Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 13
EIN versta plága samtímans er hávaði, sem dynur á fólki jafnt og þétt, hvort heldur það er heima hjá sér, á ferðalög- um, úti á götu eða á vinnustað. Stundum virðist svo sem hvergi sé frið að finna; allsstaðar eru einhver tœknileg snilldar- brögð til að framleiða hávaða, nema ef vera skyldi í Þjófadölum eða á Kaldadal. Sumt af þeim hávaða, sem til verður á vinnustöðum, er erfitt eða jafn- vel ómögulegt að koma í veg fyrir og hávaðinn í umferðinni á rœtur sínar að rekja til þess, að við búum enn að sprengi- hreyfli, sem á síðari hluta tuttugustu ald- ar œtti að heyra sögunni til. En hljóðlát- ari aflgjafi hefur því miður látið standa á sér, þrátt fyrir bjartsýna spádóma fyrir svo sem tveimur áratugum. Venjulegur umferðarhávaði er þó sem skrjáf í stráum á móti þeim gauragangi, sem verður á flugvöllum og í nánd við þá. Okkur finnst stórkostlegt að geta flogið til Englands á tveimur klukkustundum. En líti maður á óþverrann í kjölfari þotunnar við flug- tak, að ekki sé nú talað um hávaðann, þá liggur í augum uppi, að hér er verið að taka út í reikning, sem framtíðin verð- ur að greiða. Verulegur hluti þess hávaða, sem dag- lega dynur á fólki, er þó sjálfskaparvíti. Einhverra hluta vegna yfirgnœfir sjón- varpshávaðinn allt þá stund, sem útsend- ing fer fram og felst veruleg sáluhjálp í því, hvað tíminn er stuttur. Vtvarpið gerir þó meira en að vinna mismuninn upp með tímalengdinni. Að öllu samanlögðu magn- ar það desíbelin meira en flest annað, en músík, sem enginn hlustar á og blandast ótal öðrum hljóðum, er raunar engin músík, heldur nánast hávaði. Þarmeð er ekki sagt að það sé út af fyrir sig slœmt að útvarpa músík. Það er vitaskuld sjálf- sagður hlutur. Hitt er undrunarefni, hvað hlustendur kunna illa að umgangast þetta tœki eftir fjörutíu ára viðkynningu. Á sumum vinnustöðum magna vélar og efni verúlegan hávaða. Þannig er það til dæmis í járn- og blikksmiðjum, prent- smiðjum og mörgum verkstœðum. Samt þykir alveg sjálfsagt að freista þess að láta útvarpið yfirgnæfa, rétt eins og hitt sé ekki nógu bölvað. Þótt ótrúlegt megi virðast, skilst mér að það heyri til al- mennra mannréttinda á vinnustað að f& að hafa þennan hávaða, sem aldrei gef- ur hvíld. Venjulega er það illa séð, ef einhverjum þylcir nóg um og reynir að draga niður í útvarpstækinu. Það er vísindalega sannað, að hávaði hefur mjög slæm áhrif á starfsemi og getu heilans. Við ákveðinn hávaða stór- minnkar hœfileikinn til einbeitingar; einn- ig dofnar minnið. Viðbrögð verða öll seinni og langtíma áhrif hávaðans verða þau, að mönnum finnst þeir útkeyrðir. Áhrifin á taugakerfið eru eins og við má búast, enda hefur taugaveiklun orðið eitt helzta umkvörtunarefni fólks eftir að tæknin fór fyrir alvöru að rétta að því þennan beizka bikar. Hávaði dregur stór- lega úr afköstum. Niðurstöður banda- rískrar rannsóknar bentu til að afköst minnkuðu um 30% hjá þeim, sem vinna með einhverju móti líkamlega vinnu, en 60% hjá skrifstofufólki, sem þarf að ein- beita athyglinni. Uppá síðkastið hefur mikið verið rœtt um umhverfisvernd. Okkur kemur sam- an um að líða ekki sóðaskap á almanna- færi og eitt sinn var rekið upp rama- kvein útaf frárennsli frá hesthúsum, sem átti að vera farið að menga Elliðaárnar. Það er auðvitað gott eitt um það að segja