Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 6
Matthías Jochumsson Jakob Jóh. Smári Alexander Jóhannesson Árið 1944 kom út bók sem nefndist Menningarsamband Frakka og Islendinga eftir Alexander Jóhannesson. í inn- gangsorðum þeirrar bókar seg- ir höfundurinn meðal annars: „Ógerlegt er að rekja áhrif franskra bókmennta og lista á islenzka hugsun, því að marg- ar andlegar hreyfingar bœði í listum og stjórnmálum hafa borizt frá Frakklandi til allra nágrannalanda þeirra og siðan komið hingað ..." Þessi orð dr. Alexanders eru vafalaust sönn, þ.e. að hingað hafi borizt frönsk menningar- áhrif, en þó ekki beint frá Frakklandi, heldur eftir króka leiðum. Það var einkum í Dan- mörku, hjá herraþjóðinni, að íslendingar létu sía ofan í sig þá menningu sem fáanleg var í útlöndum. Hún var nú auðvit- að ekki mikil fyrir utan Dan- mörku, nema hvað eitthvað slangur var af henni í Skandi- navíu, Þýzkalandi og Eng- landi. Út fyrir þau takmörk fóru íslenzkir menn ekki að ráði, nema þeir vœru eitthvað sérsinna, því vafasamt var að hœtta sér suður á bóginn. Það- an hafði Sæmundur fróði slopp ið naumlega, þegar hann var í Svarta skóla, svo sem kunn- ugt er. Alexander telur þó að íslendingar hafi verið fíknir i franska menningu, en máttar- litlir að tileinka sér hana, eins og sést á eftirfarandi orðum úr inngangskafla bókarinnar: „Af veikum mætti,“ seg- ir þar, „hafa Islendingar reynt að tileinka sér fegurð og hug- sjónir franskra snillinga, eins og þær birtast i ritum þeirra og listaverkum eða í hljóm- anna ríki. Eru til þýðingar á íslenzku úr einstökum ritum nálega hundrað franskra rit- höfunda, en sá galli er á, að flest þessara rita eru þýdd úr dönsku eða ensku, vegna van- þekkingar íslendinga á franskri tungu.“ Þessi vitnisburður Alex- anders um meðferð fslendinga á frönskum rithöfundum eða verkum þeirra er eins og af- ssnnun perrra orsa I sama Inn- gangi, þar sem segir: „Islendingar hafa sjálfir ætíð litið upp til Frakka sem önd- vegisþjóðar í vísindum og list- um, enda hafa margir nafn- kunnir fslendingar leitað til Frakklands til skemmri eða lengri dvalar til menntunar og andlegs þroska.“ Hætt er við að sannleikur- inn sé nokkuð á annan veg, eins og líka kemur fram ann- ars staðar í bók Alexanders. Fáir nafnkunnir íslendingar munu hafa leitað sér menntun- ar og andlegs þroska í Frakk- landi frá því þeir voru að slugsa (?) þar í gamla daga, karlarnir, þeir fáu sem um er getið, svo sem Sæmundur fróði og Þorlákur biskup, á þeirri tíð, þegar íslendingar voru ekki enn orðnir nýlenduþegn- ar Danaveldis. Ég efast jafn- framt um það, að vanþekking íslendinga á franskri tungu sé eina ástæðan til þess að fiest, sem þýtt hefur verið af frönsk um bókmenntum, hefur verið þýtt úr dönsku eða ensku. Hvað gerist nú á dögum? Að minnsta kosti hefur lítil breyt- ing orðið. Meiri hlutinn af þeim frönsku bókmenntum sem koma fyrir almenningssjónir eða al- menningseyru á íslenzku (t.d. sögur eða leikrit) er enn þýdd ur úr dönsku eða ensku. Ég veit ekki hvort rétt er að álykta sem svo, að slíkt lýsi sérstakri aðdáun íslendinga á franskri menningu. Ástæðan kann hins vegar að vera sú að mun erfiðara er að þýða úr frönsku en ensku eða norðurlandamálum, en engu betur greitt fyrir það, og geng- ur þá að vonum illa að fá hæfa menn til slikrar iðju. Alexander getur þess, að þýtt hafi verið á íslenzku úr ritum nálægt hundrað franskra rithöfunda (þ.e. þegar bók hans kemur út.) Er nú fróð- legt að athuga hve mörg ljóð- skáld eru meðal þessara hundr að höfunda, þar sem íslending- ar hafa þótt öðrum þjóðum ljóð elskari, a.m.k. þegar þeir segja sjálfir frá. Alexander tel- ur þau upp. Útkoman verður þessi (frá landnámsöld til 1944): Eftir La Fontaine hefur Grímur Thomsen þýtt eitt kvæði sem nefnist Psyche verð ur gyðja. Ég hef leitað að kvæð inu í aðalriti þessa höfundar, en ekki fundið það. Kannski er þetta þá ekki eftir þann saut- jándu aldar La Fontaine sem frægur varð fyrir að snúa dromisögum Esóps í rím af óvið jafnanlegri snilld. Og þó hlýt- ur það að vera hann. En hvað sem því líður, er þetta einasta kvæðið sem Grímur þýddi úr frönsku, en Grímur er orðlagð ur fyrir hve vel hann hafi ver- ið að sér í frönskum bókmennt