Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 5
Ef út í það er farið, þá veit ég ekki sérlega mikið, hvorki um hr. né frú Lannisfree, enda þótt ég ynni hjá lionnm i næst- um lieilan mánuð. Hann var mér ókunnugur, þegar ég fór með honum úr borginni. Ráðn- ingarstofan hringdi tii mín og spurði, hvort mér væri sama þó ég ynni uppi í sveit. l»ó ekki sveitavinnu. Aðeins til afþreyingar manni, sem hafði verið fyrirskipað að livíla sig, og vildi ekki vera al- einn í heilan niánuð, þangað til konan hans kæmi til hans. Ég var illa staddur f járhagslega um þessar mundir, svo að ég tók boðinu. Hann var staddur í skrifstofunni og vildi fá mig með sér. — Ég vildi nú annars fá eldri mann, sagði hann, þegar ég kom inn og var kynntur fyr ir honum. Er yður gjarnt að láta yður Ieiðast? Ég kvað svo ekld vera, en annars gæti það verið undir því komið, hvert ég ætti að fara. — Það er í Vatnahéraðinu, upp með ströndinni. — Ef ég get komizt út í skóg öðru hverju, þarf ég ekki að láta mér leiðast, sagðl ég. Mér hafði sýnzt hann heldur daufur í dálldnn, en nú þiðn- aði hann ofurlítið upp. Þetta var meðalmaður á vöxt, með skarpan munnsvip og hörku- leg augu. I»að var sýnilegt, að hann var vitnur að fá sínu framgengt, og ég fann alveg, að honum var illa við að vera að fara þetta, en kæmist samt ekki hjá því, einliverra hluta vegna. Hann kvaðst ekki vera málgefinn, og ekki skemmti- legur í umgengni, en þyrfti samt að hafa einhvern hjá sér, til að sjá um sitthvað smáveg- is. Og það yrð: að vera karl- maður, mannorðsins vegna, þar eð konan mundi koma til hans, .jafnskjótt sem hún yrði laus. Hann ætti sumarkofa við vatn, þarna norðurfrá, og við yrðum talsvert afskekktir þar. En nú væri júnímánuður og það mundi verða hægt að fiska, ef ég kærði mig nm, og ég mundi hafa nægan tíma til eigin um- ráða og tilbreytingar frá leið- indaköstum og einmanaieik hans sjálfs. betta var nú ekki neinn kofi. Kannski hafði það verið kofi upphaflega, en sannleikuriim var sá, að hr. Lannisfree hafði bygrgt við hann, hvað eftir ann að, svo að nú leit þetta út eins og ósamstæður veiðiskáli. Og það var snoturt, þar sem það stóð þarna iimi í fögrum limdi af eikum og sedrustrjám, ekld iangt frá vatninu — líklega svo sem tvö hundruð fet. Ég hafði herbergi alveg út af fyr- ir mig, en ég sá, að það mimdi verða meira verk að sjá um húsið en mér hafði dottið í liug, því að þarna var stór setu stofa, forskáli úr gleri sunnan- megin, þar som liann ætlaði að vinna — ef hann þá snerti á verki — þrjú svofnhei-bergi og eldhús, auk geymslu og opinna svala. Húsið var nógu langt frá veginum til þess, að rykið þaðan yrði aldrei teljandi vandamál, eins og ég þó liafði búizt við. Ég átti þvi að halda öllu þessu hreinu — sjálfur sá iiann mn matseldina — hafa eftirlit með görðunum — og svo yfirleitt vera á höttunum ef hr. Lannisfree Iangaði að tala við mig eða eitthvað þess háttar, t.d. tefla skák, sem liann kunni og kenndi mér bráðlega. Aldrei sagði hann mér, hvers vegna sér hefði verið fyrirskip uð hvíld, enda var það alveg óþarfi, því að auðséð var, að hann var mjög taugabilaður, þrátt fyrir sterklegan líkams- vöxt. Ekki leit hann neitt