Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Page 13
ERMANNO OLMI
OG MYND HANS
UN CERTO GIORNO
LEIKSTJÓRINN Ermanno
Olmi er a£ ítölskum upp-
runa, fæddur í Bergamo
1931. Foreldrar lians voru af
bændastétt en höfðu flutzt
til borgarinnar og farið að
vinna í verksmiðju. Olmi
fékk vinnu sem skrifstofu-
maður, en listhneigð lians
leiddi hann inn á brautir
leikhúss og síðar kvik-
mynda. Á árunum 1952—’59
gerði Olmi um 40 heimildar-
kvikmyndir, en merkust
þeirra er Time Stood Still,
þar sem honum tekst í
fyrsta sinn í heimildarkvik-
mynd (sem fjallaði um
stíflubyggingu uppi í fjöll-
um) að höndla hið mann-
lega í viðfangsefninu. Upp
frá því hafa myndir Olmis
eingöngu snúizt um mann-
inn. 1961 gerir hann 11
Posto, 1963 I Fidanzati, 1965
E Venne un Uomo (A Man
Named John), og 1968 Un
Certo Giorno. Einnig hefur
Olmi gert nokkrar stuttar
myndir fyrir sjónvarp, en
1969 gerir hann I Recuper-
anti (The Scavcngers), sjón-
varpskvikmynd í litum og
fullri lengd.
Un Certo Giorno (On
Fine Day) var frumsýnd í
Bretlandi fyrir skömmu síð-
an og fékk þar frábæra
dóma. Hér á eftir verður
rakinn efnisþráður myndar-
innar; einnig eru glefsur úr
viðtali við Olmi, þar sem
liann skýrir frá því, hvernig
þessi mynd varð til.
One Fine Day segir frá
Bruno — miðaldra, vel stönd-
iigum, umhyggjusömum föður,
en ekki sérlega trúum eiffin-
manni — seni er deildarstjóri
í útibúi alpjóða auglýsingafyr-
irtækis á Ítalíu. Þegar yfirmað
ur hans í útibúinu, Davioli,
fær aðkenningu að slagi, er fyr
irtækið heimsótt af manni frá
aðalstöðvunum í Franlcfiirt,
Friedman, hverjum Bruno býð-
ur að dvelja á sveitabýli sínu
í nokkra daga. Meðan á dvöl
hans stendur |iar, gefur Fried
man í skyn, að Davioli eigi að
víkja, og að Bruno gæti hugs-
anlega komið í staðinn. Og l»eg
ar Bruno skýrir lioniun frá
áætluniim siniun, sem m.a. er
feitur samningur \ið matvada-
fyrirtæki, sem nokkrir kunn-
ingjar hans eiga, snýr Fried-
man ánægður til baka til
Frankfurt, til að mæla með
Bruno í starfið. Bruno hefst
strax handa við að búa sig
lindir skiptin, og honum er það
Atriði úr Un Certo Giorno. Olmi notar aldrei þelskta leikara; tel-
ur þá standa milli cfnisins og áliorfendanna.
hugarléttir, l»egar Davioli seg-
ir honimi, að liann vilji hætta
og ætli nú bara að njóla lífs-
ins. Áður en hann flýgur til
Frankfurt, til þess að frétta af
stöðuveitingiiiuii, ekur Bruno
upp í sveit á ráðstefnu og tek-
ur með sér fallega aðstoðar-
stúlku, sem á að gera frekari
markaðskönnun fyrir þessa
áætlun. Á leiðinni gefa þau sér
tínia til að elskast. Á ráðstefn
unni gengur allt i haginn, En
á leiðinni til baka heyrir Bruno
skyndilega einhvern hávaða,
stoppar, fer út og uppgötvar
sér til skelfingar, að hann hef
ur ekið yfir verkamann. Um
leið og þessi raúnveruleiki fyll
ir hug hans, hrynur til grunna
hin þægilega tilfinning — ör-
yggismúrlnn — sem hann hafði
hyggt upp með sér siðustu
daga. Lögreglan tekur bíliiui í
sína vörzlu, lögfræðingur
lians tekur við málinu; hann
missir af flugvélinni til Frank-
furt; vérkamaðurinn deyr; dag
setning fyrir réttarhöldin er
ákveðinn; Davioli ákveður að
vera orðinn leiður á því að
gera ekki neitt og fýsir að
snúa aftur til vinnu; og hann
sér fallegu aðstoðarstúlkuna
með öðrum manni. Niðurbrot-
inn og óöruggur lofar hann
konu sinni, Elenu, að allt numi
verða breytt, ef hann verði
sýknaður. Fað er hann að lok-
um, en allt virðist vera
óbreytt.
