Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Page 13
Stafholt
Framhald »f bls. 11.
ácin var tengdasonur sr. Ein-
ars, sr. Markús Gíslasoin, ad-
stoSarprestur hans, en ekki átti
það fyrir honum að liggja að
setjast í þetta góða brauð Bocg
arfjarðar.
Hinn krossinn, sem nefndur
er hér að framan er á leiði sr.
Eggerts Bjarnasonar. Hins veg-
ar á þeim krossi er naufn Mel-
kjörs sonar hans. Sr. Eggert
hélt Stafholt 1843—47. Um
hann lifa ýmsar sagnir sem
ekki verða raktar hér, aðeins
greint frá þvi helzta, sem stend
ur í Prestaævum.
„Þegar ég var á 7. eða 8. ári,“
segir Sighvatur, „sá ég sr.
Eggert á ferð í Þinganesi og
man enn eftir honum að
luokkru, því hann tók mig í
fang sér og setti mig upp á lág-
an vegg, en hélt um fætur
mína, svo ekki skyldi ég falla.
Mjög var hann mér ahiðlegur
og fór að fræða mig um Guðs
dásemdir þótt litlar hefði ég
þess nytjar í þá daga. . . en
mér hefur jafnan verið minnis-
stætt hvað eldfjörugur hann
var í snúningum og hvað nef
hans var stórt fremur en ann-
arra.“
Eftir lýsingu óhlutdrægra
manna, segir Sighvatur, að sr.
Eggert hafi verið í minna lagi
meðalmaður, fjörmaður, reið-
maður mikiill, hraustur og svo
afarsnar og frækinn að náliega
enginn stóðst við honuim í
glímu — þannig til siðustu ævi
daga. Eitt sinn eftir að sonur
hans var kominn í Bessastaða-
skóla, spurði sr. Eggert kunn-
ugan mann hver mundi nú
mestur glímumaður á Bessa-
stöðum. Var honum sagt að það
mundi Bjarni sonur hans. Þá á
sr. Eggert að hafa svarað: „Guð
hjálpi skólanum, ef hann
Bjarni minn er þar beztur.“
Sagt var, að eftir að hann kom
að Stafholti hafi hann sýnt
þann fimleik sinn að riða þar
heim í hlað og stökkva upp úr
söðlinum aftur af hestinum með
an hann var á fullri ferð og
kom niður standandi jafnt í
báða fætur. Sjaldan fór hann
hesti á bak með því að stíga i
í'staðið heldur studdi hann
hendi á makka hestsins og
varpaði sér í stöðulinn í lausu
lofti. — Talinn var hann góður
læknir.
Þessi lýsing skal látin nægja.
Og hvað, sem um sr. Eggert
Bjarnason verður sagt að öðru
leyti, mun óhætt að íullyrða,
að hann sé einn mesti hesta-
og reiðmaður, sem uppi hefur
verið í íslenzkri prestaistétt.
Hefur þó margur karskur
knapinn prýtt þann hóp í ald-
anna rás. Og enn i dag eiga
hestamenn ágæta fulltrúa með
al vigðra manna.
Af reiðhrossum sr. Eggerts
eru sérstaklega nefnd tvö, sem
þóttu bera af öðrum: Þokki og
Doppa. Hún var ættuð frá
Eitifsdal í Kjós.
Finnur á Kjörseyri safnaðl
ýmsum sögnum um sr. Eggert.
