Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Side 15
Þegar komið er fram í júní eru
víst flestir, sem vettlingi geta vald-
ið, farnir að huga að sumarleyfis-
ferðum; annað hvort til suðlœgra
sólarlanda eða hér uppi á gamla
góða Fróni. Ef til vill glepja ál-
þingiskosningarnar þó fremur hugi
manna um þessar mundir en til-
hugsunin um sumarfríið, enda mik-
ið í húfi fyrir alla landsmenn til
sjávar og sveita. Orrahríðin stend-
ur nú sem hœst, þótt fangbrögðin
séu ekki jafn óvœgileg og oft áður.
En mitt í þessum mikla hildarleik
hefur sjálfsagt farið framhjá flest-
um lítil fréttatilkynning frá ráðu-
neyti, þar sem boðuð var stofnun
einnar nefndarinnar til. Og þessi
ágæta nefnd á að endurskoða og
semja tillögur um tilhögun verzl-
unarfrœðslu í landinu í næstu
framtíð. Menntakerfið allt er nú í
umsköpun og því þykir það ef til
vill ekki tíðindum sœta, þó að
skipuð sé nefnd til þess að ígrunda
einn anga þess.
Verzlunarfrœðslan hefur þó ver-
ið með nokkuð sérstœðum hœtti
frá upphafi vega, og því er hér
vafalaust ýtt við verðugu viðfangs-
efni. Allt fram á síðasta áratug var
öll verzlunarfrœðsla í landinu í
höndum einkaaðila. Verzlunarráð
íslands hefur rekið Verzlunarskóla
íslands og samvinnuhreyfingin hef-
ur starfrœkt samvinnuskólann í
Bifröst. Þeim nemendum, sem hafa
hug á að afla sér menntunar á sviði
verzlunar, er nauðugur sá eini
kostur að sækja hana í einkaskóla.
Það hefur aftur í för með sér all
há skólagjöld, sem sumum hefur
a.m.k. reynzt erfitt að standa
straum af. Á sama tíma er öll önn-
ur menntun í þjóðfélaginu greidd
úr sameiginlegum sjóði. Eitt a f
stœrstu framtíðarverkefnum vel-
ferðarþjóðfélagsins er að efla al-
liliða menrutun; ekki einungis fyrir
œskuna, heldur fyrir fólk á öllum
aldri. Það er löngu viðurkennt
sjónarmið, að menntun skuli greiða
úr sameiginlegum sjóði lands-
manna til þess að jafna aðstöðu-
mun manna, þannig að hvorki efna-
hagur, búseta né aðrar ástœður
hamli nokkrum að afla sér viðhlít-
andi menntunar. Hér er því um
jafnréttismál að tefla, svo að notuð
sé gatslitin þula úr kosningabarátt-
unni.
Þeir, sem afla sér verzlunar-
menntunar, búa því við lakari kost
en aðrir að þessu leyti. Af þeim
sökum hlýtur það að vera vert
íhugunarefni, hvort ríkisvafldið eigi
ekki að taka verzlunarfræðsluna
að einhverju marki á sínar herðar.
Að vísu eru nú starfrœktar verzl-
unardeildir í gagnfræðaskólunum,
en fyllri menntun verður að sœkja
í einkaskóla. Þó að flestir geti ver-
ið einhuga um nauðsyn þessa, verð-
ur eflaust lengi þráttað um fram-
kvœmdamátann. Ugglaust er einn
kosturinn sá, að reisa nýjan verzl-
unarskóla, en hugmyndir hafa kom-
ið fram um að staðsetja slíkan skóla
á Akureyri. Hitt kemur þó ekki
síður til álita, að ríkisvaldið auki
framlag sitt til Verzlunarskólans,
svo að nemendur hans geti aflað sér
menntunar endurgjaldslaust. Verzl-
unarskólinn er nú hlekkur í hinu
almenna fræðslukerfi; tekur við
unglingum úr gagnfrœðaskólum og
skilar sumum beint til starfa, en
öðrum til frekara náms í háskóla.
