Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Qupperneq 6
0 0 3 6 <7 /í /6 ZO Zl Z6 -iS 3Z AU STUR MÍIÐLOFTIN -60 50 -Ao < H 03 U-i 30 * »—I O Co Ai 10 STERKIR VINDAR LINSt/SKÝ ./r' -t' •; Mr VrifV t ^llferaíf t ii#i« mmrnmM Eitthvað var að. Fjögurra sæta flotbátaflugvélin klifr- aði ekki yfir skarðið af sínum venjulega dugnaði. Flugmaður- inn hafði hafið flugferðina af fjallavatni í dögun. Farþegarn- ir tveir þurftu að vera komnir til vinnu í borginni klukkan niu. Klukkustundu síðar leit ekki út fyrlr, að þe:m myndi takast þetta. Flugvélin klifraði þunglamalega í 9,000 feta hæð og hvassar brúnir og skörð fjalllendisins fyrir neðan voru óþægilega nærri og greinileg; farþegarnir hreyfðu sig óþreyjufullir og báðir hugs uðu sömu þögiu hugsunina: eitthvað var að. En hvað? Vélarhljóðið var gott, allir mælar sýndu eðliiegt ástand, veður var bjart og yf- irborð stöðuvatnsins hafði ver ið slétt við flugtak. Flugmað- urinn hafði farið sömu leið mörgum sinnum um sumarið, satt að segja á hverjum sunnu- dagseftirmiðdegi síðan i júní. Hann hafði aldrei átt í erfið- leikum með að komast yfir VINDHRAÐI: 5 vindstig eða niinna. /////////> / / / // rn/iii n /1 n i nn7/Mm7/m//7//r, 3000 metra hátt skarðið og reyndar verið í nokkurra þús- unda feta hæð yfir því, þegar hann fór þar um. Hvað var frá brugðið þennan morgun? Kaldhæðnislegt svarið við þessari gátu var siðasta orðið í spurningunni, — rfiorgunn. Flugmaðurinn hafði verið van VINDHRAÐI: Meira en 5 vindstig. rrr/ //rrn)///////// nrr. Z—r'r} ur að fljúga til og frá sumar- dvalarstaðnum við vatnið síð- degis á sunnudögum; þetta var fyrsta ferðin, sem hann fór árla morguins. Þótt veðurskil- yrðin v'rtust honum kunnug, þá vöru þau í rauninni mjög á annan veg. 1 stað þess að hafa með sér rísandi dalavi.nd, þá átti hann nú í höggi við nlð- urstreymandi fjaliagolu, sem flæddi yfir daggarkældar efri hliðarnar niður i áttina til hins hlýrra landssvæðis við vatnið. Flugmaðurinn fann smám saan an lausnina: Til þess að kom- ast yfir skarðið, varð han,n að ná miklu meiri flughæð yfir vatninu, áður en hann reyndi að komast yfir skarðið. Þetta gerði hann og átti í engum erf iðieikum með að komast upp í lágmarksflughæðina á þessari flugleið. Dalavindar og fjallagolur eru tvö fyrirbæri, sem allir flugmenn, sem fijúga yfir fjöll, ættu að vita um. Dalavindur- inn er í rauninni uppstreymi, sem byrjar um síðdegið og or- sakast vegna hitamisimunarins á sólbökuðum toppum fjall- anna og hinum svalari forsæiu dölum fyrir neðan. Dalavindar streyma upp frá dalnum. Eftir sólsetur, þegar fjallatindar kólna fljótt, kann loftsfraum- urinn að fara í öfuga átt. Kælt loftiö verður þéttara í sér og leitar niður; það kann að breyt ast í hiðurstreymi frá fjalia- tindum niður í dalina fyrir neðan, þar sem vötn eða skóg- lendi hafa tekið til -sin hitann yfir daginn. FjallagoLur (niðurstreymi) eru sterkastar milli miðnættis og dögunar. Niðurstreymi, sem orsaikast af kældum efri loftlögum, er nokkuð öðruvisi en niður- streymi, sem orsakast af lög- un iands eða mannvirkja, sem vindur blæs yfir, þótt þessar tvær tegundir niðurstreymis geti farið saman og valdið al- varlegum vandamálum fyrir grunlausan flugmann á flugi yfir fjöllum. Lögunarniður- streymi (og uppstreymi) sikap- ast, þegar allsterkur vindur blæs yfir skyndilegar hækkan ir á frekar mishæðaiausu iandi, svo sem ása, hryggii, þverhnípi, trjálundi eða mann virki e:,ns og hlöður, flugskýli