Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Síða 10
Um refsigleði og tiftun til sjós á dögum Jóns Indíafara og Kristjáns konungs IV. Gripið niður í Jens Munk Sigurður Anton Friðþjófsson Konan sem korninu sópar Konan, sem korninu sópar í köldu húsi með hélaða glugga sópar korni úr krók sem kvíða geymir og skugga. Ýtir sópnum inn í krókinn kornið finnst og kornið fýkur sinn veg. Kornið er ég. Og konan gengur að glugga geislann lítur og segir Sjáðu, hve rykið rýkur og reikar á ýmsan veg. En geislinn, sem skín um gluggann og rykmökkinn rýfur er ég. fór þanniig fram, að reipi var smeygt undir skipið og aftur yf ir að lunningu hinum megin þar sem hinn dæmdi var reyrð- ur í það og honum fleygt fyrir borð og þess jafnframt gætt að kappnógu langt væri í reipinu. Svo var byrjað að draga hinum megin. X fyrsta sdnni var hinn dæmdi alla jafna svo hress, að hann gat stytt sér Leiðina með fáeinum sundtökum og ennfrem ur fríað sig af hinum egghvössu skeldýrum á skipsbotninum, en það var langt niður að kilii, sjaldgæft að menn slyppu með aðeins eina ferð og svo gafst varla tlmi til að ná andanum er upp kom og soga nýtt loft einu sinni í lungun, fyrr en búið var að fleygja manni aftur fyrir borð hinum megin. Þegar þar var komið sögu var oftast tekið að draga mjög af hinum dæmda og sneyðast um loftið. VesaLing þessum sortnaði fyrir augum jafnvel fyrr en komið var niður að kili og að eilifð iiðinni kom upp blóði drifinn, skáleygður hálfviti með sjáinn fossandi úr kjaftvikunum. Þá fólu menn herranum drottni málið á vaJd og fleygðu vini vorum fyrir borð í þriðja sinn. 2. En hinum myrka mánudegi lýkur og við tekur þriðjudagur Og á þriðjudögum fá menn kjöt og það kemur vetur og sumar eftir þann vetur og brotsjóir Norðursjávar ríða inn yfir þil- farið og þvo brott blóðsletturn ar, fyrir kemur, að konungur er sjálfur með í förinni og þá er það ósjaldan, að annars konar sjónarspil á sér stað á éfra þilfari. Sumardag einn, það var á sunnudegi að aflokinni guðs- þjónustu, var líristján konung- ur fjórði um borð í hinu rnikla skipi sinu „Spees“ á heimleið ur heimsókn í Björgvin, þegar allt í einu lægði vind og lygndi gersamlega. Drungi færðist yfir allt og alia um borð í „Spees“. Kon- ungur sá fram á, að ekki yrði meira að unnið þann daginn og að loknum miðdegisverði lét þann stefna áhöfninni saman á efra þilfari. Nokkrir stólar voru bornir út og þeim raðað 'fyrir framan aftuirlyftinguna rétt eins og vant var við mánu- dagsréttarhöldin og brátt spurð jst fregnin um skipið alit. Yfir- mennirnir af hinum skipunum iétu skjóta undir sig bátum í snatri yfir að „Spes", á þeim sem nær lágu klifruðu skips- menn upp í reiðanji og settust kloívega á rárnar, þaðan sem þeir horfðu með öfund í aug- um yfir til hinna heppnu starfs bræðra sinna. Konungur ætlaði að bregða á leik við mannskap- inn. Það var sem vindhviða færi um hið lognkyrra sunnudagssíð degi. Hljóðfæraleikararnir þeyttu lúðra sína og börðu stór trumburnar, skipstjórinn á því skipi, er fjærst var lét skjóta af falLstykkjum sin.um á eigin kostnað og áhafnirnar í reiðun- um á skipunum þar nærsævis tóku ofan hatta sina og pott- lok og veifuðu þeim ákaft. Bú- inn klofháum, svörtum sjóstig- vélum, með hárpískinn slútandi niður yfir nýstrokinn knippl- ingakragann, sem þakti breið- ar herðarnar, birtist nú Krist- ján fjórði Danakonungur í eig- in persónu og öllu slnu veldi á efri þiJjunum á „Spes“. Hann veifaði hásetunum í reiðan- um, kastaði kveðju á yfirmenn- ina og kom ánægður voldugum skrokki slnum fyrir í stól í miðri röðinni. Frammi fyrir hon um stóðu mennirnir á efra dekki, bognir í hnjám og hengdu hendur með síðum, kaf rjóðir í framan og gapandi af