í sjálfu sér er ekkert eðlilegra en
V erzlunarskólinn hdldi þannig
áfram að gegna því veigamikla
hlutverki, sem hann hefur leyst af
hendi til þessa. Því ætti það ekki
að vera goðgá að fella skólann að
fullu og öllu inn í hið almenna
skólakerfi landsins og gefa nem-
endum hans þannig kost á verzlun-
armenntun með sömu kjörum og
öðrum, sem nám stunda.
Það verður ekki séð, að nauðsyn-
legar breytingar og sveigjanleiki
geti ekhi átt sér stað í starfi skól-
ans, þó að horfið yrði að þessu ráði.
Nú nýverið hafa verið gerðar um-
talsverðar breytingar á skipulagi
Verzlunarskólans. En það er eftir-
tektarvert, að þessar breytingar
gerast einmitt á sama tíma og um-
sköpun er að hefjast í ríkisskóla-
kerfinu. Hrœringarnar verða nokk-
urn veginn samhliða. Að því leyti
virðist sérstaða V erzlunarskólans
ekki endilega hafa komið honum
að sérstökum notum. Á nœstu árum
munu aukin áhrif kennara og nem-
enda á stjórn skólanna vafalaust
stuðla að stöðugri og jafnari þró-
un á þessu sviði. Þegar þessi vald-
dreifing hefur ruH sér til rúms,
mun svifasemt ríkisbákn ekki
standa í vegi fyrir þróun skólanna.
Þörf þjóðfélagsins fyrir verzlun-
ar- og viðskiptamenntað starfsfólk
vex hröðum skrefum eftir því, sem
hlutdeild verzlunarinnar verður
stœrri í þjóðarbúskapnum. Af
þeirri ástœðu einni œtti að vera
ærið tilefni til að gefa þessu
atriði nokkurn gaum, þó að það sé
ekhi í brennidepli kosningabarátv-
unnar þessa sumardaga.
Þorsteinn Pálsson.
Lausn á síðusfu krossgátu
Í23 *> "■"T cr Od irri Sí? z tr 2L •z: h j- cd ar L. ar -1 is— dr -J .cr
iil "eöj ct a TT uT <p o ar ,<r CS ■3 L. ct vA x — í <r _ .0 <x .0 -J LJ vj
if'ií - ðU 3 Œ h> 1 I tr OÍ M "uT D -4 < U r* 3: <XL T T %
i«í at 3 •- l ?s W œ c/ 2 X i X ~c cr "Z % * a •3 -z_ 4- => CE <X CE
o o <x • 3 L* - * [*. I U fc od 3 4J 0: 1§ ■z cr — X 1 1 H .O -J
—r' CQ < U -J pT s; - ^ 3 i£l cc S3 œ cz F 1 0/ 3 \3 -J a: T TT .O
< v ° O C3 -11 £'5 v5 5Í.Í - o Uí T <r w e IÉ ca ct 3 ■IU _J <3 C3 C3
í « . 4 í; U1 a - iif V-L_ .Or L. L) Z — LJ Wi 0-7- 3 ~A Cd
1 Ti-U Lfs co ar TT - I i a 53 .0 z jtí íll -vtr- C“.\ lc a 3 \K cc Qd ct
2 .2 \£' Or 1 y u. -j .or lil c SlT LJ -J O. 3 cZ i-Íd ■3-«- 1 i -J <r vrr
T§ -j .or Qí <c W VA .Qr QtT cr <£> Chí <x
T • O Qd — <x SÉf u. < X cc 1 c!' L. X Q -3 <y
b h. cr Cvi Qí X Ui r>- U ! V5 TT I
, - JJ: 0*3 oi. -a Wi « * * •3 W j 3 e ^ & -o Yf D £ t 3 - 1:1 »
6. júní 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15