Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 2
Hér 1 (Mumau eru fjöllin I íeiri fjarlægð en t.a.m. í Ob- erammergau og reyndar lang- an veg burt, en hið næsta bæn um er Staffel See, stórt stöðu- vatn með yndiislegum gróðri allt um kring. Aðalgatan í Murnau er þennan dag frem- ur (hljóð og mannfá. Samt búa hér 20—30 þúsundir manna. Það sem helzt vekur athygli eru einhver merki kaþóiskr- ar alþýðulistar. Þá nemum við staðar og brynnum forvitni okkar. En hér er ekkert að gerast. Samt er Murnau ein helzta sam göngumiðstöðin á þessu svæði öllu. Hér er skipt um lestir til og frá Garmisoh-Partenkirch- en, þar sem Hitler hélt vetrar- Olympíuleikana 1936, Mitten- wald og Innsbruch, til Miinohen. Og héðan fara sveita- lestirnar til Alpaþorpanna. Héð an liggur leiðin einnig til Augs borgar, sem heyrir til þessu menningarsamfélagi. Frá Murnau til Múnohen er klukkustundarferð, en tæpur hálftími til Oberammergau, enda ellefu smástöðvar á leið- inni, ef ég mari rétt. Ferðalag- ið fer eftir þvi, hvernig liggur á lestarstjóranum. Ef hann er upplagður og i góðu skapi, fer hann dálítið hraðar en venju- lega, en hafi hann einhverjar áhyggjur, má finna það á far- artækinu. „Dauð borg“, segja þeir í Oberammergau um Murnau. En 'hér skipti heimslisitin um lest. Einmitt hér. Samt tók enginn eftir því. Helztu atburð- um menningarsögunnar tek- ur enginn eftir, þegar þeir eru að ,gerast. Við spurðum borgarstjórann í Murnau og hann síðan ein- hvern aðstoðarmann um dvöl Kandinskys þar í borg og hvort ibongin ætti einhver mál- verk eftir hann. Þá hljóp allt í baklás. Kandinsky? Heilög María, hver ,var nú það? Tveimur dögum síðar hafði aðstoðarmaðurinn komizt að þvl, hver Kandinsky var: upp- hafsmaður þessarar hræðilegu nútimalistar, sem hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Hann hafði víst eitthvað dvalizt í Murnau. Eitt sinn fyr ir mörgum árum hefðu þeir jafnvel fengið lánaða mynd eft ir hann á sýningu frá Miinchen. En aldrei síðan. Það er ekkert einsdæmi, að borgarstjóri taki ekki eftir því, þegar listin skiptir um lest. Borgarstjórar eiga helzt að hugsa um dægurflugur. Og út- svörin. „Murnau er dauð borg“. Samt liggur rót nútímamyndlist ar um þennan bæ; hann, fólk- ið, list íólksins og landslag, varð Bláu riddiurunum sú nær- ing, sem reið baggamun- inn. Þessi herzlumunur gat Paris aldrei orðið. Mumau gæti verið tákn þeirra hræringa, sem heitir nútímalist: Alparnir, trén, dýralífið, vötnin, fólkið — og síðast en ekki sízt: tré- skurðarílistin, þúsund ára gaml ar rætur alþýðulistar, sem einn ig birtist hér í Suður- Bæjern, í svonefndum hinter- glasbilder: oftast helgi- og trú arlífsmyndir, málaðar áftan á gler; bakglersmyndir. Og ein- mitt hér 4 þessari borg, Mur- nau, kynntust Kandinsky og fé lagar hans, Bláu riddararnir, þessari list fólksins í Suður-Bæjern. Og Murnau fær líf: hún verð- ur tákn nýrrar isköpunar. Deigla. Kraumandi pottur. Upphaf heimslistar. XXX Kona August Macke, sem var einn af Bláu riddurunum, („Der Blaue Reiter", hópur skyfldra listmálara í Múnchen, nafnið komið frá mynd eftir Kandinsky) hefur lýst áhuga þeirra á glermyndunum í Suð- ur-Bæjern, eða bakglersmynd- unum. Þau sátu umhverfis stórt borð eins og börn, segir hún og máluðu sMkar glermyndir: „þegar við vorum í heimsókn hjá Marc í Sindelsdorf, sátum við öll á kvöldin við kringlótt borðið og máluðum glermynd- ir, Franz og María, August og ég . . .