sumri
hverju og þá er messað. En
Ábær fór í eyði árið 1941.
Enginn þurfti þó að flýja frá
Ábæ sökum landþrengsla.
Jörðin er víðlend austur um
dalinn og inn um fjöllin. Menn
segja, að fyrr á öldum hafi hátt
í þrjátíu býli verið í Austur-
dal. Þeirra sér nú lítinn stað.
Þó verða á vegi manns vall-
grónar rústir á stöku stað inn-
um dalinn. Valllendiskraginn í
kring er ögn grænni en um-
hverfið og bendir til, að eitt
sinn hafi töður verið færðar í
garð af þessum þúfum. En allt
hefur það verið smátt í sniðum
og afgangurinn af heyskapnum
einungis berjur í mýrarsundum
ellegar á valllendisbökkum.
Glötuð er saga þeirra, sem
erjuðu þessa jörð; um gleði
þeirra og sorgir veit enginn.
En tóftirnar vekja spurn um líf
þeirra og kjör, sem þarna ólu
aldur sinn. Ekki urðu neinir til
að rita annála um búskap
í Austurdal og þá nauð, er
skildi meira en tuttugu bæi i
auðn.
Við fækkum fötum í hita há-
degisins; framundan er klukku
tíma gangur inn að Nýjabæ.
Leiðin liggur eftir kindagötum
austur af Ábæjartúninu; þar
verða víðlendar grundir, grón-
ir troðningarnir liggja hlið við
hlið eins og uppgrónir plóg-
strengir. Langir og grösug-
ir slakkar verða hérna megin
dalsins, en vesturhliðin er há,
snarbrött og ber. Síðasti áfang
inn að Nýjabæ ætlar að verða
drjúgur. Af kortinu mátti þó
ráða, að spölurinn væri ekki
R LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS
29. nóvemiber 1970
. J