Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 13
BRIOGE Heimsmieistarakeppnin í bridge fyrir árið 1970 fór fram í Stokkhólmi. í úr- slitum í sveitakeppninni mættust sveitir frá Bano’aríkjuinium og Formósu. Banda- ríska sveitin sigraði með miklum yfir- burðuim og hér fer á eftir spil frá þess- ari úrslitakeppni: Norður A K-10-7 V 10 ♦ K-D-10-8-4-3 ♦ K-6-4 Vestur Austur A Á A 5-3 V Á-K-9-6-4 V D-G-5-2 ♦ G-7 ♦ Á-6-2 * G-10-9-5-2 * Á-8-7-3 Suður ♦ D-G-9-8-6-4-2 V 8-7-3 ♦ 9-5 ♦ D Við annað borðið, þar sem spilararnix frá Formósu sátu N.—S. gengu sagnir þanniig: Suður — Vestur — Norður — Austur 2 Spaðar 3 Hjörtu 4 Spaðar 4 Grönd 5 Spaðar Dobl. Aílir pass Vestur lét út hjarta kóng, lét síðan út laufa 5, Austur drap með ási, tók tígul ás og síðan fengu Bandarikja- mennirnir slag á spaða ás. Spilið varð þvi 2 niður eða 300 fyrir bandarisku sveitina. Við hitt borðið, þar sem bandarisku spilararnir sátu N.—S., gengu sagnir þannig: Suður — Vestur — Norður — Austur I’ass 1 Hjarta 2 Tíglar 4 Hjörtu 4 Spaðar Pass Pass Dobl. Pass Pa-ss Pass Vestur lét út hjarta kóng og lét því næst út laufa gosa. Sagnhafi gaf í borði, sama gerði Auistur og fókk sagnhafi því slaginn á laufa drottninigu heima. Sagn- hafi trompaði nú 2 hjörtu í borði og 2 lauf heima áður en hann lét út tromp og fengu því A.—V. aðeinis 2 slagi tii við- bótar þ.e. á spaða ás og tígul ás. Banda- ríska sveitin fékk 590 fyrir spilið og vann því samtals 13 stig á þessu spili. CnroiucTe or i\un& Magaaleua Bach“ eftir Jean-Marie Straub, „Signs of L.ife“, fyrsta myndin gerð af YVerner Her- tzog og „Artistes at the Top of tlie Big Top: Disorientated“ eftir Aiexander Kluge, en sá síðast nefndi Iiafði áður getið sér frægð fyrir inyndina „Yesterday Girl“. Vöktu allar þessar niyndir mjög niikla at- liygli og lof gagnrýnenda. En ef kvikmyndaliátíðir geta með réttu kalla/.t spegiii þess- arar listgreinar hverju sinni, l>á er framtíð hennar nokkuð dökk í Þýzkalandi í dag. Sam- kvæmt upplýsingum af kvik- myndaiiátíðinni í Mannheim 1970, stefna þýzkar myndir hreiniega beint í glötun. Hafa þær tekið stefnu, sem lilotið liefur nafnið „Iiljóðvarps- myndir" (radio-films) og felst í því, að koma kvikmyndavél- inni fyrir í fastri stillingu, skelia nokkrum persónum fyr- ir framan hana, sem síðan i bezta falli tala sanian í hálf- tíma (um pólitík eða hvað sem vera vill), áður en næstu myndskipti eiga sér stað. Var | einn af fyrrnefndum leikstjór-1 um, Jean-Marie Straub, (ásamt j| Godard) ineðai þátttakenda í j þessum stíl. Frá hinum leik- [ stjórunum hefur ekkert frétzt 1 undanfarið, og er því of snemmt að spá nokkru um, livað úr liinni þýzku „bylgju“ verður, að svo komnu máli. Þráinn Bertelsson hefur um nokkurt skeið skrifað kvik- myndagagnrýni og aðrar grein ar um kvikmyndir i dagblaðið Vísi. Er ekki nema gott eitt um álmga hans á kvikmyndum að segja, og mættu fleiri vera svona áhugasamir. En þegar vfflur slæðast inn lijá okkur f.vrir siysni þykir okkur vænt j um, að