eftirvæntingu. Enginn dirfð- ist að iieggja orð til. Svo lyfti konuingur hendi, hristi leður- kíl með silfiurpeninigum og stakk upp á því með galgopalagum glampa i augum, að fyrst yrði „teygður kattar- háls,“ sem var nokkurs konar reiptog. Nú var brugðið skjótt við og dregið kritarstrik um þvert efra dekk og allt að fótum konungi. Leikur þessi fór þannig fram, að tveir menn drógu kaðal hvor um annars háls og neyttu síðan allra krafta og bragða til þess að draga hvor hinn yfir hvíta strikið. Sterkasti maður um borð í „Spes“ var aðstoðarmat- sveinniinn, Jon Graaben, ættciður nyrzt úr Noregi. Jon bar fyrst sigurorð af sterkasta hásetanum og þá fyrir það hálf an dal af konuingi. Því næst glimdi hann lengi vel við Jón HaliMórsson Islending hinn sterkasta byssuskyttanna. Og aftur vann Jon Graaben háWan dal til eiignar. Lúðrar þeyttir og bumbur barðar. Mikil fagnaðarlæti af stór- ránni. Þá var það, að Mtkkel gekk fram hann virtist ekki vita í hverja áttina hann ætti að detta og var svo uppburð- arlaus að sjá, að hann hlaut að hafa stigið fram i ógáti. Miikkel var einnig byssuskytta, smá naggur og for heldur lítið fyr- ir honum við hlið hins geypi- stóra norðanbónda, en hann var léttur á fæti, liðlegur og strákslegur til auignanna. Hann var Kaupmannahafnar- búi. „Glímdu þelr len,gi,“ segir Jón Óiiafsson, sem viðstaddur var bardagann, og „og fastlega; þótti mér sem skipið bifaðist við, er þeir tókust á.“ Mínútur liðu; svo kyrrt var á dekkinu, að vel mátti heyra más andstæðiniganna tveggja. Konungur fylgdist með af engu minni innlifun en yngsti léttadrenigurinn. Það var ekki annað að sjá, þótt ótrúlegt væri, en farið væri að draga af Jóni, hinum mikla, Giaaben. Mikkel beið færis. Hann glotti í sífellu út í annað meðan stóð á viðureigninni,. eins og hann mætti tæpast verjast hlátri að sjá hinn mikla Norðmann strelt ast. Það var öllium ljóst, að sá góði maður Jon Graaben var að ganga af göfíiunum af vöLdum þessa glotts. Svo var það á aðgæzluiausu augna- bliki, að Miikkel kippti eld- snöggt til sin kaðlinum engum var fuJMjóst hvað til vildi, en það var því lókast, sem himn miikli Norðmaður hefði skyndi- lega hnotið um sínar eigm lappir og lagði sig snyrtilega eims og hann var langur til þvert yfir hvíta striikið. Fagnaðarlætin gáfu tæpast eft- ir háreystmmi þá hæst stend- ur sjóorrusta. Konungur gleymdi snöggvast virðuleik símum, stóð upp og rétti Mikkel heilan dal. Mikkel glotti til hans út í annað. Þegar lætin voru um garð gengin, var komið með vatns- fötu og hún sett fyrir konumg, sem kastaði peningi til botns í henmi. Síðan gengu menn til hans, einn af öðruim, öll éuhöfn- in, krupu á kné við fötuna með hendur fyrir aftan bak sér, ráku hausimn niðux í föt- una og reyndu hvað þeir gátu að taka peninginn upp af botn- inum með vörunum. En menn á hirnuim skipunum vildu einnig fá að reyna sig og hver af öðr- um tóku nú hásetarmir að renna sér niður stög og vanta, beint af augum og án þess að bera við hendur og héldu höf- uðfötum sínum Lábeint út frá sér eins og til jafnvægis. Þannig var sá heimur utan heimsins, það ríki utan ríkis- ins, sem Jens Munk gerðist þess þegm, er hann stiikaði yfir vimdubrúna oig framhjá vörðun um á Brimarhókni hinn 1. marz árið 1611. Er inn út hliðinu kom hélit hann sem leið lá gegnum skipasmiðastöð- ina og framhjá refsiföngunum, sem þar skriðu um í hlekkjum sínum. Loks kom hcinn að há- reistu húsi fyrir enda kaðlara- brautarimnar, gekk þar inn og inn til skrifara, þar sem þegar voru samankomnir allnokkr- ir aðrir nýráðnir skipherrar og skipstjórar. Úr norðurglugga salarins mátti sjá út að Krabbe lökke Vig, það glampaði á sjó- inn í festurn sLnum. Að stundu liðinni