“ Því miður týndust all- ar þessar myndir í striðinu. Franz, sem hún nefnir, var einn helzti vinur Kandinskys í Þýzkalandi, einn þekktasti riddarinn i framvarðarsveit Kandins'kys og Bláu riddar- anna. Franz Marc var fædd- ur í Miinchen 1880, en kallað- ur til herþjónustu 1914 og féll við Verdun 1916. Stríðið 1914—1918 var róman táskt stríð, eins og allir vita. Hermennirnir fóru syngjandi á vígstöðvarnar, og hinir brezku sögðust koma heim fyrir jól. En Franz Marc vissi betur. Hann kvaddi vin sinn, Kand- insky, með þessum orðum: „Ég veit við hittumst aldrei aftur.“ En þeir áttu eftir að hittast o,g nú tala iþeir saman ’í sölunum í „Stádtisohen Galerie" í Múnchen. Þar kallast myndir þeirra á, nýr tími talar í þess- um sölum. Nýr tími og gamall. XXX Ógleymanlegt var að hlusta á Gunnlaug Schevi-ng tala um ferð siína til Múnohen til að skoða söfnin þar. Og nú er hann, einnig -hann, aðeins til í myndum sí-num og þeirri trú á manninn, sem gaf þeim þennan eilífa fögnuð mikillar list- ar. Vonandi -gefst síðar tæki- færi til að segja frá kynnum Gunnlaugs Schevings og ferð ha-ns á fund Bláu riddaranna. Ein-kennilegt er til þeiss að vita, að hetjumar í myndunum hans hefðu orðið með öðrum hætti ef Bláu riddararnir hefðu ekki barizt við formin og einn- ig myndir Svavars, eins af frumherjum þeirrar stefnu, sem Kandinsky boðaði, á Norður- löndum. En Gunniaugur og Svavar hafa eins og aðrir góð- ir málarar einnig þurft að glíma við formin og fordóm- ana. Glima Gunnlaugs Schev- ings minnir á barát/tu Homers við hetjur siínar. XXX Eftir M-urnaudvölina málaði Franz Marc eftirtektarverðar myndir, sem sýna umforot og átök: ha-nn var expressjónísk- ur málari eins og þeir félagar allir, en reyndi nú að hriista af sér áhrif Parisar og finna nýja leið; sina leið. Má m.a. sjá þessi umbrot í mynd hans „Bardagi formanna" (1914) og „Brotin formin“ („Zerfbrochene Form- en“) á mörkum þess sem við köllum afstraktlist og express- jónisma frá 1914. En Marc var ekki skapað nema deyja frá hálfunnu verki. August Macke fæddist I Ruhrhéraði 1887, en féll í Kampaníu 1914. Báðir kusu þessir menn að fá tækifæri til að berjast við form og liti, berjast við strigann, en hlutu þau örlög að berjast fyrir -keis arann við „óvini“, vestan landamæranma, og fal-la fyrir kúlum þeirra. Þeir áttu sem sagt að drepa fólk, en ekki gefa lit-um líf. Um þá toáða má segja, að þeir féllu, en héldu vel-li. Verk íþeirra lifa sem tákn mikilla átaka í heimslist og risa vaxinn minnisvarði um sigur brautryðjendanna í glimunni við fordóma; og hugsun