Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Side 2
►
Var rússneska keisara-
f jölskyldan myrt í þessu
herbergi? Til þessa hef-
ur verið talið að svo hafi
verið, enda var gólfið
blóði drifið. Margt bend-
ir þó til að þarna hafi
alls ekki átt sér stað sá
harmleikur, sem álitið
hefur verið.
Dæturnar fjórar, sem voru á
aldrinum sextán til tuttugu og
þriggja ára, stilltu sér upp fyr
ir aftan stóla foreldra sinna
ásamt heimilislækninum og
þremur þjónum. Og þannig var
fjölskyldan myrt án frekari
orðalenginga, af sveit úr leyni-
þjónustunni; verkið var vel og
rækilega unnið, ef marka má
söguna: fólkið skotið, stungið
byssustingjum, sparkað á því
og það barið með byssuskeft-
um.
Líkin voru síðan flutt um
tuttugu kílómetra leið út að
yfirgefinni námu, þau brytjuð
niður, vætt í steinolíu og
brennd. Það, sem eldurinn vann
ekki á, var leyst upp í brenni-
steinssýru (lyfsalinn á staðn-
um, Peter Voikov, sem lagði tii
sýruna, var seinna gerður
sendiherra Sovétríkjanna í Pól
landi). Loks var svo leifunum
hellt niður nÉtmagöngin.
Hinn tuttugasta júlí var til-
kynnt í Moskvu, að zarinn
hefði verið skotinn („böðull-
inn með kórónuna . . . sekur
um ótölulega blóðidrifna
glæpi“, eins og hann var nefnd
ur). Fjölskyldan hafði verið
flutt á „öruggari stað". Blóð-
baðið var ekki viðurkennt opin
berlega fyrr en heilt ár var lið
ið, en þá sótti ríkisstjómin tutt
ugu og átta „þjóðfélagsbylting-
arsinna" á staðnum til saka fyr-
ir morð á zarnum í því augna-
miði að sverta bolsévikka.
Fimm voru teknir af lífi.
Átta dögum eftir hvarf Kom-
anoff-fjölskyldunnar tók hvít-
liðaherinn Ekaterinenburg.
Hvítliðar komu að fangageymsl
unni auðri og yfirgefinni, utan
einn af hiindiim fjölskyldunn-
ar var þar á vakki (annar
fannst síðar dauðiir úti við
námuna og hafði hvorki verið
brcnndur n«; lagrður i sýrll).
Aftökuklefinn var blóði dril'-
inn, en glögg merki sáust þess,
að hann hafði verið þveginn.
Nú er ekki nema von að spurn-
ingum taki að skjóta upp í
kollinum á Peter Bessell og
Guy Riehards og fleirum, sem
velt hafa málinu fyrir sér.
Hvers vegna ijósmynduðu bol-
sévikkarnir ekki likin, sem
sönnun þess fyrir stjóminni
og félögum sínum um allt Rúss
land, að dáðin hefði í raun og
veru verið drýgð?
Nú urðu þeir vissulega að
hafa hraðann á; verkið var unn
ið á elleftu stundú — en þeir
eyddu heilmiklum tíma í það að
reyna að þvo blóðið af gólfinu
og þremur dögum (að þvi, er
bezt verður séð) í það að eyða
likunum.
Og hvers vegna, ef út í það
er farið, þessi brýna nauðsyn
á því að útmá öll verksum-
merki og sannanir? Varla hafa
morðingjarnir óttazt reiði íbúa
Ekaterinenburgar. 1 bók sinni
„Nieholas and Alexandra" seg-
ir Robert K. Massie frá æstum
lýð, sem hópazt hafi um jám-
brautarvagnana, þá er fjöl-
skyldan kom til borgarinnar og
hrópað: „Sýnið okkur Roman-
offana!“ Lýðurinn var í því-
líku uppnámi, segir Massie, að
fangaverðimir sáu sér ekki
fært, að taka zarinn út úr
vagninum þar á staðnum, held-
ur héldu áfram með hann að
næstu stöð á línunni. Hafi borg
arbúum verði svo I skapi til
keisaraf jölskyldunnar sem
Massie segir, þá má undarlegt
heita, að bolsévikkarnir skyldu
ekki reisa upp höfuð Nikulás-
ar á flaggstöng svo allir gætu
séð, þegar að lokinni aftök.unni.
