Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 3
Hrólfasögurnar og Örvar- Oddssaga taka öllu fram, sem ég hafði lesið. Jafnvel Njála og Grettissaga bliknuðu í saim anburði við þær. En í einu tók Göngu-Hrólfur minn fram öllu sem á íslandi hefur verið skrif að og það var í hinum hroða- legu bardagalýsingum. Þar voru nær allir nema góðu kapparnir bútaðir sundur i tvennt eða klofnir niður að endilöngu, en sjórinn eins þykkur og slátur í blóðmörs- keppi. Því miður munu nú bæði þessi blöð týnd til ómetanlegs skaða fyrir íslenzka menningu sökum þess heimildargildis sem þær höfðu um andlegan þroska húnvetnskra unglinga um aldamótin. — Máske hefði snillingunum líka tekizt að semja upp úr þessum blöðum eins konar nýja Skjöldunga- sögu. Eitt atvik bar fyrir mig á þessum lærdómsárum mínum í Gottorp, en þar bjó faðir minn þá, sem gerði mig montnari en ég hef orðið nokkru sinni. Dag einn fékk ég bréf í stóru gulu umslagi, en bréf hafði ég aldrei fyrr fengið, og var ég ávarpaður: Hr. yngis- piltur Magnús Magnússon, Gottorp, Vesturhópi, Ilúna vatnssýslu. Allir urðu undr- andi og það var opnað með mikilli forvitni. Það reyndist vera frá Oddi Björnssyni, bókaútgefanda og prentsmiðju eiganda á Akureyri. Efni þess var að biðja mig að safna þjóð sögum fyrir Odd, sem sagðist vera að hefja útgáfu á miklu þjóðsagnasafni og var góðum ritlaunum heitið fyrir, en áskil ið frjálst val um, hvað tekið yrði og fyrir það eitt greitt. Allir stóðu sem steini lostn- ir —- strákurinn aðeins á 12. ári. Sumir löttu en aðrir hvöttu að ég tæki að mér þetta mikla virðingarstarf, en niður staðan varð sú, að þegar næsta dag lagði ég af stað um allt Vesturhóp og Vatnsnes og hóf söfnunina. Voru það helzt gamlar konur og karlar, sem urðu mér hjálparhella. Ég safnaði töluverðu einkum fyrirburðasögum. Að alllöng um tíma liðnum fékk ég bréf frá Oddi ásamt peningum. Mun upphæðin hafa svarað til 3—4 fráfærulamba, en þau voru þá seld á 4 kr. Ekkert var endursent, en það tekið fram, að vera mætti að meira yrði birt en sem peningunum svaraði. Hafði ég aldrei áður eignazt meira en tvær krónur, og fannst mér að ég væri orð- inn jafnríkur og Jón Leví, úr smiður á Stóruborg, en hann var þá talinn rikastur maður að peningum i allri Húnavatns sýslu. Er mér sagt að hann hafi látið eftir sig 100 þús. kr. er hann lézt alllöngu síðar. Við kvæði hans var, þegar úr eða klukka var sótt til hans: „Það kostar 25 aura eða ekki neitt.“ Jón kvæntist aldrei, var nett- Nýlega er út komin lijá Almenna bókafél. áttunda ljóðabók Mattliías- ar Johannessen og heitir hún MÖRG ERU DAGS AUGU. Þessi bók er niikil að vöxtuni, 190 blaðsíð- ur og er ljóðunuin skipað í nokkra flokka eftir yrkisefni. Heiti flokk- anna segja nokkuð um efni Ijóð- anna, til dæniis Kornið og sigðin, Vísur við ána, Hversdagsljóð, Und- ir haust, Ljóð fyrir börn, Ást og dauði og Úr myndabók laudsins. Meðfylgjandi ljóð er úr flokknuni Ást og dauði, en í þessari bók er slegið á niarga mjög ólíka sti-engi; sum Ijóðin óríniuð, en önnur með hefðlmndmim luetti ríms og stuðla. Bókarkápuna liefur Eiríkur Smith listniálari gert. Matthías Johannessen UNDRIÐ Þetta