að vera svona vel á verði. En einn þátt umhverfisverndar vantar; ef strákur í næsta húsi á skellinöðru, þá þykir alveg sjálfsagt að hann fái að framleiða þann hávaða, sem honum sýnist, jafnvel þótt þú verðir að skríða undir sœng til að þola við. Ef sá hinn sami magnaði upp ein- hverja ólykt, þœtti sjálfsagt að láta til skarar skríða. En hávaðinn er nokkurs- konar heilög kýr og fær að vera í friði. Með rafknúnum mögnurum hefur í seinrpi tíð náðst merkilegur árangur í því að gera félagsheimili og danshús óþolandi. Hvergi er lýðurinn látinn hafa það eins óþvegið og á sveitaböllunum. Verðir laga hafa þótzt taka eftir því við samkomu- staði, að unglingar koma dasaðir og nán- ast sem í öðrum heimi út úr þessari kvörn; einhversstaðar sá ég bent á, að áhrifin vœru svipuð ölvun, en hvað verð- ur eftir af heyrninni hjá þessu fólki á fullorðinsárunum, er svo önnur spurning. Vonandi verður popkynslóðin í dag ekki heyrnarlaus kynslóð uppúr aldamót- unum. Sá tími er fyrir bí, að fólk geti rœðzt við eins og siðaðar manneskjur, þar sem dansmúsik er á annað borð. Þó kunna að vera einhverjar undantekningar til. Marg- sinnis hef ég orðið þess var, einkum í fé- lagsheimilum, að einstaka samkomugestir biðja hljómsveitina náðarsamlegast að draga úr hávaðanum. En þar er talað fyr- ir daufum eyrum, enda heyrnin sennilega mjög farin að daprast. Á hjónabálli í ná- grenni Reykjavíkur, þar sem fólkið var komið til að rabba saman og hafa það huggúlegt, var hinum svinnu músíköntum gert skiljanlegt, að þeir gœtu pakkað sín- um rafmagnskössum saman, ef þeir héldu að þeir hefðu verið fengnir til að æra samkomugesti. Þá loksins var dregið úr offorsi hávaöans. Umhverfi af þessu tagi skapar smám saman hina hávaðasjúku manneskju, sem lifir undir þeirri bölvun að þrá hávaða, en þolir hann samt ekki. Þá verður lítil fróun í hinum mildari tónum náttúrunn- ar: kvaki fugls í mó, þyt vinda og gjálfri fjallalækjarins. Og þá verður lítil unun í að hlusta á þögnina, sem enn er þó til a íslandi, ef betur er að gáð. Gísli Sigurðsson. Smásagan Framh. af bls. 5 líklega eitthvað tíu árum, með dökkblá augu og dökkt hár, sem hún lét vaxa og náði henni í beltisstað, sagði hann. Eftir lýsingu hans að dasma var liún mjög fögur kona. Rétt eins og stæði vaeri hún að skrifa bók, og yrði að hafa heimildarritin við höndina, annars yrði hún í vandræðum með að ljúka við bókina. Lannisfreehjónin um- gengust hóp af rithöfundum, listamönnum og alls konar betra fólki. Mér fannst það ein kennilegt, að þrátt fyrir allt þetta tal um hana, hafði hann hvergi mynd af henni á glám- bekk, og ég spurði hann að þessu. En hann brosti og sagði, að engin mynd gæti „gert lienni fullkomin skil“, en þó hefði hann litla augnabliks- mynd af henni, og hana sýndi liann mér. Ég skal alveg játa, að hún var falleg, og eins hitt, að myndin hefur varla „gert henni f ullkomin skil.