Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 7
Charles Itichet. í bók Alexanders prófessors er þess getið, að kvæðið fjalii uim frægð franska vísindamannsins Pasteurs, og eru tilfærð- ar nokkrar línur úr kvæðinu, þar sem greinilega er átt við sýklana sem alls staðar eru til staðar, án þess mennirnir geti séð þá, eða eins og segir í kvæðinu . .. „iðar og spriklar anginn hver, dulinn vorum döpru sjónum.“ Richet þessi mun hafa verið liffræðingur. Ég fann hann í bókmenntasögu Braunchvigs, en hún heíur þann kost að þar eru flestallir höfundar Frakka til tíndir, smáir sem stórir. Þar er getið um Charles Richet sem uppi var frá 1850—1930. Það er í kafla um vísindamenn sem skrifuðu bækur. Þar er sagt að hann hafi verið líffræðingur, en að auki skáldsagnahöfund- ur, ljóðskáld, heimspekingur og þjóðfélagsfræðingur. Þetta á nú við okkur Islendinga. Og það er vel skiljanlegt að kvæði eftir franskan líffræðing orki sæmilega á ísienzkan land- lækni. Hitt er annað mál, hvort líffræðingnum hefði ekki ver- ið eins gott að þýða kvæði eft- ir landlækninn íslenzka, sem kannski var ekki lakara skáld, en líklega hefði það vafizt fyr- ir honum, þótt hann hefði ver- ið allur af vilja gerður, svo hér var allt comme il faut. Jean Richepin heitir fransk- ur höfundur sem uppi var frá 1849—1926. Ég minnist þess hversu eitt af leikritum hans heillaði mig fyrir mörgum ár- um, þegar ég var að byrja að lesa franskar bókmenntir. Eft- ir hann getur Alexander um eitt ljóð á islenzku í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Loks er í upptalningu Alexanders Jóhannessonar höfundur að nafni Louis Merci- er. Ég leitaði að nafni hans í þeirri frönsku bókmenntasögu sem ég hef áður vitnað í, og fann hann þar talinn meðal þeirra gleymdu skálda sem um aldamótin reyndu að hnekkja þeirri skoðun symbólista, að ljóðið missti skáldskapargildi, ef merking þess lægi á svip- stundu í augum uppi, því sym- bólistarnir litu svo á, að ljóð- skáldi bæri fremur að gefa hlutina í skyn en segja þá ber- um orðum. Eftir framangreind- an höfund meðal gleymdra skynsemiskálda hefur Alex- ander prófessor fundið eitt kvæði á íslenzku í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Það sem hér hefur verið frá skýrt sýnir, að af þeim nálægt hundrað frönsku höfundum sem þýtt hefur verið eftir á ís- lenzku, þegar prófessorinn gef ur út bók sina 1944, eru sam- tals ellefu höfundar ljóða og sumir þeirra heldur pervisaleg ir fulltrúar franskra bók- mennta. Samt væri nokk- urt bragð að þessu, ef eitthvað að ráði hefði verið þýtt eftir þá höfundana sem helzt koma við sögu franskrar ljóðagerð- ar, til dæmis Hugo, Baudelaire og Verlaine, en því er ekki að heilsa. Það er aðeins Verlaine sem hefur náð því hámarki ár- ið 1944 að vera kynntur á ís- landi með þremur stuttum ljóð um. Svo virðist í rauninni sem aðdáun Islendinga á glæsileg- um orðaflauimi skálda eins og Goethes í Þýzkalandi og Byr- ons í Englandi hafi varnað þeim þess að kunna að meta það sem bezt var í ljóðagerð heimsins. Snilldin varð í þeirra augum eitthvað miðlungi gott, en miðlungsmennskan snilld. Upptalningin samkvæmt fram- angreindri bók sýnir ennfrem- ur, að það er ekki fyrr en á okkar öld sem Islendingar fara að gefa þann gaum að frönsk- um ljóðum að þeim þyki ómaks ins vert að freista þess að snúa einhverjum þeirra á íslenzku. Og til þess verða eðlilega menn sem hrifust af nýju frönsku ljóðagerðinni sem flutti með sér ferskan andblæ kringum