Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Síða 15
 DUSTIN HOFFMAN * „0, hann er svo sætur“ an ættað ©r. Aðalhluitverkdð í Fyrir nokkrum dögum lauk sýningum á myndinni „Frú Robinson" („The Gradu- ate“) í Reykjavík og á næstu vikum og mánuðum verður hún vafalaust sýnd víða um land. Þessi mynd lætur ekki mikið yfir sér, enda átti hún aldrei að verða nein stórmynd. Henni var einuingis ættað það hlut- verk að skila sæmilegum gróða til framleiðandans og leikstjór- ans. En margt fer á annan veg myndinni, stúdentinn Benjamín Braddock, lék ungur og óþekkt ur leikari, Dustin Hoffman. Hann slió í gegin, hJaut afbragðs góða dóma fyrir leik sinn og varð uppáhaldsleikari ungu stúlknanna, og hefur síðast nefnda atriðið líklega haft hvað mesta þýðingu fyrir Dust in og myndina. Aðsóknin að henni hefur verið gifurleg og nú ei' hún komin i þriðja sæt- ið á listanum yfir vinsælustu kvikmyndir sögunnar. Aðeins „Á hverfanda hveli“ og „Tóna flóð“ standa henni framar. Á tveim árum varð gróðinn af myndinni litlar íólif hundr- uð milljónir króna — 1200.000.000.00. krónur. Og Dustin er á grænni grein. Dustin Hoffman er nú 32 ára gamall og síðustu tvö — þrjú árin hefur hann dansað á rósum. En það, sem á undan var gengið, er ekki til að öf- unda hann af. Ekki alls fyrir löngu lifði hann eymdarlifi í New York. Hann hafði valdið foreldrum sínum sárum von- brigðum og — innst inni — sjálifum sér llíka. Hanin hafði langað til að verða mikill pi- anóleikari. Því lagði hann stund á tónlistarnám við há- skólann í Los Angeles. En reyndist bara ekki nógu góð- ur. f>á ætlaði hann sér að verða jasspíanóleikari, en það var eins og hann gæti ekki fengið fingurna til að fylgja með, þegar heilinn spann upp tónlistarkrúsidúllur. Og þá lét hann tónlistina lönd og leið. En hann vildi fyrir alla muni koma fram á sviði — einhvern veginn. Því flæktist hann til New York til að freista gæf- unnar í leikhúsunum á Broad- way. En honum stóðu engar dyr opnar. Þegar bezt lét, gat hann troðið sér inn um þröng- ar sviðsdyr, þegar eitthvert hinna stóru leikhúsa hafði þörf fyrir marga uppfyllingarleik- ara fyrir lægsta mögulegt kaup. Og hann neyddist til að fá sér dagvinnu sem þjónn eða búðarloka til að hafa ofan í Sig að éta. Já, hainn tagðdst jafnvel svo 'lágt að gerast sendill. En á kvöldin hélt hann sig á Broadway. Smám saman eignaðist hann vini, sem sáu til þess, að jakkaómyndin hans var lagfærð og gerð okk uð frambærileg — ef svo kynni að fara, að einhver leikstjór- inn, sem vantaði strákling ti) að segja eitt orð sviðinr, kæmi auga á hann. Þessiir sömu vinir útveguðu honum pláss á leikskóla — honum að kostnaðarlausu -— og fyrir velvilja skólayfirvalda var honium boðiið smáhlutverk í sjónvarpsþætti og annað ámóta í leikriti á Broadway. Eftir þetta hélt hann sig ein göngu iininan veggja leikhús- anna, tilbúinn til að gera hvað sem var. Sendill, sviðsmaður, hvíslari, ekkert starf var of litið. Hann hafði allt að vinna — engu að tapa. Fyrsta smá- hlutverkið leiddi til annarra smáhlutverka og á endanum komst nafn hans í blöðin. Árið 1964 vakti hann athygli leikhúsgesta fyrir leilk sinn í leikritánu „Harry, Noon And Night“ og menin spurðu hver ahnam: „Hver er hamin þeissi Dustin Hoffman?" Rúmu ári seinna vissu flestir þeirra eitt- hvað um hann. Þá hafði hann leikið i nýjum verkum og stað- ið sig vel, svo vel, að leikstjór inn Mike Nichols kallaði hann til Hollywood til þess að kom- ast að þvi, hvort Dustin Hoff- man hefði — þrátt fyrir sér- stætt útlit — einhverja hæfi- leika fyrir kvikmyndir. Dustin Dustin og Jon Voight í aðal- hlutverkum myndarhmar „Mid nigiit Cowboy“, en sú mynd Iilaut Óskarsverðlaunm 1970 sem bezta mynd ársins. var ein taugahrúga, en samt komst hann gegnum prufu- hlutverkið og honum var sam- stundis boðið aðalhlutverkið i myndinni um elskhuga frú Rob inson. Dustin átti að leika ung an stúdent, sem yljaði ríkri, miðaldra konu í hótelherbergj um um nætur. Dustin lék öðru visi en áður hafði þekkzt, en allir fylltust hrifningu. Morg- uninn eftir frumsýningu mynd arinnar var Dustin umkringd- ur glæsilegum stúlkum, sem voru allar hjartanlega sam- mála um, að hann væri falleg- ur. Næst lék hamn í myndinni „Midnight Cowboy" ásamt öðr um ungum leikara, Jon Voiight og aftur hlaut hann afbragðs góða dóma gagnrýnenda og áhorfenda. Síðan kom myndin ,John and IVÍary", þar sem hann lék á móti Miu Farrow; frábærir dómar. Siðasta mynd in hans heitir „Little Big Man“ og fjallar hún um sögu villta vestursins. Dustin leikur þar ein tíu hlutverk, ef ekki fleiri. Hanin er Indíáni, kúreki, skóla- strákur, drykkjurútur, njósn- ari, einsetumaður, byssubófi, loðdýraveiðimaður og hver veit hvað. Og alltaf leikur hann óaðfinmaniega, og allifcaf ei-u áhorfendur jafn hrifnir. Já, Dustin er maður að okkar — og ykkar — skapi. Dustin — skólastrákúr í mynd inni „Little Big Man“. 29. nóvemiber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.