bent sé á þær. í fyrr- nefndu daghlaði, 3. febr. 1971, skrifar Þráinn heilsíðugrein, undir fyrirsögninni „Stanley Kubrick og Napóleón“. Segir í greininni, að Kubrick sé nú að ljúka við mynd um Napóleón, þar sem Rod Steiger leiki aðal- lilntverkið. Smá leiðrétting: Kuhrick ætlaði að gera „Napóieón“ 1969, en af fram- kvæmdum varð ekki. Hins veg ar gerði rússneski ieikstjórinn, Sergei Bondarchuk, „\Y7at- erloo“, með Rod Steiger í lilut- verki Napóleóns. Virðist liér því liafa orðið nokkur brengi- un á staðreyndum. 13. jan. síðastliðinn skrifaði Þráinn gagnrýni um Rose- mary’s Baby og sagði þá m.a.: „Aðrir leikendur — (innskot: þ.e. aðrir en Mia Farrow og Jolin Cassevetes) — eru ekki sérlega stór númer, og liafa, sennilega vegna vonzku heims ins, ekki náð mjög langt I Iist sinni.“ Rutli Gordon, sem lék gömlu konuna í næstu íbúð, Minnie Castevet, hlaut samt Oscars-verðlaun 1969, fyrir leik sinn einmitt i Rosemary's Bahy, sem bezta leikkona í aukahlutverfci, en það telst sennilega ekki, að vera „stórt númer“. Þráinn hefur að vísu lýst andstöðu sinn.i á Oscars-verð- laiinunuin yfirleltt og véfengt gildi þeirra, sem ekki er nema sjálfsagt, en er ekkt nokkuð langt gengið að liafna tllvist þiúrra með öllu? Hvernig þjóðir taka ósigri Framih. af bls. 11 umbætur" lét Edmund Burke í ljós ósk um nýtt og vaxandi alme*ningsálit til fylgis við gagngera endurskoðun á hinni fornu og fúnu uppbyggingu brezka ríkisins. Þessum óróa- fullu öflum varð stríðið við Ameriku brennidepill og hvati, um leið og það varð valdastétt- inni til biturrar sundrungar. Vesöld fjöldans, skeytingar- leysi hans um hrakfarirnar hinum megin hafsins, brauzt út í Ijósum loga í Gordon-óeirðun- um árið 1780, þegar múgur manns fór brennandi, ræn- andi og ruplandi um London dögum saman unz herflokkar unnu bug á honum. „Héraða- sambönd“ blómstruðu. Þessir stjórnmálalegu hópar milli- stéttafólks, íyrirrennarar nú- tima flokksfélaga, sáu sér fyrst verulegan leik á borði í hinum almennu kosningum árið 1780, sem áttu sér stað í skugga styrjaldar er engu var nærri sigri eftir fimm ára basi. Brezkt þjóðfélag var nú undir slíku fargi að við bylt- ingu lá. Þær skoðanir voru uppi, að frægðarskeið Bret- lands væri á enda runnið. Menn hneigðust til að bera saman óhóf, flokkadrætti og spillingu brezks þjóðfélags og strangleikann og ættjarðarást- ina, sem þeir ímynduðu sér hjá hinum amerísku uppreisnar- mönnum. Eins og Spánverjar á sextándu öld litu Bretar á hrakfarir sínar sem áfellisdóm. 12 Það var öllum ljóst nema Georg þriðja og Germain, að stöðva yrði styrjöldina við Ameríku. Bretariki til láns varð ósigurinn við Yorktown til að sýna tímanlega fram á tilgangs leysi þess að halda baráttunni áfram. Germain, leiðtogi hauk- anna, var sviptur embætti snemma árs 1782. North sagði af sér fremur en horfast í augu við vísan ósigur í neðri mál- stofunni. Ný Whiggastjórn komst til valda, með það á stefnuskrá að binda endi á styrj öldina. Það dró ofurlitið úr sárs aukanum