Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Qupperneq 9
ýkja langur. Og raunar nær Aust'urdalur lanigt inn íyrir Nýjafeæ. Þegar betur er að gáð; sé Austurdalur rakinn á enda, virðist raunar næsta skammt ófarið suður til Hofs- jökuls. Þegar numið er staðar og setzt á grastó eða lyngþúfu, þá ilmar þessi jörð og þögn dals- ins umlykur mann á áhrifarik- an hátt. í neðra verður að vísu hljóðlátur kliður, þar sem Jök- ulsá austari dreifir sér um eyr ar. Annars heyrist ekki hljóð uitain öðru hvoru hræðsluibland- ið kvak fugls, sem flýgur hik- andi frá ungum sinum. Um brattlendan afdal stiklar Tinná á grófu grjóti. En neðan garðs er fjalldrapi og kvistnr. Einhvemtámia hefð'i það verið talið sauðland í beti’a lagi. Nið- ur með ánni telja menn verið hafa bæinn Ófriðarstaði; um það nafn andar svölum gjósti, en fátt vita menn nú um bar- daga, sem þar var háður milli Eyfirðinga og manna úr Aust- urdal. Deilumálið er grafið i duft gleymskunnar; aðeins segja munnmælin, að Austdæl- ir hafi unnið fyrstu lotu og stökkt Eyfirðingum á flótta austur um fjöllin, sem þarna skilja á milli byggða. 1 Torfu- fellsdal handan fjalla, snerust þeir til varnair og felldu Aust- dælinga, eða svo er sagt. 12 Loksins, áfangastaðurinn er framundan: Af hlaðinu i Tinn- árselii blasir við Nýitoær frammi i tungunni milli Jök- ulsár og Tinnár. Dökkgræn þúst húkir þar á bakkanum, tóftirnar orðnar lágar í loft- inu. „Heilsar seggjum hrörleg þúst holts úr eggjum dregin: Moldarveggja rauðleit rúst, rís hér beggja megin.“ Vísan er þó ekki eftir Hjálmar; hún er eftir einn af afkomendum hans, Kriistin i Borgarholti. Hún gæti eins ver ið lýsing á aðkomu Hjálmars að Nýjabæ og um leið er orðfær- ið skylt. Skáldskapargáfan hefur orðið ættarfylgja hjá sumum afkomendum Hjálmars. En hvar er gróskan, sem eitt sinn dró skáldið um langan veg að Nýjabæ? Allit er nú attri orpið i tungunni efra, gras- lendið og fjalldrapinn; tún Hjálmars og slægjur undir mal- arruðningi Tinnár. Ekkert Á leið inn grundirnar verða á veginum rústir bæjanna í Ábæjarseli, Arastekk og á Svartabakka. Allir voru þeir komnir í eyði, þegar Hjálmar Jó.nsson tók ofan klyfjar í Nýjabæ í fardögum 1824. Þá töldust þrjár jarðir byggðar í austanverðum dalnum: Merki- gil, Ábær og Nýitoær. Aftur á móti var Tinnársel i eyði, næsti bær við Nýjabæ. En ekki til langframa; Gísli nokkur Jóns- son flutti þangað þrem árum síðar og þraukaði þar i fjögur ár. Síðan stóðu bæjarhúsin í Tinnárseli auð að nýju. Kannski er fegurra þar en ann ars staðar um Austurdal. Hátt í brekkunni standa tóftir bæjar- ins. Ekki er um að villast: Tinnársel, nafnið er höggvið í grásteinsbjarg neðst i hleðsl- unni og til viðbótar: Óli Kr., ár 1902. Annars staðar er meitl að fangamarkið F.S. og ártalið 1887. Um stund sit ég á bæjarstétt- inni í Tinnárseli; langdrægt er hún að sökkva. Grjót hef- ur hrunið á túnið úr fjallinu -efra. Þar verður faldeiguir stuðla bergshamar og í fyrri tíð, þeg- ar fólk lifði í nánari snértingu við náttúruna, þá vissu allir iiippá hár, að í þesiskonar klettum bjó huldufólk. Um það þurfti engum blöðum að fletta. Nú er huldufólkið eitt eftir í innanverðum Austurdal, en einhverra hluta vegna höfum við tapað hæfileikanum til að sjá það. Næsti bær við Nýjabæ var Tinnársel, liandan Tiimárs. l*ar standa tóftirnar uppi og nafn bæjarins höggvið í grástein í vegg lileðslu. steridur . eftir utan þústin á bakkarium og þegar Jökulsá er búin