Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Blaðsíða 11
3
Elns og þegar var sagt, var
Jón Ólafsson sýslumaöur og
Skálholtsráðsmaður, vildarmað
ur Skarðsverja, og hefur að öll
um likum fengið sýsluvöld úr
hendi Björns rika um Árnes-
þing. Hann virðist hafa farið
að jarðakaupum með sama
hætti og valdsmenn gerðu á
miðöldum. Það er, reyndi að
sæta hverju tækifæri, sem
bauðst til að ná eignarhaldi á
þeim jörðum, er kostur var að
eignast, ef á annað borð var
nokkur slægur í þeim. Þetta
varð ekki til vinsælda, ef í
raunina sló, þótt á stundum yrði
lítt i hámæli hefndaraðgerðir
þeirra undirokuðu. Úr skjal-
legum heimildum 15. aldar er
einmitt hægt að rekja slíka
sögu. Skal það nú gert í stuttu
máli.
Útræðisjarðir voru langverð-
mestar á 15. öld, og sóttust
höfðingjar og ríkismenn eftir
þeim, ef þær voru lausar til
kaups. Fáar slíkar jarðir voru
falar á 15. öld, þvi höfðingjar og
kirkjuvaldið höfðu náð þeim
flestum undir sig. Það var því
hrein undantekning ef slík jörð
væri til söiu eða losnaði í eign
arhaldi á 15. öld. En svo varð
samt í Árnesþingi seinni helm-
ing aldarinnar.
Aðeins ein jörð á strand-
lengju Suðurlandsundirlendis-
ins, er nokkur skilyrði hafði
til útræðis var þá í eigu bónda,
en það var Stokkseyri, hin
mikla landnámsjörð í austan-
verðum Flóa. Jörðin var fyrir
marga kosti mikið höfuðból.
Þar var gott útræði og annað
sjávargagn. Þar voru margar
hjáleigur og þéttbýli á strönd-
inni og í næstu grennd. Þetta
voru allt kjörin hlunnindi á
þeim tíima, er landsdrottinn
þurfti mj'ög á vinnuafld að
halda til þess að gróðavegur
hans stæði í sem mestum blóma
Fátt er heimilda um Stokks-
eyri fyrstu aldir sögunnar, og
er ekki getið þar eigenda fyrr
en á ofanverðri 14. öld, er Vilk
insmáldagi er ritaður um 1397.
En þá er þar getið bæaidanna
Jóns Jónssonar og Jóns Brands
sonar. En þeir eru að öllu
óþekktir.
Um miðbik 15. aldar bjuggu
á Stokkseyri hjónin, Sæmund-
ur Jónsson og Sigriður Árna-
dóttir kona hans, og áttu þau
jörðina alla. Þaiu áttu tvo syni,
er hétu Jón og Árni. Sæmiund-
ur bóndi virðist hafa fallið frá
um 1460, því í nóvember 1464,
selur Sigríður Árnadóttir, sem
þá er orðin ekikja, Jóni sýslu-
manni Ólafssyni í Klofa á
Landi háifa Stokkseyri fyrir
jörðina Eskiholt á Landi, og
þar tii 15 hundruð. Hinn 27.
septemher 1465, samþykkir
Jón Sæmundsson þessi kaup
móður simnar, og lofaði að tala
þar aldrei upp á. Það er gera
ekki frekari kröfur í jörðina.
Liður svo heilt ár, að þessi
kaup koma ekki til hámælis.
En árið 1465, þann 26. nóv-
ember, lætur Oddur lögmaður
Ásmundsson ganga tólf manna
dóm í Skarði á Landi urn kaup
Jóns sýslumanns Ólafssonar og
Sigríðar Árnadóttur á Stokks-
eyri. Þeir dæmdiu kaupin lög-
leg,. En þessu máli var ekki þar
með lokið. Hinn 17. júní 1466
sór Sigriður Árnadóttir á
Stóru-Völlum á Landi, að hún
hefði engum selt né gefið hálfa
Stokkseyri, nema Jóni Ólafs-
syni, og ekki gefið Árna, syni
sínum 15 hundruð í þeim helm-
ingi, er hún seldi Jóni Ólafs-
syni, og engum fjörufar selt í
greindum jarðarparti. Þessi eið
ur fór fram í viðurvist og á
heimili lögmannsins sunnan og
austan á Islandi, svo einhvers
hefur þótt við þurfa. Sýnir
þetta að sala Stokkseyrar hef-
ur verið véfengd sterklega, þótt
heimildir séu ekki fyrir hendi
í eftirlátnum skjölum. Senni-
legt er, að þessi mótmæli hafi
komið fram frá Árna Sæmunds
syni, syni Sigríðar Árnadóttur,
og þes>s vegna hefur Jóni sýslu
mann þótt svo mikið við
liggja, að hann krafðist eiðsins,
til þess að girða örugglega fyr
ir það, ef þess yrði krafizt
siðar að kaupunum yrði riftað.
