Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 11
Til vinstri: Likan af heiminum; Satúrmis í yzta hvolfi. Skýringar- mynd í Mysterium cosmographicum eftir Kepler. Að ofan: tJr líkaninu. Hvolf Mars, Jarðar, Venusar og Merkúr. Sólin er í miðjii. Kepler reyndist slakur kenn- ari í Graz. Samkvæmt sjálfslýs ingu í þriðju persónu: „Hvert sinn, sem hann varð æstur — og það var oft, — lét hann vaða á súðum án þess að gefa sér tóm til að meta orð sín. Áhugi hans og ákafi er skaðlegur og honum til trafala. . . “ Fyrsta árið hafði hinn langt aðkomni kennari örfáa nemendur, ann- að árið engan. En eins og löng- um vildi við brenna var Kepl- er sjálfum sér óvilhallur dóm- ari. Bjartsýn skólástjórnin kvað nemendafæðina allra helzt bera vitni um, að stærð- fræðinám væri ekki á allra færi. Til þess nú að Kepler ynni fyrir rýru kaupi sínu var honum jafnframt falið að flytja fyrirlestra um mælskulist o.fl., og annast árlega útgáfu á hin- um opinberu stjörnuspám bæj- arfélagsins. Jók hin síðast- nefnda iðjan lærdómshróður hans meðal almennings, mun meir en gert höfðu innblásin er- indin í háskólanum, ekki sizt þegar spá um fádæma kulda- kast rættist á réttum tima og önnur um innrás Tyrkja. En ekkert af skyldustörfun- um átti hug hans allan. Árið eftir komuna til Graz fóru að leita á hann á ný ýmsar stjarn- fræðilegar spurningar, sem hann hafði velt fyrir sér i Túb- ingen. En nú voru vangaveltur hans skipulegri og stærðfræði- legri. 9. júlí 1595 hann skráði hjá sér daginn — var hann að draga mynd á töfluna fyrir bekk sinn, þegar hug- mynd laust allt í einu niður í huga hans af syo miklu afli, að honum fannst hann hafa í hendi sinni lykilinn að leyndar- dómum sköpunarverksins. „Gleðinni yfir uppgötvun minni mun ég aldrei geta með orðum lýst,“ skrifaði hann seinna. Hún mótaði líf hans og glæddi anda hans æ síðan. Hugmyndin var í stuttu máli sú, að alheimurinn væri byggð- ur á ósýnilegum megingrind- um í laginu eins og hinir fimm reglulegu marghliðungar, sem grískir ■ flatarmálsfræðingai' höfðu fyrstir kannað. Afstaða reikistjarnanna sex (sem þá þekktust) og sólarinnar í miðj- unni ákvarðaðist: aí þessari himnesku beinagrind. Arthur Köstler segir í stór- merkri bók sinni um endurskoð un heimsmyndarinnar á 16. og 17. öld. The Sleepwalkers (Svefngenglarnir): „Hugmynd þessi var algerlega röng. Engu að síður vísaði hún að lokum veg að lögmálum Kepl- ers, kollvarpaði ævafornum al- heimi á hjólum og varð upphaf nútíma heimsfræði." Verður eðlilega ekki farið nánar út í þessa sálma hér, en um sköpunarverk sitt skrifaði Kepler silt fyrsta rit: Mysteri- um Cosmographicum, og sá kennari hans Mastlin um útgáf una. Bókin fékk misjafnar við- tökur, fannst sumum hún arg- asta bull, aðrir töldu höfund- inn Plató endurborinn. Nýtasta gagnrýnin var sú, að styðja þyrfti fullyrðingarnar fleiri og betri athugunum en Kepler hafði notazt við. Sá hann það fljótlega sjálfur. Hann gerði sér einnig Ijóst, hvar þeirra var að leita: í fórum danska stjörnufræðingsins