aldamótin, skáld eins og Guðmundur Guðmundsson og Jakob Jóh. Smári. Það er að vísu næstum bros- lega lítið sem þeir þýða úr franskri ljóðagerð, en sýnir engu að siður hvert hugur þeirra beinist. Guðmundur Guðmundsson hefur ekki af tilviljun fengið orð á sig fyrir að vera symbólisti á sinni tíð, en ekki er mér kunnugt um hvað réð því, að hugur hans beindist að frönskum symból- isma og að rómönskum skáld- skap yfirleitt, að því er virð- ist, hann þýðir til dæmis ljóð eftir ítölsku skáldin Carducci, D’Aannunzio og fleiri. Enginn vafi held ég geti leikið á því, að ákveðin viðhorf til skáld- skapar, sprottin upp suður í Frakklandi, ef til vill ættuð frá Gautier ekki síður en sym- bólistum, hafi haft merki- leg áhrif á ljóðagerð Guð- mundar og afstöðu hans til formfegurðar, þótt þessi við- horf kunni að hafa farið sína venjulegu krókaleið um Dan- mörku til Islands. Það hef ég ekki rannsakað. En Jakob Jóh. Smári er hins vegar miklu greinilegar undir beinum áhrif um symbólistanna. Hvað getur til dæmis fremur minnt á kenn ingar symbólista um samsvar- anir lita, hljóma og annarra fyrirbæra í náttúrunni en kvæði hans Litalireimur sem hefst á þessu erindi: Veröld í smáu brýtur þagnarþil, svellur og rís með undarlegum ómum! Hugarins eyrum heyri ég og skil samhljóm frá grænu grasi og rauðum blómum. Þetta minnir óneitanlega á sonnettu Baudelaires Corre- spondences, sem varð að eins konar trúarsetningu symból- ista, þegar hreyfing þeirra hófst, löngu eftir að Baudelaire var kominn undir græna torfu. Þýðing Helga Hálfdanarsonar á þessari sonn ettu er ónákvæm og gefur þvi ekki rétta mynd af henni. Þar segir svo í öðru erindi: Sem bergmálsöldur faðm yfir f jarskann spenna og falla saman í einingu djúpa og breiða sem ómælisnóttin, sem árdegisljósið heiða angan og litir og tónar saman renna. Þetta er víðsfjarri merkingu frumkvæðisins. Þar er hreint ekki gefið til kynna, að angan, litir og tónar renni saman, enda hefði symbólistunum þótt það lítil tíðindi, heldur er átt við samsvörun fyrirbæra, þ.e. að tiltekin fyrirbæri náttúr- unnar svari hvert öðru til á einhvern hátt, Les parfums, Ies couleurs et Ies sons se répondent. 1 framhaldi af þvi lýsir Baudelaire nánar, hvern- ig eitt fyrirbæri samsvari öðru. Einn ilmur er til dæmis fersk- ur eins og barnshönd, annar mildur eða mjúkur eins og óbó- tónar, þriðji grænn eins og engin eða hagarnír o.s.frv. Þarna eru þau fyrirbæri kom- in sem nefnd hafa verið, ilm- urinn (les parfums), litirnir (les couleurs) og hljóð eða tónar (les sons). Þetta fer for- görðum í þýðingu Helga, vegna ónákvæmni þeirrar sem á undan er komin. Þannig seg- ir Helgi: „angan og litir og tónar saman renna.“ og heldur áfram: „Ilmur svo ferskur sem ungbarnsins nakta húð, sem óbóið mjúkur og grænn sem laufviðar traf ...“ sem sé eins og allt þetta renni saman, en það segir Baudelaire hvergi, heldur segir hann, þeg- ar hann hefur sett fram hug- myndina um samsvörun fyrir- bæra: Til er ilmur ferskur eins og barnshúð, o.s.frv. II est des parfums frais comme des chairs d’enfants, Doux comme les hautbois, verts comme les prairies . .. Ónákvæmni Helga í þýðingu þessarar sonnettu er mjög baga leg, þar sem um sögulegt fyr- irbæri er að ræða. Gaman væri, ef hann hefði tök á að endur- skoða þýðinguna og birta hana aftur, því hún hefur mikla kosti, þegar þessari óná- kvæmni sleppir, og úr því Helgi hefur komizt þetta langt með vandaverk sem er ekki nema á örfárra manna færi að leysa