Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Page 6
JÖNAS
HARALZ
MARKMIÐ
OG LEIÐIR
SÍÐARI HLUTI
LEIÐIR
VAL LEIÐA
Hér að framan hefur fyrst
og fremst verið leitazt við að
gera grein fyrir markmiðum
þjóðfélagsþróunar, hver þau
helztu þeirra hafi verið á und-
anförnum áratugum, hvaða mis
munandi áherzla hafi verið á
þau lögð, og hvaða viðhorf
blasi nú við í vali markmdða.
Leiðirnar að þessum markmið-
um hafa ekki beinlinis verið
gerðar að umræðuefni, þær að-
ferðir, sem beitt hefur verið
eða unnt er að beita í sókn-
inni að þeim, nema að þvi leyti,
sem umræður um leiðir óhjá-
kvæmilega hljóta að fléttast
saman við umræður um mark-
miðin sjálf, svo nátengt sem
þetta tvennt er hvort öðru.
Rétt er þó að beina athyglinni
einnig að sjálfum leiðunum, að
reyna að átta sig á þvi, hvað
reynsla undanfarinna áratuga
getur kennt okkur um þessar
leiðir, hversu árangursríkar
þær hafa reynzt og hverjar
þeirra sé sennilegt að reynist
hagkvæmastar framvegis. Þetta
er því mikilvægara, þar sem
mismunur þjóðfélags- og
stjórnimálaskoðana og ágrein-
ingur á milli stjórnmáiafiokka
er meiri í þessu efni en varð-
andi sjálf markmiðin.
Það er ekki við öðru að bú-
ast, en að einstrengingshætti í
skoðunum og vali á markmið-
um fylgi einstrengingsháttur í
vali leiða. Ef eitt eða fá mark-
mið eru talin skipta öilu máli,
er ekki nema eðlilegt, að hver
sú leið, sem talin er ná mark-
inu með skjótustum hætti, sé
talin sú bezta og lítið sé um það
hirt, hvaða aðrar afleiðingar
hún hafi í för með sér. 1 styrj-
öld virðist mönnum aðeins eitt
skipta máli, að vinna sigur. Á
sama hátt er það arðeins eitt,
sem máli skiptir fyrir þann
mann, sem er nægilega sann-
færður um ágæti þess mark-
miðs, sem hann keppir að, nægi
lega trúaður á, að það og það
eitt færi fólki biessun. Siíkum
mönnum finnst í raun og veru,
að þeir séu í sífelldri styrjöld
og það þjóðféiagsástand getur
myndazt, að fjölda fólks, jafn-
vel miklum hluta heillar þjóð-
ar, finnist þetta sama.
Jafnvel í styrjöld hafa þó
ekki allar fljótvirkar leiðir
reynzt árangursríkar þegar til
lengdar lét. Orrustur hafa ver-
ið unnar, en styrjaldir tapazt.
Unnir sigrar hafa orðið upphaf
nýrra ósigra. Með hliðstæðum
hætti og við höfum áður rakið
um markmiðin sjálf getur sú
leið, sem í fyrstu virðist bein-
asta leiðin i reynd orðið sú,
sem aldrei nær markinu, en sú,
sem virðist krókótt og tafsöm,
þegar allt kemur til alls reynzt
vera sú, sem skilar lengst í átt
ina.
„Vort ferðalag gengur svo
grátlega seint“ sagði Þor-
steinn Erlingsson, . . gaufið
og krókana höfum við reynt —
og framtiðarlandið er fjarri."
Þess vegna vildi hann reyna,
„að brjótast það beint, þó
brekkurnar verði þar hærri.“
Samtíðarmaður Þorsteins,
Einar Benediktsson, talaði aft-
ur á móti um „að brjótast frá
sókn þeirra vinnandi vega, um
vonlausu klifin á hrapandi
feH.“ Hvað er nú til málanna
að leggja í ljósi reynslu und-
anfarinna áratuga? Hver hef-
ur reynslan orðið af beinum
leiðum og krókóttum, af því að
ráðast á brekkur og fell eða
þræða dali og skörð?
BEITING RÍKISVALDSINS
Ágreiningurinn um val leiða
hefur á þessari öld fyrst og
fremst snúizt um þátt ríkis-
valdsins í þjóðfélagsþróuninni.
Þeir, sem lengst hafa viljað
ganga, hafa viljað beita ríkis-
valdinu út í yztu æsar, til að
ná þeim markmiðum, sem stefnt
hefur verið að. Rekstur rikis-
ins á atvinnufyrirtækjum og
hvers konar stofnunum, bein
fyrirmæli frá ríkinu um fram-
leiðslu og verðlag, jafnvel bein
fyrirmæli rikisins til almenn-
ings um atvinnu, neyzlu og
vinnutíma, hafa þótt eðlileg
tæki til að ná eftirsóttum mark
miðum, hvort sem um var að
ræða atvinnuöryggi eða aukna
velmegun, eða þetta hvort
tveggja í senn. Á hinn bóginn
hefur verið uppi sú skoðun, að
afskipti ríkisvaldsins ættu að
vera sem allra minnst, í raun
réttri ekki annað en að halda
uppi lögum og rétti og reka
nokkra aðra mikilvæga þjón-
ustustarfsemi, sem erfitt væri
að koma fyrir með öðru móti.
