Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Side 7
Dós úr perutré eða svipuðum viði. (Lengd 8,4 sm, br. 5,5 sm, h. 4,4 sm). Útskurðurinn á lok- inu sýnir lítinn dreng, sem nakinn sefur við hliðina á hundi. Inni í lokinu er skrautverk, sem ekki er ástæða til að lýsa nánar og þar með bókstafurinn S. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður hef- ur varpað fram þeirri hugmynd, að gripurinn sé þannig merktur upphafsstafnum í ættarnafninu Stephensen. Elín Stephensen, ekkja Magnúsar landshöfðingja, gaf Þjóðminjasafninu gripinn, en hann hefur ávailt verið talinn eftir Gunnlaug Briem. Magnús landshöfðingi var sonarsonur Stefáns Stephensens, sem var með Gunnlaugi í jarðamatsnefndinni 1800—1806. Vel má vera, að Stefán hafi átt nokkurn þátt í skjótum frama Gunnlaugs, sem nánar er vikið að í greininni. Ýmis frekari rök hníga að þvi, að Gunnlaugur sé höfundur þessa verks, þótt ekki verði það rakið hér. Sigurðsson (1732—1805) prest- ur að Breiðabólstað á Skógar- strönd, en síðar að Holti undir Eíyjaifjölluim og kona hans Kristín Jakobsdóttir (1743— 1791), syistir Jóns sýskumanns Jakobssonar og þá föðursystir Jóns Espólíns. Voru böm þeirra — Valgerður og systkini hennar — 14 að tölu, en 5 þeirra dóu ung. Af þeim var Páll Árnason rektor og orðabókarhöfuindur einna kunnastur. Samdi hann bæði grísk-danska orðabók, sem út kom 1830 og latnesk-danska, sem út kom 1848, báðar mikl- ar að vöxtum. Sama ár og Gunnlaugur kvæntist var hann skipaður í jarffamatstnefndima, sem sett var 18. jiúnii 1800 og sat i henni, þar til 'hún var lögð niöur 4. júlí 1806. Au:k Gunnlaugs sátu í nefndinni Ludvig Erichsen aimtmia'Öur (somur Jóns Eiraks- sonar), Stefán Stephensen vara- lögmaður og Árni Sigurðsson kanselliritari. Nefndinni var ætlað að fram kvæma fyrsta sjálfstæða jarða- matið á Islandi á síðari öldum. Var tilgangurinn einkum sá, að skattgjaldi yrði hagað sem lík- ast á Isiandi og i Danmörku. Jarðamatið skyldi þó ekki mið- að við gangverð, heldur ákvarðað eftir sérstökum regl- um, sem ekki er ástæða til að rekja hér. Eins og að líkum lætur, áttu jarðamatsmenn við ýmsa erfið leika að etja í starfi sínu. Þeir ferðuðust um sveitir og „héldu þeir þing i sveitum, og sögðu menn þeim til um jarðir sínar, og mjög misjafnt, svo að ugga mátti, að eigi yrði ahgóð- ur jöfnuðiur,, er á sl'ku skyldi byggja síðan skuldagjald af jörðum" segir Jón ESpólín um starf nefndarinnar. Sést á þessu, að misjafnlega hef- ur mælzt fyrir aðferð sú, sem viðhöfð var. Þorvaldur Thor- oddsen segir í lýsingu íslands, að heita megi, að jarða- mat þetta haíi algerlega mis- heppnazt. Hvað sem liður þess um ummælum er augljóst, að hinair diönsiku reglur, sem mats- mönnum bar að fara eftir, hafa lítt átt við á Islandi. Víst er og, að matið var aldrei staðfest og raunar var jarðamat ekki lög- gilt fyrr en árið 1861 2). Þessum störfum fylgdu stöð- ug ferðalög, og bjuggu þau Gunnlaugur og Valgerður þvi á ýmsum stöðum, meðan á því stóð. Fyrst reistu þau bú að Grund í Eyjafirði; 1801—1802 bjuggu þau að Möðrufelli í Eyjafirði: 1802—1803 í Reykja- vík; 1803—1804 að Hvítárvöll- um og loks reistu þau bú að Arnarbæii á Fellsströnd og stóð þar heimidi þeirra til 1807. Sýslumaður í Eyja- fjarðarsýslu og konstitúeraður amtmaður Augljóst er, að Gunnlaugur hefur getið sér góðan orðstír í jarðamatJsnefndinni, enda þá hann fyrir sæmdir af konungi: nafnbót svokallaðs kamm- ersekretera árið 1804. Meira var þó um hitt vert, að 17. apríl 1805 var hann skip- aður sýslumaður Eyjafjarðar- sýslu. Mátti það teljast til nokkurra tiðinda, að maður, að eins 32 ára að aldri skyldi fá eina beztu sýslu landsins. Ber hér og að hafa í huga, að nám Gunnlaugs og störf höfðu lengst af verið á sviði