Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Side 2
►
Fyrsti íslenzki kristniboðinn
Skóli og vinna
Ungmennið Egill var i Skál-
holtsskóla næstu 7 árin. En að
stúdentsprófi sínu loknu er
hann gerður að djákna í Hítar-
dal hjá sira Vigfúsi Jónssyni.
Það var þeirra tíma háttur að
búa presta innanlands undir
væntanlegt starf sitt. Á þess-
um árum er síra Finnur í Reyk-
holti að safna gögnum fyrir hið
mikla ritverk sitt „Kirkjusögu
Islands". Telja sumir, að Egill
djákni hafi aðstoðað hann eitt-
hvað við þetta verk.
En Egill fer ekki út í prests-
skap að lokinni djáknaskyldu
sinni. Sennilega hefur námslöng
un hans verið það mikil, að
hann hefur langað utan til að
læra meira. En hann var lítt
efnum búinn og gat því ekki
veitt sér það sama og synir efn
aðra manna. Því fer hann til
Reykjavikur og gerist skrifari
við „Innréttingar" Skúla
Magnússonar. Síðan er hann í
þjónustu Ólafs Stephensens
varalögmanns og Magnúsar
Gislasonar amtmanns.
öll þessi störf hafa vanið
Egil á ákveðna vinnutækni í
störfum sínum. Skrifari verður
að hafa góða rithönd og vera
reglusamur í vinnubrögðum.
Einnig hefur samvinnan við
bræðuma frá Hítardal hlotið
að kenna honum visindaleg
vinnubrögð. Allt eru þetta ein-
kénni, sem koma fram í starfi
hans síðar, svo lengi sem rakið
verður.
í Kaupmannahöfn
Það kom að þvi, að Egill gat
haldið til Kaupmannahafnar til
framhaldsnáms. Vorið 1759 er
hann innritaður í Háskólann i
Kaupmannahöfn. Hann kemst á
Garð, en vegna þess að hann
er fátækur verður hann að
Ijúka guðfræðinámi á 2 árum,
ellegar hefði Garðsstyrkur hans
runnið út. Hann tók því guð-
fræðipróf 28. maí 1761, og að
sjálfsögðu með 3. einkunn, eins
og þá var títt með stúdenta i
hans aðstöðu.
Upp úr þessu fór hann að
vinna fyrir sér. Hann fékk
vinnu á Árnasafni. Bæði hér á
landi og í Konunglegu bókhlöð
unni í Höfn eru til handritaaf-
skriftir unnar af honum. Þær
bera vott um fallega rithönd og
skipuleg vinnubrögð, þótt
ýmsum hafi þótt hroðvirkni
gæta í handritalestrinum. Við
þetta kynntist hann vel Jakob
Langebek rikisskjalaverði
Dana. Virðist mér Langebek
hafa fengið mikið traust á þess
um unga Islendingi, því að á
einu bréfi síra Egils til Lange-
beks frá Godthaab i Grænlandi
sést, að Langebek hefur sent
honum til lestrar „Björns
Annales", sem sennilega. eru
Annálar Björns frá Skarðsá
(væntanlega í afriti?).
Á þessum árum þýðir Egill
á dönsku lagasafn íslendinga,
Jónsbók, og kynnist hann í því
sambandi fremsta lögspekingi
Dana, Kofoed Anker, sem barð
!+/m&
////r&JitíS/íf,
kri.
‘ .••••••.,•’ ■
■•' . . '
;;:ý
u
•/"•"'•••••'
■
■'.■■/■■/■//■■
/////■■
2*kob mmo Wo
Grænienzk sveitabyggð, eftir vatnslita niynd .Tacobs ITanielsens (1880—1938).