Hvorug þessara andstæðu skoð
ana hefur þó í hreinni mynd
sinni átt nokkru fylgi að fagna
á Vesturlöndum nú um langt
skeið, enda þótt þær kunni
enn að skjóta upp kollin.um í
stjórnmálaumræðum.
Fyrri leiðin hefur sem kunn-
ugt er verið reynd í iöndum
kommúnismans i Austur-
Evrópu og Kína, og nú síðast
í nokkrum þróunarlöndum í
ýmsum heimsálfum, alls staðar
með alkunnum og skelfilegum
afleiðingum. Það athyglisverð-
asta í þeirri reynslu, eru þó
jafnvel ekki þær skelfing-
ar, sem þessar þjóðir hafa orð
ið að ganga í gegnum, því að
þær skelfingar sáu leiðtogarn-
ir sjálfir að meiru eða minna
leyti fyrir og voru fúsir til að
réttlæta í nafni þess mikla og
skjóta árangurs, sem vænta
mátti. Harmleikurinn er öllu
fremur fólginn i því að þraut-
irnar hafa verið unnar fyrir
gýg, að heilum kynslóðum hef-
ur verið fórnað til einskis. Sá
árangur, sem lönd kommúnism-
ans hafa náð i að tryggja fé-
lagslegt öryggi, efla hagvöxt,
ná almennri velmegun, í stuttu
máli sagt að ná öllum þeim
markmiðum, sem réttlæta áttu
hið geysilega átak, er sizt meiri
en aðrar þjóðir, sem beittu öðr-
um aðferðum, náðu á svipuðu
þróunarstigi eða hafa náð á
sama tíma. Lönd Austur-
Evrópu horfa nú fram á við-
tæka stöðnun og efnahags-
kreppu, svo framarlega sem
þeim tekst ekki að koma á rót-
tækum breytingum í efnahags-
málum í þá átt að draga úr
beinum afskiptum og áhrifum
ríkisins, veita stjórnendum at-
vinnufyrirtækja meiri áhrif og
ábyrgð og almenningi meira
frelsi í atvinnu og neyzlu. Öll
hafa þessi lönd á síðustu árum
reynt að stefna i þessa átt, en
yfirleitt með litlum árangri,
vegna þess hversu fast þau eru
reyrð í það skipulag, sem all-
an vanda átti að leysa, en nú
er 1 litlu unnt að breyta eða
lagfæra án þess að eiga á
hættu, að það hrynjd til grunna.
HAGKERFI VESTURLANDA
Andstæða þessarar skoðunar,
algert eða svo til algert af-
skiptaleysi rikisins, hefur í
raun og veru hvergi verið
framkvæmd á Vesturlöndum
síðan fyrir heimsstyrjöldina
fyrri, enda þótt hún hafi í meg-
in atriðum átt við stjórnarfar
sumra Evrópulanda — og þá
einkum Bretlands — á öldinni
sem leið. Þróun almenns lýð-
ræðis annars vegar og það æ
margbrotnara þjóðfélag, sem óx
með iðnbyltingunni hins vegar,
gerðu það að verkum, að þessi
þjóðfélagshu gmyn d varð ekki
lengur raunhæf fyrirmynd.
1 stað þessara tveggja fyrir-
mynda hefur á Vesturlöndum
þróast nýtt fyrirkomulag efna-
hagsmála, sem oft á tiðum er
nefnt blandað hagkerfi. Hugs-
unin, sem að baki þeirri nafn-
gift liggur, er sú, að ríkjandi
hagkerfi sameini viss atriði
beggja þeirra andstæðu skoð-
ana, sem áður eru nefndar. f
rauninni er þetta nafn þó rang-
nefni. Réttlátara er að líta á
þá hagstjórnarhætti, sem þró-
azt hafa á Vesturlöndum und-
anfarna áratugi, sem sjálfstætt
kerfi heldur en einhvers kon-
ar blöndu óskyldra og raun-
ar ósamrýmanlegra hagkerfa.
Hver eru þá aðaleinkenni
þessara hagstjórnarhátta? f
stuttu máli má segja, að aðal-
inntak þeirra sé einbeitt og öfl-
ug stjórn opinberra aðila á
þeim þáttum efnahagslífsins,
sem mynda almenna umgerð
um efnahagsstarfsemina, og þá
einkum á fjármálum og pen-
ingamálum, samfara því að
ábyrgð á atvinnurekstri og
hvers konar þjónustustarfsemi
sé hjá fyrirtækjum og stofnun-
um og frelsi almennings til að
ráða neyzlu sinni og velja sér
menntun og störf sé sem mest.