af því að viðurkenna endanlegan ósigur, að Rodney vann fræknilegan sigur í Vest- ur-Indíum yfir franska og spænska flotanum, en í honum var einnig fenginn hæfilegur grundvöllur undir friðarsamn- inga. Þó yfirgáfu Bretar bæki- stöðvar sínar í Ameriku af nokkru óðagoti og afdráttar- leysi, eins og North lávarður benti réttilega á. Enda þótt brezki herinn héldi enn Charl- eston, New York og Penob- seot, gerðu þeir enga tilraun til að nota þessa staði sem samningatæki, til verndar rétt- indum og eignum þeirra drott- inhollu manna, sem veitt höfðu þelm stuðning. Bretarnir höfðu haldið of lengi í, en slepptu of snögglega. Þegar stríðið við Ameriku var til lykta leitt, breyttist hugarástandið í Bretlandi með furöulegum hraða. Er Pitt hinn yngri varð forsætisráðherra árið 1783 risu von og sjálfs- traust upp endurfædd með brezku þjóðinni. Nú hófst um- bótatími, sem aðeins dró úr við upphaf frönsku stjórnarbylt- ingarinnar. 1 stað þeirrar spill- ingar og upplausnar, sem menn höfðu séð blasa við er styrjöldin stóð sem hæst, átti Bretland eftir að verða auð- ugra, voldugra og áhrifameira út á við en nokkru sinni áður. Þannig- reyndist brezk hag- sýni betnr sem viðbrögð við liernaðiiróförnm en spænskt stæriiæti, kreddnblinda og ófrjótt sjálfsháð; þingbnnd- in konungsstjórn Breta, þótt ófullkomin væri ef til vili á þessum tíma, betur liæf til að skjóta óförunum bak við sig og byrja að nýju en einvaldsstjórn Spánver ja. Ósigurinn í Ameríku varð hrátt aðeins einn þcirra afturkippa, sem verða af hend- ingu á víð og dreif um sögu mikiliar og fornar þjóðar — ekki sá fyrsti, eins og Vietnam virðist nú ætla að verða Ameríku, og ekki heldur sá síðasti. Torfey Steinsdóttir þýddi. Fyrsti íslenzki kristniboðinn Framíi. aif bls. 2 ingar í þessu efni eru hreinn skáldskapur, en freistandi er að álykta, að krafturinn i Glahn hafi kveikt í einhverju tundri í huga íslendingsins Egils Þórhallasonar. Hvað sem því líður, þá er hitt staðreynd að ári siðar sendir Egill umsókn sína um að verða tekinn inn í grænlenzka trú- boðsskólann sem f jórði stúdent. En samkvæmt tillögu Páls Ege- des er afgreiðslu umsóknar hans frestað, þar til tveir hafi útskrifazt úr skólanum. Þann 3. júní 1763 var Egill loksins inn- ritaður. En þá var búið að út- skrifa þá skólabræður hans Glahn og Christian Frederich Björn ásamt Jörgen Svendrup. Glahn fór til Holsteinsborgar, Svendrup norður í Disco-flóa og Björn til Godthaab. Þar urðu þeir síra Egill síðar sam- starfsmenn um skeið. Bréf til landlæknis Þegar hér er komið sögu, kemur Bjarni landlæknir Páls- son inn á sjónarsviðið. Hann er nefnilega sá fyrsti heima á Fróni, sem Egill gerir að trún- aðarmanni sinum um þetta efni. í bréfi þann 4. júli 1763 hefur hann frá mörgu að segja. Bjarni landlæknir færir þetta bréf inn i bréfabók embættis- ins ásamt svarbréfi sínu. Þar kemur í ljós, að Bjarni hefur verið Agli hjálplegur um margt á liðnum árum, hefur m.a. stuðlað að því, að hann fékk vinnuna i Árnasafni. Agli