birtist ftotaforinigi rík- isins, Mogens Ulfedt og í fylgd með honum skráningar- stjórinn og nokkrir gamlir skipherrar. Skrifarinn kalaði upp nöfn viðisrtaddra, því næst voru þeim lesnar sjóher- reglurnar, og hinir ný- ráðn.u sóru skipseiðinn. Mog- ens Ulfeldt las sjállfur upp eið- stafinn, en viðstaddir höfðu orðin upp eftir homum öreglu- Legum, þuniglamalegum takti: Því tofum við allir og sverj- um þess eið, að vera vor- um allranáðugasta herra og konungi, Kristjáni konungi hinu.m fjórða, komumgi Dctn merkur og Noregs, hans kon- unglegu hátign ásaimt með hans hátiignar ríkjuim og lönduim trúir og hollir á a.llian nxáta og hin sömu af öLLum kröftum og með Mfi voru og blóði hjálpa til að stoða og vernda og forða þeim við öllu grandi og fara i eiinu og öliLu að þeim reglum, er hér hafa oss verið lesnar og á allan máta breyta svo, sem góðum, trúum þén.ur- um og ærtogum stríðs- og sjó- mönnurn ber og heyrir, svo hjálpi oss guð og hans heiiagt orð. Kvikmyndir Framhald af bls. 13. ábyrgð þeirra gagnvart hebn- inuni. Brunetto del Vita, aðalpers- ónan í myndinni, aðstoðaði mig á ýmsan hátt, án þess að hafa í rauninni hugmynd um það. Iðulega kvikmyndaði ég atriði með honum, sem voru sprott- in upp úr viðræðum við hann, og notaði samtöl og atburði úr lífi hans, sem ég hafði umskrif- að Svo mjög líktist þetta hans eigin lífi, að einu sinni er við vorum um það bil liálfnaðir með myndina, sagði hann við mig upp úr þurrn: „Heyrðti, ég held að þessi persóna líkist mér nú einum um of.“ „Nei, það getur eklti verið,“ sagði ég, „það er þá bara hreuiasta tilvií.iun." En þar sem hann var enginn blábjáni rann upp fyrir honum Ijós og hann upp- götvaði hinn raunverulega Brunetto del Vita í þeim Brim- etto del Vita, sem ég hafði „bú ið til“ fyrir hunn. Og undir lok in lét hann sér það vel líka. Hann og kona hans sögðu mér seinna, að myndin hefði verið þeiin til mikilla heilla, hjálpað þeim til að skilja hvort annað betur. Á þennan hátt vann ég í gegnum alla myndina. Tökum t.d. strákinn með skeggið. I-isla manninn, scm er með íallegu aðstoðarstúlluinni, eftir að slys ið á sér stað. Allt sem hann gerði og sagði var búið til á staðnum. Þetta var ekki „cinéma vérité“, þar sem þú tek- ur við hráum raunveriileikan- um. Ég hafði þennan raunveru leika í liöndum mér og ég reyndi að bcina honum inn á þær brautir, sem snertu megin þráð myndarinnar. Ég kreisti út úr þessum raunveruleika það, sem ég hafði áhuga á og framreiddi það síðaa eftir mín um geðþótta. En raunveruleik- inn var það engu að síður. Válegir atburðir í Selvogi Framhald af bls. 5. samt sem áður éru til nokkrar skjaltegar heimildir er sýna, að jafnvel annað hafi verið undir staðan að víiginu, en einhliða yfirgangur Englendinga. Is- lenzkir menn er höfðu að hefna sín á Birni voru að nokkru undirstaðan að árás Englendinga á Bj'öm rika i Rifi 1467. Skjaltegar heimildir sanna, að maður að nafni Arn- björn Sæbjörnsson hafi þar verið meðal annarra að verki, því Ólöf rika nær honum á vald sitt og tók hann af lífi. Þetta segir sögu, sem skýrlega hefur verið að verki viðar á þessari öld í landinu, eins og brátt verður komið a»ð. Björn riki virðist hafa verið óviðbúinn að verjast enskum farmönnum í Rifi 1467, verið þar liðfár. Óvildarmenn hans fengu hér gott tækifæri til að láta erlenda menn reka harma sinna á honum. En liklegt er, að hann hafi haft á tofti fyrr- greinda réttarbót Kristjáns komungs 1., herra síns, en skort afl til að framkvæma hana. Gerðist ekki sama sagan austur á Bjamastöðum í Sel- vogi nokkrum árum siðar? Að því verður brátt vikið. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. júlí 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.