Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Side 2
þeir í natekverðinn. Til þess að komast að p álmalundinum, verða þeir að klifra upp svo bratt fjall, að þeir verða að skríða á fjórum fótum. Hér eru Tasadayar að tendra eid með þeirri fornu aðferö að mynda hita — og eld - með núningi viðarteinungs. Þrír menn skiptast á. VA&AftAJTAft nýfundnir steinaldarmenn Það var árið 1966, að maður að nafni Dafal, veiðimaður fná sunn anverðum Filipseyjum, rakst á helli í frumskóginum. í hellinum var fólk — tuttugu og fimm manns — karlar, konur og börn af harla frumstæðum kyn- flokki, áður ókunnum. Hann kaM aði sig Tasaday, Dafal var fyrsta ókunna andlitið, sem þetta fóík hafði augum litið. Hér var um fyrstu „innrásina" að ræða, a.m.k. síðustu sex aldirnar, og ef til vill síðustu tvö þúsund árin. Skógur þessa kynþáttar, veglaus og ófær, breiðist yfir hæðirnar á syðri Muta Mindanao á Filipseyjum. Hann hefur girt fyrir alla utan- aðkomandi ágervgni, lokað úti öll samskipti og þekkingu á umheim- inum. Ef svo er, að einhverntíma hafi menn tiaft vitneskju um Tasa dayana, þá er það gleymt fyrir óralöngu. Það er ótrúlegt, á tím- um geimferða, að þeir skuli hafa dulizt á næstu grösum við aðra jarðarbúa sem lifandi leifar stein aldar. En það getur orðið til þess að þeim verði forðað frá tortím- ingu. Fyrsti fundur Dafals við þá, þegar hann var að koma fyrir veiðigildrum í skóginum breytti hugmyndinni um hinn frumstæða mann, sem talinn var grimmur villimaður. SamSkipti hans við Tasadayana, en þá hitti hann tíu s nnum á árunum 1966—1971, voru mjög vinsamleg. Það var Dafal, sem fyrstur manna kom af stað sambandi milli þjóðflokks- ins og umheirnsins. Og hann átti sinn þátt í því, að í júiímánuði síðastliðnum var gerður út leið- angur til skógarins, undir for- ystu Manuel Elizalde, ráðgjafa Filipseyinga um allt er varðar minnihiuta hópa þarna á eyjun- um. Svo erfitt umferðar er á svæði þeirra Tasadaya, að eina færa leiðin til að nálgast þá er úr lofti. Farið var með þyrlu, og áhöfnin seig niður úr henni á trjá toppa í grennd við þá. Þá var mættur Bilayan, einn af Tasa- dayum, til að fylgja komumönn- um og vísa veg um skóginn. Fyrsta hljóðið, sem aðkomumenn heyrðu, eftir að þeir voru komn- ir á ákvörðunarstað, voru raddir, sem bárust frá berum klettum, að því er virtist. Það tók leiðang- ursmenn nokkurn tíma að koma auga á gestgjafa sína, sem gægð- ust fram furðu lostnir að baki klettunum. Þegar Tasadayarnir komu i Ijós, sást að þeir voru skegglaus- ir (þeir slíta af sér öll hár), og naktir, að því slepptu að þeir bera eins konar pung úr orkideu- blöðum til að verja sig fyrir blóð iglum og þyrnóttum jurtum. Þessu er líkt farið um karla og konur, nema 'hvað konurnar klæð ast mittisskýlum úr blöðum. Ef til vill er það af heilsufa rsleg- um ástæðum, eða þá hvað ending blaðanna er haldlaus, að þeir endurnýja þau oft. Heimkynni þeirra er hellasam- m Natek, fæða úr pálmaviðarmerg, soðin yfir eldinum. Natek eta Tasadayar annaðhvort heitan eða láta hann kólna og þorna og búa til síðan úr honum kökur. Hér er maður að verki. Hann er að búa til stein- áhöld. Hann klýfur smásteina og nýr þeim við aðra stærri, þangað til á þeim Ihefifr myndazt allhvöss egg. Önnur tól eru tréhnífgr, grafspaðar, sköfur o.fl. stæða, sem gengið er inn í gegn- um lágar, bogmyndaðar dyr. Um- hverfis vex iarðargróðurinn með hitabeltrshraða — og engin tilraun hefur verið gerð til að hemja hann — og vatnið bunar niður klettana. Inni fyrir loga tveir eldar til að veita meíri hita en regnskógurinn hefur upp á að bjóða. Þarna eru engin legurúm, aðeins steinar og trédrurPbar til að sitja á. Fólkið er ekki einu íbúarnir í hellinum, heldur fuglar, leður- blökur og skordýr; jafnvel stærðarköngulær fá að lifa í friði. Dýrin eru vinir þessa fólks: að drepa þau til fæðuöflunar var al- veg óþekkt meðal Tasadayanna, þegar Dafal kom þarna. Stærstu 'skepnurnar, sem þeir höfðu drep ið voru frosikar, sem þeir höfðu gripið með höndunum 'í lækjun- Framh. á bls. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.