undur: augun þín svörtu opnast þau senn móti nýjurn draumi: fer dagurinn ljósi um dul þinna kviku vona í tvísýnu tíma og rúms, þú teygar sætleika lífsins líkt og sól kalli sofandi blómin úr söknuði naétur og húms. Þetta undur: augun þín svörtu ástheitar lýsandi sólir, stafa þær veruleik vorsins á vökudraum þinn, hann kemur með grös og grænkandi tún og gleði stúlkunnar þinnar sem fyllti augu þín einnig undri þess vors sem var hún. menni mikið og dagfarsgóður, lánaði nokkuð út fé, en þó lít- ið yfir bankavexti. Svo líða margir tugir ára og þjóðsagnasöfnunin var mér löngu úr minni liðin. En svo bar það við að ég fékk eitt- hvað af þjóðsögum sem gefnar höfðu verið út á Akureyri lán aðar úr Bæjarbókasafninu, og þar rakst ég á nokkrar sögur sem skráðar voru af Magnúsi Magnússyni. Fyrst áttaði ég mig ekkert á þessu, en svo sá ég nafn heimildarmanna tveggja sagnanna og þá rann það upp fyrir mér, að þetta myndu vera sögurnar mínar, enda rifjaðist þá allt upp fyr- ir mér. — En hræddur er ég um að þær komi ekki í úrval inu hans Nordals. Ég held að ég hafi haft ein- hvern snefil af skyggni eða ófreskigáfu á aldrinum 8—15 ára því að þá sá ég fylgjur látinna manna og gat þar með engu móti um lifandi menn ver ið að ræða og allar missýning ar eða blekkingar voru líka óhugsanlegar. En svo hverfa þessar sýnir og siðan hef ég aldrei séð neitt eða heyrt, sem ég hef ekki getað gert mér fulla grein fyrir. En eins og ég gat um í minn ingum mínum hefur mig frá barnsaldri og fram til þessa dreymt fyrir daglátum, þótt stórum fari nú þeim draumum fækkandi. Ég ætla nú að bæta einum þessara drauma við, sem féll af vangá úr „Syndugur maður segir frá“. Á fyrstu tveim til þrem tug- um þessarar aldar voru Upp- salir við Aðalstræti eitt af kunnustu og vinsælustu matar og kaffisöluhúsum bæjarins. Ráku það tvær sæmdarkonur, Hólmfríður Rósinkranz og Þór unn Finnsdóttir. Var þar að fá bæði mikinn mat og góðan og þær voru óeftirgangssamar við fátæka stúdenta og áttu oft hjá þeirn talsvert fé. Sama mátti segja um margar fleiri matsölukonur í bænum, sem voru stúdentum hin mesta hjálparhella. Einn af þeim mönnum, sem þarna snæddu, var Magnús Arnbjarnarson lögfræðingur, sem var kunnur maður á sinni tíð. Hann var gervilegur maður að vallarsýn, skarplegur og tal inn mikill lögfræðingur, og einn af áköfustu andstæðingum Sambandssáttmálans 1918 og skrifaði gegn honum. Þeim for- stöðukonunum fannst þó nokk- uð til um að hafa þennan mann í mötuneyti sinu. Hafði hann fast sæti við gluggann á suð- austur horninu, en þaðan var útsýni yfir AðalstraJi, Kirkju- stræti og Suðurgötu. Allir urðu að víkja úr sæti Magnúsar, ef einhver sat þar, þegar lögfræð ingurinn kom inn. Magnús spjallaði talsvert við okkur stúdentana. Hann var oft skemmtilegur og spurði margs. Það fór alltaf vel á með okkur nöfnunum og líklega hefur það Þetta undur: augun þín svörtu ævintýr birtu og skugga, senn kallar svefninn þau aftur senn verður allt svo hljótt: einhver slökkur þær sólir er sindra úr djúpu myrkri við hvarma þína, þær hníga í himin fullan af nótt. «r r 8. októbei' 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.