MISMUNUR
STJÓRNMÁLASKOPANA
Um grundvallaratriði þessara
hagstjórnarhátta hefur i reynd
myndazt viðtæk samstaða
stjórnmálaflokka, hvað sem
flokkarnir kunna að láta í
veðri vaka í stefnuskrám og
ávörpum. Þessi samstaða hef-
ur víða myndað grundvöll
stjórnmálasamstarfs ólíkra
flokka, jafnvel um langt skeið,
eins og reyndin hefur orð-
ið hér á landi. Samfara þessu
hafa stjórnmáladeil.ur í raun-
inni mjög sljákkað frá því, sem
áður var. Þessi samstaða felur
þó ekki i sér, að enginn ágrein
ingur á milli stjórnmálafiokka
sé lengur fyrir hendi, held-
ur að þessa ágreinings gæti
ekki, þegar flokkarnir, oft á
tíðum í sameiningu, standa and
spænis úrlausn knýjandi við-
fangsefna. 1 raun og veru er
enn sem fyrr til staðar grund-
vallarmunur á stjórnmáiavið
horfum, raunar mætti segja á
Iífsviðhorfum, sem mestu ræð-
ur um það, hverm.g menn skipa
sér i stjórnmálaflokka.
Sá munur á stjórnmálaskoð-
un.um, sem hvarvetna gætir á
Vesturlöndu.m, og einni.g hér á
landi, er í aðalatriðum fólginn
í því, að þeir flokkar, sem
kenna sig við jafnaðarstefnu
eða sósíalisma, eða telja sig
vinstri flokka, eru fúsari eða
ákafari til þess að ganga til-
tölulega langt í beitingu rík-
isvaldsins en aðrir flokkar.
Þeir eru að vísu ekki lengur
fylgjandi þjóðnýtingu eða rík-
isnekstri, sem alls staðar hefur
gefizt illa nema rikisfyrirtæk-
in séu í ein.u og öllu rekin eft-
ir sömu sjónarmiðum og einka-
fyrirtæki. En þeir hafa allríka
tilhneigingu til ýmiss konar
annarra ríkisafskipta af at-
vinnulifinu. Þessi afskipti geta
verið í mynd beins fjárhags-
legs stuðndngs við atvinnufyr-
irtæki í vissum atvinnugrein-
um, eða heilum landshlutum,
jafnvel við einstök fyrirtæki.
Þau geta verið fólgin í starf-
semi opinberra sjóða eða
banka. f Svíþjóð hefur stjórn
jafnaðarmanna um alllangt
skeið markvisst unnið að au.kn
um áhrifum rikisins á atvinnu-
lífið einmitt með þessum hætti.
Þau geta einnig komið fram í
sköttum, sem leggjast sérstak-
lega á atvinmureksturinn eða
jafnvel vissar tegundir at-
vinnurekstrar. Loks geta þau
verið í mynd verðlagseftirlits
eða beinnar íhlutunar um verð-
lag og laun undir sérstökum
kringumstæðum. Þótt undarlegt
kunni að virðast, fylgir þess-
ari viðleitni til ihlutunar jafn-
framt nokkur hneigð til tdlslök
unar í hinni almennu stjórn
efnahagsmála. Er þá talið, að
hin almenna stjórn geti verið
of hörð og taki ekki alltaf
nægilegt tildit til félagslegra
atriða eða sérstakra aðstæðna.
Þess vegna geti verið seskilegt
að slaka á henni að vissu
marki, og þetta komi ekki að
sök, sé bein rikisíhlutun auk-
in að sama skapi.
Þeir stjórnmálaflokkar aftur á
móti, sem aðhyllzt hafa frjálst
framtak og taldir eru standa í
miðju stjórmmálanna eða á
hægri væng þeirra, eru yfir-
leitt mótfallnir rikisíhlutun af
því tagi, sem að framan er lýst,
nema þá í takmörkuðum mæli
og i skamman tíma. Þeir gera
sér jafnframt ljósa grein fyr-
ir nauðsyn styrkrar stjórnar
hinna almennu þátta efnahags-
málanna.
Það er á því bili, sem hér
hefur verið lýst, og sem í raun
og veru nær ekki frá einni and
stæðu til amnarrar, sem stjóm-
málaumræður fara fram og
stjórnmálabarátta er háð alls
staðar á Vesturlöndum. Bilið
er það mjótt, ágreiningurinn
það litill, að engin þáttaskil
verða, þegar ein stjórn tekur
við af annarri, enda þótt önn-
ur sé talin til vinstri en hin til
hægri. Sumir stjórnmálafræð-
ingar, ekki sízt Svíinn Herbert
Framhald á l)ls. 12.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. júní 1971