um. Varla hefur það ver- ið kunnáttuleysi í franskri tungu serp bagaði hann. Miklu trúlegra er að það hafi verið einbert áhugaleysi. Menn höfðu að líkindum ekki mik- inn áhuga á frönskum skáld- skap i þá daga, enda þótt menn hefðu áhuga á Frakklandi. Menn höfðu ein- hvern áhuga á Frakkiandi. Menn höfðu til dærnis áhuga á Napóleon. Það var nú ekki allt af sami Napóleon. Og svo höfðu menn í þessari veiðistöð áhuga á dönsku. Grímur orti þrjú kvæði um Napóleon á dönsku. Kvæðið Psyche verð- ur gyðja er annars vel og fal- lega unnið hjá Grími og þess vert að lesa það. Eftir nítjándu aldar skáldið Paul Verlaine hefur Guðmund ur GuSmundsson skólaskáld þýtt ljóðið „Tunglsljósið" og Jakob Jóh. Smári „Næturljóð" sem reynist við nánari athug- un vera sama ljóðið. (Ellefu árum seinna en Alexander gaf út bók sína birtist þriðja þýð- ingin á þessu sama ijóði. Var sú eftir Helga Hálfdanarson). Alexander telur til viðbótar tvö smáljóð sem Magnús Ás- geirsson hefur þýtt, og eru þá 1944 til þrjú ljóð á islenzku eftir þetta fræga franska skáld symbólistatímans. Og ekkert franskl ljóðskáld hafði komizt hærra á Islandi um það leyti, samkvæmt bók þeirri sem hér um getur. Sully Prudhomme heitir skáld frá nítjándu öld. Eftir hann hefur Guðmundur skóla- skáld þýtt eitt kvæði. Sully Prudhomme varð raunar svo frægur að hljóta bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1901, þeg ar þeim var úthlutað í fyrsta skipti, en féll síðan í gleymsku. Þá hefur Alexander fundið á íslenzku kvæði eftir Rouget de Lisie sem kemur ekki við sögu franskrar ljóðagerðar nema fyrir það að hann orti á dögum frönsku byltingarinnar hersöng Rínarhersins sem varð þjóðsöngur frakka upp úr bylt ingunni og nefndist La Mar- seillaise, þegar hann var ekki iengur tengdur Rínarhernum, heldui- öðrum hermönnum sem komu frá hafnarborginni Mar- seille og sungu þennan söng á göngu sinni. Matthías Jochums- son hefur þýtt hann á íslenzku: „Fram til orustu ætt- jarðarniðjar . . Frá nítjándu öld er skáldið Alfred de Musset, merkilegur höfundur á sinni tíð. Eft- ir hann hefur Matthías Joch- umsson þýtt eitt fallegt smá- ljóð sem er þannig í meðförum hans: Á leiði mitt þá liðinn er, einn léttan grátvið plantið þér, hans ljúfu tárin líka mér og litar-fölvinn sem hann ber. Með skuggaþakið þýða sitt hann þyngir ekki rúmið mitt. Þá er röðin komin að Victor Hugo. Frakkar telja hann stór- menni í hópi ljóðskálda sinna, en miður góðan skáldsagnahöf und. Eftir hann hefur hins veg ar talsvert verið gefið út af skáldsagnakyni á íslenzku, en í framangreindri bók er aðeins getið um eitt ljóð eftir hann í þýðingu Steingríms Thorsteins sonar. Því miður er sú þýðing svo klúðursleg að hún gefur enga mynd af ljóðagerð höf- undarins. Það, sem er eins og mælt mál, einfalt og auðskilið hjá Hugo, er orðið tyrfið og óskiljanlegt hjá Steingrími. Og þetta er eina kvæðið sam á að heita að til sé á íslenzku árið 1944 eftir Victor Hugo, merki- legasta fulltrúa rómantísku stefnunnar í franskri ljóðagerð. Höfundur er nefndur Chasi- mir Delavigne í upptalningu Alexanders Jóhannessonar. Þegar ég fletti honum upp í yfirgripsmikilli franskri bók- menntasögu eftir Marcel Braunehvig, fimmtándu út- gáfu, aukinni og endurbættri, segir þar, að hann hafi samið harmleiki í klassískum stíl á nítjándu öld, en ekki talin ástæða til að fjölyrða um þau verk. Þess er getið neðanmáls, að hann hafi ennfremur gefið út eina kvæðabók og eitthvað fleira. Þessi kvæðabók hefur nægt honum til nokkurs frama á íslandi á sama tíma og ekki var litið við betri ljóðskáldum Frakka, því eftir Chasimir Dela vigne hefur Steingrímur Thor- steinsson þýtt eitt kvæði: „Upp franska þjóð með fremd- argeðið, enn frelsisfaðmur opn ast þér“, og verður maður að geta sér þess til að það sé ekki jafnólánlegt á frummálinu og í þýðingunni. Eftir skáldkonuna Comtesse de Noailles (greifafrú Noaill- es) sem lifði og orti á þeirri öld sem nú líður (dáin 1933) hefur Gestur, öðru nafni Guðmundur Björnsson land- læknir, þýtt eitt kvæði, og er snoturlegt. Landlæknir hef- ur ennfremur þýtt kafla úr kvæði eftir mann að nafni Jón Óskar UM ÞÝÐINGU FRANSKRA LJÓÐA Á ÍSLENZKU 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.