Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Page 11
Stafholt í Borg:arfirði.
Stundarkorn
í Stafholti
Eftir Gísla Brynjólfsson
Stafholtsprestar 1866-1960
Sr. Gísli Einarsson Sr. Bergnr Björnsson
upphleypt mynd: St. Georg
vinntur drekann.
Á altari getur að lita ýmsar
kirkjulegar bækur, til notkun-
ar við messugerðir fyrr og nú
— sumar gamlar eins og t.d.
Dominicale, þ.e. Guðspjötl og
Pistlar með almennelegum Kol-
lectum, þrykkt á Hóluim í
Hjaltadal af Halldóri Eiríks-
syni 1750. — Ennfremur Sákna
bók 1847 sem ber þessa áskrift:
Þessi bók tilheyrir Stafholts-
kirkju og er henni gefin af
sættastiptara Guðmundi Þórð-
arsyni í Eskiholti þann 6ta sd.
e. Trin 1849. Á aitarinu liggja
milli stjakanna litlar sporöskju
lagaðar Ó.P. oblátudósir úr
silfri. Innan í víravikisum-
gjörð á liokinu eru þessir staf-
ir P.P.S. S.B.D. þ.e. Pétur
Pétursson og Sigþrúður Bjarna
dóttir. Sr. Péfcur var hér prest-
ur og prófastur í 30 ár í byrj-
un síðustu aldar. „Hann fékk
ágætt orð, góður læknir, vel
auðugur." Kona hans var
prestsdóttir frá Mælifelli. Dótt
ir þeirra, Arndís, átti sr.
Friðrik Eggerz.
Inni í altarinu er kaleikur og
patína. Kaleikurinn er merkis-
gripur; smiðaður af hinum
mikla snillingi, Sigurði Þor-
steinssyni frá Viðivöllum i
Fljótsdal. Hann rak iðn sína
lengi í Kaupmannahöfn og
þótti einn af mestu gullsmiðum
í öllu Danaveldi. Gripir hans
þykja nú hinar mestu gersem-
ar. í fyrra var tekanna, er hann
hafði smíðað, seld í Kaup-
mannahöfn á um kvartmilljón
kr. (ísl.)
Eftir Sigurð Þorsteinsson eru
ýmsir góðir gripir hér á landi,
sumir í Þjóðminjasafni, oblátu-
dósir eru i Bessastaðakirkju og
nokkrar kirkjur austanlands
munu eiga kaleika, sem hann
hefur smíðað.
Gefendur kaleiksins i Staf-
holtskirkju voru þau prófasts-
hjónin sr. Sigurður Jónsson og
mad. Sigríður Markúsdóttir. Er
fangamark þeirra neðan á stétt
inni S. J. S. og S. M. D. Sr.
Sig'Urður hélt Stafholt 1740—
1766, þótti allgóður klerkur.
Meðal barna hans og mad. Sig-
riðar var „sú dyggðarika og
óflekikaða jómfrú,“ Margrét, síð
ari kona sr. Jóns Steingrímsson
ar á Prestsbakka.
Eftir að hafa skoðað kirkju-
gripina göngum við út í vorið.
Af háum kirkjutröppunum virð
um við fyrir okkur staðinn. Hér
er allt tiitölulega nýuppbyggt.
— í tíð þeirra sr. Bergs próf-
asts og frú Guðbjargar, sem
sátu þennan stað 1937—1960
reis Stafholt upp úr stíi hins
gamla tíma torfs og tiimiburs. Þá
voru öll hús byggð af steini
yfir fólk og fénað og mun þess
lengi sjá merki.
Fyrir neðan kirkjuna er
einn af þessum stóru kirkju-
görðum gömlu prestssetranna,
sem þurfa svo mikla og ná-
kvæma hirðu til þess að þeir
séu í því standi, sem hæfir reit
hinna látnu og minningu for-
feðranna. Umgerð hans er hvít
steinsteypa allt um kring með
nýju reisulegu sálluhliði á aust
urvegg. Innan þessara veggja
hvíla kynslóðir þessarar grös-
ugu, blómlegu byggðar um alda
raðir. Mest af sögu þeirra er
falið undir grænum, grónum
leiðum hins nafnlausa fjölda.