af höndum, er vísast að hann gæti lokið þvi að fullu. Hér hefði til dæmis átt betur við hugmynd Jakobs Smára í ljóði því sem ég gat um að fram an, hugmyndin um „samhljóm frá grænu grasi og rauðum rósum“, sem sé hugmyndin um að fyrirbærin hljómuðu saman. Tvö ljóð önnur en framan- greinda sonnettu hefur Helgi Hálfdanarson þýtt eftir Baude- laire, og er annað þeirra, Hljómar kvöldsins, mjög fal- legt á íslenzkunni, þýtt af næmri málkennd og listfengi. Seint er hægt að gera kröfur um fulla nákvæmni í þýðingum ljóða, og efast ég um að hér hefði verið auðvelt að fara nær frumtextanum, án veru- legra skakkafalla. Þýðandi getur varla kastað frá sér heilu kvæði vegna nákvæmni einnar línu, þar sem ef til vill er ekki hægt að túlka merk- inguna í sínu nýja umhverfi nema með sérstökum skýring- uim. Það sem á kann að skorta um nákvæmni í Hljómum kvöldsins vúnnur Helgi upp með því að rjúfa hvergi töfra- blæ þann sem á ljóðinu hvílir. Valgerður Þóra ÝSAN OG KLUKKAN - SMÁMYND - Blærinn hvislaði. Músarrindill tisti, yndisiegur júní- dagur yfir öllu og sjórinn siýndi það með fagurbliáum lit og l'itlum gárum. Hvað sikyldi drengurinn vera að giera? Því kom ekkert hljóð frá honium, hann hafði legið á magamim og lesið Agatha Christie á annan klukkutíma. En bók- in var ekki hjá honum. Hvernig skyldi það vera að lesa bók, sem er i öðru herbeirgi eða kannsiki í ailtllt öðru húsi ? Mamma stjáklaði um krinig. Inn úr eldhúsi, út í gang, inn í svefnherbergi, fram i stofu, eilíft stjákl. Drengurinn lá og mókti. Stóra systir svaf eftir barnapössun kvöldið áður. Alllt var hljóbt. Ekkert siem rauf þessa júniþögn nema tástið i músarrindlinum. Klukkan náligast. Hvað? Hún nálgasit það. Þaö hvað? Nú, ýsuna. Ýsuna sína stóra eða smáa með soðnum kartöflum, bræðingi og mjól'kurglasi. Mjög einfalt. En klukkan er óvægin og óbiliandi í sínu verki, gæti orð- ið á undan ýsunni. Allt fram streymir endalaust. Kústur. Kústur und- ir borð og inn í króka dnagandi sjálfan siig á effir sér. Sjálfum sér samkvæmur og fær morgunverð eins og aðrir. I stað músarrindilsins syngur Ragnar Bjarnason „Biddu mín“. Trajnsisborinn hefur verið stigið frá rúmi til ýsu, frá ýsu til Agatiha Christie. „Bíddu min, já biddu mín, bráðum kem ég heim til þín.“ Hið eimfalda verður sorglegt og hið sorglega verð- ur einfalt. Ýsan og klukkan eigia enn í viðureign. Við- ureigninni lýkur með roðfliettingu ýsunnar og or hún síðan klippt niður í smábi.ta, velt upp úr eggi, raspi, salti og pipar og lögð í kraumandi Ljóma. Ljómandi einfalt. Bn, ýsan á heimtingu á sínum kartöflum og þær urðu heldur ekki út undan. Ýsan hefur sigrað klukkuna. Allt virðist leika i lyndi. Markinu náð. Kliuikk- an nálgast lokamark sitt. Giiing, gling, gling, gling heyrðist úr transistormum í Hallgrtmskirkj ukl ukkum. Þorskur, ufsi, ýsa, lýsa, langa, keila, en hvað þetta var einföld þula í barnaskóla. Nýþvegnar hendur og hugsandi miunnair setjast til borðs, til hádegisverðar, trainsistorinn segir, að tveir drengir og ein kona hafi látizt af völdum sprerngju i Belfast í gær. Monsúnvindar og flóðbylgj ur ræna Fil- ippseyinga húsum sinum og viðui'væri. Ýsan er horfin. Aðeins eiitt stykki gefur til kynna, að á fiskfatinu hafi verið ýsa. Alffit er fullkomnað. Dagurinn fjærlægist hápunktinn. Músarrindiilinin er raunverulega hættur að syngja. Allt og aiflir í sátt, allt svo ánægt, rósamt og friðsælt. 8. oktöber 1972 L.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.