Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Síða 13
Skýrlngarmynd. TlmiWtlanir M‘gulsviðsins oe mismiinur á heildartíma hvorr- ar neEiilstefnu er vishendinR lim. að Rnúningshraði jarðar minnki ai-eiflum veyna bess að jörðin púlsi. (Jeo/ogico/ pcr/oc/s Umpólanir segulsviösins eru þá visbending um aö formbreytingarn- ar eigi sér staö í hryöjum, sem valdi því aö sveiflur verði á snún- ingshraða jarðar. Vegna þess aö formbreytingarnar fari yfir jaín- vægispunkt þann, sem þyngdar- kraftur, miöflóttaafl og snúnings- hraöi setja efni jarðar á hverjum tíma. Niðurstaöa mín er því sú, aö jörö in púlsi, þ. e. a. s. spenna til form- breytingar hlaöist upp vegna minnk andi snúningshraöa. Formbreyting- arhryöja færi síðan jöröina yfir jafnvægispunkt forms og hraöa meö þeim afleiöingum aö snúnings- hraðinn eykst aftur meö tilheyrandi gagnstæðri formbreytingu og segul umpólunum o. s. frv. Lengd segulskeiða segir þannig tjl um stærö púlsslaga þeirra sem ég tel aö jöröin taki og hafi tekið frá upphafi jarösögunnar. ELDGOS OG JAItl)SK,JÁI.l'TAH Fonmbreytingar jaröar, vegna breytinga á snúningshraöa valda mlklum láréttum þrýstingi og þrýst ingsbreytingum i jarðskorpunni. Þær þrýstingsbreytingar tel ég or sök eldgosa og jarðskjálfta. Þegar sveigjanleg möttulefini Jarö ar flytjast til vegna formbreytinga jaröar myndast mikill láréttur þrýst ingur í jaröskorpunni, setn ekki er eins sveigjanleg og möttuieínin. Vegna mismunandi þykktar núver andi skorpu jaröar, kemur þessi lá- rétti þrýstingur fram sem þrýsti- punktar á takmörkuöum svæöum jaröar, eldgosasvæöum, þar sem stórar jaröskorpueiningar jagast saman, þegar þær eru aö lagast aö breyttu formi Jarðar. Hreyfistefnur Jarðskorpueining- anna, þegar þær lagast eftir breyttri lögun jaröar, ákvaröast af þeirri fyrirstööu sem þær veröa fyr- ir frá öörum jaröskorpueiningum, en ekki al’ hreyfistefnu möttulefn- anna. Aödraganda og gang eldgoss, tel ég vera þannig: Þrýstipunktur myndast og hækk- ar hitastig svæöis viö neðri mörk jaröskorpunnar. Þrýstlngurinn íell-. ur síðan við þaö aö jarðskorpan gef ur eftir. Eftir stendur þá hátt hita- stig á þvi svæði í jarðskorpunni. Sé sá hiti hærri en bræöslumark eín- anna á staönum viö þann lóörétta þrýsting sem þar er, myndast þar hraunkvikuþró, sem áframhaldandi hreyfingar jaröskorpunnar þrýsta síöan hrauninu upp úr, sem eldgosi eöa öskjugosi eftir ytri aöstæöum. Fleiri tilbrigöi þrýstingsbreytinga, hitastigs og formbreytinga geta ef- laust verið orsök eldgosa. ISALDIB OG FORMBREYTINGAR JARBAR Gera má greln fyrir veöurfars- svelflum sem oröiö hafa á jöröinni út frá því aö formbreytingar jaröar eigi sér staö í hryðjum. Lofthjúpur jaröar, haíiö sem neösta lag, er sveigjanlegur massi sem hefur færzt til, til aö samræma mismun á formi og snúningshraöa jarðar á hverjum tíma. Viö þaö breytist loftþrýstingurinn þannig aö ýmist hefur veriö hár þrýstingur yfir pólsvæðum jaröar og lágþrýstingur yfir miöbaugs- svæöunum eöa öfugt. Þessar loftþrýstingsbreytingar hafa valdiö miklum breytingum á skýjamyndunum og þar meö isöld- um og hlýviörisskeiöum. TUNGXiIÐ Efni tunglsins hefur sennilega haft. um 700—800 ”C meöalhita þeg- ar þaö skildist frá jörðú. ÞaÖ hita- stig hefur dugaö til aö þetta efni bráönaöi aö mestu upp