Hafa þær birzt bæði í Blöndu
og bók Finns, Þjóðháttum og
ævisögium frá 19. öld. Hér skal
tilgreind ein af þessum sögum,
frá þeim árum er sr. Eggert
dvaidi i Stafholti sem uppgjafa
prestur hjá sr. Ólafi Pálssyni:
„Þá var það á seinní árum
séra Ólafs í Stafholti, að eitt
sumar komu nokkrir Skagfirð-
ingar sunnan úr Reykjavík og
töfðu lengi í Stafholti. Höfðu
þeir verið með marga fallega
hesta. Þótti séra Eggert gaman
að spjalla við þá. Þegar þeir
fóru, segir séra Eggert við
prófast: „Ég ætla með þeim
hérna upp fyrir Kastalann"
(Það er klettableti við túnið í
Stafholti), „til að sýna þeim
hana Doppu mína.“ Það var fyr
irtaks reiðhröss. Þegar löng
stund er liðin, fer séra Ólaf að
lengja eftir gamla manninum,
og gengur hann upp á Kast-
alann, og sér ekki til ferða séra
Eggerts. Sendir þá piöfastur
vinnumann sinn af stað til að
leita prests. Fer maðurinn langt
upp eftir Stafholtstungum og
fréttir á bæjunum, að séra
Eggert hefði farið hjá, — en
aidrei bar saman litnum á hest
inum, sem hann reið, var auð
vitað að reyna nýjan og nýjan
gæðing. Maðurinn fór til baka
og sagði, hvers hann varð vís-
ari. Þá sendi prófastur annan
mann, og fór sá alla leið upp
að Gilsbakka i Hvitársíðu. Þar
frétti hann síðast, að séra
Eggert hefði lagt norður með
þeim, og hefði verið búinn að
fá utan yfir sig, því að heiman
fór hann snöggklæddur. Eftir
hálfan mánuð kom hann heim
aftur." Þessi saga sýnir vel,
hvílík hrifing hefur gagntekið
huga þessa prest-öldungs í sam-
ferð með Skagfiröingum. Fjör
og kostir gæðingænna hrífa
hann svo, að hann gleymir
öllu öðru en njóta þeirra.
Hann hefði sjálfsagt getað tek-
ið undir með Einari Ben.:
„Betra á dauðlegi heimurinn
eigi.“
Svo sem myndin ber með sér,
er nú brotinn krossinn á gröf
sr. Eggerts. Eflaust verður það
fljótlega bætt þar sem brotið
er tiL
En hversu verðugt verkefni
væri það ekki fyrir hinn blóm-
lega félagsskap borgfirzkra
héstamanna að byggja upp leg-
stað þessa klerks, sem gerði
garðinn frægan með hesta
mennsku sinni.
G. Br.
„Ég er
Alexei
Romanov“
Framhald af bls. 3.
sönnur á ætterni sitt? Og tæk-
ist honum það, er lítill vafi á
því, að Romanoff sá sem um
ræddi, teldi sér á ný bráðan
lífsháska búinn.
Goleniewski sjálfur var
dæmdur til dauða í Póllandi,
er hann flúði land, þegar upp
komst um njósnir hans i þágu
CIA. Það eitt, burtséð frá hót-
unum annarra fénda hans
(sem sumir þykjast einnig af
Romanof f-ættinni), ætti að
nægja til þess að fæla hann
frá því að koma fyrir opinber-
an rétt og reyna að færa sönn-
ur á Téttmæti kröfu sinnar.
Vera má, að hann bíði þess, að
ensku og bandarísku leyniþjón
usturnar láti uppi þau skjöl,
sem hann tetur sanna ætterni
sitt, svo ekki verði um villzt.
Það eru vissulega næg lík-
indi til þess, að álíta megi, að
maðurinn sé sá, er hann segist
vera. Goleniewski þjáist að vísu
ekki af kóngablóðsótt, en hins
vegar hefur verið sýnt fram á,
að hann gengur með blóðsjúk-
dóm, sem hefur einmitt hæga
storknun að aðaleinkenni.
Goleniewski kvæntist í New
York árið 1964, konu, sem hann
tók með sér frá Póllandi, þeg-
ar hann flúði til Vestur-Berlín
ar. Á giftingarvottorðinu er
hann nefndur Alexei Nichola-
evich Romanov, fæddur tólfta
ágúst 1904 í Peterhof i Rúss-
landi. Prestur sá sem vígsluna
framdi, var Georgi Grabbe,
greifi, yfirmaður rússnesk-or-
þódoxu kirkjunnar utan Rúss-
lands. Frændi hans var yfir-
maður einkavarðar zarsins á
sinni tíð. Tvær sagðar dætur
zarsins, Olga og Tatiana, voru
viðstaddar athöfnina.