Finnur ,íönssor> í Reykholti síðar Skáiholtsbiskup.
ist mjög fyrir þvi á þessum ár-
um að kynna Dönum hin gömlu
íslenzku lög. Þegar maður sér
þessa Jónsbókar-útgáfu frá
1763, hlýtur hann að dást að
því, hversu skipulega bókin er
uppsett, með þreföldu registri,
þannig að hægt er að ganga að
öllu visu í þeirri bók. Einn ljóð
ur hefur alla tið þótt á þessari
þýðingu. Það er sérvizka, sem
Egill hafði úr vinum sínum,
Svefneyjarbræðrum, aðallega
Magnúsi Ólafssyni, sem var
ráðunautur hans við þýðingar-
starfið. Hann reyndi að halda
íslenzkum eða íslenzkulegum
orðum á hugtökum, þar sem
þýzk orð höfðu rutt sér til
rúms í samtímadönskunni.
Þetta gagnrýndi Hannes Finns-
son mjög í nafnlausri tímarits-
grein í þann mund, sem síra
Egiil var að fara til Grænlands.
Svaraði síra Egill ásökunum
Hannesar, sem brást hinn versti
við í annarri svargrein, en þá
reis Magnús Ólafsson til varnar
vini sínum, er þá var kominn
til Grænlands og gat ekki var-
ið sig sjálfur.
Þetta leiðir hugann að því,
hverjir eru helztu vinir Egils
meðal Islendinga í Höfn um
þessar mundir. Það er ljóst af
þeim heimildum, sem fyrir
liggja, að þar er Magnús Ólafs
son, síðar varalögmaður, fremst
ur í flokki. Af öðru, sem komið
verður að bráðum, er það ljóst,
að trúnaðarvini sína tekur sira
Egill úr flokki þeirra Eggerts
Ólafssonar og Bjarna Pálsson-
ar. Þann flokk fyllti Hannes
biskupssonur Finnsson ekki
um þessar mundir. Stefna hans
var alþjóðlegri en svo.
Kristniboðsáhugi
vaknar
Nú má ekki lengur bíða að
segja frá því, að á þessum ár-
um hafði Egill tekið örlagaríka
ákvörðun. Hann hafði ákveðið
að gerast trúboði á Grænlandi.
Hvemig sú ákvörðun hefur til
orðið í huga hans, veit ég ekki.
Samt bendir ýmislegt til þess,
að hér hafi trúboðsáhugi ráðið
miklu um. Um það eru gleggst-
ur vqttur síendurtekin orð síra
Egils. En ekki má heldur
gleyma þvi, að þeir sem fóru
á grænlenzka trúboðsskólann
(Seminarium Grönlandicum),
fengu ýmis fríðindi. T.d. fengu
þeir Garðsstyrkinn endurnýjað-
an.
Sama dag og Egill lýkur guð-
fræðiprófi gengur undir sama
próf. Henrich Christopher
Glahn. Hann er merkilegur
maður, þótt hann sé ekki nema
23 ára gamall. Hann er fluggáf
aður á ýmsum sviðum, kapps-
fuliur mjög og eldsál hin mesta.
1 12 ár hafði hann átt sér þá
ósk heitasta að fara til Græn-
lands sem kristniboði. Ósk þessi
kviknaði i brjósti hans við lest
ur bóka Hans Egedes um starf
hans á Grænlandi. Hann reyndi
mjög ungur að komast að sem
nemandi við grænlenzka trú-
boðsskólann. En hann var allt-
of ungur og hafði ekki lokið
guðfræðiprófi. Þess vegna vildi
prófessor Páll Egede ekki taka
hann í skólann strax. þá
kvaddi hinn ungi Glahn allt
skólanám í bili og fór í herinn.
En framabraut hans þar varð
ekki eins hröð og hann hafði
hugsað sér. Því fór bernsku
köllun hans að ónáða hann aft-
ur. Fór svo að lyktum, að hann
kastaði sér af afli út í guð-
fræðinámið, en barðist jafn-
framt fyrir því að komast inn
í trúboðsskólann. Páll Egede
lét loks sannfærast. Fékk
Glahn því inngöngu í skólann
mánuði áður en hann lauk guð-
fræðiprófi. Ekki er ótrúlegt, að
skólabræður hans hafi fylgzt
með þessum tilraunum hans og
orðið snortnir af. Allar fullyrð
Fraumh. á bls. 13
2 LESBÓK MO UU. BLAÐSJNS
21. febrúar 1971