fjötr- aða af venju og sjálfsögðum hlu-tum. „Garten am Thunar See“, olíumádverk frá 1914, er djörf tilraun; garðurinn „stílí- seraður" eða öllu heldur óraun verulegur að því marki að myndin verður afstrakt, en þó má greina landslag með blá um fjöllum (ölpunum) í bak- sýn. Áhrif expressjónismans leyna sér ekki, en baráttan er hörð og á-kveði-n, og allt að því óvægin. Franz Marc skrifar til Aug- ust Macke: „Glermyndirnar þínar hef ég sett í fa-llega bæj- erska ramma eins og vera ber.“ XXX Þessir málarar aUir voru al- teknir þjóðlist Suður-Bæjern, ekki sízt Kandinsky, þótt -rúss- neskur væri. Expressjónisminn var allsráðandi, en í gamalli list þessa kaþÖLska bæ-ndafólks og landslaginu á þessum slóð- um Suður-Bæjern er ævin-týrið eins og þau gerast á jólakort- um, áþreifanleg staðreynd; raunverulegur heimur: skógarn ir (enn óspilltir -upp í efstu -hiíðar Alpanna) vötnin, akr- arnir og litlu sveitaþorpi-n, sem hjú-fra sig inn í landslagið einis og jata Jesúbarnsins í útskurð arlist þessa fól-ks. Margar slík- ar jötur (Krippen eða Weih- naohtskrippen) eru enn varð- veit-tar í þjóðlistarsafnin-u í Oberammergau, „Heimatmuse- um“; barnið, Guðsmóðir, Jósep, konu-ngarnir frá Austurlönd- um, dýrin, stjörnubjartur him- inn. Og samt var ekkert af þessu eins ævintýralegt og stór gulur máni, sem hékk í jóla- tré við enn eitt sveitaþorpið, Bad-Kohlgrup, og minnti helzt á eldrautt tungl yfir Mýrdals- sandi, gamla endurminningu, sem ég hef ekki upplifað aft- ur fyrr en þama í þýzku ölp- unu-m. Slíkar „jötur“ er.u sér- stök listaverk, ótrúlegt ævin- týri, eins og allt, sem blasir hér við augum: dádýrin, hirt- ir, með kvtslaðar greinar eins og trén; fögnuður skógar- ins í þessum glitrandi stjörn- um i a-ndlitum dýranna; og hendur trjánna, sígrænar und- ir snjófölinu. Tun-glið málað i skóginn og svo keyrir sveita- lestin frá einu þorpi tii ann- ars og breytir sevintýrinu í veruleika. Samt er ei-ns og allir dag- ar séu helgir dagar i þessum verulei-ka. Kirkjurnar upplýst- ar á kvöldin, allar með lauk- -turna, einfaldar að ytri -gerð, en þeim mun efttrminnilegri þeg- ar inn er komið: dýrð og upp- hafin trúarlist; órækur vitnis- burður um líf þessa fólks og innstu þrá. Kirkjan í Ober- ammergau er ósköp venjuleg að utan. En þegar inn eir komið engu líkara en himnaríki sé í nánd. Kirkjan er -gulh-vit með rauðum línum og þaki og -græn- um tumi. Hið innra málverk og tréskurðarmyndir, -t.d. hvítar af postul-unum Pá-li og Pétri, svo að ókunnugum dettur ekki annað I hug en þær séu úr gipsi; súlur og myndir gyllt .neð gulli; marmarasúlur, sem raunar einnig eru úr tré, svo vel málaðar að engum ók-unn- ugum getur dottið annað cn marmari 4 hug. En marmari var fágætur og dýr á þeissum Slóð- um, og svo áttu litir hans ekki ■aiveg við andrúm þessara guðs nusa. En fólkið ku-nni ráð við þvi. Og margir túristar hafa lát ið gabbast. Helgileikana í Oberammer- gau má rekja til byrj-unar 17. aldar. Þeir eru sprottnir úr ang ist og kvíða eins og