Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 4
Margs þarf búið við, var einu sinni sagt, og enn er þessi setning í góðu giidi, en með örlitlum breyt- ingum þó. Það er oft ekki svo margt, sem búið vanhagar um í dag, heldur vantar fyrst og fremst þak yfir þá búsmuni, sem til eru. Við fórum á stúfana nýlega og tókum tali ungt fólk, sem nýlega hefur stofnað heim- ili, og spurðum það. hvernig það væri að byrja að búa í dag. Ungu hjónin voru valin af handahófi eftir brúðkaupsmyndum í Morgunblaðinu og giftu þau sig öll síðastliðið haust. Allt þetta fólk var mjög bjartsýnt og ánægt með tilveruna, en vert er að hafa það í huga, að oft er erfitt að koma hlutunum af stað. Öllu erfið- ara reynist stundum, að halda þeim gangandi. Þau sex nýju heimili, sem við heim- sóttum, voru áberandi laglega og hugvitsamlega úr garði gerð. Margir fallegir hlutir virtust gerðir með litl- um tilkostnaði og einnig virtist vera algengt, að hjónin smíðuðu og út- byggju alla mögulega hluti, sem eng- um hefði dottið í hug að gera sjálfur fyrir tíu eða tuttugu árum. En nóg um það, viðtölin tala sínu máli. Þóra «g Kagnar Breiðf jörð á heimili sírm. Að Vesturbergi 120 í Breið- __________ ____ T . __ __ ^ _____ ______ holti búa hjónin RAGNAR HURÐIRNAR VANTAR ENN breiðfjörð og þóra KRISTINSDÓTTIR. Þau giftu sig fyrir rúmu hálfu ári og eiga eina litla dóttur. Berg- © in eru einn nýjasti hluti Breið- holtshverfisins og eru þar mörg fjölbýlishús. Prýðis verzlunar- hús er risið af grunni skammt frá heimili þeirra Ragnars og Þóru, en gæzluvöllur er enn ókominn og ailar lóðir og göt- ur eru ófrágengnar. Þegar komið er inn í stigagang húss- ins númer 120, vekur það strax athygli, hve aUt er snyrtilegt, bjart og rúmgott, og stigagang ur er hulinn þykku alullar- teppi. í>au hjónin búa á fyrstu hæð. Þegar inn er komið blas- ir við vistlegt heimili og furðu rúmgott miðað \ið það, að þetta er fyrsti áfangi á búskapar brautinni. — Hvenær keyptuð þið þessa íbúð, Ragnar, og hvað kostaði hún? — Við festum kaup á íbúð- inni haustið 1971. Þá var hún einungis til á pappírunum. Þetta er þriggja herfoergja íbúð, einhvers staðar á milli 90—100 fermetrar að stærð. Hún var afhent tilbúin undir tréverk, en með allri sameign fuillfrágenginni. Heildarverð- ið var 1.940.000 krónur. Hundr að þúsund krónur greidd- um við, þegar samningur var gerður, hundrað þúsund, þegar botnplata var fullgerð, áttatíu þúsund, þegar húsið var fok- helt og foundrað og fjörutiu þúsund við afhendingu. Þá fékk ég sex hundruð þús- und króna húsnæðismáilastjórn arlán og var þá verðinu náð. Sambærilegar íbúðir kosta í í dag 2,860,000 ferónur. Það er 920.000 króna hækkun á tveim ur ár.um, eða 35.000 króna hækkun á mánuði. Þóra og Ragnar á hriiðkaupsdaginn. — Hafið þið svo lokið við að innrétta ibúðina? — Nei, eins og sjá má vant- ar enn ahar hurðir og innrétt- ingar. Við byrjuðum á því að mála veggi og gólf og gerðum það sjáif. Þá settum við upp hreinlætistæki, en eldhús- innrétting er engin. Við feng- um lánað eldhúsborð og nokk- uð stóo-u borði var slegið í kringum eldhúsvaskinn. Elda- vélin er fengiin að l'áni. Föt og annað tau höfum við laust inni i fataherfoergi, sem er smá- geymsila inn af svefnherfoerg- inu. Ætlunin er að fá sér eldavél og eldhúsinnréttingu á þessu ári. Allur kostnaður við þá innréttingu, sem við höfum þegar gert, er kominn upp í 122.000 krónur. 1 þeimi upp- hæð er innifalin málning, öll Fnunh. á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.