út rins og lögfræðingur, sem hann þó var, — hann var miklu likari knattspyrnu- manni, enda kom það i ljós, að hann hafði iðkað knattspymu í skóla, En nú var hann kominn yfir fimmtugt enda þótt hann sýndist yngri. Ég vandist brátt þessari taugabilun hans, en til að byrja með, hnykkti mér við henni. Fyrsta skiptið, sem ég tók eftir elnhverju, var þegar við sátum að annarri skákinni þetta kvöld — eftir að ég hafði lært svo mildð, að ekki þurfti að segja mér til um hvern leik. Ég var að hugsa út leik og lék liann siðan, en liann lék ekki á móti, svo að ég leit á hann og þarna sat hann, með liöfuðið hallandi út í aðra hliðina. — Þér eigið leik, sagði ég. — Heyrðuð þér nokkuð, Jack? — Ekkert annað en lóminn, sem er að væla þarna úti á vatninu. — Nú, var það? — Já, sagði ég. Rétt í þessu vældi lómurinn aftur, án þess að hann deplaði augum, svo að ég vissi, að það var ekki lómurinn, sem hann þóttist hafa heyrt í. — Hvernig var þetta? spurði ég. — I»að var ekkert, svaraði hann stuttaralega og svo var því máli lokið. Það næsta sem ég komst að um hann var það, að hann var á ferð á nóttunni. Aldrei sá ég hann þó, en ég sá þess merki, hvað eftir annað. En það versta var, komst ég brátt að, að hann mundi ekki eftir því og hafði mig grunaðan. I>að var um það bil viku eft- ir að við komum þarna, að liann færði það í tal við mig. Hann fór seint á fætur þennan morgun og ég svaf líka yfir mig. En liann varð á undan á fætur og það næsta sem ég vissi, var að ég lieyrði hann kalla á mig. Hann virtist vera bæði reiður og liræddur. Ég fór fram úr og inn í stof- una. Öll svefnherbergin voru út frá stofunni — lítil en þægi- leg, með góðum rúmum en ekki bara beddum. Hann stóð rétt við dymar sínar og yfirlit- urinn á honum var þannig, að hann hefði getað verið reiður eða veikur — eða hvort tveggja. — Gerðuð þér þetta, Jack? Ég sá, hvað hann átti við. Einhver hafði gengið yfir gólf- ið voturn fótum og látið eftir sig óljós vot spor, og lásinn á hurðinni hans var blautur. Ég vissi vel, að ég hafði ekkert farið út um nóttina, svo að þá hlaut hann að ganga i svefni og hafa farið að synda í vatn- inu, án þess að muna eftir því. — Ég kynni að hafa verið að ganga í svefni, sagði ég. — Syndið þér líka í svefni? — I*aö gæti maður gert óaf- vitandi, ef maður er sofandi, sagði ég. — Þurrkið þér þetta upp, sagði hann. I>á rakst ég á nokkuð ein- kennilegt. Vatnið þama var auðvitað ferskt — um það bil tíu mílur frá sjó — en þegar ég kom með tusku til að þurrka upp sporin, og laut niður til þess, fann ég undir eins, að þetta var sjór. Ég nefndi þetta ekkert við hr. Lannisfree, af því að ég hélt það mundi koma eitthvað illa við hann. Og meira að segjji kom það illa við mig. Ég botn- aði ekkert i þessu, og nú fyrst fór ég að hlakka til þeirrar stundar er konan hans kæmi, og ég siyppi héðan. Hann talaði talsvert um kon una sína. I>að var „frú Lannis- free“ hér og „frú Lannisfree“ þar, kannski lengi í einu. Ég fékk fljótt nokkurn veginn mynd af henni — írsk-frönsk stúlka, nokkru yngri en hann, Framh. á bls. 13 Smásaga eftir August W. Derleth FRÚ LANNISFREE 8. október 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.