píslarsag- an: plágunni, Svartadauða. Þá báru mar.gir þunga krossa til sinnar Golgötu. En fyrst frels- arinn þurfti að leggja það á sig, hví skyldi þá ekki maður- in-n axla sína byrði? „Passions- spiel“ eða helgileikirnir eru ekki ósvipað fyrirbrigði og „Superstar": sama fyrirmynd, sömiu áhri-f (pislarsa-gan), sama „guðlast“, -sami tilgangur, sama leit. Og sami guð. XXX Sömu ættirnar hafa farið með sömu hlutverkiin í hel-gileikun- um öld-um saman: Zwink, Rutz, StúcKl, þessi nöfn rekst maður á í kirkjugarðinum 1 Oberamm- ergau. XXX 1 Altenau, milli Oberammer- 'gau og Miumau, er 1-íitil, gö-m-ul og ógleymanleg kirkja og -Benedi'ktusaTikiiaiustrið i Ett-al, sem liigigur i Ölp-u-n-um mil-li Garmisch og Oberammergau, frá 15. ö-ld, eftinminnilegt saim- bland af gotneskum stil, bar- okki og rokokkó. Hér ægir þó ekki öllu saman. Hér ríkir jafn vægi, þrátt f-yrir ólik áhrif breytilegra viðhorfa á ólíkum tímum. Verðugt minnismerki þess, sem stofnaði Ettal, en það var sjálf Guðsmóðir segir sag- an. Verkfæri hennar var Lúð- vík Bæjari, sem píndur var í Róm, lenti í erfiðleikum og hét á drotti-n sinn að reisa honum klaustur, ef hann rétti hon-um hjálparhönd. Lúðví-k Bæjari komst heim, þess vegna er Ettal í Ölpunum. Þar flaskaði ég i fyrsta sinn á „marmarasúlun- um“. En síðan aldrei. Við aðalgötuna i Murnau er freska eða veggmynd af Lúð- víki Bæjarakonungi og sagt, að ha-nn sé stofnandi borgarinnar, ef ég skil og man latnesku áletr-unina rétt. Og enn fær Murna-u nýtt 'Mf. Hún er lifandi eins og skóg- urinn og vatnið og trú þessa fólks, sem hefur leitað hér skjóls í þúsund ár. Sam-t min-n- ist borgarstjórinn aldrei á Kandinsky og Bláu riddarana í ræðu-m sínum. Eða á kosn- inga-fundum — heilög Guðsmóð- ir -hjálpi þei-m stjórnmálamanni, sem dytti slkt í hug! Stjórn- málamenn eiga að vera ,,-heil- brigðir" eins og -kunnugt er. Og hafa „góðar“ skoðanir. Og hugsa helzt ekki um annað en „efnaha-gsundur“. Á „dögum Kandinskys og Bláu riddaranna hafði sá nýi guð vorra daga ekki náð -neinni fótfestu í þessu ósnortna ævintýri: túrisminn. Nú mega menn gæta þess að kaupa ekki tréskurðarmyndir í minja gri-pa- eða ferðaimannasjopp- um, því myndirnar eru flest- ar gerðar í vélum, og eru eink- -um úr plasti: made in Japan! Það er kannski mátulegt á þá, sem ferðast hér með lok- uð augu. Á ökrum úti og í kirkjugörð- um eru enn dýrðlegar tré- skurðarmyndir af Kristi og Maríu Guðsmóður, en mörgu-m hefur verið stolið. -Þjófnaður a-f þessu tagi hefur verið eins kon ar plága, nýr Svartidauði, menn ræna jafnvel leiði. En það -getur enginn rænt aldagömlum erfðum fólks- ins eða fagurlega skreyttum húsum þess. Mörg slík hús eru í Oberammergau, frægast „Píla tusarhúsið", frá 1784, málað i mildum litum af F.S. Zwi-nk, þá 36 ára gömlum; þessir mildu lit- ir krefjast ekki allrar athygli, en fá hana samt: rautt, grænt, Pílatus, Krist-ur í brúnum purpurakyrtli með þyrnikór- ónu. Um þetta hús hefur ver-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.