Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 7
un löngu eftir að uppsprettur þjóðfélagsbyltinganna, sem gengu í berhögg við kröfur hans og listræna viðleitni, eru þornaðar. IV. DANSANDI FOKM OG LITATÓNAR Það var eins og að koma á helgan stað að sjá mynd- ir Bláu riddaranna, nei: ganga að Skrifborði Hómers, skulum við iheldur segja. Sem sagt: ganga út i náttúruna, hitta óbrotið alþýðufólk — og gleyma fína fólkinu, sem má ekki vera að því að lifa fyrir tildri og tizku. Sem sagt: má ekki vera að því að flifa fyrir ails kyns hversdagsskvaldri. Málrófsmanni er það mikil freisting að nefna nokkur atr- iði sýningarinnar; lofa öðrum að taka þátt í gleði sinni, ganga beint að 'því merkasta í fyrsta herberginu: glerskápnum með hinterglasmyndunum. Ganga að rótunum, sem næra laufið í að- alsalnum, þar sem íkómposi- sjónir og impróvisasjónir Kandinskys blasa við. 1 glerSkápunum eru mynd- irnar, sem Bláu riddaram- ir máluðu eftir glermyndunum í Suður-Bæjern, annar skápur inn einungis með myndum eft- ir Kandinsky. Þær eru frá 1910, 1911, 1912, 1914. „Aufersteh- ung“ frá 1912 minnir eitthvað á leiðsögustef Pasternaks: upprisuna. Frá 1910 er „Kvöld- máltiðin", grænn skógur með svörtum doppum vinstra meg- in, blá Aipafjöll í baksýn með nokkrum grænum trjám; iæri- sveinarnir með hauskúpur i stað andlita, punkta í stað augna: dauðinn í nánd. Krist- ur í bláum kyrtli útdeilir brauði, hann einn með andlit: lífið. Kaþólsk alþýðulist í al- gleymingi, en óhlutkenndar tii- raunir Kandinskys á næstu grösum, heimur i sköpun. „Ver- öldin“, sem hann minnist svo oft á, er að koma úr egginu. Hér vex hún úr dauðanum: pun'ktum og hálfóhlutkenndum ásjónum þeirra sem óttast, vex úr baráttu. Hér er líka mynd af heilög- um Georg, sem kemur við sögu í einni höll Loðviks II, Neu- sehwanstein i ölpunum, ekki iangt frá Mumau; rautt fjall og svo renna litimir saman. 1 glermyndunum eru tilraunir afstraktiistar Kandinskys á þessum árum sprottnar úr 'bæj- erskri alþýðulist, 1914 eru þessi áhrif horfin: við okkur blasir glermynd frá þessu ári, algjörlega óhlutkennd, litunum aðeins hægt að lýsa með orð- um úr tónlist, eins og Kand- insky sjálfum var svo tamt. Þessi mynd, eins og raunar aðrar myndir Kandinskys, minmir á vatnslitamyndir Nold- es, sem við sáum á einni eftir- minnilegustu listsýningu sem haldin hefur verið í Reykja- vik. Þá varð Reýkjavík heims- borg i heilan mánuð: önnur sýning á næstu grösum á mynd um Munahs. Nolde var í nán- um tengslum við Bláu riddar- ana og lærði sýnilega margt af Kandinsky sjálfum, ekki sázt í vatnslitamyndum sem sýndar voru heima. Muneh hélt áfram að segja sína „sögu“. 1 hinum glerskápnum eru hinterglasmymdin eftir Pranz Marc. Ein myndanna er af Henri Rosseau, máluð á eins konar silfrað gler, lit- irnir koma ekki í gegn, en eru málaðir eins og með venjuleg- um hætti á striga. Nafn Rosse- aus er auðvitað ritað með stórum klunnalegum, bamsleg- um og rauðum stöfum. Þegar gengið er um saiina, sem geyma verk Bláu riddar- anna, eru auðsæ áhrifin frá ný-impressjónistunum og expressjónistunium í elztu myndunum, en þó eru þeir nógu miklir listamenn til að sýna ávaJIt einhver persónuleg tilþrif, sem vekja athygli, t.a.m. Gabriele Múnter (f. 1877 i Berlín, d. 1962 í Mumau), og Alexej von Jawlensky (1864—1941). Hinn síðar- nefndi er raunar orðinn af- straktmálari í mynd eins og „Bænin“ og sumum and- litsmyndum sínum, sem hljóta að hafa verkað eins og hroll- vekjur á aldamótamennina í heimsborgunium. Múnter vikur aldrei í neinum verulegum atr- iðum frá tízkunni, en nær samt sterkum