Einhver dularfyllsti þráður-
inn í vefnum öllum virðist
liggja inn í bandaríska innan-
ríkisráðuneytið í svonefnda
Romanoff-skrá þess, sem ráðu-
neytið þvertekur raunar fyrir
að hafa nokkru sinni haft und-
ir höndum. 1 Þjóðskjalasafninu
gróf Guy Richards upp tvö
plögg, sem virtust hafa lent út
úr skrá þessarí, og bæði voru
úr innanríkisráðuneytinu kom-
in. Annað hefst á orðsendingu
frá Nelson Page, sendiherra
Bandaríkjanna á Italíu, til inn-
anríkisráðherrans, dagsettri
hinn 7. desember árið 1918 og
svohljóðandi: „Yður í trúnaði
að segja, hefi ég fregnað, að á
hæstu stöðum sé álitið, að zar-
inn og fjölskylda hans, séu öll
á lífi.“
Hitt gengur út á orðsend-
ingu frá sendiráðinu i París,
dagsetta í ágúst 1927, með fylgj
andi grein úr franska blaðinu
Le Matin, (sem sjálft hafði
hana úr einu Varsjárblaðanna)
um ungan Rússa í Póllandi,
kóngabióðsjúkan mann, fæddan
samtimis krónprinsinum og
sagðan „furðulega" líkan hon-
um. Hann talaði lýtalaust
ensku, þýzku og frönsku og
margir í rússnesku nýlendunni
í Póllandi voru þess fullvissir,
að hann væri Alexei.
Allen Dulles, sem var yfir-
maður CIA, þegar Goleniewski
flúði land og ræddi við hann
árið 1961, var vanur að svara
öllum spurningum um málið
með þessum orðum: „Það má
vel vera, að þetta sé allt satt
og það má líka vera, að svo sé
ekki. Ég kæri mig einfaldlega
ekki um að ræða það.“ Frásögn
Goleniewskis af fundi þeirra
sýnir ljóslega, að hann taldi,
að Dulles væri kunnugt um
uppruna hans, en vildi aðeins
halda honum leyndum. Goleni-
ewski segir svo frá, að áður en
hann fór af fundinum hafi Dull
es látið svo um mælt við sig:
•— Þér væruð lifandi eftirmynd
föður yðar, ef þér væruð með
alskegg.
Kannski eru þó eftir merki-
ustu líkurnar:
Kyril de Shishmarev, en fað-
ir hans var ofursti í hinum
keisaralega lifverði, var einn
af leikfélögum Alexeis. Þegar
hann (þá orðinn bandarískur
rikisborgari og fyrrum liðsfor-
ingi í SHAEF), heyrði um til-
kall Goleniewskis, brást hann
-reiður við þessari „vanhelgun
á sínum forna vini“. Þeir hitt-
ust að máli í New York í „vel-
læstri og velvarinni" ibúð Gol-
eniewskis á Long Island, eins
og Richards kallar hana. Hvor
um sig grunaði hinn um
græsku.
Þeir ræddu saman reglulega
í nokkrar vikur og að lokum
lýsti Shishmarev þessu yfir: —
Ég er ekki i nokkrum vafa urh
réttmæti kröfu hans. -— Síðar,
aðspurður þess hvers vegna
hann hefði enn áhuga á mál-
inu, enda þótt hann væri ekki
lengur í sambandi við Goleni-
ewski af „óskýranlegum ástæð
um“, svaraði hann þessu til:
— Ég held ég viti dálítið, sem
varðar þjóðarhag. Ég held mér
sé nokkuð kunnugt um þýðing-
armikla sögu og viti hvenær
tími er til að gera hana heyrin-
kunna.
Bókmenntir
og listir
Framhald af bls. 5.
þegar geislarnir struku líkama
hennar, fór um hann ástríðu-
bylgja. Blóðið geystist um æð-
arnar og — ó! Hún varð svo
heit — svo heit, svo glöð, svo
létt. Sál hennar sveiflaðist í
dansi og skaut hennar dansaði
með. Og þá vissi hún það —
hún var með barni og svo hafði
verið um nokkurn tíma. —
Þegar Mukami stóð upp til
brottfarar starði hún sljó fram
fyrir sig, en tárin, höfug af
þakklæti og auðmýkt, riuuiii
niður kinnar hennar. Hún sá
lengra skóginnm, lengra lækn-
um, eins og hún fengi litið eitt-
hvað, sem falið var i framtíð-
inni. Og hún sá íbúa Muhoroin
is iarn sinn og maðnr hennar
stóð þar í miðjum flokki.
Þarna var hennar heimili, við
hlið manns hennar, með-
al hinna kvennanna. Þær yrðu
að sameinast og styrkja ættina
gæða hana nýju lífi. Skyldi
Mnmbi fylgjast með því? Langt
langt í burtu heyrðist kýr
baula. Mukami hrökk npp úr
dagdraumum síiium.
— Ég verð að halda af stað.
Og hún hélt af stað. Eftir
stóð fíkjutréð, þögnlt og stórt
og dtilúð vafið.