högg- myndalistar, en lögfræðin hins vegar hrein aukageta. Gegndi hann síðan sýslumannsembætti þessu til dauðadags 1834 eða í 29 ár. Frá 1807—1815 bjó hann að Kjarna í Eyjafirði en frá 1815—1834 að höfuðbólinu Grund í sömu sveit. Tvívegis var hann settur amtmaður norð ur- og austuramts — árið 1810 í fjarveru Stefáns amtmanns Þórarinssonar og 1833—34 i fjarveru Grims Jónssonar og gegndi hann amtmannsstörfum auk sýslumannsembættis. Hann þótti reglusamur og nákvæmur um aila embættis- færslu, en hins vegar strangur og óvæginn sem dómari. Eng- inn dró þó í efa réttsýni hans og heiðarleika. Verður nokkru nánar vikið að þessu síðar. Af dómasafni landsyfirréttar 1805—1834 verður ekki annað ráðið en honum hafi farizt dóm arastörf vel úr hendi. Hins vegar er þess að geta, að héraðsdómamir eru ekki prent aðir, heldur einungis yfirrétt- ardómarnir, þannig að saman- burð er ekki unnt að gera, nema karana sjálfar dómabæk- ur sýslumannanna. — Rit hans og öninur embættisstörf sýna eiranig, að haran heifur verið ágætur lögfræðinigur, þótt ekki væri hann lainglþjálfaður í s'kóla. Eftirminnilegustu atburðir á sýslumannsferli hans eru vaía- laust þeir, er Jörgen Jörgen- sen — Jörundur hundadagakon ungur — gerði hina frægu til- raun sína til stjórnarbyltingar á Islandi. Urðu þar fræg við- brögð Gunniaugs Briems. Jón lærði í Möðrufelli segir um þau í æviágripi því, sem áður hefur verið vitnað til: „Trúskapur hans við kon- ung sinn og embættiseið skein á vissan hátt merki'lega fram á þeim freistingartáma, sem yfir Island kom sumarið 1809“ .. ég álít mig tilneyddan aö fara frá embætti mínu“3) Ekkert ágrip af íslandssögu er svo stutt, að þar sé ekki getið atburðanna sumarið 1809. Siðari kynslóðum hefur eimatt fundizt þetta skrýtið og jafn- vel skemmtilegt ævintýri. Hitt er víst, að aðgerðir Jörgensens færðu embættismönnum lands- ins ærinn vanda að höndum og atferli hans var í þeirra aug- um allt aranað en gamanmál. Þeir Gunnlaugur Briem og Jörgensen hittust á Akureyri er sá síðarnefndi var í norður- lainidsför sinni, „oig mæl-t- ust þeir við, lézt 'haran eigi mundu verða við sýsluna, en Jörgensen bauð honum þá að fara utan með sér“, segir Jón Espólín um fund þeirra. Er auðsætt, að Gunnlaugur talldi sér vera mikinn vaindia' á höndum um það, hvernig bregð ast skyldi við hinum nýja stjórnarherra, sem fjöldi emb- ættismanna hafði þá gengið á hönd. Brá hann á það ráð að gera sér sem gleggsta grein fyrir lögfræðilegum þáttum málsins. Af þessum hugleiðing- um varð til ritgerð, sem hann gaf heitið: Quid sentimus? Quid faciendum? (Hvað álítum vér? Hvað ber að gera?) Samið handa embættismönnum Dana- konungs á íslandi í júlílok ár- ið 1809. 1 upphafi ritgerðarinnar ber Gunnlaugur fram þá spurn- ingu, hvernig embættismönnum beri að snúast við auglýsingum þeim, sem sá „afar kyn- legi herra Jörgen Jörgensen" hafi sent þeim og þá sérstak- lega, hvort þeir eigi að vera áfram í embættum sínum eða ganga í þjónustu „hins nýja ríkis, lýðveldisins lslands“, sem embættismenn, eða ekki. Gunnlaugur telur, að mót- staða komi ekki til greina. Að vísu sé hægt að ráða niðurlög- um Jörgensens og fylgdarliðs hans, en að ba'ki búi miklu' sterkari öfl, er ekki megi etja kappi við. Bendir hann á, að Jörgensen noti á yfirreið sinni einkennisbúning brezkra sjó- liðsforingja og við strend- ur landsins séu vopnuð brezk skip — sem raunar geti verið gæzluskip aðeims. En eiga emb ættismenn að hlýða skipunum Jörgensens? Svar Gunnlaugs er neikvætt. Hins vegar telur hann varasamt að stinga aug- lýsingunum, sem flytja boð hans, alveg undir stól. Beri því embættismöinnum að koma beim á framfæri en leggja síðan óð- ara niður embætti. Gegn verzlun Breta á ís- landi — sem var ólögleg vegna einokunarinnar — telur Gunnlaugur ekkent hægt að aðhafast, enda virðist sem Danir álíti ekki unrat að hindra hana. Ber hér að hafa í huga, að samgöngur milli Islands og Danmerkur voru á þessum ár- um mjög skrykkjóttar vegna ófriðar milli Dana og Englend- inga. Meginálitaietfnið er þó það, hvort embættismönnum beri að vera við embætti eða m.