Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Blaðsíða 10
t*ór Jakobsson 10 LESBÓK' MORGUNBLAÐSINS JÓHANNES KEPLER 400 ára minning 1. Brautir reikistjarnanna eru sporbaugar, og er sólin jafnan í öðrum brennipunkti sporbaugs- ins. 2. Það flatarmál, sem geisl- ar sporbaugsins fara yfir á ákveðnum tíma, er ávallt jafn stórt. 3. Kvaðratið af umferðar- tíma reikistjarnanna stendur í beinu hlutfalli við meðalfjarlægðir þeirra (frá sólu) í þriðja veldi. n. Um þessar mundir hefur jörð in farið 400 sporbauga um- hverfis sólu síðan stjörnufræð- ingurinn míkli, Jóhannes Kepl- er, fæddist. Þá var jörðin þung og kyrr í miðju heimsins, sem sjá mátti: sól, tungl og stjörn- ur, ailt á víðum himni, ^nerist uni jörðina. Að vísu hafði pólski útkjálkapresturinn Nikulás Kópernikus nokkrum áratugum áður ýtt henni af stað hikandi, á hringhreyfingu um- hverfis sólu og leitt ýmis rök að því, að gleymt og grafið sól miðjukerfi forn-Grikkjans Arí- starkosar frá Samos mundí nær sanni eða a.m.k. einfaldara til útskýringar á göngu reiki- stjarnanna (Venusar, Mars, o.s. frv.). Kópernikus opnaði í háifa gátt óendanlegan geim inn, en þrátt fyrir allt var hann enn í hugarheimi miðalda: Vandamál stjörnufræðinnar voru niðurskipan stakra, mis- skærra depla og smíði hent- ugs hringakerfís til að tákna ráp þeirra um festinguna, hún var fræðin um kortagerð him- inhvolfsins, timatal mannsins og leiðarvísir. Fáir lásu torlesnar kenning- ar Kópernikusar og enn færri vildu láta kippa alheimssmíðj- unni undan fótum sér. Kepler gerðist ungur rökfimastur stuðningsmaður sólmiðjukerf- is Kópernikusar, bætti úr og færði í það horf, sem við nú vit- um rétt vera. Afrek hans eru lögmálin þrjú um brautir reiki Jóhannes Kepler in af í langferðirnar með bónda sínum og skildi eftir bömin sjö í umsjá ömmu og afa. Ekki voru þau gömlu jafnlynd held ur og ólst Jóhannes upp við skammir, rifrildi og iitla hlýju í þröngum föðurgarði. Jóhannes litli var grann- holda, dökkur á brún og brá. Hann átti við vanheilsu að striða frá upphafi, alvarlegan sjóngalla frá fæðingu, veiki í maga, gallblöðru o.fl. og varð allt til þess að auka á óhamingju æskuáranna. Þegar Jóhannes var á barnaskóla- aldri fluttust foreldrarnir með barnahópinn úr einum staðnum i annan og var mesta óregla á skóiagöngu hans. Þrátt fyrir frábærar gáfur tók það hann helmingi lengri tíma en meðal- börn að ljúka tilskildum þrem- ur bekkjum latínuskólans. Löngu seinna þegar Kepler hálfþrítugur og frjáls úr fen- inu rifjaði upp harmsögu ævi sinnar var ekki margs góðs að minnast. Tvö atvik. Á sex ára aldri: „Ég heyrði mikið talað um halastjörnuna, sem birtist þetta ár, 1577, og móðir mín fór með mig upp á háan hól til að skoða hana.“ Níu ára: „Foreldr ar mínir kölluðu á mig út til að horfa á tunglmyrkva. Það virtist frekar rautt.“ 0 Kepler hóf nám í guðfræði í hinum fræga háskóla í Túb- ingen árið 1589. Almenn fræði voru meðal kennslugreina, klassísk mál, síðfræði o.s.frv,, en þar með var talin stjörnu- fræði og var kennari í þeirri grein Michael Mastlin, sem á heiðurinn af því að hafa vak- ið áhuga Keplers á kenningum Kópemikusar. Tókst með þeim vinátta ævilangt. 1 rauninni hafði Kepler i fyrstu lítinn áhuga á eiginlegri stjörnufræði og skírskotaði heimsmyndin nýja öllu heldur til ríkrar dul- hyggju hans. Hann var bam þess tíma, sem lagði stund á stjörnuspeki og las í stjörnurn ar örlög manna. En hann var spurull og þrátt fyrir vissu sína um, að himinninn hefði einhvér áhri'f á menn, treysti hann stjörnuspekinni ekki til að sjá fyrir einstaka atburði. Láðu nú árin og serin yrði Kepler fullnuma guðfræðingur. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Árið 1594 barst beiðni til háskólans í Túbingen um að mæla með hæfum fyrir- lesara i stærðfræði við Semin- ar mótmælenda austur í Graz, skammt frá núverandi ianda mærum Austurrikis og Júgó- siavíu. Háskólastjórnin mælti með Kepler. Var þetta óvænt- ur heiður, þótt orð færi af reiknileikni hans. Má líka vera, að sjálfstæðar trúarskoð- anir hins opinskáa og ákaf- lynda stúdents hafi ekki þótt hollt veganesti í prestsskap- inn, að dómi strangtrúaðra prófessoranna. Eftir nokkurt hik ákvað hann að slá náms- iokum á frest og þiggja boðið. Fjarhagskröggur stuðluðu að þeirri ákvörðun og fjarlægðin, sem margan hefðj fælt, kynti undir blóðborna ævintýralöng- un hans. Skömmu seinna lagði hann land undir fót. Ekki fyrsta sinni, og ekki siðasta. Náminu lauk hann aldrei. !"d !.M 'i| I, - - !• I ii ><l l! '•I,6 j Vf i' i’JÍulVÚ!.M'iugl: V Skreyting úr bók Keplers, Mysterium (’osmograph icum. stjamanna, fyrstu náttúrulög- máiin í nútíma skiiningi: ná- kvæmar, sannaniegar fullyrð- ingar um aigilt samhengi til- tekinna fyrirbæra, stærðfræði- lega táknað. Það er erfitt nú á dögum að setja sig í réttar steilingar og skilja til fulis, hve nýtt það var undir sólinni þá að brjóta heilann um gagnkvæm áhrif jarðar, sólar og annarra him- inhnatta, • um orsakasamheng ið í náttúrunnar ríki. En sú hugmynd var einstæð og hefur verið kölluð núllta lögmál Keplers. — Ævi Keplers byrj- aði illa og endaði illa, en ævi- starf hans olli aldahvörfum í sögu stjörnufræðinnar og eðlis íræðinnar, og verk hans voru drjúgir drættir í nýrri heims- mynd mannkynsins. m. Jóhannes Kepler var fæddur . 27. desember árið 1571 í Weil- der-Stadt í suðvestur Þýzka- landi. Foreldrar hans voru víst gallagrípir bæði tvö, ill í skapi og samlyndið eftir því, faðir- inn eirðarlaus og kom og fór að heiman að freista gæfunn- ar í hernaði í öðrum löndum. Milli þess rak hann bjórbúllu heima fyrir. Stundum stakk frú . 30. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.