Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Qupperneq 8
STALI NGRAD
Bókarkafli eftir Theodore Plievier
í klukkustund varð Gnotke •
að standa vörð.
Tvær klukkustundir í byrg-
inu,.ein frammi i skotgröfinni:
að því marki hafði lifið aftur
færzt í eðlilegt horf. Nú voru
höfð regluleg vaktaskipti og
liðþjálfar urðu að taka sína
törn. Gnotke hafði fengið tign
armerki á kraga og axlir á ný,
hann hafði auk heidur orðið að
sauma þau á sjálfur; en það
breytti litlu. Hann var sama
töturhypjan og hinir; fætur
hans jafnvel vafðir tuskum
eins og hinna. Borði á kragan-
um gerði hvorki tit né frá og
skyldustörf liðþjálfa' voru hin
sömu og óbreyttra hermanna.
Nú var komið larigt fram yf-
ir jól. Tímatakmörkin, sém sett
höfðu verið fyrir útrásartil-
raun, höfðu einnig liðið hjá án
þess nokkuð væri að gert. Á
jólanóttina höfðu hermennirn-
ir yfirgefið snjóhíði sín og fært.
sig nær brekkunni. Þar höfðu
þeir fundið byrgi og gamlá,
rússneska skotgröf, sem menn
úr baksveitunum höfðu síðan
víkkað. Og þar sem Georg
Ketteler var lagður af stað tii
Otorvanovka og búið var að
grafa piltinn frá Billerbeek og
hinn frá Hohengústrow og fá-
eina aðra í snjónum vesturfrá,
var rúmt um alla i byrginu.
Það var ekki eins og gryfjan,
sem lokið hafði verið við síð-
ustu tvo, þrjá dagana á und-
an, nærri snjóhíðunum og þar
sem aðeins fáir menn komust
fyrir í einu.
Nú var janúarmánuður ög úr
austri barst hrimgrátt mistrið,
frá ánni Volgu. Þegar vindur-
inn lét af leik sínum með gráa
skýjafiókana og blés eftir
flatneskjunni, kom hann ekki
eingöngu úr austri heldur úr
öllum áttum, sópaði gresjuna
hreina og feykti ískornum í
. andlit manns. Þennan dag var
jörðin bersópuð og grá af
hélu. Allur snjórinn, sem legið
hafði á grundinni fyllti loftið
fjúki. Og í kófinu hékk dauf-
leitur, hvítur hnöttur, eini fasti
punkturinn, sem sjáanlegur
var i snjóiðunni — sólin.
Andlit kom í Ijós við hlið-
ina á Gnotke. Bláleitar varir,
stórt nef, gleraugu á nefinu.
Þetta var vörðurinn úr hinum
enda gryfjunnar.
Ach, ég er soltinn. Þessi
súpa aftur í dag . . .
Gnotke leitaði augnanna á
bak við gleraugun. í augunum
sá hann það sem koma hlaut
og varð ekki umflúið. Maður-
inn sem stóð þarna hokinn í
herðum hafði verið teiknikenn
ari, en hann myndi aldrei verða
teiknikennari framar.
Ég taldi baunirnar í súp-
unni. Fjórtán hitt var bara
vatn. Eiga þeir ekki fleiri
hross?
Gnotke horfði beint framan
í hann.
Og bölvaðar lýsnar. Það
er ekki sem verst hérna úti, en
inni í hlýjunni er ekki vært. I
rauninni var það annað, sem
hann vildi sagt hafa. - Ert þú
þreyttur iíka?
— Já, svaraði Gnotke.
Þeir stóðu samhliða og
horfðu út í hriðina. Snjóinn
skóf lárétt yfir jörð?nni. Báðir
höfðu augu og andlit i jarð-
hæð og felugreinarnar, rekn-
ar niður i svörðinn byrgðu
þeim sýn að nokkru leyti.
— En það veður. Það gæti
enginn maður, ekki einu sinni
Rússi haldið opnum augunum.
Það hlýtur að takast i dag.
Þetta var tilgáta og kennarinn
beið svars. Gnotke hélt áfram
að stara út í snjóiðuna Hinn
sneri við og fór aftur á sinn
stað.
Svo Leichenaugust* (eins og
Gnotke var kallaður innan
herdeildarinnar) vildi ekki
vera með i lejknum. Nú starði
keriíiárinn út um sitt eigið
gægjugát. Þó ekki með sömu
athygli í augum og nokkrum
dögum áður, þegar hann hafði
enn haft hugarró til að draga
upp rissmynd á blað af um-
hverfinu með löngum, jöfnum
dráttum — rissmynd af hrjóstr
ugum vellinum þar sem hest-
hræið lá eins og há þúst og
fyilti allan hug hans.
*Lika-Ágúst.