Og fyrst þeim var svo áfram
um að afmá öll verksummerki,
hvers vegna gengu þeir þá svo
hirðuleytsislega frá, sem raun
ber vitni? Ekki var aðeins, að
hræið af hundinum, sem fyrr
var nefndur, fyndist úti við
námuna, heldur einnig ýmisleg
ar eigur fjölskyldunnar, eins
og sylgjur, orður, skartgripir,
leifar af sex lifstykkjum, gler-
augu og gervitennur læknisins
og fingur, „grannur og fínleg-
ur“ segir Massie, „eins og fing-
ur keisaraynjunnar".
Peter Bessell er þeirrar skoð
unar, að tæpast sé glóra í sög-
unni; eina skynsamlega skýr-
ingin sé sú, að bolsévikkar hafi
ráðgert og framkvæmt flótta
Romanoff-f jölskyldunnar í sam-
ráði við brezku og bandarísku
ríkisstjómimar, sem þá höfðu
báðar sendiráð í Ekaterinen-
burg. — Augljóst er, að ein-
hver hefur verið skotinn
þama í kjallaranum, — segir
hann. Við skulum gera þvi
skóna, að það hafi verið þjón-
arnir þrír og læknirinn, en til
þeirra heyrðist aldrei framar.
Þá eru ekki eftir nema sjö lík
að losa sig við og er það öllu
sennilegri tala; ímymdið ykkur
hvílíkan tíma það hlýtur að
taka, að eyða fullkomlega ell-
efu líkum. — (Fari maður að
hugsa málið, þá vega ellefu lik
reyndar meir en hálft tonn,
sem er allnokkuð). — Það skýr
ir líka bæði eyðingu raunveru-
legra sönnunargagna og einnig
það, ef bolsévikkamir hafa
skilið eftir sig fölsk merki,
nógu likleg til þess, að sann-
færa umheiminn um það, að
Romanof f-f j ölskyldan væri
dauð.
Þessi sannfæring hlýtur að
hafa styrkzt mjög, er út kom
skýrsla Sokolovs dómara. Enda
þótt orðalag hennar sé nú mjög
tortryggilegt í augum, þá var
það um þetta leyti einmitt það,
sem umheiminn langaði að
heyra og staðfesti álit hans á
hinum illræmdu bolsévikkum.
-— Þessi maður var dómari,
— seglr Bessell, — æfður rann
sóknarmaður, vanur hlutlægri
og óhlutlægri skoðun mála og
því að draga saman og skýra
frá staðreyndum og niðurstöð-
um. Og samt sem áður er að
finna í skýrslu hans um sann-
anirnar orðatiltæki á borð við
„blóðugt fjöldamorð" og „sví-
virðllegt morð“.
— 1 bók Guy Richards er
stórgóður kafli um Sokolov,
langfremsta samantekt um
skýrsluna, sem ég hefi rekizt
á. — Hann bendir á, að meðal
vitna þeirra, sem Sokolov hafði
uppi á og tilgreinir, sé aðeins
eitt, sem með góðu móti megi
ætla, að séð hafi annaðhvort
aftökuna eða eyðingu líkanna.
Sokolov, sem var harður and
stæðingur bolsévikka, virðist
hafa gengið að verki sínu með
það fyrir augum að sanna, að
keisaraf jölskyldan hafi verið
myrt. Með því móti, segir Bess-
ell, hefði hann bezt tryggt, að
ekki væri þörf á né kæmi til
frekari rannsóknar á málinu,
svo og öryggi fjölskyldunnar
(hafi hún komizt undan).
Og með þvi að orða „sann-
anir" sínar á þann hátt, sem
hann vissi að vekja mundi við-
bjóð og hrylling umheimshas,
beindi Sokolov allri reiði hans
gegn bolsévikkum. Því heilagri
sem bræðin yrði, þvi minni lík
ur voru til þess, að sæist í gegn
um blekkingarvefinn. Vestur
lönd höfðu nægar ástæður til
þess að bjarga zarnum úr nauð
um hans, en hvað í ósköpun-
um hefði átt að reka boisévikka
til samvinnu við þau um það?
Bessell kveðst koma auga á
eina ástæðu til þess í Brest-
Litovsksamningnum, sem undir
ritaður var i marzmánuði 1918,
og kom á þeim friði, sem bolsé-
vikkar höfðu lofað — enda
þótt friðarskilyrðin væru auð-
mýkjandi. — Það var leynileg-
ur viðauki við samninginn, þar
sem bolsévikkar lofuðu Þjóð-
verjum að tryggja keisarafjöl-
skyldunni örugga undankomu
til staðar utan Sovétrikjanna.
