Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 9
heímsóknum til Parísar; Frakk- land stóð jafnan nálægt hjarta hans. Á næstu árum var Játvarði leyft að ferðast talsvert, en aldrei féklk hann þó að gera það sem hann langaði til. Dag- skráin var alltaf þrautskipu- lögð fyrirfram, svo að svigrúm gafst ekki, og náið eftirlit var með honum haft. Bruce ofursti, leiðindakurfur og harðstjóri hafði verið skipaður sérstakur förunautur hans, og ferðafrelsi hans var í raun réttri ámóta mikið og sæti hann í fangelsi. Hann var um tíma við háskóla- nám í Edinborg, Oxford og Cambridge, en þar sem hann mátti ekki taka þátt í háskóla- lífinu og aðeins kynnast örfá- um prófessorum er varla unnt að ætlast til að þessar náms- dvalir yrðu honum á einn eða annan hátt ávinningur. En sköpum skipti að nokkru sumarið 1860, og hann naut þess í ríkum mæli. Viktoría drottning hafði ekki séð sér kleift að þekkjast endurtekið boð um opinbera heimsókn til Kanada og einkaheimsókn til Bandaríkjanna. Svo að hún gaf elzta syni sínum, Játvarði, prinsi af Wales, koist á að fara, umkringdi hann starfsliði og ráðgjöfum og enn var hann und ir vökulu auga Bruce ofursta. Að vísu voru báðar þessar heimsóknir skipulagðar mjög niákvæimlaga fyriríram, og kröfðust mikils af nítján ára gömlum unglingi, en nú var hann þó laus við bækurnar og próf esisorana; hann féklk að vera konunglegur miðpunktur, brosandi og virðulegur og verð ugur fulltrúi, og þar var hann loksins í essinu sinu. Foreldrar hans hefðu getað lært talsvert af þessu; en fátt breyttist eftir heimkomutna, þá tðku við bæk- umar og stöðugt og þrúgandi eftirlitið að nýju. Ef Viktoria og Albert höfðu verið ákveðin í því að gera hann að auðnu- lausum slæpingja hefðu þau varla getað unnið að þvi ötul- legar. Þegar leið að lokum nóvemb- er árið 1861 hélt Albert til Cambridge til að gefa syni sín- um enn fleiri hollráð. Hann kvefaðist í ferðinni, sneri sjúk ur maður heim til Winsorkast- alla og lézt þann 14. desember. Viktoría drottning hélt tafar- laust til Osborne á Wighteyju buguð af harmi og neitaði að fara þaðan, svo að Játvarð- ur varð að bera hita og þunga við útför föðurins. Hann syrgði föður sinn inni- lega, þvi að hann bar jafnan til hans hlýjar sonartilfinning- ar, þó svo að skap þeirra félii ekki alltaf saman. Viktoria hafði alla tíð verið undirgefin eiginkona og mjög háð Albert. Nú fékk hún þá flugu í höfuð- ið i ekkjustandinu að fram- kvæmd skyldi sérhver hugsjón hams og allar fyriirætlanir hans fengju að verða að veruleika. Nokkru fyrir andlátið hafði Albert verið farinn að velta fyrir sér væntanlegu kvonfangi Játvarðar. Eins og við var að búast hafði hann fyrst beint sjónum sínum til Þýzkalands, sem var föðurland hans og hafði nánast haft einkarétt á að útvega prinsessur og prinsa. Nú voru í skyndi kannaðar fjölmargar þýzkar prinsessur, en af einhverjum ástæðum þótti Hann var sonur Viktoríu drottn- ingar og Alberts manns hennar. Sú gamla lét prinsinn hvergi koma nálægt st j órnarstörf - um fyrr en hann var orðinn eldri maður. í*rátt fyrir svall á yngri árum reyndist hann hinn nýtasti konungur hefði fengið viðurkenningu sem ríkisarfi Danmerkur varð hann að lifa sparsömu lifi. Hann og fjölskylda hans drógu fram lífið eins og bezt þau gátu í hrörlegri höll, langt úr al- faraleið. Alix og Dagmar, systir henn- ar, höfðu saman herbergi, saum uðu föt sín sjálfar og stöku sinnum, þegar foreldrar þeirra gátu boðið heim gestum, gengu þær um beina. Þrátt fyrir mót- mæli frá Berlín ákvað nú Vikt- oría að framfylgja áætlun Al- berts. Hún lét senda eftir Alix, gaf henni hollráð og bending- ar og kom í kring fundi þeirra Játvarðar — þau skoðuðu Wat- erloovígvöllinn saman — og skömmu síðar varð lýðum það ijóst, að ungu hjúin felldu ber- sýnilega hugi saman. 