Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 14
þarna í nágrenninu, svo að ég neitaði því. — I>ér kölluðuð ekkert á mig? — Nei, neina það þá liafi ver ið npp úr svefni, sagði ég. — Mér er sagt, að ég tali stund- um upp úr svefni — en sjálf- ur man ég ekki eftir því. — Ekki gerið þér það venju lega. Ég gat vart hugsað mér, hvað hann gæti séð við aðra konti og eiga jafn fallega eigjnkonu og frú Lannisfree, velti þvi fyrir mér, hvað hann mundi gera af þessari konu, þegar kona hans kæmi heim. Nú skildi ég til fulls fótspor- in, enda þótt ég botnaði enn ekki neitt í saltvatninu. Senni- lega átti konan heima einlivers staðar liandan við vatnið og synti því yfir það og kæmi hingað beinustu Ieið. Það gæti verið svar við þessu öUu — nema seltunni. Hún var svo föst i huga mínum, að ég gat ekki stillt mig um að nefna liana. — Er hér nokkurs staðar salt vatn í nágrenninu, hr. Lannisfree? — Ekki fyrr en í sjónum. — Eruð þér viss? Ég gæti ratað blindandi um allt nágrennið hérna. Hvers vegna spyrjið þér? Ég varð kindarlegur. — Af því, sagði ég, — að vatnið á hurðarlásnum yðar og gólfinu er sjór. Hann roðnaði fyrst en föln- aði svo upp. Hann beit á jaxl- inn. — Það er eins og hver önnur bölvuð vitleysa! sagði hann harkalega. Ég fór fram í eldhús, náði í tuskuna, sem ég hafði notað til að þui-rka með og hélt henni að nefinu á honum. — Þefið þér af þessu! sagði ég. Hann gerði svo. Svo horfði hann á mig, eins og með við- bjóði og hristi höfuðið. — Það er sjávarlykt af því, sagði ég. —• Þetta er ekki annað en ímyndun, Jack. Fleygið þér þessu, og svo ekki orð um það meir. Ég lilýddi, en það breytti bara engu. Þessi tuska var sjó- blaut. Og þegar hún þornaði var á henni eins og hvít liéla. Ég þekki sjávarvatn til hlítar, og mér getur ekki skjátlazt uni það. Ef þetta er ekki salt- vatn, veit ég ekki, hvað salt- vatn er. En allan þennan dag var Lannisfree þögull og niðurdreg inn. Ilann snerti ekki á verki, og eina skiptið, sem hann sagði orð við mig eftir þetta, var þeg ar ég kom að honum þar sein hann sat og horfði á opið úrið sitt og á litlu myndina af kon- unni sinni. — Ég vil, að þér þegið yfir þessu við frú Lannisfree þegar hún kemur, sagði hann. — Sjálfsagt, sagði ég. — Ég skal steinþegja. En þetta kvöld koinu svo endalokin. Það var heiðskírt tungl- skinskvöld og tunglið óð í nokkrum smáskýjum, sem liðu yfir himininn, og það var ynd- islegur greniilmur í loftinu, og veðrið þannig, að maim lang- aði ekkert í rúmið og við fór- um þá heldur ekkert snemma í Iiáttinn, heldur tefldum tvær skákir, en Lannisfree var ekki með hugann við það og um klukkan ellefu gengum við loksins til náða. Ég var þreyttur, en mig lang aði ekkert til að sofna. Mér var iimanhrjósts eins og manni verður, þegar maður veit eitt- hvað vera yfirvofandi. Ég þótt ist alveg viss um, að konan myndi koma aftur og nú skyldi ég opna fyrir henni og tala við hana. Ég lá því glaðvakandi. Ég heyrði gömlu klukkuna á arinhillunni slá tólf, síðan eitt og loks tvö. Og þá heyrði ég dyrnar opn- ast, alveg eins og nóttina á undan, og eftir á að hyggja, held ég, að það hafi verið einmitt á sama tíma. Ég heyrði þetta fótatak, sem rétt eins og hvíslaði eftir gólfinu, frá úti- liurðinni og stanzaði svo við dyrnar hans. Og svo lieyrði ég rödd hennar, alveg eins og nóttina á undan: — Roger! kallaði hún. — Eoger! Ég gekk að hurðinni hjá mér og opnaði. Ég leit fram. —o— Hún stóð þarna í svo sem tíu feta fjarlægð og sneri að mér baki. Og hún var komin að dyrunum hjá Lannisfree. En ég varð liissa — og það meir en ég hafði búizt við. Ég hafði búizt við henni í sundföt um, en í þeim var hún ekki. Hún var í ferðafötum, svipuðum og konur nota almennt, og ég gat séð úr dyrununi hjá mér, að hún var remiblaut og hafði sýnilega orðið