Mundu bolsévikkar nú hafa
vogað sér, aðeins fjórum mán-
uðum síðar, að drepa fjölskyld
una, og hætta með því á nýja
innrás Þjóðverja?
Það eitt er víst, að margir á
staðnum trúðu því statt og stöð
ugt, að zarinn hefði komizt
undan. Brezki aðalræðismaður
inn í Vladivostok, Charles
Elliott, var sendur á staðinn
að kynna sér málið og grafast
fyrir um afdrif zarsins. Hinn
fimmta október skýrir hann svo
frá, að „margir þeir Rússar,
sem kunnugastir eru, álíta hann
enn á lin". EKKI urðu rundnar
„neinar sannanir yfirleitt“ fyr
ir dauða hans.
Árið 1919 kom út á einkafor-
lagi stóreinkennileg bók, „Zarn-
um bjargað", sem sögð var dag
bók bandarísks njósnara, er
sendur hafði verið yfir Evrópu
(í miðju stríðinu). Á Þýzka-
landskeisari að hafa trúað hon
um fyrir sannleik málsins í
Berlín, og hann síðan að hafa
farið til Ekaterinenburgar.
Þar, segir hinn nafnlausi höf-
undur, smyglaði hann fjölskyld
unni út gegnum göng inn í
brezka sendiráðið og þaðan
gegnum Tíbet (í gervum búdd-
iskra pilagríma) til Chungking.
Guy Richards ieggur mikla
áherzlu á þetta ævintýralega
plagg; Peter Bessell telur bók-
ina hins vegar þvætting frá
upphafi til enda.
Svör við. spurningum, sem
bornar voru upp í neðri deild
brezka þingsins um þetta leyti,
hófust yfirleitt á þá lund, að
„við höfum ástæðu til að ætla“,
og eftir þvi sem Besseil segir
hefur engin ríkisstjóm nokk-
um tíma látið frá sér fara
beina yfirlýsingu um morðið.
— En sagan er æði götótt, —
segir hann, — og sum götin
ákaflega þýðingarmikil og at-
hyglisverð, einkum í bréfaskipt
unum milli Buckinghamhallar
og utanríkisráðuneytisins. Ég
er handviss um, að til eru
plögg í Þjóðskjalasafninu, sem
aldrei verða birt almenningi.
Hver veit, hvað þau kynnu að
sýna?
Meðal athyglisverðustu stað
reynda, sem Bessell hefur haft
upp úr krafsi sínu, er ein um
minningarathöfnina, sem hald-
in var um zarinn í London.
George Bretakonungur var
ekki viðstaddur hana og það
mætti ekki einu sinni fulltrúi
hans. — Þarna var um að ræða
frænda hans og mikinn þjóð-
höfðingja, — segir Bessell. —
En konungurinn var ákaflega
trúaður maður. Getur verið, að
hann hafi ekki viljað leggja
nafn sitt við minningarathöfn
um mann, sem hann vissi, að
var enn á lifi?
Það er getgátum undirorpið,
hversu mörgum í London og
Washington hefur verið kunn-
ugt um flóttann — hafi hann
átt sér stað. Það hefur reynzt
einkennilega erfitt að fá nokk-
uð út úr afkomendum þeirra
um málið, enda þótt meira en
hálf öld sé liðin frá atburðun-
um. — Hvað eftir annað hef ég
leitað til fólks, sem ég hélt, að
e.t.v. gæti upplýst mig eitt-
hvað og það tekið mér vel, en
um leið og ég hefi nálgazt
kjarna málsins hefur ekki
brugðizt, að veður hafi s'kipazt
I lofti.
Fólk gleymír að koma til
funda, það brestur skyndilega
minni, og málið eyðist.
Kenrensky (rússneski leiðtog-
inn, sem Lenin hratt af stóli)
lá i sjúkrahúsi í Bandaríkjun-
um fyrir þremur árum. Ein
hjúkrunarkvennanna, sem önn
uðust hann, var að lesa söguna
af blóðbaðinu og kom sagan
henni í mikið uppnám. Þá mælti
Kenrensky, að því er mér
skilst, við hana á þessa leið:
„Hafið engar áhyggjur; þau
dóu ekki.“ Þremur vikum sið-
ar var hann sjálfur látinn.
Hvað snertir hin miklu auð-
\
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
6. júní 1971