að brjóta hana alveg nið- ur, verða menn að geta sér til um, hvar Nýitoær i Austurdal hafi staðið. Jafnvel Skotta er dauð, ef hægt er að tala þann- ig um drauga. Samt var hún orðlögð og mögnuð á sinni tíð og ættuð úr Húnavatnssýslum. Það var i þann tíma er gott og gilt var að senda óvildar- mönnum sendingar og hafði Tinnárselsbóndi fengið eina slíka. En hann var kunnáttu- maður í þessum fræðum og snerist rösklega við vandanum; kom Skottu fyrir í hrosslegg. Hins vegar tókst svo báglega fyrir dóttur bónda, að hún tapaði út sendingunni úr leggnum fyrir handvömm og að gæzluleysi i meðferð drauga. Var þá ekki að sökum að spyrja: Skotta bað strax um verkefni og stóð ekki á því. Hún skyldi þegar yfir ána að Nýjabæ og drepa bóndann þar. Eftir þetta var Skotta heim- ilisföst í Nýjabæ, en hafði um- svif víðar um dalinn eftir að allir voru flúnir frá Nýja- bæ. Af Skottu var siðar skrif- uð saga, enda var hún með merkari draugum um norðan- vert landið, smá vexti, klædd stuttpilsi mórauðu og skottið á húfunni hennar stóð upp i loft- ið. Siðast höfðu nitján ær orð- ið henni að bráð; þá hafði Nýjabæjarbóndinn séð sitt ráð í mikið óefni komið og axlað sín skinn. Þannig stainida máldn í far- dögum 1824. Hjálmari og Guð- nýju er ætluð sambúð við Nýjabæjar-Skottu; auk þess er bærinn fallinn. En landið er þrátt fyrir allt búsældarlegt; á björtum nóttum vorsins eru skottur víðs fjarri og veröldin öll vonglöð. Vinnudagur skálds ins verður langur við vorann- iir og vegghleðslur; hann sting- ur sniddu og hleður klömbru- hnaus. Bærinn er ekki stór, en það er heldur ekki margt í heimili hjá Hjálmari. Hann er eiinyrki, þennan f jatldal hef- ur hann nálega fyrir sig. Inn- an við Nýjabæ tekur Austur- dalur þó verulegum stakka- skiptum; verður allur berari, gróðurinn af þvi tagi, sem vex á hálendi. En fé Hjálmars geng ur vel fram á kjarngóðum há- fjallagróðrinum. Siðar byggði hann kofa og hafði í seli innar í dalnum; þar heitir enn Hjálmarssel. Sú saga hefur heyrzt, að um skeið hafi Hjálmar hugleitt að flytja sig þangað inneftir. En naumasit er liklegt, að það hefði leyst vaindamál nágrennis'iinis. Og ugg iaust er sagan úr liausu lofti gripin þar að auki. Allt þetta verður áhrifamik- ill veruleiki, þegar staðið er á bökkum Tinnár, þar sem enn rísa rústir af bæ Hjálmars. Kannski átti hann sína beztu daga i Nýjabæ, í fásinninu og stundum daglangri einveru við störf einyrkjans kringum fé eða hey. En að vetrinum eru furufjalir fram dregnar og prýddar höfðaletri, vafningum og skraúti. Prjónaistokkar og kistlar koma í fögrum búningi undan hnífsoddi skáldsins. En hugurinn dvelur þó meira við yrkisefnin, allra helzt rímur um viðureign við vonda granna, rógbera og þjófavömb á Rummungsstöðum. Og annað í þeim dúr. Ekki bætir sá kveð skapur neinu við skáldahróður Hjálmai’s. Öll hin merkari ljóð yrkir hann síðar í enda- lausu basii sinu í Bólu oig á Minni-Ökrum. Hér á aurunum, sem hylja að mestu túnskækil Hjálmars í Nýjabæ, vaknar sú spuming, hvort hin átakameiri ljóð hans hefðu aldrei ort verið, ef Jón á Merkigili og Guðmundur i Ábæ hefðu reynzt góðir grann- ar. Með árunum hefði Hjálmar Framih. á bls. 12 Þannig er nií iiinliorfs við túnfótinn i Nýjabæ. Tún Bólu- Hjábnars er undir grjóti og aur af vöidum Tinnár, seni liér er í vexti. Nýibær stóð í tungunni milli Tinriár og .fökulsár. lengst til Iiægri A myndlnnl. 29. nóvemiber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.