ö.o. þiggja embætti .sín úr hemdi hins nýja hæstráðanda. Ræðir Gunnlaugur það í löngu máli og færir fram ýtarleg rök bæði með og móti. Helztu rök hans og niður- staða verða sem hér segir: Að hver þegn konungs — embættismenn ekki 9izt — sé skyldugur til að reyna að koma í veg fyrir breytingu á stjórn- skipan landsins, enda muni Is- landi ekki vegna betur undir stjóm annarra þjóðhöfðingja c,n Danakonunga, þót't stjóm þeirra verði ekki talin mis- fellulaus. Sannast sagna væri það óbætanlegur skaði, ef Is- land yrði slitið úr tengslum við hið dansk-norska riki. Gunn- laugur telur ekki unnt að segja neítt um það, hvort konung skiipti trúmi'ff'ur hans nokkru máli. Hims vegar sé hann sjálf- ur að raokkru bættari. Hann magi þá Efa meira í sátt við sjálfan sig en elia. Að embæbtis, — hollustu — og trúnaðareiða sem svarn- ir hafi verið, geti enginn gefið eftir, nema konungsættin sjálf og sá, sem kvaddur hafi verið til konungdóms. Rangt sé því að vinna gegn þeim eiði, sem menn hafi svarið, nema lausn hafi verið fengin undan hon- úm. Að ekki sé rétt að syndga upp á náðina í von um að öðl- ast fyrirgefningu, vegna þess að lífsnauðsyn hafi knúið menn til eiðrofa. Ef hann sjálf- ur lendi í ýtrustu neyð, vilji hann heldur taka að sér eitt- hvert annað starf en umboðs- störf í þágu Jörgensens. Loks telur hann enga ástæðu til að ætla, að Jörgensen og fylgjarar hans hafi nokkum áhuga á lýðræði. Miklu senni- legra sé að þeir hyggist ræna eigmum Danakonungs. Jörgen- sen sé enginn — annar Crom- well — heldur ósvífinn land- ráðamaður og verði það hverj- um manni til vansa og háðung- ar að hlýðnast skipunúm hans. Niðurstaðain verður sú, að emb ættismönnum Danakonungs beri að leggja niður embætti. Þegar Gunnlaugi Briem bár- ust fyrirmæli Jörgensens 27. júlí 1809, var hann ekki í vafa um, hvað gera skyldi. Ritaði hann þegar kveðjubréf til Ey- firðinga og lét festa upp á Ak- ureyri dagiran eftir. Hann lýs- ir því, að hann festi upp aug- lýsingar, sem borizt hafi frá Jörgensen, og hann hafi skýrt hlutaðeigendum frá því, að hann óski ekki að taka viö embætti af hinni nýju stjórn. Síðan skýrir hann frá ráðstöf- unium, sem haran hafi gert tí'l að afla korns handa sýslubú- um, en felur eftirmanni sínum að annast önnur málefni sýsl- unnar. Sem ástæðu fyrir afsögninni tilgreinir Gunnlaugur, að hann telji það i ósamræmi við emb- ættiseið sinn að leggja hönd að því, að stjórnskipaninni sé breytt. Loks fer hann þess á leit við sýslunga sína, að þeir biðji hann ekki að taka við neinu embætti, sem umboðs stönf fyllgi, enda óski haran þess eins að lifa i kyrrþey. Sama dag ritaði hann stjórn- arskrifstofu Jörgensens bréf til að gera grein fyrir þörf sýslubúa fyrir korramat, jafn- framt lét haran þess getið, að fiskur hefði brugðizt og væru þvi aðfliutningar lifsnauð- syn til að bæta mönnum fisk- leysið. Aðrar fyrirskipanir hinnar nýju stjórnar kvaðst hann ekki mundu hirða að framkvæma, enda léggi hann niður embætti. Þessu til staðfestingar ritaði hann stjórnarskrifstofunni bréf 31. júli 1809, þar sem hann m.a. tekur fram, að hann telji sig skyldan til að skýra hinni raýju stjóm frá þvi, að hann áliti sig tilneyddan að fara frá embætti sínu sem sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, þvi að hann sjái þess engan kost að verða leystur undan eið sínum og skyldu af hinni dönsku stjðrn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.