Að stundu iiðinni tók
Gnotke eflir því að kennarinn
var horfinn af verðinum. Hann
kom auga á hann utan við
skurðinn, flatmagandi sig
áfram þumlung fyrir þumiung.
Gnotke vissi hvað verða
mundi. Kennarinn var ekki sá
íyrsti, sem fór þessa leið.
Hálfum mánuði áður höfðu
vígisgrafarar skammt undan
verið að eltast við húðarklár
nokkurn. Ekki fór betur en
svo að flýjandi dýrið hljóp
inn milli vígli'nanna og var
skotið niður hinum megin frá.
Skrokkurinn lá þarna enn,
eins og stór þúfa, þakin hélu.
Nálægt þessari gráu þúst voru
þrír aðrir dökkir blettir sjáan-
legir í góðu skyggni. Tveir
þeirra voru grafarar sem ekki
höfðu verið á því að sleppa
bráð sinni; sá þriðji var mað-
ur úr herflokki Gnotkes, sem
hætt hafði sér út fyrir og einn
ig orðið fyrir skoti rússneskr-
ar leyniskyttu.
Nú var kennarinn lagður af
stað.
— Þið verðið að berjast til
síðustu byssukúlu! hafði For-
inginn hrópað til hermanna
sinna; og hundrað sinnum
voru þeir sendir til atlögu, til
að stöðva flóðið, til að varna
því að enn frekar molnaði af
skerinu þeirra. - Þraukið, ég
geri allt sem í mínu valdi
stendur til að brjóta ykkur
leið út! hafði Foringinn kallað
til þeirra; og þeir þraukuðu.
Fyrst átu þeir hesta rúmenska
riddaraliðsins, síðan hestana
frá eigin stórskotaliði og hesta
réttum. Fyrst voru þeir fjórir
um hvern brauðhleif, siðan sjö,
loks fékk hver maður 200
grömm af brauði (eina fingur-
þykka sneið) útilátna daglega.
Þeir þraukuðu, trúðu orðum
Foringja síns og vonuðu á
lausn.
Þeir settu von sína á komu
bryndrekasveitar Hooths hers-
höfðingja; síðar bundu þeir all-
ar vonir við hernaðaraðgerðir
innan hringsins. En hringnum
var hvorki lokið upp innanfrá
né utan. Nýr orðrómur og nýj-
ar vonir blossuðu upp i byrgj-
unum — Kína hafði sagt Eng-
landi og Ameríku stríð á hend
ur, sömuliðis Tyrkland og
Spánn, var sagt. Þetta myndi
breyta allri afstöðunni í heim-
inum og verða þeim til bjarg-
ar. En skriðdrekar Mansteins
voru sigraðir, Kína var langt í
burtu og nú var ekki framar
minnzt á Tyrkland eða Spán.
Ferðir „Junker“anna voru
orðnar strjálli; flugleiðir
þeirra voru farnar að lengjast.
Við aðflug og flugtak voru
þær skotnar niður i hrönnum.
Á gresjunni milli Dónár og
Donetz iá fiugvélarfiak með
póstpoka frá Stalingrad
hringnum; og innihald þessara
bréfa var eitt iangt kvalaóp.
„Elsku Karólína, mér liður
sæmilega, að minnsta kosti
reyni ég að halda velli eins
lengi og hægt er. Ég er á hræði
legum stað og það er ómögu-
legt að segja um hvernig allt
fer.“
„Kæri Herbert, þetta var
hörmungadagur hjá okkur. Tí-
unda deild er sundruð og út-
litið er svart hjá okkur
Georg Hartung, Ottö Gnussel,
Theodore Piievier
The mightiest.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
-t/** ■
Gesich, Wahler, Dusch, Hey
liðsforingi, ailir látnir, um
fjörutíu manns særðir.“
„Elsku mamma og pabbi, bar
dagarnir eru mjög harðir og
við höfum goldið mikið afhroð,
grafreitirnir stækka með hverj
um degi.“
Nú var desember liðinn og
komið fram í janúar. Bréf
voru ekki skrifuð lengur og
hefðu ekki verið skrifuð jafn-
vel þótt „Junker“arnir hefðu
enn getað haldið uppi regluleg
um ferðum.
„Elsku konan mín, ég hef
ekki döngun í mér að gera
neitt, ekki einu sinni að skrifa
. . .“ Enginn hafði döngun í sér
að gera neitt. Þeir skrifuðu
ekki fleiri bréf og héldu ekki
lengur dagbækur, allt slíkt lá
að baki. Þeir voru allir á
„hræðilegum stað.“ Likamir
voru hlaðnir kýlum og lýs átu
sig inn í kýlin. Þeir voru
hungraðir og höfðu ekki næg-
an mat til að fylla tómið í mag-
anum. Þeir höfðu sótthita og
niöurgang og uppsölu og limi
svarta af kali og töflur og
sprautur voru þrotnar. Kval-
fi. júní 1971