Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Síða 11
Skyndihappdrættið
Framhaid af bls. 5.
— Svart getur nú veriö ágætt, þó hann geri þig
dálítið fölari.
Kvöldveröurinn ætlaði engan enda aö taka. Millie
tæmdi vínglasið í einum teyg, sem tiún var annars
vön að dreypa á með velþóknun, og hún sá, að
Margaret frænka lyfti ofurlítið brúnum. — Þetta
er kalkún frá okkur sjálfum, sagði hún.
— Hann er ágætur, sagði Miillie. — Alveg yndisieg-
ur.
Það finnst okkur. Okkur finnst ekkert eins gott
og okkar eigin fuglar. Ekki satt, Harry?
Hr. Reade leit upp úr dis'kinum. — Hvað var það?
spurði hann.
— Ég var rétt að segja við hana Mfllie, að ekk-
ert væri eins gott og dkkar eigin fuglar, sagði kona
hans.
Eftir mat fór Harry frændi inn í stofuna sína og
lokaði að sér, en Miliie og Margaret frænka sátu í
bökastofunni og prjónuðu þangað til tími var til
kominn að fara á dansleikinn. Þegar Margaret
frænka iheyrði, að vagninn var kominn og staðnæmd-
ist undir vagnþakinu, lagði hún frá sér prjónana og
stóð upp. — Komdu Miljie, sagði hún, — og náðu í
kápuna þína.
Millie fór upp, tók kápuna með minkakraganum
úr skápnum óg fór í hana. Margaret frænka hleypti
brúnum, þegar ’hún sá hana, niðri í forstctunni. —
Þessu geturðu ekki verið I, sagði hún. — Hún er allt-
of miikið sniðin. KomStu ekki með neina samkvæmis-
kápu?
— Nei, sagði Millie. — Það var nú heimskulegt af
mér, en taskan miín er bara svo lítil.
Jæja, sagði Margaret frænka. — Þú verður þá að
vera í mandarínákápunni minni. Hlauptu upp
og náðu í hana. Hún er lengst til hægri í Skápnum
mínum.
Mandarínakápan var alltof stutt og silkið kalt á
berum handleggjunum. Hún sat lengst úti í horni í
vagninum og vafði að sér kápunni, alveg upp í háls.
Það verður dregið klu'kkan hállfejíefu,
sagði Margaret frænka. — Við skulum finna okkur
einhvern notalegan kró'k. En fyrst ætla ég að líta á
teppin. Ég vil endilega, að Iþú sjáir þau. Þau eru frá
Nýja-Skotlandi og handunnin.
Hús frú Fletcher var al.lt uppljómað og 'þær gátu
heyrt hljómsveitina leika, þegar þær gengu upp úti-
tröppurnar. I forstofunni, rétt við dyrnar var langt
borð, alþakið ýmiss konar söluvarningi, svo sem síga-
rettu'kössum, púðurdósum og nælum — állt með
brezka skjaldarmerkinu. Margaret frænka stað-
næmdist tíl þess að líta á þetta. Hún tók eina næl-
una og hélt henni upp að kjólnum sínum. — Finnst
þér hún ekki falleg, sagði hún. — Og kostar ekki
nema tvo dali.
Hún ’lagði næluna niður á borðið og rótaði í tösk-
unni sinni. — Hérna er miðinn þinn, Millie. Og hérna
er minn.
Miltie tóik næluna aftur upp af borðinu. — Þú verö
ur að (ofá mér, fræn'ka . . . Þú borgaðir, hvort sem
er miðann minn.
— Jú . . . það gerði ég nú . . . sagöi Margaret
frænka. En ég viil ekki, að þér skuli finnast þú
þurfa að gera það. Hún fletti frá sér kápunni og
festi næluna í kjólinn við öxl sér.
Mililie rétti tíudala seðilinn sinn að stúlkunni, sem
gætti borðsins og stakk svo afganginum I töskuna
sína.
Vængjadyrnar mitli borðstofunnar og setustofunn
ar höfðu verið opnaðar vegna dansfólksins. Frú
Fletcher sat í gylitum sófa innst í borðstofunni. Fyr-
ir framan hana var borðið með happdrættisvinn-
ingunum, og stór karfa með dráttamúmerunum úr
pappa. Margaret frænka og Millie renndu sér fram
með veggnum, þangað sem 'hún sat, og Margaret
frænka hei'lsaði henni innilega og kyssti
hana á kinnina. — En iþað indæla samkvæmi,
Carrie, sagði hún. — Alveg dásamiegt!