vegna mikils þrýstifails, sem i þvi hefur oröiö viö þaö aö þyngdarafliö minnkaöi um 5/6 hluta. Gígar tunglsins eru þvi sennilega flestir myndaöir viö nokkurs konar þrýstifallsuppsuöu efnisins, og senni lega eru fáir af stærri gígum tungls ins eftir loftsteina. Þær athuganir sem geröar hafa veriö á tunglinu og tunglgrjóti geta vel komíö heim við þaö aö tungliö sé aöeins 100—120 milljón ára. Ald- ursgreiningar til að finna uppruna- aldur efnisins sem rannsakaö var gefa 4500—4800 milljón ár. Þær segja aðeins til um aldur efn isins, en ekki aldur tunglsins. Efnið gæti vel aldursins vegna verið úr jöröunni. Aldursgreiningar til könnunar á þvi hvenær efnin frá tunglinu hafa storknaö gefa til kynna að storknunartími þess sé fyrir 2000—3000 milljón árum, sem vel getur komið heim við þaö að efniö sé úr jaröskorpunni og aö þar komi fram upphaílegur storknunar- tími þess, meöan þaö var enn hluti af jörðinni. Einnig er athyglisvert aö margar rannsóknir á tunglgrjóti gefa til kynna aö efniö hafi oröiö fyrir ein- hvers konar uppbræöslu löngu eftir upprunalega storknun þess. Þriöja gerð aldursgreiningar á tunglefni var gerö til könnunar á þvi hversu lengi efniö heföi verið í geimgeislun (solarvind). Skýringarmynd. Formbreyting jarðar vegna minnkandi snúningshraöa. Lögun iaröar með t. d. 20 tíma sólarhring. Lögun jarðar með t. d. 22 tíma sólarhring. Skýringarmynd. Formbreyting, sem höfundur telur að hafi orðið til bess að koma tunglinu á braut um jörðu. Þessa aldursgreiningu tel ég veita skoðunum minum mikinn stuöning, en niöurstaöa hennar úr ferö Apollo 11. var aö efnið heföi verið 110 milljón ár i geimgeislun. Þaö er hægt að túlka þá niöur- stööu á mismunandi hátt, eins og flesta hluti. Ég tel þó aö þar sé kom in aldursgreining sem fari nálægt raunverulegum aldri tunglsins. Fyr ir fyrstu ferö manna til tunglsins setti ég fram í blaöagrein þaö álit mitt aö tunglið væri aöeins 100—120 milljón ára gamalt. ÞaÖ er kannski ástæöa til aö benda á í þvi sam- bandi aö 20 milljón ár eru minna en 0,5% af tímaskala jarðsögunnar, eöa svipað frávik og fræöimenn gefa meö aldursgreiningum sem byggöar eru á athugunum á efninu sjálfu. Þegar þau umbrot hófust sem komu tunglinu á braut um jöröu, var yfirborð Jaröar iöandi af lífi, i sjó, á landi og í lofti. ÞaÖ líf leiö aö mestu undlr lok í þeim umbrot- um. Allt lif í þeim hluta jaröskorp- unnar, sem myndar nú tungliö hef- ur eyðzt, en þó aö leifar þess séu mjög smár hluti af efni tunglsins, þá má telja þaö vist aö lifrænar ieifar, sem staöfesta uppruna og aldur tunglsins, koma til meö að finnast þar. Þær leifar verða lík- lega þaö atriði sem kemur af staö endurskoðun á núverandi jarösögu- kenningum. ÞaÖ verður vonandi áöur en fræöi menn viðurkenna almennt þær hug myndir sem fram eru komnar um landrek á tunglinu. Selfossi, 16. des. '72. HELGAR- ÞANKAR Að hlæja án þess að vera glaður Sigvaldi H j álmarsson í Guðsg-jafaþulu HalJ- dórs Laxness segir að i allri fuglaverzlun séu mennirnir það skrýtnasta. Já rétt, og ekki einasta i þeim við- skiptum, heldur yfirleitt. í samanlögðu sköpunar- verkinu er ekki nokkurt fyrirbæri jafnskrýtið og maðurinn. Lagarfljóts- ormurinn eða Lokkness- skrímslið, það er ekki neitt hjá þessu furðuverki sem alltaf er lað gá að