Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Page 1
„EG ER
ALEXEI
RÖMANOV -
RÉTTBORINN
TIL RÍKIS
í RÚSSLANDI“
Eftir David Hunn
í MEIKA en hálfa iild hefur
okkur verið sögð sagan á þá
lund, að bolsévikkar hafi
niyrt síðasta Rússakeisara
og fjölskyldu hans. Nikulás
keisari og Alexandra hafi
látið lífið ásamt börnum
sínum fimm, lækni og þrcm-
ur þjónum í einhverju hinu
viðbjóðslegasta morði aldar-
innar.
Vantrúaðir, einkum þeir
sem fylkt hafa sér um nýja
Anastasíu, hafa lengstum
haft svipaðan hljómgrunn
og áhangcndur Félagsins
fyrir flatri jörð. Samt sem
áður hafa þeir safnað að sér
og fært fram ýnisa vitn-
eskju og vitnisburði, sem
ekki verður gengið framhjá
orðalaust og hcnda flcstir í
þá átt, að keisarafjölskyld-
an hafi alls ckki bcðið bana
í Ekaterinenburg forðum.
heldur hafi hún komizt und-
an.
Sögur af. októberbyltingunni
og Romanoff-ættinni tönnlast
gjarna á harmleik þessarar næt
ur likt og enginn viti borinn
maður gæti látið sér koma ann
að til hugar. Samt sem áður
liggur fyrir sú staðreynd, að
aldrei fannst neitt lik til merk-
is, né heldur aðrar þekkjanleg-
ar leifar.
Vist voru .nógar sannanir fyr
ii' því, að blóðbað hefði átt sér
stað-; vafinn 'lék- á , því, -úr
hverjum blóðið væri. Öll sönn-
unin um morð þetta virðist í
rauninni hvíla á trú manna á
áreiðanleik rannsóknar, sem
gerð var í málinu af dómara
nokkrum (er síðar missti vitið)
sjö mánuðum eftir, að það á að
hafa átt.sér- stað.
Rannsókn þessi var og er m.a.
athyglisverð fyrir sakir skorts
á sjónvitnum og fyrir há-
stemmt og einhliða málfarið á
skýrslunni, sem upp úr henni
var samin. Æ íleiri skoðendur
þessa tímabils hneigjast nú að
því, að skýrslu Sokolovs dóm-
ara hafi beinlínis verið ætlað
að villa mönnum sýn.
Einn þeirra er Peter Bessell,
fyrrum þingmaður Frjálslynda
flokksins í Bodmin, sem nú rek
ur fjármálastarfsemi með skrif-
stofum í London og New York.
1 íbúð sinni í Pall Mall sýndi
hr. Bessell mér árangurinn af
hálfs árs rannsóknum sínum á
heimildum um þetta skeið.
Hann viðurkennir fúslega, að
sér sé ekki ennþá unnt að sýna
fram á það, að fjölskyldan
hafi komizt undan; hins vegar
kveður hann ekki liggja fyrir
nokkra minnstu lagalega við-
tæka sönnun þess,-að morð hafi
átt sér stað.
Drengtiriiin Alexei, sem sést
á myndinni að ofan var son-
ur Niktilásar Kússakeisara
og nni leið ríkiserfinffi. Mað-
urinn til vinstri er nefndur
Goleniewski og ei hann iið-
þjáifi. Hann kveðst nú geta
upplýst að liann sé Alexei
Komanov. En livernig sann-
ar hann uppruna sinn?
Hingað til hefur verið
talið, að rússneska keis-
arafjölskyldan hafi verið
myrt í Ekaterinburg eft-
ir byltinguna. Ef til vill
var það uppspuni. —
Var keisarafjölskyldunni
smyglað úr landi?
D.etur Kússakeisara. Myndin
er tckin fyrir byltinguna 19 7.
Frá vinstri: Marie, Tatiana,
Anastasia og Olga.
— Méi' er næst að halda,
segir hann, að engum muni
nokkurn tima auðnast að færa
sönnur á það, sem gerðist þessa
nótt i Ekaterinenburg forðum. Á
hinn bóginn fæ ég sjálfur ekki
betur séð en líkur séu undan-
komukenningunni í hag, ef
nokkuð er. —
Það, sem vakti áhuga hans,
var auglýsingaskilti, er hann
sá í New York síðastliðið sum-
ar, þar sem stóð; Komst zar-
inn undan? nýjar sannanir
komnar í dagsljósið, - eða
eitthvað á þá leið. Var þetta
auglýsing um nýútkomna bók
bandariska blaðamannsins Guy
Riohards.
Ég fletti upp nafni höf-
undarins í simaskránni, segir
Bessell, og við hittumst að
máli. Upp frá því hefi ég haft
mann í rannsóknum - í Þjóð-
skjalasafninu i London, og fer
hann yfir hvert það plagg, sem
varpað gæti nokkru ljósi á mál
ið. —, Sú rannsókn, segir Bess-
61130-1111101 halda áfram, þar til
hann er sannfærður um, að
ekkert sé meira fyrir hann í
málinu að gera.
I bók sinni birtir Ricliards
nokkrar ljósinyndir at' fjöl-
skyldtinni, sem sagðar eru ný-
legar og eina af gröf, sem sum-
ir telja gröl' zarsins og segja
liann liafa verið lagðan í árið
1952. Þetta styðst við vitnis-
hurð manns, seni lieldur því
fram, að liann sé í raun réttri
Alexei, liinn kóngablöðsjúki
sonur zarsins. Maður þessi
nefnir sig Micliael Goleni-
ewski, er ofursti að nafnbót og
nú biiscttur í Bandarikjunum;
að því er virðist heill af kónga-
hlóðsóttinni og við góða líðan.
Nú virðist saga Romanoíí-íjöl
skyldunnar ærið flókin fyrir.
En ekki er þó alit upp talið,
því ýmislegt frásagnarvert hef
ur á daga Goleniewskis drifið
•frá þvi 1918. Hann er t.d. sagð-
ur vera njósnari sá, er kom upp
um Kim Philby og tvö hundruð
aðra útsendara sovézku leyni-
þjónustunnar, KGB, á sinum
tíma, og varð þess valdandi,
að tvö þúsund örfilmur með
sovézkum leyndarmálum féllu
i hendur Bandaríkjamönnum.
Ein örfilma glataðist og segir
Goleniewski, að upplýsingar
hennar mundu hafa tekið af all-
an vafa um það, að hann væri
i raun og sannleika sá, sem
hann læzt vera.
En látum okkur rekja stutt-
lega hina opinberu útgáfu sög-
unnar af endalokum Romanoff-
ættarinnar. Víkjum aftur til
ársins 1918, þegar rússneska
keisaraí jölskyldan var fangar
bolsévikka Lenins i Ekaterinen-
burg (þar sem nú heitir Sverd-
lovsk, þýð.), logandi „rauðri“
iðnaðarborg i Úralfjöllum í út-
jaðri Síberíu. Sagan segir, að
um nóttina hinn sextánda júli
hafi fangarnir verið vaktir af
svefni og farið með þá niður i
kjallara. Her Tékka og hvit-
rússa var á leiðinni að frelsa
zarinn og hélt fjölskyldan, að
nú ætti að flytja sig i aðra og
öruggari geymslu.
Komið var með stóla handa
zarnum, konu hans og sjúkum
fjórtán ára gömlum syni þeirra.