Auðséð er af þessum mála-
rekstri, að Jóni sýslumanni hef
ur verið það mjög í rouna, að
ná eignarhaldi á Stokkseyri,
því hann lét ekki við þetta
sitja. 24. júní 1471 keypti hann
hinn helming jarðarinnar
ásamt Ásgautsstöðum af Árna
bónda Sæmundssyni, og lét hon
um í staðinn í té Belgsstaði í
Biskupstungum og 20 hundruð
í Drumboddsstöðum i sömu
sveit. Auk þess skyldi Jón
kaupa 10 hundruð í Drumb-
oddsstöðum og fá Árna, en ef
hann gæti ekki fengið þann
part keyptan, þá skyldi hann
fá Árna 10 hundruð í .annarri
j'örðu og þar til 3 hundruð, og
leyfa honum fjörufar, svo
lengi sem Árni lifði, heima á
Stokkseyri, með fleirum skil-
oröum, sem kaupbréfið grein-
ir. Jafnframt samþykkti Árni
að fullu og öllu kaup þeirra
Jóns Ólafssonar og Sigriðar
móður sinnar, á hinum helmingi
jarðarinnar fyrir sína hönd og
sinna afkomenda. Með þessu
varð sýslumaður eigandi allrar
Stokkseyrar.
Saima árið og Jón sýslu-mað-
ur Ólafsson verður eigandi allr-
ar Stokkseyrar, hverfur hann
af spjöldum sögunnar eða rétt-
ara sagt, kemur ekki framar
við skjöl. Líiklegt er, að þessi
jarðaikaup hans séu einmitt
völd að þeim öriö-gum er biðu
hans. En hitt er rikara í minn-
um aldanna, að afkomendur
Jóns sýslumanns áttu Stokks-
eyri alla til loka 18. aldar, en
hálfa til ársins 1924. Engin
j’örð á Suðurlandi hefur verið
jafnlengi í eigu sömu ættar,
nema Ás i Holtum.
4
Greinilegt er af þessum mála
rekstri, að Jón sýslumaður nær
tangar- eða eignarhaldi á
Stokkseyri í hálfgerðri mót-
stöðu við Sigríði Árnadóttur
og syni hennar. En hitt mun
þó ef til vM vera meira, að
fólikið í verstöðinni hefur lítt
kært si,g um eignarhald sýsliu-
manns, né náin skipti við hann.
Eins og áður var minnzt á,
var falJ Björns ríka í Rifi
nokkrum árum áður að ein-
hverju leyti sökum gremju
landsmanna, vers-töðvarmanna,
er kusu heldur skipti við Eng-
lendinga, en eiga sitt undir
náð umboðismanna Dana-kon
un-gs. Þet-ta var ósköp eðlilegt.
Vaidsmenn á 15. öld voru
óprúttnir í skiptum sinum við
verstöðvarmenn, og notuðu sér
öspart vald sitt. 1 þesssu sa-m-
bandi er það grunsamlegt, að
Jón sýsLuma-ður fær Sigríði frá
Stokkseyri búsetu hið næsta
sér, i Eskiholti á Landi, en Árna
syni hennar fær hann jarðir til
skipta efst i Biskupstungum.
Þetta segir sína sögu.
Athyglisverð er afstaða
Odds lögmanns í þessu máli.
Hann virðist veita Jóni sýslu-
manni fulilt lið í málu-num. Lík-
legt er, að lögmaður hafi tal-ið
það skyldu sína, því að með
þvi að fá Jóni sýslumanni eign
arhald á útvegsjörð, var hon-
um gert greiðara um vik að
fylgjast með brotum lands-
manna í skiptum við erlenda
farmenn.
Líkl-egt er, að hjáleigu- og
verbúðarmenn á Stokkseyri
hafi mjög dregið taum Sigríð-
ar, og La-gt sýslumanni kaupin
á verri veg. Það er þvi ekki
að undra, að vetursetumennirn
ir á Stokkseyri ha-fi komizt að
því sanna í skiptum valds-
manna í héraðinu við lands-
menn og jafnframt óvinát-tu
þeirra við erlenda farmenn.
Óhróður urn sýslumann og lög-
mann hefur þvi dunið óspart í
eyrum þeirra um veturinn.
Um vorið fóru vetursetu-
menn frá Stokkseyri út með
ströndinni, sennilega til þess að
afla sér viðskiptavina um vor-
ið -ti'l skreiðarkaupa. Á Leið
sinni hi-ttu þeir s-kæðasta keppi
na-ut sinn og jafnfra-mt yfir-
vald héraðsins, sjálfan ráðs-
mann SkálhoLtsstaðar og sýsiu
manninn í ÁrnessýsLu, sem hef
ur verið þar í eftirlitsferð fyr-
ir staðinn, til þess að líta eft-
ir, hve mikia skreið og önn-ur
sjávarfön-g yrðu væntanlega
föl á næsta vori fyrir staðinn.
Skálholtsstaður hafði mikil
skipti við verstöðvarnar ' í
Grindavik, á Selatöngum, Krýsu
vík, Herdísarvík og í Selvogi.