hef- ur nú boðizt að verða eftir- maður Þorvalds Brochmanns sem fornfræðiskrifari í Sví- þjóð, en hann hefur hafnað þvi vegna áhuga síns á að komast til Grænlands. En nú hefur hann verið samþykktur til trú- boðsstarfa á Grænlandi og hef- ur fengið aftur kóngsins ölm- usu, Garð og Klaustur og 16 r.dala styirk. Ef trúboðið leyfir honum ætlar hann einnig að sækja fyrirlestra i náttúru- fræðum („Chymien"). En í meginþætti bréfsins kemur Egill inn á atriði, sem hefur valdið miklum misskiln- ingi hjá fræðimönnum undan- farna áratugi, bæði innlendum og erlendum. Það er hugmynd- in um búsetu íslenzkra bænda á Grænlandi, sem menn vissu, að var hluti af sendiför síra Egils til Grænlands. Því hafa sumir viljað trúa því, að það hafi fremur verið veraldlegur áhugi en trúarlegur, sem hratt sira Agli út í trúboðsstarfið. Jafnvel hafa sumir haldið því fram (og byggja það á þeim beztu stoðum sem fyrir hendi lágu), að sennilega hafi hug- myndin upphaflega komið frá Dalager kaupmanni í Godt- haab. Bréf Egils til Bjarna landlæknis gerir allar slíkar tilgátur óþarfar, þvi að þar er rækilega gerð grein fyrir upp- hafi þessa máls. Egill hefur haft veður af því, að heima á íslandi er mað- ur, sem haft hefur mikinn áhuga á Grænlandi og Græn- landstrúboði. Það er Jón prest- ur Bjarnason á Ballará, sem þýddi á íslenzku bækur eftir Hans Egede, auk þess að hann reyndi að læra grænlenzku með sjálfsnámi. Þetta færði Egill í tal við Pál Egede, kenn- ara sinn, sem tók málinu vel og óskaði þess, að Egill reyndi að komast í samband við síra Jón, og spyrja hann, hvort hann væri ekki fús til að flytjast til Grænlands með fjölskyldu sína og nokkra bændur. Egill hefur skrifað síra Jóni, og væntir svars, en biður Bjarna landlækni að vinna þessu máli framgang meðal bænda. 1 svari Bjarna landlæknis kemur í Ijós, að hann hefur á stúdentsárum sínum j) Kaup- mannahöfn talað við Pál Egede um þetta mál. Afstaða hans er mjög jákvæð, en hann mælir með þvi, að Egede tali við þá Skúla Magnússon landfógeta og Magnús Gíslason amtmann um þetta, er þeir komi til Hafnar næsta vetur, þar eð þeir þekki íbúa Islands og landshætti allra manna bezt. Bréf Egils undirstrikar það enn einu sinni, hve áhugi Egedefeðganna bæði á andleg- um og veraldlegum málum Grænlendinga var mikili. Þama vill Páll Egede fá ís- lenzka bændur til að búsetja sig í fjörðunum á vesturströnd Grænlands til að koma efna- hag landsins á öruggari grund- vöil. Hvernig þessu máli reiddi af sjáum við í næstu ritgerð. Heimildir: Islenzkar æviskrár. Bréfabók Finns officialis Jönssonar. Bréfabók Bjarna landlækn- is Pálssonar. Finn Gad: Grönlands Histo- rie, II. bindi: 1700—1782, Khn. 1969. Dansk Biografisk leksikon Kolbeinn Þorleifsson: Um Grænlandstrúboðann Egil Þórhallason, Orðið, 1965-66. Fundargerðabækur Hins konunglega trúboðsráðs. Bréf og aðrar heimildir frá þessum tima varðandi þetta efni sem geymdar eru i Kaup mannahöfn. 21. febrúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.