Tycho Brahe, sem um áratugi hafði gert reglubundnar mælingar á göngu himintunglanna með fullkomnum tækjum sinum á eyjunni Hven á Eyrarsundi. VI. Þeir mættust miðja vegu, í Prag árið 1600, Daninn nýskip aður „Imperial Matematicus“ við hirð Rudolfs II. keisara og Þjóðverjinn aðstoðarmaður hans. Kynni þeirra urðu stutt og stormasöm. Tycho lá á gulli sínu, mælingunum, og skammt- aði úr hnefa, ætlaöi hinum snjalla reiknimeistara það starf eitt að sanna tilgátu Tyehos um sólkerfið: Merkúr og Venus á braut umhverfis sólu, en hún síðan á hringbraut um jörðina ásamt Mars, Júpíter og Satúrn us. Fyrrverandi aðstoðarmanni Tychos hafði reynzt ofviða að reikna út braut Mars og var Kepler falið að taka við. Kast- aði Kepler sér yfir verkefni sitt og ætlaði að leysa vand- ann á viku. En mánuður leið, og annar, og hvað, sem Kepl- er hugsaði, prófaði, reiknaði, var lítið vit að sjá í reiki Mars um himinhvolfið. En Tyeho dó árið 1601. Keis- arinn skipaði Kepler eftir- mann hans og eftir þóf við aðstandendur Tycho heitins fylgdi starfinu frjáls aðgangur að langþráðum fjársjóðnum, ár- angur næturvinnunnar við Eyr arsund. Kepler hélt áfram að eiga við Mars, en nú eftir eig- in höfði, með tilgátuna um sól- miðjukerfið í huga. Mars lét ekki að sér hæða og íyrst eftir margra ára strit við útreikn- inga og heilabrot, villigötur og nýbyrjanir fann hann m.a. tvö fyrstu lögmálin, sem við hann eru kennd. Lýsir hann sinni andlegu pílagrímsferð trútt og dyggilega í heimsögulegri bók: „Ný stjörnufræði, grundvölluð á orsakasamhengi — eða: Eðlis fræði hi'mingeimsins“. Þrátt fyr ir þreytandi tafir frá útreikn ingum við alls kyns skyldu- störf, útgáfu árlegs almanaks, stjörnuspár fyrir göfuga gesti hirðarinnar og afgreiðslu fyr irspurna um allt milli himins og jarðar, þrátt fyrir allt þetta og ýmislegt, sem á bját- aði við útgáfu hins viðamikla ritverks, voru þetta beztu og frjóustu ár í lífi Keplers. En fátæktin var han.s fylgi- kona. Að vísu bar Imperial Matematicus gott kaup, en það var ekki borgað út nema endr- um og eins og þá með eftir- gangsmunum. Veitti samt ekki af lifibrauði, Kepler kvæntur og þriggja bai'na faðir. Kepier gaf út á Pragárum sínum önnur rit minni, út- skýrði sjónaukann (en Gali- leo á Italiu lét sér nægja að kíkja); fann upp aðfei’ð til að mæla skýjahæð fjarri fjöllum sýndi fram á, að Jesús Krist- ur mundi fæddur árið 4 eða 5 f. Kr. (en tímatalsfræði var tómstundagaman Keplers líkt og Newtons síðar); f jallaði um raungildi stjörnuspekinnar, um halastjörnur og nýja risa- stjörnu (supernovu), sem birt- ist á himninum 1604. Merkast þessara rita var þó „Ljós- fræði“, um rannsóknir hans á eðli ljóssins, klassískt grund- vallarrit ljósfræðinnar. Sýndi hann þar einnig fram á, að viðurkenndar skoðanir á starfi augans væru rangar, og liaía hans eigin útskýringar reynzt réttar í meginatriðum. VII. Frægð Keplers fór víða, en það hallaði undan fæti. Árið 1611 brauzt úr borgarastyrjöld og drepsótt í Prag og Rudolf II., atvinnuveitandi Keplers sagði