1 marz 1863 kvaddi Alix bernskustöðvar sínar og varð prinsessa af Wales. Dagmar systir hennar, varð keisaraynja RúS'Slands og móðir Nikulásar, hins ógæfusama keisara, sem varð fórnarlamb byltingarinnar í Rússlandi árið 1917 Þó að deila megi um kosti og hæfileika konunglegra persóna og þar sýnist sitt hverjum, hygg ég að allir geti verið sam mála um, að Alexandra var um margt merkileg kona, og látleysi hennar töfraði þá, sem henni kynntust. Á heimili hennar, þar sem börnin urðu fimm, og ættingj- ar og vinir vöndu kom- ur sínar var hún blátt áfram og alúðleg, laus við hroka og tilætlunarsemi, glöð og hlátur- mild. Þó að tilhneigingar Játvarð- ar til fagurra kvenna væru á allra vitorði tókst henni með framkomu sinni að komast hjá því að verða fyrir vorkunn- semi og það var aldrei á henni að merkja að hún teldi sig af- rækta eiginikonu. Og á bana- beði Játvarðar, var það hún, sem sendi eftir frú Keppel, sem hafði verið í miklu dálæti hjá Játvarði árum saman. Vissulega var Alexandra merkileg kona og þeir sem kynntust henni og lærðu að meta marga og góða kosti hennar, hjartahlýju og uppgerðarlausa alúð, unnu henni af öllu hjarta. Þau giftust árið 1863. Ját- varður krónprins af Wales var sem sagt kominn í höfn hjóna- bandsins. Hann fékk 100 þús- und sterlingspund árlega frá ríkinu og fékk til búsetu í London Marlborough House. Sömuleiðis fékk hann til íbúð- ar höll og húseign Sandring- ham í Norfolk, þar sem skil- einna bezt hag sínum (ráðherr- ar hennar og ráðgjafar sem voru tilneyddir að sækja hana heim þangað höfðu á hinn bóg- inn mesta ímugust á þeim stað). Einhver varð að vera fulltrúi krúnunnar, bæði heima og er- lendis og það kom vitaskuld í hlut prinsins af Wales. Til allr- ar hamingju kunni hann slík- um opinberum skyldustörfum aldeilis mætavel; hann öðlaðist smám saman aukið sjálfsti’aust og meðfæddri feimni hélt hann með prýði í skefjum og yfir- vann hana sennilega að fullu. Hann gat haldið sbuttar tæki- færisræður, óundii’búinn bæði á frönsku og þýzku, þar sem hann hafði ágætt vald á frönsku og þýzka hafði verið töluð fullt eins mikið á heimili hans og enska, vegna þjóðern- is föður hans. Þó svo að Viktoría leyfði Ját- varði að koma fram sem full- trúi krúnunnar varð þess oft vart að hún vantreysti honum og leit hann beinlínis horn auga. Hún neitaði honum alla tið um að eiga nokkurn þátt i stjórnun og meðferð þýðingai’- meiri mála. Honum var fátt eitt sagt, sem nokkru skipti. Reynd ar varð það ekki fyxr en á árun um upp úr 1890, þegar Glad- stone óskaði þess að prinsinn Játvarður konungur 7. var frægur glaum- gosi og liafði það löngum farið í taugarnar á móðiir hans, Viktoríu drottningu. Hér er skopmynd úr jiýzku klaði frá 1900. Þar er Játvarður í skennntileguin félagsskap og undir mýndinni stóð: „Landsfaðirinn“. Alexandra og Albert prins, síðar Játvarður konungur 7., ásamt börnum lieirra við Marlborough House 1890. Standandi frá vinstri: Hertoginn a.f Clarence, elzti sonur lieirra lijóna. Hann dó 1892. Maud prinsessa. sein síðar giftist HAkoni konungi 7., Alexandra, Bretadrottning eftir 1901, þá Louise liertogafrú af Fife og lengst til hægri krónnrinsinn, síðar Játvarður 7. Fyrir franian sitja Georg, sem varð Bretakon- uugur 1910 og Viktoria nrinsessa. engin þeirra heppileg fyrir krónprinsinn. Að lokum og flest um að óvörum fékk Albei’t prins augastað á hinni ungu dönsku prinsessu Alexöndru, sem í hópi vina og fjölskyldu var kölluð Alix. Alix var ævintýraveru lik- ust. (Þá ber og að haifa í huga, að hún er upp úr sama jarðvegi sprottin og H. C. Andersen). Hún var ekki aðeins fögur, heillandi og viðmótsblíð — hún var líka efnalítil. Þó að faðir hennar Kristján prins það var Játvai’ði mikið happ að kvænast lienni — og það var einnig lán fyrir Bretland. Hún öðlaðist óhemju miklar vin sældii’. Kannski var hún ekki beinlínis fögur, en hún hélt glæsilegu útliti sínu allt til hins siðasta. Hún var Játvarði fullkomin eiginkona, en hann var henni vægast sagt alls ekki hinn full komni eiginmaður. Þegar hún kom fram opinbei’lega við hlið hans, var framkoma hennar vii’ðuleg og heillandi í senn og yrði til þjálfunar veðhlaupa- hesta voru eins og bezt varð á kosið, sömuleiðis til að stunda veiðar og margs konar aðra úti veru, sem þótti við hæfi kon- unglegra persóna. Viktoria vék ekki úr hlut- verki hinnar syrgjandi ekkju öll þau möi’gu ár, sem hún átti ólifuð og hún forðaðist eins og heitan eldinn að koma til London. Hún lifði í meiri og minni sjáMvalinmi einangrun i Windsorkastala, Osboi’ne eða á Balmox-al en þar undi hún af Wales sem þá var kominn á sextugsaldur, fengi aðgang að stjórnarskjölum og öðrum opin berum gögnum, sem merkt voru „Algert trúnaðai’mál.“ Geta má nærri, að Játvai’ði gramdist að vera algerlega ut- anveltu við stjórnarstörfin og vei’a haldið svo í skefjum af móður sinni. En honum stóð eins og fleirum slík ógn af henni, að hann treystist ekki til að taka af skarið og krefj- ast réttar síns. Eftir því sem árin færðust yfir hana, gerðist 21. Æebrúar 1971 LESBÓK MORGUNBI ,AÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.