því! Skrýtiiegheit geta verið sorgleg. Okkar timar eru senni- Iega gleðisnauðustu tím- ar sögunnar. Ekki þann ig að kjarnorka, mengun og hungur hljóti að vera til- efnið. Hver grætur yf- ir slíku? Gieðisnauðast- ir eru þeir einmitt sem ætti að líða bezt: farsældarfólk- ið sem nógan tíma hefur til að skemmta sér. Það er óyggjandi sönnun fyrir skorti á gleði hvé gérðar eru örvæntingarfull ar tilraunir til að vekja kátínu. Fíflalæti eru þó ekki sama og gleði. Að látast vera glaður er auðvitað allt annað en vera glaður. Ég læt gott heita ef menn gera svo til að ekki sjáist hvern- ig þeim er innanbrjósts; en að hlæja til að blekkja sjálfan sig, það er skamm- góður vermir. Barn leikur sér af þvi það er glatt fremuren er glatt af því það leikur sér. Og það hlær þegar það er glatt. Enginn er glaður af því einu að hann hlær, hann getur alveg eins ver- ið sorgmæddur. í dag er árátta að vera sniðugur og hlæja og láta aðra hlæja og fíflast. Það er siður á Norður- löndum að gefa jólagjafir sem eiga að vekja hlátur, t.d. senda fullorðnum manni pela og þar fram eft- ir götum. En er vist að hann gleðjist þótt liann hlæi? Slíkai' gjafir konvp, til sögunnar þegar ekki er lengur hægt að gefa nein- iun. neítt aí' því allir geta veitt sér allt. Berum þetta svo saman við gjöf sem er þörf og þiggiandi getur ekki veitt sér sjálfur. Þannig var einu sinni. Og þá gladdist hann, en óvist hann færi að hlæja. Þetta sýnir að gleðilæti eru ekki sama og gleði. Þessu tvennu er samt lirapallega ruglað saman. Heil atvinnustétt er ráð- in til að láta fólk hlæja: skemmtikraftar, og stór hluti af efni fjölmiðla á að vera hlátursefni. Nú er það ekki einu sinni svo að menn hlæi af því þeim sé hlátur í hug, þeir hlæja stundum af því einu að þeir telja víst að þeir eigi að hlæja. Og til- þess þeir hlæi ekki á vit- iausum stöðum gefur skemmtikrafturinn þeim eitthvert merki eða gerir smávegis hlé. En þetta dugar samt ekki alltaf, og þá er ráðið sér- stakt lið tij að hlæja þegar við á, svo menn finni grín- i0 og iiagi sér tilhlýðilega, þannig að sjálfur hláturinn er ekkert annað en skyld- ugt atriði í prógrammlnu! Ér þettá ekki talsvert skrýtið? Að hlæjá til að reyna að vera glaður! Eins- og nvaður reyni að seðja hungur sitt með því að tyggja lon og don þótt hann hafi ekkert vippí sér! Á þennan hát(; verður grínið harmþrungin alvara. Ég minnist franska lát- bragðsleikarans sem sýndi í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Eitt atriðið var hlátursgríman sem Ivann lézt ekki geta tekið niður — en undir hennj var ásjónan afnvynduð af sorg! Skemmtanaiðnaður nú- timans er líklega harm- þrungnasta alvara sögunn- ar og ber vott um yfirþyrm- andi gleðiskort. Hirðfifl konunga i fyrri daga iétu menn hlæja, en ekki endilega gleðjast, enda vissi þá allur heimurinn a3 þeirra grín var ekki grín, Iveldur fúlasta alvara. Þá voru fíflin ekki nema við hirðir konunga. Nvi eru þau alstaðar. Enda er nú svo komlð að ekkert er grín nema þégar menn ætla að tala í alvöru. Sbr. Framboðsflokkinn og þó sérstaklega alla hina flokkana við síðustú kosningar. Og mestur grin- isti er sá senv kallaður er húnvorlaus með öllú. Bara leiðinlegt að hann skuli ekki vita af því sjálfur! 9.1.1973.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.