Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Blaðsíða 10
Sárafátt, sem ekki er í tízku. Hér er María í bród eruðum kvöldkjól.
emhverju, sem gaf Iiug-mynd
um vellíðan og afslöppun.
En tízkan, þetta duttlunga-
fulla fyrirbrigði; hvað er í
tízku? Nei, annars, spyrjum
lieldur; Er nokkuð til nú á
dögum, sem ekki er í tízku?
María telur, að það hljóti að
vera sárafátt, sem ekki gæti
verið i tízku. En htin bætir
við, að siðan hún byrjaði I
þessu starfi, hafi tízkan líklega
aldrei verið eins góð, ef svo
mætti segja. Og hvers vegna?
Til dæmis vegna þess, að nú
geta konur klætt sig eftir vild;
gengið I stuttbuxum í dag
og síðbuxum á morgun, siðkjól
í kvöld, eða midi, ef það þætti
æskilegra.
María hefur húið og unnið í
New York undanfarin fjögur
ár. Umbjóðandi hennar er
Eileen Ford, sem hér var
á ferðinni fyrir skömmu og hef
ur með liöndum viðamikla út-
gerð á þessu sviði. Frúin ltef-
ur á sínum snærum 120 fyrir-
sætur, sem flestar eru bókað-
ar fram í tímann; hún hefur
ank þess látið koma út bók ttm
kjarnann af þessum kvenna-
blóma. l>ar stendur meðal ann-
ars um fyrirsætuna Maríu
Guðniiindsdóifur, að hún sé
„cool beauty“ frá Norður-ís-
landi. Kalt skal það vera. Auk
þess stendur þarna, að María
fari á hverju ári til íslands;
að hún tali sjö tungumál, sé
fær iþróttakona með hand-
holta, hestamennsku og skíða-
sport sem sérgreinar. I»ar að
auki: „María málar í frístund-
um, eldar mat, satimar, horfir
á góðar kvikmyndír, les sögu-
legar skáldsögur og á ári
hverju eyðir hún hluta af sum-
arleyfinu í París."
Þetta með París segir María
að sé tilbúningur hjá blessaðri
frúnni; hún hafi aldrei verið í
París öðruvísi en í vinnu. En
það er annað ntál með Island
bætir hún við. Faðir Maríti,
Guðmundur heitinn Guðjóns-
son, arkitekt, tók að sér á sín-
tim tíma að byggja síldarverk-
sntiðju á Djtipuvík á Strönd-
um og fór svo að fjölskyldan
ilengdist þar í heil 18 ár. Ef
einhver hluti landsins á htiga
Maríu, þá eru það Strandirnar.
Og hún lieftir haft það fyrir
reglu að komast á hverju ári
norður þangað, þar sem húsin
standa mannlaus og grotna nið-
ur ár frá ári. Stundum hefur
María kornið frá New York og
haldið beint norður á Strand-
ir, farið á hestbak og jafnvel
gripið í að slá. Henni finnst
það ntjög góð tilfinning, end-
urnæring. Og þó getur maður
grátið, þegar maður sér niður-
níðshma á Djúpuvík, bætir
hún við.
En daglegt líf í New York,
hvernig er það? Maríu finnst
það slítandi. Of mikill hraði. Of
mikil streita. Framleiðandi
kaupir tima fyrirsætunnar í
klukkutima eða tvo tíma. Á
þessum tíma reynir hann að
troða henni í sem allra flesta
kjóla, fá sem flestar myndir,
þvi hann þarf aðeins að borga
ákveðið á timann. Og þegar tím
inn er útriinninn á einum stað,
má fastlega gera ráð fyrir, að
á öðrum stað sé beðið þess með
óþreyjn, að fyrirsætan komi.
Engin töf má verða; alltaf er
verið að flýta sér og keppast
við timann. Stundum hefur
María verið bókuð á sjö stöð-
um sama daginn. Nýir Ijós-
myndarar, ný föt, nýjar vörur,
nýjar auglýsingar. í kaup-
sýsluheiini fíew Yorkborgar
snúast hjólin hratt. Leiðinleg-
ast er, þegar þarf að taka mik-
inn fjölda mynda, til dæntis fyr
ir verðlista. En skenimtilegast?
I»að er að sitja fyrir úti, ltelzt
úti í náttúrunni. Sportfatnaður
er gjaman myndaður þannig.
Og þá fylgja einhver ferðalög.
Annars er það árstíðabimdið.
En seinnipart ársins tíðkast að
leggja land undir fót; bregða
sér með hóp af fyrirsætum til
Florida, til Mexikó eða út á
Bahamaeyjar, þar sent sandur-
inn er sífellt heitur og sólin
skín. I»á er myndaður stmtar-
fatnaður og baðfatatízkan fyr-
ir kontandi vor. Að suntti leyti
kann María vel við bandaríska
lifnaðarhætti, eða það sent þeir
kalla „The American way of
living“. Sérstaklega er margs
konar þjónusta framúrskar-
andi. Og öll þessi ár hefur
Maria haft íbúð í New York.
Matinn býr hún' oftast til sjálf,
nema kannski um helgar; þá
er farið út að borða. En trú-
lega mjög varlega, Fyrirsætur
verða öðrunt freinur að liuga að
línunum.
Þrátt fyrir allt kann María
betur við Evrópu. Og nú í bilí
að minnsta kosti hefur hún
sagt skilið við New York. Hún
var hér á ferðinni á dögunum
— á leið til Evröpu. En mun-
urinn, hver er liann þá? Til
dærnis sá, að vinnan er af-
slappaðri, segir María. f
Evrópu er fyrirsætan fremur
bókuð alian daginn, eða í
lengri tíina, lijá saina aðila. Nú
er ferðinni heitið til Sviss;
María ætlar að setjast að í
Zörich, og býst við að vinna
þar i landi, en einnig á ftalíu
og í Þýzkalandi. — Þeita um-
hverfi á betur við inig, segir
María, og ekki síður fólkið og
lifnaðarhættir Jjess.
En ísland? Kannski dregst
eitthvað að María komi til að
setjast að lyrír fullt og fast.
En hún veit, að liún verður hér
með annan fóttiin: „Ég hef
ekki kómið á neinn stað, þar
scm ég vil frekar setjast að en
hér,“ segir María Guðmunds-
dóttir að lokum.
Sundfatatízkan mynduð í volgum öhlum Miðjarðarhafsins.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. ágúst 1971