Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Qupperneq 3
Ég geri mér grein fyrir því, að islenzku fornljóðin eru mestu Ijóð, sem ort hafa verið: Baldursdraumur, Sonatorrek, Völuspá. Carlyile endursagði þætti úr Heimskringlu og vakti mér áhuga á islenzkum bók- menntum. Þá fór ég að lesa Genmaniu Tacitusar, kynntist loks Thule-útgáfunni þýzku af fornsögunum. Fyrir fjórtán ár- um impraði ég á því við nem- endur mína í Buenos Aires, að ■nú skyldum við taka til hendi og lesa engilsaxnesk ljóð, s.s. Bjólfskviðu og Finnsborgarljóð- ið. Þá kom í ljós, að þau fjöll- uðu um norræna menn. Allar persónurnar í Finnsborgarljóð- inu eru Danir. Það vakti áhuga minn og athygli að alíl- ar persónurnar í þessum gömlu engilsaxnesku Ijóðum eru norrænt fólk. í upphafi Bjólfskviðu er talað um Dani: Hwæt, we Gar-Dena in geardagum þeodcyninga þrym gefrunon, Við höfum heyrt um ljómann af spjótdönum. . . Norrænir menn hafa mikið komið við enska sögu. Egill skildi Englendinga, þegar hann barðist með Aðalsteini konungi gegn Skotum. Það voru ekki aðeins þungar brún ir Egils, sem ýttu undir konung að rétta honum hringinn á sverðsoddi. Þeir gátu ta'lað saman. En einhver munur hef- ur verið á framburði engilsaxa og norrænna manna og er gott dæmi þess, þegar Styrkár stali ari Haralds konungs Sigurðs- sonar hittir vagnkarlinn enska í skemmtilegri frásögn Heims- kringlu: „Þú munt vera Norð- maðr, kenni ek mál þitt,“ sagði karlinn. Norrænir menn skópu heims- menningu, sem er einsdæmi. Þess vegna er ég kominn hing- að. Ég er þakklátur fyrir að vera hér. Ég mun aldrei gleyma þessu landi. Að þessi draumur sku'li hafa rætzt! Ég hlusta á fólkið tala íslenzku. Ég heyri sama má'lið og for- feður þess, sem ég dái, töluðu sín á milli. Kannski með svo- lítið öðrum brag. Ég hef mínar hugmyndir um það, en samt sem áður iifir þessi tunga hér. Hvernig eigum við að þakka ykkur fyrir að hafa varðveitt þessar bókmenntir, þessa sögu og þessa tungu? Ég gerði mér fljótlega ljóst að blómi germ- anskrar menningar er varð veittur hér. Norræn menning er kóróna hennar. Annars stað ar t.d. í Hollandi, Belgíu, Þýzkalandi og Bretlandi, eyði- lagðist þessi forna menning í róti kristinnar ásóknar. f trúar bragðaátökum. En á íslandi varðveittist forn germanskur anfur. Það er meira af germ- önsíkum viðhorfum í engilsaxn eskum arfi en þýzkum. Þýzk- ar bökmenntir hafa verið svo r óm a n tísk ar. Thule-útgáfan var ágæt á sínum tíma. En nú höfum við fengið Isilendingasög urnar betur þýddar af Magnús- syni. Ég hef verið að reyna að iæra íslenzku undanfarin ár. Á hverjum iaugardegi og sunnudegi komum við nokkrir nemendur minir saman, drög- um okkur út úr þys Buenos Aires og förum yfir íslenZkar bökmenntir. Við erum nýbúin að lesa kaflann um Egil og Þorgerði, þegar hún gengur í lokrekkjuna til hans. Ég hef mikið að gera og þess vegna get ég þvi miður ekki lagt stund á íslenzku nema um helg ar. Ég geri það ekki af hégóma skap, heldur þörf, gleði. Sér- fræðingur í engilsaxnesku hlýt ur fyrr eða síðar að dragast að fornum íslenzkum menningar- arfi. Þetta er eins og að heill- ast af sólsetri, eða verða ást- fanginn." V. Við vorum komin á Hellis- heiði og ekki seinna vænna að minnast á landið hans, Argen- tínu. „Siðasta alvarlega orrust- an þar var háð 1879,“ sagði hann, „þegar hvitir menn voru sigraðir, stungu indiánarnir þá spjótum. Indiánarnir réðust á stórbýlin, stálu nautgripum og fóru með ránum. Þeir voru meiri hestamenn en hvitu kú- rekarnir. Þeir riðu alltaf ber- bakt, notuðu aldrei spora. Þeir töluðu við hestana sina. Milli þeirra og hestanna rikti djúp vinátta, skilningur. En indián- arnir voru mjög frumstætt fölk. Þegar ég var drengur, var sagt við mig: „Viltu vita eitthvað um stærðfræði Pamp asindiánanna?" Ég var ekkert sérstaklega æstur í það. „Ég er ekki viss um að ég skilji hana,“ sagði ég. „O-jú, hún er mjög . einföld. Þeir telja svona: einn .. tveir . . þrír . . fjórir . . . marg- ir . . .