o.s.frv. Litlar flugvélar verða fyrir áberandi áhrifum af slíku niðurstreymi, ef vindur nær 13—18 hnútum eða 5 vind- stigum. Breytingar á vind- streyminu yfir hindrun getur orðið va.rt í allt að 20faldri hæð hindrunarinnar, ef vind- urinn er nógu sterkur. Lögunarvindhverfing („meeh anical turbulence“) kann að vera vandamál í fjalia- flugi þar sem aðflug er tak- markað af aðliggjandi skóg- um, hæðum eða vatni — sér- staklega á sumrin, þegar braut ariengdir eru ekki eins nýti legar og virzt gæti. Menn gætu haldið, að það væri ekki erfitt að lenda léttri flugvél á 600 metra langri braut, en sé brautin í mikilli hæð og heitt i veðri, getur loft þéttleikinn valdið allt að helm ings lengingu á braut til flug- taks eða lendingar. Ef ekkert er upp á að hlaupa, getur l'ít- ið eltt niðurstreymi á rörngu augnabliki ráðið þvi, hvort takast megi að komast yfir hindrun. Sakleysislega útlítandi súr- heysturn eða myndran gömul hiaða nálægt brautarenda, sam fara sterkum vindi, gæti vald- ið svo miklu niðurstreymi, að það nægði til að lama fiug- getu flugvélar, nema því að- eins að eldsneytisgjöfin væri aukin i tíma. Virðulegur furu- lundur við brautarenda .gæti valdið óvæntu uppstreymi, sem valdið gæti framafbruni, ef flugmaðurinn áttaði sig ekki og léti fiugvélina snerta brautina nógu snemma. Ef ætl unin er að lenda á flugbraut- um í fjalllendi, ætti alltaf að fijúga yfir þær — í öruggri hæð og fjarlægð — til að at- huga hvort lögunarhindran- ir geti valdið staðbundinni lofthverfingu. Hagnýta ætti alla flugbrautina og vera skyld'i vel á verði gagnvart loftstreymisbreytingum. Mesta lofthverfingin, sem menn eiga að mæta á flugi yf- ir fjöllóttu landi, er sú, sem almennt er nefnd fjallabylgja. Fjallabylgja er hreyfing lofts- ins yfir fjallshrygg eða efsta hluta þess, sem er í um 1500 m hæð. (Því má skjóta hér inn í, að í norðanátt og vissum skil- yrðum getur myndazt afar sterk bylgja sunnan Esju). Ávindsmegin við fjallið er venjulega uppstreymi, hlémeg- in er meira eða minna niður- streymi og síðan smáminnk- andi upp- og niðurstreymi til skiptis. Hæðin, sem hverfingarinnar verður vart í, er breytáleg eft- ir hæð og lögun landsins, sem vindurinn blés yfir, og enn- fremur eftir ríkjandi veður- farsiegu ástandi. Sums staðar mæla yfirvöld með því, að flog ið sé í helmingi meiri hæð en sem hæð fjalls nemur (þ.e. að flogið sé yflr 900 m eða 3000 feta hátt fjall í 1350 m eða 4500 feta hæð), þar sem sldku verður við komið. Og sé svo ekk'i, ætti flugmaðurinn að vera á verði gegn bylgjuhreyf ingum í a.m.k. 25—30 km fjar- lægð frá fjallatindum eða hryggjum. Hreyfingu fjaMa- bylgju hlémegin við hæðir má likja við haföldu, sem brotnar á strönd; eftir að hún brotnar fyrst koma margbreytileg iðu- og froðuföll þangað til að ork- an er eydd. Flugmenn skulu varaðir við að taka of mikið mark á skýj- um i sambandi við fjallabylgj- ur, því að tíðurn er engin ský að sjá þeim samfara. Háhrygg ur fjalls kann að vera hulinn þéttu hettuskýi, sem myndast fyrst ávindsmegin og nær rétt út yfir hrygginn. Sé flogið í gegnum svona ský, sem ætti þó ekki að gera, má búast við sterku niðurstreymi. í ókyrra loftinu hlémeg- in fjallabylgju myndast tíðum einstök velti- eða rótorský. Þessi ský ættu allar litiar flug vélar að forðast, því að í þeím er ólgandi upp- og niður- Framh. á bls. 12 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ágúst 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.