Olmi segist cinlciim hafa
áhuga á hugmyndum. „I okkar
þjóðfélagi er liægt að fram-
leiða hluti eða það er hægt að
framleiða hugmyndir. Ég hef
ekkert á móti hliitum, en þetta
er tvenns konar framleiðsla.
Ég hef áhuga á því að fram-
leiða hugmyndir. Og heppileg-
asta formið til að dreifa þeim
virðist vera kvikmyndin.“
I»rátt fyrir þessi ummæli Olmis
fer lítið fyrir fastmótuðum hug
myndum í myndum lians, aðal-
lega vegna þess, að liann er
svo upptekinn við að festa á
filnui innra eðli mannsins, sýna
áhorfandanum sjálfan sig í sem
skýrustu ljósi. Algengasta mót
ífið hjá Olmi er raunasaga
hins vinnandi manns, skrif-
stofugildran. „Vinnan er ekki
bölvun mannsins. Vinnan er
tækifæri hans til að tjá sig,
tækifæri mcðalmannsins til
sjálfstæðrar sköpunar. En
viima, eins og liún er skipu-
lögð, verður að bölvun. Hún
lítillækkar einstaklinginn. Ein-
staklingurinn er mótaður, en
liann er einnig sekur um að
láta móta sig. Hvað sem kerf-
ið gerir honum, þá veltur það
á einstaldingmun að tryggja
sér sjálfstæði sitt og frelsi. . .
Ég trúi staðfastlega á mögu-
leika mannsins. I»egar einstakl-
ingurinn gefst upp, undirritar
hann sína eigin glötun — sína
eigin útskúfun...
I»ú virðist standa utan við
meginstraum ítalskrar kvik-
myndagerðar. Á það rót sína
að rekja til þeirrar staðreynd-
ar, að þú býrð ekki í Róm?
Vera nún i Mílan er andsvar
mitt gegn hinu kæfandi and-
rúmslofti atvinnumennskunn-
ar, því lífsviöhorfi að vera
ávallt á sviðinu og ganga
aldrei út i salinn meðal alnK'-miL
ings.
— Er þetta þá auðveldara i
Milan?
I»að er réttlátara. Hvaðam
fengu vinir okkar, Shake-
speare og Moliére, sem vissw
nokkur deili á Commedia deU‘
Arte, innblástur sinn? Frá far-
andleikurunum, sem skrifuðit
og Iéku og lifðu meðal fólks-
ins. Einn af gölium ítalskrar
kvikmyndagerðar og lífi at
vinnumannsins yfirleitt, og
sennilega eltki aðeins á Ítalíu,
er að loka sig inni í eigin her-
bergi með merkimiðamuu
„Leikstjóri", „Handritahöfund-
ur“, „skáld“ á lmrðinni fyrir
utan. Að taka ekki þátt í Uf-
inu. Viðkomandi lítur í mesta
lagi út um gluggann, til að sjá
hvað er að gerast á götunni fyr
ir neðan. En maður verður að
fara niður og vera þarna úti á
götunni.
Hvernig tekst þér að' franu-
kvæma þetta?
Ég lifi með fólki frá degi til
dags, tek þátt í lífi allra
hinna. Fegar ég geng út á
morgnanna hitti ég ekki bara
aðra leikstjóra eða handritahöf
unda eða kvikmyndatöku-
meim, fólk sent talar iini
myndavélar-horn og uppsetn
ingar. Ég liitti verkamanninn,
bréfberann, iönaðarmanninn. . .
Varð Un Certo Giorno til
eftir þessum leiðum?
Hún á rætur að reltja til
þessarar uppsprettu. Ég hafði
ákveðinn meginþráð, sem ég
Iagði til grundvallar, eins og i
Contmedia deIl‘-Arte. Eða eins
Og í jazz. Fessi nteginþráð
ur var ábyrgð mannsins gagn-
vart sínum eigin raunveru-
leika. Hvað uppgötvaði ég í
míniim raunveruleika, í hvers-
dagslegum raimveruleikaniun i
borginni Mílan? Ég uppgötv-
aði heim auglýsinganna, þessa
götu-kallara neyzluþjóðfélags-
ins, sem sannfærðu þig imi að
þig langaði að eiga ákveðna
hluti. Þetla fólk — listamenn,
vísindamenn, sálfræðingar,
teiknarar, tunguliprir textahöf
undar —, sem er í þjónustu
alis konar neyzluvarnings,
vakti sérstaklega áhuga minn,
vegna þess hvað það opinber-
aði mikið af mannlegri ábyrgð.
Ég nálgaðist þetta fólk, kom
því til að segja frá sjálfu sér,
næstum án þess að það tæki
eftir þvi. Og smám saman
byggði ég niynd mína upp á sög
um þeirra. Ég kom þeim í þá
aðstöðu að lifa upp sitt dag-
lega Itf, og setti á oddinn
Framhald á bls. 10.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13
4. júlí 1971