Kvikmyndir
Framhald af bls. 4.
á svæðinu, á þessu afkáralega
pottloki, sem hann ber á höfð-
inu og á hlátri hans, hvellum
hoo-hoo hlátri, sem kemur öll-
um nærstöddum einnig til að
hlæja.
Og hvernig líkar honum svo
að vera fyrir aftan í stað þess
að vera fyrir framan mynda-
vélina? Jú, takk, hann er mjðg
hrifinn af því.
„Leikritið var leikritið," seg-
ir hann; „kvikmyndin verður
allt annað. Mér hefur farið
fram síðan ég leikstýrði leikn
um og Jules hefur einnig far-
ið fram síðan hann skrifaði
leikritið. Við höfum báðir reynt
að láta kvilomyndina njóta
okkar. Það væri til lítils að
Jules væri áð ákrifa handritið
og ég að leikstýra því, ef það
tæki ekki einhverjum breytipg-
um, hefði ekki eitthvað meira
að segja en leikritið.“
(Grein þessi er þýdd úr
kanadiska blaðinu Táke Qnei).
EFTIBMÁLI
Little Murders er nú fulHrá-
gengin, hefur verið frumsýntt
vestra og hlotið allgöðar vi@-
tökur. Upphaflega hafði ekkert
af stóru fyrirtækjunum áhuga
á að kaupa kvikmyndaréttinn
á leikritinu, en Gould hafði
ailtaf litið á það sem kvikmynd
og keypti réttinn, um leið og
hann hafði bolmagn til þess.
Þar eð hann taldi, að leikstjór
inn mundi ráða mestu um end-
anlegt útlit myndarinnar, vildi
hann áðeins það bezta og tókst
að telja Jean-Luc Godard á að
gera myndina. Godard sam-
þykkti með einu skilyrði; áB
handritahöfundarnir tveir Ro-
bert Benton og David Newman,
sem höfðu skrifað „Bonnie aivd
Clyde“, ynnu með honum (God-
ard átti einnig upphaflega að
leikstýra Bonnie and Clyde).
Þessu skilyrði var fullnægt, en
þegar til kastanna kom, skrif-
uðu þessir herramenn ekki
neitt, og að því er Gould segir,
gerði þetta velgengni myndar-
mnar mögulega. Godard var
þar með úr sögunni og Alaii
Arkin kom i staðinn, en hann
gjörþekkti leikritið, eftir að
hafa stýrt því á sviði.
STALiINGRAÐ
Framhald af bls. 10.
þjóhnappa? Til Pitomnik flug
vallar svo hægt væri að fljúga
með hann? Til hersjúkraskýlis
ins í Gumrak, þar sem sjúk-
ir menn voru settir á götuna
og dóu i tjöldum vegna
þrengsla?
■— Þessi skynlausa skepna!
sagði Riess undirliðþjálfi aft-
ur. Þetta er honum sjálfum að
kenna, hann hefði ekki átt að
drekka ósoðinn snjó, það er
stranglega bannað!
— Ekkert kjaftæði — það
verður að koma honum burt;
Hvað eigum við að gera?
Riess undirliðþjálfi, fyrrum
S.S.maður og fyrir ári S.S.
búðavörður í hernámsstjörn-
inni í Póllandi, kunni hina
róttæku lækningaaðferð vrð
taugaveiki: kúla bak við eyr-
að og fimm metra niður í jörð-
ina og slökkt kalk ofaná! —
Tilkynnið það og einangrið
hann fyrst, sagði hann. Víð
getum látið hann út í snjóirm
núna.
En Urbas liðþjálfi, sem t
slaríi sínu við birgðaflutn'mga
frá Suvalki geiranum tii
Moskvusvæðisins hafði séð sitt
af hverju allt frá Dnestr unt
Kiev, Kharkov, Rostov og
Kalatch til gresjanna við Ðóná
og Volgu, kunni einnig skil á
ýmsum aðferðum. Aldrei hafði
hvarflað að honum að hann
gæti sjálfur orðið fyrir barð-
inu á þeim úti-ýmingaraðgerð-
um, sem beitt var við hermeTin
i sjúkrabúðum og veika borg-
ara; og óvíst er hvort hann
hafi skilið nokkuð af þeim
orðaskiptum, sem fram fóru í
kringum hann. En þegar hann
reis snagglega upp við dogg,
6. júní 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13