— Dásamlegt! bengmálaði Mililie. Allar stúlk-
urnar I fínasta stássinu sínu.
Frú Fletcher brosti sjálfsánægjulega. Já, það
finnst mér líka. Mér finnst teipan hans Róberts svo
sæt I búningnum sínum. Hún benti á barn íklætt
blúndubuxum og með barðastóran hatt og í krínó-
línupilsi, sem var að sélja sígarettur af bakka.
— Hún er yndislegt barn, sagði Margaret frænka.
-— Millie, þar sem þú ert sú einasta hér, sem reykir,
verðurðu að kaupa einhverjar sígarettur af henni.
Sígaretturnar kostuðu þrjátíu og fimm sent.
Frú Reade settist niður og kom sér þægilega fyr-
ir á sófanum. — Mér þykir óskaplega gaman að sjá
unga fólkið dansa, sagði hún. — Hvenær
verður dregið, Carrie elskan?
— Ekki fyrr en síðasti miðinn er seldur, svaraði
frú Fletcher einbeitt. Hún tók upp eitt miðahefti af
borðinu. — Hvers vegna kaupirðu það ekki bara,
Margaret, því að þá gætum við byrjað.
En frú Reade var engu síður einbeitt. — Ég er meö
fimm. Kauptu það sjálf, Carrie.
— Já, en ég er búin að kaupa og kaupa mig út á
húsganginn. Ég keypti tölf púðurdósir. Mér datt í
hug, að þær gætu verið ágætis jólagjafir um næstu
jól, skilurðu. Og hamingjan má vita, hvað margar
nælur! Fólk hefur verið svo örlátt. Var ég búin að
segja þér, að hann Joe Severino gaf allan ísinn?
Mér fannst það svo göfugmannlegt af honum, eins
og á stóð.
— Ég s'kal taka þetta hefti, sagði Millie allt i
einu.
Báðar gömlu konurnar litu á hana og hún tók
kipp af ánægjunni hjá þeim. — Þetta er verulega
fallega gert af þér, Mililie, sagði Margaret fræn'ka.
Hún sneri sér að frú Fletcher. — Millie er þegar
búin að kaupa heilt hefti og svo þessa yndislegu
nælu handa mér.
Frú Fletcher stóð seinJega á fætur. — Þá getum við
farið að draga, sagði hún. Hún gekk til hljómsveit-
arinnar. Hljómlistin þagnaði en trumbuslagarinn
hamaðist á hljóðfærum sínum, svo að glumdi í. Frú
Fletöher beið þangað til atlir í sa’lnum voru þagn-
aöir, en þá tók hún til máls, hárri raustu. — Kæru
vinir, sagði hún, .— áður en við hefjum happdrætt-
ið langar mig til að þakka öllum, sem hafa stuðlað
að þessari velheppnuðu samkomu. Hún rótaði I tösk-
unni sinni, dró upp blað og tó'k að lesa upp af því:
— Allra fyrst vildi ég þakka piltunum og stúlkun-
um úr Clintonskólanum, sem lögðu fram 9máaurana
sina og gáfu okkur átján dali og þrjátíu og fimm
sent I styrktarsjóðinn. Nú varð mrkið lófatak og frú
Fletcher ræskti sig. — Þá skátunum, sem gáfu okkur
ellefu dali og tuttugu og eitt sent og skátastúlkun-
um, sem gáfu sex dali, tvær yndislegar prjónapeys-
ur og sex pör af háleistum. Hún lyfti hendi, þegar
fagnaðarlætin byrjuðu aftur. — Svo vil ég þakka
Harvey-'hljómsveitinni, sem hefur lagt til tónlistina,
gegn sáralitu gjaldi, og vínverzlun Bonoffs, sem
lagði svo rausnarlega til þetta ágæta púns, sem ég
vona, að þið kaupið, og honum Joe Severino, sem
gaf ísinn í púnsið,. og loks kaupmönnum staöarins,
frú Goldhammer, hr. Harris, ungfrú Hultgren, hr.