fyrir einhverju slysi. — Ég gekk fram og sagði: — Hvers vegna gangið þér ekki bara beint inn? Hún sneri sér liægt við og það fór kuldi um mig allan. Hún sagði ekkert, heldur stóð þarna bara og horfði á mig. Svo gekk hún eitt skref fram og andlitið Ienti í tunglsgeislan um, og ég sá, að þetta var frú Lannisfree sjálf. — Afsakið, frú Lannisfree, sagði ég. — Hvar er Roger? — Þér vitið, að hann er þarna inni, sagði ég. — Hurðin er læst. — Lykillinn minn gengur að henni. — Þakka yður fyrir. Ég tók upp lykilinn minn og rétti henni. Hönd hennar var köld og ég gat næstum heyrt tennur hennar glamra. Þegar ég rétti henrii lykilinn, sá ég augun í henni. Þau líkt- ust ekki augunum á litlu mynd inni, sem Lannisfree hafði inni í úrinu sínu, þau virtust alls ekki sjá mig, heldur horfa beint gegn um mig og vera föst á einhverju, og hún virtist aldrei renna þeim til liliðar, heldur horfa þeim beint fram fyrir sig, og hún tók lykilinn og sneri að dyrunum og reyndi lykilinn við hana. Og ég var alveg að kafna í sjávarþefn- um, svo sterkur var liann, og mér fannst liann meira að segja smjúga undir hurðina hjá mér, eftir að ég var kom- inn inn til mín. Og þá heyrði ég Lannisfree æpa. Aðeins einu sinni, en það var skelfilegt, en ekki vissi ég, hvort það var af undrun yfir að sjá konuna sína koma svona snögglega. Hann kaUaði upp nafnið hennar: — Myra! Ekki neitt annað. — Ég er komin, Roger, sagði hún. —O— Ég heyrði einhver hljóð og hélt, að hún væri að komast úr blautu fötunum, en eftir skaninia stund heyrði ég hana ganga út úr herberginu og út úr húsinu. Eg opnaði gluggann og leit út. Tunglið skein á heið um himni, en ég gat ekkert séð. Ég steig út á svalirnar, og þá sá ég hana ganga gegn um skóginn, áleiðis til lækjarins, en frá vatninu. Hún hafði alls ekki farið úr blautu fötunum, en gekk þarna bara beint frá húsinu, og ég gat séð hana i tunglsljósinu eins greinilega og ég sé þig núna. Ég svaf lítið það sem enn lifði nætur og um morguninn voru votu sporin þarna enn og hurðarlásinn hjá Lannisfree blautur, og ég þurrkaði þetta aUt og beið svo þess, að hann kæmi fram. En liann kom bara ekki, og loks fór ég inn í her- bergið lians, þegar hann svar- aði ekki barsmíðinni á hurðina, og fann hann þá alveg eins og hann var þegar hreppstjórinn kom síðar að honum dauðum í rúmi sínu, með langt svart hár hert að hálsinum, eins og heng ingaról! Þetta var réttum sex khikku stundum eftir að ég sá frú Lannisfree. Og þess vegna trúi ég því ekki, þegar verið er að segja mér, að Lannisfree hafi farið með konuna sína út frá strönd- inni í Maine, þennan dag fyrir næstum mánuði og hrint henni í sjóinn og drekkt henni, af því að hann hafi verið afbrýði- samur út í manninn, sem sagt var, að frúnni litist á, — jafn- vel þótt lík liennar fyndist því að ég sá hana eins greinilega og ég sé þig nú, með hvítt tunglsljósið skínandi á hendur hennar og andlit, þegar hún gekk gegn um skóginn í átt- ina til sjávar. Málverk eftir Hieronimus Bosch Paul Evans Hljómlistar- mennirnir (Sjá málverk Hieronimusar Bosch) Hljóðfæraleikararnir eru naktir, þeir liggja á bökum sínum, píndir af öskrum hinna svallsömu í hclvíti. Einn þeirra heldur á mikilli flautu, einn er fordæmdur til snauðrar tónlistar, einn er hlckkjaður við háls liitu sinnar. Étgefandl: H.f, Árvakur, Reykjavík Framkv.stJ.: Haraldar Sveinsson Kltstjórar: Matthfaa Johannessen Eyjólfur KonráS Jónssun AðstoSarrltstJ.: Styrmlr Gunnarsson RltstJ.fltr.: Gísli SÍgurSsson Auglýslngar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: ASalstrætl 6. Simi 10100 Þeir hafa enga áheyrendur. Þeir svallsömu munu ekki lirósa þeim, þjakaðir af peningagræðgi, hjörtu þcirra sundurtætt af hunduni. Sigurður Eyþórsson þýddi. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.