“ — Ég hlakka til að sjá hana, sagði ég. — Það lái ég yður ekki, sama segja flestir karlmenn. Hún hefur alltaf verið mjög vinsæl. —O— Dagarnir siluðust áfram. Fetta var sami hringurinn: Hreingeming, skák og fiskveið ar. Stundum tefldum við hverja skákina eftir aðra — allt síðdegi og kvöld fór í ein- tóma skák. Stundum virtist hann ekkert vilja tala — hann var niðurdreginn og gat setið heilan og hálfan daginn yfir einhverjum lögfræðiskjöl- um í glerveggjaskálanum, eða úti á opnu svölunum, og horft yfir í skóginn eða út á vatn- ið. Og stundum sat hann með reist höfuðið, rétt eins og hann væri að hlusta. Stundum horfði ég á hann, án þess að láta sjá mig. Það var einkennilegt. I»á leit liann kring um sig, eins og í laumi, rétt eins og liann bygg- ist við, að einhverjum skyti upp. Stundum gekk ég beint að honiun og alltaf kom hann ein- hvern veginn upp um sig. — Hefur nokkur verið hér á ferli í dag? eða: — heyrið þér nokkurt fótatak, Jack? En ég lieyrði aldrei neitt. Mér skild- ist þetta bara vera taugarnar, og að hann væri hvíldar þurfi. Svona gekk þetta nokkra daga. En svo var annað á seyði, sem ég botnaði ekki í. Það var blauti liurðarlásinn og votu fótsporin á gólfinu. Oftast tókst mér að komast á fætur á undan honunt — nógu snemrna til þess að hreinsa þetta, áður en hann kæmi auga á það. En stundum höfðu sporin á tepp- inu ekki þornað. Hann sagði nú ekki neitt lengur, heldur leit í hina áttina, eins og hann sæi ekki neitt. Ég gat ekki gleymt þessu, og langaði hvað eftir annað að spyrja hann um þetta en eitthvað í augnaráði hans aftraði mér. Mig langaði að vita, hvernig á því stæði, að ef hann færi út að synda í vatninu, þá kæmi hann aftur sjóblautur. J»ví að alltaf var þetta saltvatn, ég gat smakk- að á því og gerði það líka, og ég gat fundið seltuna á hönd- unum. Ég var aldrei í minnsta vafa um þetta. En hvernig hann færi að þessu, vissi ég ekki, enda þótt ég sæti stund- um lengi og bryti inn það heil- ann. Það rann breiður lækur úr yatninu og til sjávar og varð að dálítilli á, áður en komið var út í Atlanzhafið, en vitanlega var lika ferskvatn í þessum Iæk. Mér datt í hug, að bezta ráð ið væri að standa hann að verki. Ég sofnaði því ekkert eina nóttina, en sat uppi og hlustaði. Ég heyrði hann aldrei fara út, en ég heyrði hann koma inn. Ganga eftir forstof- unni, næstum hljóðlaust og ég var alveg að því kominn að þjóta fram og koma honum á óvart, þegar ég heyrði ókunna rödd: — Roger, sagði hún. — Rog- er! Þetta var kvenrödd að kalla á hr. Lannisfree, og hún virt- ist vera rétt utan við hurðina hjá honum. Hún kallaði hásri ákafri rödd, rétt eins og hún þyrfti endilega að ná í hann, en samt var rómurinn eitthvað skipandi. — Roger! kallaði hún í hörkulegu hvisli. — Roger! Það var eitthvað í röddinni, sem vakti mér hroll. Stundum bað hún, stimdum skipaði hún, og stundum grét hún. Þetta var hræðilegt. Mér datt í hug, að meðan Lannisfree biði eftir konunni sinni, væri hann í tygjum við annan kvenmann. Þetta hélt ég og þvi fór ég ekki út úr herberginu mínu þá nótt, heldur beið þess bara, að hann svaraði, en það gerði hann aldrei — lá bara þarna í herberginu sínu, bylti sér og umlaði og nokkrum sinnum stundi hann eins og í vondum draumi. Um morguninn voru sporin þarna enn og hurðarlásinn blautur. Ég athugaði þessi um- merki vandlega og eitt sporið var ekki eins ógreinilegt og liin, og líkist mest spori eftir kvenfót. Ég þurrkaði þau öll og þau voru orðin alveg þurr, áður en hann kom á fætur. Hann leit illa út liennan morgun, rétt eins og honum hefði elcki orðið svefnsamt. — Heyrðuð þér nokkuð í nótt, Jack? spurði hann. Vitanlega vildi ég ekki láta hann halda, að ég liefði neitt heyrt, ef hann skyldi vera i tygjum við einhverja konu 8. október 1972 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.