Rauss, hr. Altheim og ungfrú Robey, sem gáfu vinn-
ingana sem við nú förum að draga um. Ég ætla að
biðja hana Jean litlu sonardóttur mína, að draga
númerin.
Frú Fletcher var orðin eldrauð I framan af áreynsl
unni við að tala svo hátt, og hún var ofurlitið móðr
er hún gekk aftur að sófanum. Svo var breitt yfir
körfuna með númerunum og hén hrist vendi-
lega og bundið fyrir augun á Jean. Allir héldu niðri
I sér andanum meðan fyrsta némerið var dregið. Frú
Fletcher tók við því hjá henni og las upphátt: —
Númer 729, sagði hún. Það varð þögn í salnum meðan
fólk athugaði númerin sín. — Númer 729, endurtók
fréin. — Hver hefur unnið þessi indælu handofnu
teppi?
Miflie Osborne greip andann á lofti: — Ég hef
unnið þau, sagði hún.
Gremjusvipur kom á andlitið á Margaret frænku.
— Nú, sittu ekki svona, MiHie, sagði hún. — Farðu
og taktu við þeím.
Millie gekk að borðinu og tók við teppunum. Hún
hneigði sig brosandi um leið og hún hélt á þeim
að sófanum.
— Ég skal halda á þeim fyrir þig, sagði Margaret
fræn'ka. Mér finnst það nú bara skammarlegt, að
ég skyldi ekki fá þau, þegar mig langaði svo mikið
í þau. Og með fimm miðahefti!
Millie hló afsakandi. — Ekki bjóst ég við þessu,
sagði hún. — Ég sem hef aldrei unnið neitt á ævinni.
Ég trúi því bara ekki enn.
H'ún laut fram og lagði höndina á teppin, og horfði
niður á þau. — Mér þykir þetta lleitt, sagði hún. — Ég
skil bara ekki . . . Hún leit upp og sá, að Margaret
frænka starði á hana. MiJlie fannst hún líta út eins
og göimul, gráðug hæna. Millie tók teppin úr keltu
hennar og lagði þau aftur á borðið. — Ég sé ekki
hvers vegna ég ætti ekki að gefa þau aftur og láta
frú Pletcher selja þau hæstbjóðanda.
Augun í Margaret frænku voru þokukennd og ís-
köld.
Mi'l'lie bnosti blíðlega. — Það gæti munað mikið
um það, frænka, sagði hún. — Og þetta er nú í góð-
gjörðarskyni gert, skilurðu.
Steinaldar-
menn
Framhald af bls. 2.
um. Þeir snertu jafnvel ekki á
eggjum fuglanna, sem verpa inni
í hellinum.
Þeir eru Ijúfir og vingjarnleg-
ir. Bera engín vopn, og virðast
lausir við allar árásarhneigð-
ir. Þegar þeir voru spurðir að
því, hvers vegna þeir hefðu leyft
Elizalde og flokki hans að heim-
sækja þá, svöruðu þeir því til, að
Dafal hefði sagt þeim að mikils
háttar mann langaði til að sjá þá.
Gömul helgisögn þeirra bar þeim
boð um, að þeir skyldu aldrei yf-
irgefa helli sinn, því að guð Tasa
dayanna mundi heimsækja þá ein
hverntí'ma. Þeir litu á 'heimsókn
Eiizalde sem fyllingu spádóms-
ins.
Geisli svæðisins þar sem 'þeir
afla sér fæðu er ekki nema tvær
og hálf míla. Þeir neyta villtra
ávaxta og stórra, Ijósrauðra
blóma, og eta á fundarstaðnum,
en fara ekki með heim til sín.
Hið eina kjötkyns eru smáfiskar
og krabbar, sem þeir grípa
um leið og froskana og sjóða í
blaðumbúðum. Ubod, eða pálma-
krabbinn, er stundum etinn hrár,
stundum soðinn, og grænir ban-
anar eru steiktir við koleld. Áð-
ur en Dafal fann þá var aðal-
fæða þeirra biking, sem er eins
konar vi'llt ávaxtamauk. Nú er
uppáhaldsmatur þeirra natek, en
það er hlaup orðið til úr trjá-
merg, sem Dafal kenndi þeim að
berja út með kylfum.
