Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Blaðsíða 7
A ströndinni við yzta haf 2. hluti Eftir Gísla Sigurðsson Tuttugu börn á tveimur bæjum - en öll eru farin Steinunn í Naustvík er upp- runnin af Langadalsströnd; hún kann ekki við sig annars staðar en hér á þessum bletti, í . þessum djúpa hvammi og fjörðurinn við túnfótinn. Það kemur ekki til af góðu að þau flytjast til Reykjavíkur á haustin. „Mér hefur farið mik- ið aftur síðan ég fór að standa í þessum ferðalögum", sagði Steinunn. Bezt væri að geta verið hér alveg um kyrrt. En snjóþyngslin, maður lifandi. Þó taidi Steinunn ekki snjóflóða- hættu. Þau byggðu steinhús í Naust vík, Steinunn og Guðmundur; það var árið 1926. Mölin í steypuna var tekin inni í f jarð- arbotni og flutt á báti uppað túninu. En upp snarbratt túnið varð að reiða mölina í pokum. Ög siðan að hræra steypuna í höndunum. Þá var ekki um annað að ræða. Síðar, þegar ég kom að Álfhólum í Landeyjum og ræddi við Valdemar stóð- bónda, sagði hann mér svipaða sögu af sinni húsbyggingu, eitthvað eftir 1930. Hahn varð að semja svo um, að sement fengist tekið úr millilándaskipi í Vestmannaeyjum. Þaðan var siglt með það á báti upp að Lándeyjasandi; umskipað í smá bát, sem 'bar pokána uppá sandinn og' bar vþr því lyft á kiakk til >8 flytja'það síðasta spölinn. Það er í ráúnirini ötrú ieg dirfska a^( leggja i að byggja steiijhús yið ^nnað eins samgöngui.éýsí. jjö hefur margfræg‘‘húsbypgirig Móniku á Ijl.erkiguij1 ftanrisíu verið erf- iðúst. Én pa(5 ’ér onnúr saga. 30. janúar 1972 Steinunn og Guðmundur bjuggu í 52 ár í Naustvík og hafa ugglaust lítið haft af fá- sinni og einmanaleik að segja, því níu urðu börnin, þar af átta sem upp komust og sjálf- sagt hefur blessun fylgt hverju barni. Þau voru samt leiguliðar alia tið. Tvær dætur þeirra eru giftar og bú- settar í Árneshreppi, eina dótt ur eiga þau í Hrútafirðinum, en hin börnin eru fyrir sunn- an. „Það var mikíll snjór í maí, þegar við komum,“ sagði Steinunn: „Það voru skaflar í túninu fram í miðjan júli.“ Þau höfðu heldur ekki lifað af hlunnindum. „Það var enginn reki“ sagði Steinunn, „en það var þorskur hérna við túnfót- inn og stundum silungur. Hann sést nú ekki lengur.“ En hvar var heyfengurinn tekinn; hér var hvorki tún né engjar að sjá. Jú, það voru slægjur uppi í fjalli; einhvers- staðar á hjöllum langt uppi í fjallinu. Og það hafði verið miklum erfiðleikum bundið að reiða héyið heim. Þegar maður renndi augum uppeftir snar- bi’öttum hlíðum fjallsins, virt- ist raunar trúlegra, að þar væri með öllu ófært fýrir heybandslestir. En þetta hafði allt farið vel og Steinunn var þakklát fyrir að geta ver- ið sumarið í Naustvík. En Guð- mundur var nú alveg hættur að greina ljós dagsins og fór ekki út úr húsi. Við kvöddum og héldum upp brekkuna og bær- inn í Naustvík hélt áfram að vera hljóður og þungbúinn líkt Naústvík við norðanverðan Reykjarfjörð. Bærinn stendur í miklnm halla upp frá víkinni, einn l)æja á löngum kafla frá Keykjarfjarðarbotni og út að Kjörvogi. Þó ekkert tún sé sjá- aniegt, konm , gömlu hjónin í Naustvík átta börnum til manns. Steinunu í Nausivík i bæjar- dyrununi ásamt dótturdóttur situii og hundinum á bænum. Þau Steinunn og Guðnnmdur ern í Reykjavík á vetrum en eru .konnn. norður á vorin, löngu áður en snjóa ieysir. Framhald í næstu öpnu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.