Fundi þeirra bar saman í Sel-
vogi á Bjarnastöðum.
Sennilegt er, að Jón sýslu-
maður hafi verið óviðbúinn að
hitta hina óboðnu landse-ta sína
á Bjarnastöðum, og þess vegina
verið liðfár. Sennilegt er, að
hann hafi beitt fyrir sig rétt-
arbót Kristjáns 1., er áður gat
ég, og krafið vetursetumenn
um leyfis- og sekkjargjöld. En
þeir hafa brugðið við hið
versta, og fara ekki sögur af
þvi, ne-ma þeir drápu ráðsmann
inn, eins og Jón Egilsson grein
ir i annál sinum.
Vetursetumenn þessir hafa
verið hinir harðgerðustu, lík-
lega verið frá Vestur-Hansa-
borgunum, er í þenna mund
voru að hefja siglingar tii Is-
lands. Þeir létu ekki hér við
sitja, heldur sneru upp á Land
og drápu þar lögmanninn á
LögmannsvölLum, sem áður var
grei-nt.
Auðséð er af ölLum þessum
skiptum vetursetuma-nna við
landsmenn, að þeir hafa haft
gott lið þeirra. Óhugsandi er,
að erlendir farmenn, langt að
komnir og óvanir öllum aðstæð
um hér, hafi la-gt upp í slik
ferðalög sem þessi, farið yfir
stórárnar á Suðurlandi leið-
sögula-ust og það á hæpn-u vaði
eins og hjá Króki í Haltum,
sem ekki var fært nema þaul-
kunnugum mönnum og reynd-
um. Þetta segir sína sögu, en
er þó ekki nema forsendan að
því er varð skömmu síðar í
skiptum Árnesinga við erlenda
menn hér í landinu.
5
Vígin á Bjarnastöðum og á
LögmannsvölLum, eru skýr
dæmi þess, hve landsmenn
voru frábitnir hinu danska
valdi á 15. öld, og kemur fram
i eftirlátnum heim-ildum sög
unnar, ekki aðeins vigi Björns
rika, heldur fyrst og fremst í
skiptum og aðgerðum Sunn-
1-endinga síðasta áratug aldar-
innar og á öndverðri 16. öld.
Sögur og sagnir greina frá
miklum hefndum eftir vig
Björns ríka, en fyrir vig sýslu
manns Árnesinga og lögmanns
ins á Lögmannsvöllum, er ekki
getið hefnda. En er það rétt?
Jón sýslumaður Ólafsson átti
einn son, er tók við riki hans
og eign-um, eftir a-ð hann hverf
ur af spjöldum sögunnar á átt
unda tug 15. aldar. Torfi riki
sýslumaður i Klofa á Landi,
var með atkvæðamestu og harð
gerðustu valdsmönnum lands-
ins um sina daga. En sagan
hylur hann mikilli móðu fá-
breyttra heimilda. En í raun og
sann eru þeir atburðir er
snerta hann mest og rás þjóð-
arsögunnar óskýrðir. Er ekki
einmitt að leita orsakanna í
stórbrotnum atburðum ævi
hans í hefndinni eftir föður
han^, mótstöðu gegn breyttri
stjórnarstefnu í Danaveldi,
stefnu Hans konungs. Ef til
vill ræði ég síðar um það.
Heimildir: Isl. fornbrs., Bisk-
upaannál'ar, Sýslum.ævir,
Enska öldin o.fl.
Fjögur kínversk ljóð
Jónas Svafár þýddi
Yang Ti (605-671)
Frá fljótinu andar heiðinni kyrrð í nótt.
Vorið er farið að taka til litina sína.
Bylgja ber mynd tunglsins burt
og aðfallið kemur sígandi með bátsfarm af stjörnum.
T’ao Ch’en (365-427)
Skjótt fara árin hjá.
Engan gagnar að tefja þau.
Þessi morgunn er stilltur og alvörufullur.
Ég held ég fari í sumarfötin mín
og gangi uppí hlíð fjallsins fyrir austan.
Um áma flöktir skuggi frá skýi,
hækkar og hverfur.
Það kemur vindur að sunnan
til að gæla við brumið á kornöxunum.
Óþekkt skáld (frá 5. öld)
Sefið grænt með frjóið rautt.
Laufblað beygjandi sig undan veðrinu.
Þú og ég í sama báti.
Og við sem áttum að tína sefstrá uppi við á.
í aftureldingu ýttum við úr vör.
Um dagmál lögðumst við undir álmskjólið.
Við áttum að tína sefstrá.
Þegar nóttin huldi okkur myrkri sínu
voru örfá strá í greip okkar.
Óþekktur höfundur (uni ÍOOO)
Tzu-Yeh-song
Svo langt var liðið á:
Kirsuberjaklasarnir drupu af trjánum,
Gulbleikir fuglar hníptu á greinum.
Þú sagðir: Hér ái ég. Hestur minn þarfnast hvíldar.
Ég sagði: Ég verð að halda á. Silkitungl mín eru hungruð.
4. júli 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11