Tasadayarnir segjast varla
vita hvað hungur sé. Öll ágirnd
er óþekkt fyrirbrigði. Ef einn úr
hópnum finnur fæðu, er henni
skipt milli allra; og ef fæðan er
af skornum skammti, ganga börn
in fyrir. Það virðist ekki vera
nein glögg s'kipting, hvað ábyrgð
snertir, og þá ekki heldur að
einn né neinn hafi forystu
á hendi. Þó að mataræði þeirra
sé saltlaust, er heilsa hellisbúa
með eindæmum góð. Að slepptu
því, að nokkrir hafa frem-
ur slæma hálskirtla, og hring-
orma hefur orðið vart, sýndust
allir við góða heilsu. Við barns-
fæðingu eru hjónin ein viðstödd
(Tasadayarnir eru algerir ein-
kvænismenn), og það er verk eig-
inmannsins að skera á nafla
strenginn, venjulega með beittum
bambusreyr, og grafa hann.
Áður en Dafal fékk þeim stá'l-
verkfæri, voru aðaláhöldin, að
slepptum skörungnum, tréspaði,
eða kalub, sem þeir hvöttu með
sérstöku steintóli. Steintól voru
einnig notuð til að hjakka upp
bananastoi'na og trjáboli, bróta
skelina utan af villtum engifer-
ávöxtum, mylja beteihnetur og
börk cg br'óta eidivið m. þegar
höfuð eða hné hrökk ekki til, og
tendra cíd á pé'maha-ki. Við
minni háttar störf, eins og að
höggva vínvið, tálga og hvetja
granna spýtu, voru þeir vanir að
láta tennurnar einar duga.
Því fylgir mikil ábyrgð
að uppgötva steinaldarsamfélag.
Það er svo auðvelt að umhverfa,
eyðileggja og útrýma svona varn-
arlausum hóp. En það vill nú
svo vel til fyrir Tasadayana, að
Manuei Elizalde hefur langa og
góða reynslu í því að umgangast
smáa og frumstæða þjóðflokka á
Filipseyjum, og tala þeirra er
legio. En sú ábyrgð, sem við hon
um blasir, er miki'l.
Það er þó augljóst, að ómögu-
legt er að varðveéa Tasada'ana
fyrir öllum utanaðkomandi áhrif
um. Og nú þegar hafa þeir kom-
izt að því, að eldspýtur eru þægi
legar þegar kveikja skal eld, og
konurnar eru orðnar ginkeyptar
fyrir perlum, sem áður var þeim
óþekkt skraut. En þetta eru smá-
vægilegar breytingar, sem enginn
getur neitað þeim um, eftir að
samskiptin eru orðin til.
En það er annað alvarlegra
sem Elizalde verður að borfast í
augu við. Og þá í fyrsta lagi, að
vísindamennirnir hljóta að
heimta leyfi til þess að kynna sér
þennan þjóðflokk ýtarlega og af
fullri hlutlægni, áður en breyt-
ingarnar fara að segja til sín. Það
er margt af þeim að læra varð-
andi mannlega hætti á frumstigi.
En um leið eiga þeir rétt á vernd
fyrir útnýtingu. Marcos forseti
hefur falið Þjóðminjasafninu
ábyrgðina. Vörður þess er dokt-
or Godofredo Alkasid, vitur mað
ur og góðgjarn. En samt mun nú
einangrunin verða Tasadayúnum
sterkasta vörnin fyrst um sinn.
Kaupmenn og trúboðar eru
ekki þeinlínis líklegir til að fá
áhuga fyrir þeim til að byrja með,
og blaðamenn, 'ljósmyndarar og
sjónvarpsmenn eru ekki sérlega
hættulegir. Þeir koma og fara.
Það má gera ráð fyrir því að þeir
fari með fullri gát og séu haria
fáir, svo að þeir ættu ekki að
bafa varan'leg áhrif á líf Tasa-
dayana.
En hópar manna sem setjast
þarna að, þó ek’ki sé nema skamm
an tíma, eru hættulegri. Tasaday-
skógarnir sjá fyrir öllum
nauðsynjum: jurtafæðan, grasa-
Framhald á bls. 15.