af sér. Öll börn þeirra hjónanna veiktust og eitt dó. Sjúkdómur, sem þjakað hafði konu hans, ágerðist og dró hana til dauða. Kepler: „Lífs- gleði svipt og sinnulaus af hryðjuverkum hermannanna og blóðugum bardögum í borginni; magnlaus af örvæntingu um framtiðina og óslökkvandi þrá eftir barninu, sem hún hafði misst, augasteini sínum . . . í hugarvíli, ömurlegasta ástandi hugans, gaf hún upp öndina." Sjálfur gekk hann ekki heill til skógar, frekar en fyrri dag- inn. Hann var nú fertugur. Um næstu áramót gerðist hann „héraðsstærðfi’æðingur” í Linz (í Austurríki), likt og hann hafði verið forðum daga í Graz. Linz var sveitabær í samanburði við Prag. Kaupið var minna, en það var borgað út. Kepler var einmana, hafði engan að tala við, jafnvel eng an að eiga kappræður við. En það rættist úr og bjö hann í Linz í 14 ár, lengur en nokkurs staðar annars staðar á ævi- göngu sinni. Smám sam- an jafnaði hann sig á um- skiptunum og hóf á ný fjölda- framleiðslu á ritum og bækí- ingum og er þar á meðal mikil bók um.samhljóm verald- ar, í ætt viö lieimsskoðun Py- þagorasar. Bók þessi hefur að geyraa þriðja náttúrulögmál Keplers um brautir reiki- stjarna um sólu. Árið 1613 hafði Kepler kvænzt öðru sinni. Eignuðust hjónin sjö börn, dóu þrjú í bernsku. En nú syrti í álinn á ný. Seinni hluta þessa tímabils tókst honum að ljúka útgáfu geysimikillar stjörnuskrár (Ru dolfs-töflur), sem Tycho Brahe hafði á banadægri sínu beðið hann að sjá um. Hafði Kepler stóraukið skrána og bælt við ljósbrotstöflum og logaritmum, sem þá voru nýir af nálinni. Hin kostnaðarsama útgáfa og tregða yfirvalda að standa straum af þessu opinbera verki steypti Kepler i skuldafen, sem hann brauzt aldrei úr. Ótal feröalög vegna útgáfunnar, m.a. til að innheimta fyrr- greindan kostnað, skóku þrótt- inn úr heilsuveilum manninum og ekki bætti úr skák, að þrjá tíu ára striðið geisaði í land- inu og Lútherstrúarmönnum í Linz settir afarkostir. Kepler hrökklaðist frá Linz, bjó nokkra mánuði i Ulm skammt frá, en þar var prentsmiðjan, og um síðir komst skráin út. Varð hún Biblia stjörnuglópa og sæfarenda í rúma öld. - - Jóhannes Kepler var nú at- vinnulaus. Árið 1628 hafnaði Kepler hjá Wallenstein hershöfðingja, sem nýlega var orðinn fursti af Sag an í norðurhluta Slesíu (nú í Póllandi). Hafði Kepler hitt hann við hirð keisarans í Prag óg vai’ð að ráði með samþykki keisára, að Kepler flytti bú- ferlum til Sagan og fengi þar góð laún og prentverk til að gefa út bækur sínar. Fljóti kom i ljós, að Wallenstein hafði lítinn áhuga á vísindum, en mikinn á frumstæðri stjörnu- speki og ætlaðist til þess eins af stjörnufræðingi sín- um að spá um smátt og stórt i lífi sínu einkum um úr- slit orustanna, sem hann háði. Urðu samskiptin gagnkvæm vonbrigði. Fátt var mennta- manna þarna í fásinninu, mál- lýzkan annarleg og bráðlega barst þangað ofsóknaraldan gegn mótmælendum, sem ein- angraði Kepler enn frekar. Franihald á bls. 13. 30. ja.núar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.