Nöfn hinna fáu, sem þekkt eru,
standa hér skráð, sum á nýlega
minnisvarða, önnur á gamlar
leghellur hálísokknar i jörð
eða stóra mosavaxna bauta-
steina — enn önnur á ryðrauða
steypujárnskrossa, sem gengur
illa að standa réttum í gljúp-
um grassverðinum.
Við staðnæmumst við nokkra
minni'svarða.
Sumir þeirra bera nöfn prest
anna, sem hér hafa þjónað. Þeir
hafa i aldanna ráis verið bæði
margir og merkir. Saga þeirra
tekur yfir 100 bls. i Prestaæv-
um Sighvats.
Sr. Stefán Þorvaldsson (sá
er kirkjuna reisti) og kona
hans mad. Ingibjörg Jónsdóttir
frá Höskuldsstöðum eiga hér
stóran, burstarliaga stein með
nöfnum Sínum sitt á hvorri hlið.
Hjá honum stendur litill járn-
kross með nafni Árna sonar
þeirra, sem dó svo ungur, að-
eins 25 ára nýútskrifaður úr
Bessastaðaskóla. Þar er vitnað
til þessara huggunarorða meist
arans: Grát þú eigi (Lúkas 7).
Sr. Stefán byrjaði prests-
skap sinn á Knappsstöðum í
StíflU'. Hann var vígður i
Reykjavíkurdómkirkju 24. maí
1835. Vígslubróðir hans var
Tómas Sæmundsson. Síðan var
sr. Stefán prestur bæði á Mos-
feiii í Mosfeilssveit og Hítar-
nesi á Mýrum áður en hann
kom í Stafholt 1866.
Sr. Stefán hafði mikinn kostn
að af byggingu Stafholtskirkju.
Er sjóður hennar hrökk ekki
til, varð hann að taka 600 kr.
lán úr landssjóði til að ljúka
byggingunn'i. Sr. Stefán var
rausnarmaður og skörungur til
framkvæmda. Hann var hesta-
maður mikiil eins og þeir bræð-
ur fleiri, t.d. sr. Björn i Holti.
Hann var vel látinn í söfnuð-
um sínuim, glaður i lund og góð
hjartaður. Því segir Gröndal 1
grafskrift er hann setti þessum
Staf holtsklerki:
Gleði var í anda, gæzka 1
hjarta,
stöðug og stór var lund.
Nálægt miðjum kirkjugarðin-
um vestanverðum standa tveTr
járnkrossar hlið við hldð. Á
þeim eru nöfn tveggja presta,
sem hér sátu á síðustu öld, þeir
sr. Eggert Bjarnason, land-
læknis Pálssonar og sr. Einar
Sæmundsson, prests á Útskál-
um. Hann kallaði sig Einarsen.
Sr. Einar var vigður 16. sd.
e. Trin. 7. okt. 1821 ásamt sr.
Stefáni Benediktssyni, sem þá
fékk Hjarðarholt í Dölum.
Þótti Geir biskupi þeir tæpir í
lærdómnum. En sr. Einar tók
sér mikið fram síðar, enda varð
hann prófastur á Snæfellsnesi,
er hann hafði fengið Setberg í
Eyrarsveit.
Sr. Einar var kominn yfir
sextugt er hann fékk Stafholt
og hélt hann það í 11 ár.
Daði segir um sr. Einar i
Prestasögum sínum, „að hann
væri snotur að sjá, fjörmaður
mikill sem faðir hans, góður
skrifari, lipur í prestsverkum,
vel liðinn af sóknarfólki sinu.“
Sighvatur bætir þvi við „að
hann hafi verið góður ræðumað
ur, skyldurækinn, gáfumaður
og skáld gott., skemmtinn og
mjög glaðlátur, var ei trútt um
að hann hefði gaman af kára-
skap og heimsku sumra
manna."
Kona sr. Einars var
Kristjana Hansdóttir Wim
gaard Reichdal, norsk í föður-
ætt. „Hún hafði hár fagurt og
svo mikið, að það félil niður að
mitti en sögð ærið skapstór,
hvers vegna þeim hjónum lán-
aðist lítt hjúahadlið.“ (Daði).
En Sighvafcur segir hún hafi
verið valkvendi og að öilu hin
sæmilegasta kona. Seinustu 5
Fi-iimhald á hls. 13.
6. júní 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11