“ Þeir voru miklir hesta- menn og sem slíkir höfðu þeir enga þörf fyrir stærðfræði. Þeir tömdu hestana sína frá- bærilega vel. Ég kynntist þeim lítið. En ég þekkti fólkið, sem lýst er í Fleygnum. Að vísu ekki þær sömu persónur sem koma fyrir í sögunni. Þær eru tilbúningur. En fóik svipað þeim. Þegar ég var að aJlasit upp í Buenos Aires var fullt af sliíiku fðlki í úthverfunum. Margir báru á sér hnifa. Sá var hugrakkastur, sem átti hniif með stytzta blaðinu. Ég á ekki siifur að grafa eins og Egill og enga þræla að vinna verkið. Tímarnir hafa breytzt, þótt fjöllin séu þau sömu í Mosfellsdal. En blindu mína á ég sameiginiega með Agli. Um hana fjallar siðasta bók mín, Lofgjörð til myrknrs ins. Þar lofsyng ég blinduna. Ég held hún hafi gert mér margt bæriilegt, bærilegra en áður, Skerpt skilning minn. Stytt mér leiðina að sjálfum mér. Áður þurfti ég alltaf að vera að lesa og hitta fólk. Nú get ég hugsað. Blindu fylgir ekki sársauki. Blinda er oít arfgengur sjúkdómur. Faðir minn og amma voru bæði orð- in blind, þegar þau dóu. Þau kvörtuðu ekki. En heyrnar- laust fó'lk á verri daga. Það verður fyrir aðkasti, menn gera of't grín að því. Ég heid — ég verð að minnsta kosti að líta svo á, því að það er skylda mín að gera það — að blindan hafi aukið mér skarp Skyggni. Ég held ég skrifi nú betur en áður. Blindan kom hægt. Ég gat lesið og skrifað meira o^g minna 1955, en sá að eins stóra stafi. Nú get ég að vísu skrifað naifinið mibt, en ég ;hef ekki séð það í mörg ár.“ Jorge Luis Borges LESANDI Ég læt öðrum það eftir að hrósa sér af því sem þeir hafa skrifað. Sjálfur er ég stoltur af því sem ég hef lesið um dagana. Ég var kannski ekki neinn málfræðingur, öðrum fróðari um fallbeygingar, hætti sagna, hin hægfara skipti og ummyndanir hljóða, eins og harðnandi d-ið sem breytist í t, eða náinn skyldleika g og k, en um ótal mörg ár hafa tungumál haldið huga mínum föngnum. Ég hef félagsiskap við Virgil um nætur, að hafa kunnað latínu og týnt henni niður er engu síður eign; gleymskan er kjallarahola minnisins, ein mynda þess, hin hliðin á peningnum, sú, sem engin sér. Meðan fánýtar sýnir og flestum hugljúfari andlit og máðar arkir dofnuðu fyrir augum mér gleymdi ég mér við lestur járntungunnar, sem forfeður mínir skráðu á forðum einmanailei'k og glamur sverða, og nú, að liðnum sjö hundruðum ára, frá Últíma Thule berst mér rödd þín, Snorri Sturluson. Ungur maður, sem sezt við lestur, agar líf sitt nákvæmlega skilgreindu námi, þræðir bókaormasióðir til öruggrar þekkingar. Á mínum aldri er allt sem ég tekst á hendur ævintýri sem jaðrar við nóttina. Ég mun aldrei ná valdi á forntungu Norðursins, aldrei sökkva gráðugum höndum í gullið Sigurðar. Það sem ég færist í fang á sér engan endi en verður alla mína daga félagi minn, dularfullur eins og alheimurinn, dularfullur eins og ég, lærdómsleitandinn. Sonja Diego þýddi 4. júlí 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.