Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 3
Berlin í rústum el'tir stríðirt. Hér var i'egnrsta gata borgarmnar línter den Linden og Branden-
borgarlijiðið í baksýn. Myndin sýnir vel ]>á eyði leggingu og niðnrlægingu, seni sigruð borg
hlýtur að þola.
Corelii Barnett:
HVERNIG ÞJÓÐIR
TAKA
ÓSIGRI
Síðari hluti
Bretar, sem mikla reynslu
hafa af ófriði í öðrum heims-
álfum, hafa yfirleitt verið
heppnari. Þeir hafa annað
hvort sigrað alveg, eða beðið
aigeran ósigur. 1 Búastríðinu
(1899-1902) kom hinn óþyrmi-
legi afturkippur i ófriðarbyrj-
un, í desembermánuði 1899, í
stað —- eins og hjá Frökkum
við Dien Bien Phu — eftir
margra ára árangurslaust basl.
Ósigrar Breta árið 1899 stöf-
uðu ekki af ráðvillu voldugr-
ar hernaðarvélar, eins og úlfa-
kreppa Bandaríkjamanna í
Vietnam, heldur af hernaðar-
legri hnignun og andvaraleysi
og þeir örvuðu Breta beinlínis
til hetjulegra átaka, sem færðu
þeim sigra á vígvöllunum árið
eftir. Hins vegar má nokkuð
likt finna með bælingarhernað-
inum gegn herflokkum Búa
næstu tvð árin og reynslu
Bandaríkjamanna I Vietnam.
Þótt Búastriðið hefði ekki bein
áhrif á brezku þjóðina heima
fyrir, þar sem það var Mð af
atvinnuhermönnum og sjálf-
boðaliðum fremur en herskyld-
um almenningi, lögðu ömur-
ieikinn og magur afrakstur af
eltingaleiknum við Búana sína
þvölu hönd á funandi ætt-
jarðarást manna.
Gagnstætt Spánl sextándu
aldar átti Bretland á önd-
verðri tuttugustu öldinni á að
skipa velþroskuðu almenn-
ingsáliti og stirðu flokkakeríi.
Strax í upphafi hernaðarins
snerist stór hiiufi Frjáisynda
flokksins gegn honum af svo
miklum tiifinningahita, að
hann ávann sér heitið „Búa-
sinnar“ — sem svarar til
„Vietnik" — nafnsins nú. Bæl-
ingarhernaðinum í Suður-
Afríku fylgdu harðvítugar að-
gerðir, sem böggluðust mjög
fyrir brjósti vinstri manna. í
því skyni að svipta Búaher-
flokkana griðastöðum og lið-
veizlu, voru bændafjölskyldur
hnepptar í fangabúðir. Að
nokkru vegna frumstæðra
hugmynda Búanna sjálfra um
hreinlæti, voru búðir þessar
tröilriðnar sjúkdómum; þetta
var vatn á myllu hinna Búa-
sinnuðu áróðursmanna í Bret-
landi. En þá kom úrslitasigur
Breta árið 1902 í veg fyrir
langdregið þjark um hvort
hætta skyldi hernaðinum eða
halda áfram. Og brezk stjóm-
málastefna, stefna frjálslyndra,
sem nú voru í stjórn, var í fáu
frábrugðin því sem orðið hefði
eítir ósigur Breta, því að Suð-
ur-Afríku var veitt sjálfstæð
stjórn, sem byggðist á meiri-
hlutakjöri Búa og yfirráðum
Breta í Suður-Afriku var iok-
ið.
Engu að síður hafa Bretar,
með sitt þrefalda heimsveldi,
orðið að horfast í augu við mis-
heppnan oftar en einu sinni í
styrjöldum handan hafsins, og
ekki aðeins misheppnan held-
ur hægfara ósigur.
9
Það vill gleymast að Eng-
lendingar misstu völd í Frakk-
landi þrem öldum áður en þeir
misstu Ameríku, og að sú liríð
stóð í rúm þrjátíu ár I stað
átta. Það var sama sagan, — í
fyrstu gla'siiegir vallarsigrar
nýtízku hers í valdatíð Hinriks
fimmta, og eftir þvi stórfelldir
landvinningar, nákvæmlega
eins og hjá rómverska keisar-
anum Trajanusi í Austurlönd-
um; svo komu timburmennirn-
ir, einnig á sama hátt og i
ævintýri Trajanusar, er
dreifður lierafli reyndi að
lialda i skefjum f jandsamlegum
og fjölmennum landslýð. Enda
þótt engin jafngildi „Búasinna"
eða „Vietnikka“ væri að finna í
Bretlandi á fimmtándu öld —
slík fyi-irbrigði hefðu að öll-
um líkindum verið taiin til
landráða á þeim tíma — áttu
sér þó stað í þinginu miklu
líflegri og opinskárri skoðana-
skipti, eða að minnsta kosti
flokkadrættir en á Spáni í tið
Fihppusar annars. Styrjöldin
fyrir kröfum Englendinga til
frönsku krúnunnar varð sífellt
óvinsælli er það rann upp fyr-
ir þjóðinni að landvinningar
Englendinga greiddu ekki
kostnaðinn af að ná þeim, né
heldur af að verja þá fyrir
uppreisnarlýð. Árið 1435 end-
Framh. á bls. 11
Ljóðskáld velur úr
verkurn sínum
Hannes Pétursson
ST.IÖRNFFKÆBINGUKIAN Nikolaus Koper-
nikus starfaði á 16. öld í Austur-Prússlandi,
íengst í fámennum l>æ sem lieitir Frauenburg
og lézt þar aldraður 1543. Hann rökstuddi vis-
indalega, að jörðin væri ekki föst miðja sól-
kerfisins, heldur stjarna sem gengi umhverfis
sólu. Hugmyndin um það var ekki ahiý, henni
skaut upp meðal Forn-Grikkja. en hafði ekki
framgang. Kirkjan hélt, fast við hina ptoleme-
isku heimsmynd: nm gang sólar og stjama
kringum jörðina. Mannfólkið bjó á sfað sem
stóð kyrr í heiminum.
Kopernikus lagði drög að kenningu sinni á
öndverðri 16. öld. Um 1530 kynntist lienni lítill
hópur manna, en mælt er að Kopemikus liafi
hikað við að gera niðurstöður sínar lieyrin-
knnnar af ótta við reiði páfakirkjunnar. Rit
hans, De revolutionibus orbiiun coelestium
(IJm lireyfincu Jiimintunglanna), þar sem
heimsskoðun miðalda er velt imi koll, birtist
ekki fyrr en á dánarári lians.
Kvæðið sem hér fer á eftir, ber yfirskrift-
ina Kóperníkus. T>að fjallar að vísu ekki um
hann sjálfan nema öðrum þræði, en er látið
„gerast“ í Frauenburg á þeim árum þegar
kenning Kóperníkusar var fullmótuð en ókunn.
Kvæðið er ort sumarið 1954, frumprentað
sama ár í Ljóðum ungra skálda.
Kóperníkus
Á kvöldin undir kveiktu tungli og stjömum
koma þeir heim af ökrunum. Lágan óm
ber vindur frá klukku er álútu höfði og hljóðir
halda þeir stíginn hjá veðruðum róðukrossi
með feðranna gömlu, gnúð-u amboð á herðum
en glaðir að allt skuli bundið svo föstum skor'ðunv
sjá, þarna tungl og vindar, hér vegur og blóm,
Þeir vita’ ekki að hann sem heilsar þeim oft á daginn
hjó þessa jörð af feyskinni rót — og henti
sem litlum steini langt út í myrkur og tóm.
21. febrúar 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3