persónulegum áhrif- um, enda kröftugur og, þrátt íyrir allt, sérstæður mál- ari. Honum tekst að einfalda myndimar, losna að verulegu leyti undan áhrifum fyrir- myndanna. Paul Klee tek- ur þegar í upphafi þátt í þeirri þróun, sem Kandinsky leiddi til sigurs með markvissum til- raunum sínum, sem þarna eru sýndar. Marc og Macke féllu áður en þeir náðu fullum þroska. Haustið kom á miðju sumri í lífi þeirra; þeir felldu laufið í ragnarökum styrjald- arinnar. Samt voru þeir mjög persónulegir málarar og marg- ar myndir þeirra eftirminnileg ar, áfangi eins og „Ruhende Pferde" eftir Franz Marc, „Blaue Pferde", eða „Blár hestur", einnig eftir Franz Marc, enda segir Kandinsky á einum stað að þeir hafi haft sérstakt dálæti á þessum bláa lit eins og kernur fram í nafni samtaka þeirra. Þá má minna á glermynd August Macke „St. Georg“, eða „Heilagur Georg“, „Promenade", 1913, eftir Aug- ust Maoke, „Der graue See“, 1932, eftir GabrieJe Múnter og skemmtilega útsýnismynd til Alpanna frá 1934, einnig eftir hann. 1 mynd Franz Marc „Rehe im Schnee“, „Dádýr í snjó“, er fyxirmyndin einnig sótt í Alpalandslag: brún dá- dýrin í rauðhvitum snjónum. Hann hafði sérstakt dálæti á dádýrum. Þá má geta mynda KandinSkys úr sama umhverfi eins og „Járnbraut í Murnau“: eða „Eisenbahn bei Mumau“. Við sjáum járnibrautina í þess- um friðsæla bæ, það mótar fyr ir húsum og himni. Símastaur- arnir sjást greinilega í þessu annars hálfafstrakta landslagi og blár skugginn frá járnbraut inni. Útlínur hennar hverfa inn í landslagið, og þótt litirn- ir séu aðrir, á þessi mynd eitt- hvað skylt við tilraunir Gabri- ele Múnter, sem hefur haft mikil áhrif á ýmsa eftirminni- lega málara sáðustu ára, t.d. Mikines, sem nú er um sjötugt og heldur heilsulaus, en mynd- ir hans eru við þeim mun betri heilsu. Án Gabriele Múnter væri málari á borð við Mikines óhugsandi. Og nökkrir íslenzk- ir málarar einnig. Þá hefur Kandinsky einnig málað mynd, sem hann nefnir „Kirche in Murnau“, „Kirkja í Murnau", sem minnir á aðra mynd hans frá sömu borg „Grúngasse in Mumau" frá 1909. Og svo má nefna mynd Kandinskys: „Murnau", þar sem fyrirmyndin leysist upp í óhlutkennda.afstraktsjón. Það er fremur létt yfir þess- um myndum Kandinskys frá Murnau, nema járnbrautar- myndinni „Eisenbahn bei Murnau", 1909. Og þó eru aOlir litir bjartir í þeirri mynd, nema svört járnbrautin og Skuggi hennar. Og þá erum við komin aftur að kompósisjónum og improvi- sasjónum Kandinskys, sem hann nefndi gjarna: „róman- tískt landslag" eða „draum- kennd improvisation“; allt óhlutkennd málverk varðveitt í ýmsum söfnum, Múnchen, París, New York og Lenin- grað, að sjálfsögðu. Loks má geta iþess til gamans, að Jaw- lensky neifndi andlitsmynd- ir sínar nöfnum eins og: „Ab- strakter Kopf“ og segir það sína sögu. Af slikum nöfnum má sjá hvert hugurinn stefndi. Myndir Marc og Macke eni ekki sízt eftirminnilegar, þó að þeir hafi kvatt þennan heim ungir að árum. Þeir gerðu báð- ir afstrakt glermyndir og sýna þær ekki sázt hve bæj- ersk bændamenning auð- veldaði Bláu riddurunum — og þá ekki sízt Kandinsky — að finna nýjar áður ókunnar leið ir í myndlist. Kandinsky er að fást við „bæjerskú’ glermyndirnar sin- ar, þegar hann áræðir að mála fyrstu stóru afstraktmyndimar á árunum 1911—‘14. Þessi mál- verk eru varðveitt í sérstökum sal í safni Bláu riddaranna í Múnchen. Þau eru öll undir gleri og leiða hugann að gler- myndum Kandinskys. Nú fá myndir hans ný nöfn. Það er fögnuður, óbeizluð gleði i nöfn unum, hvað þá myndunum: „Improvisation", „Komposi- tion“, „Studie zu Komposition". XXX Á árunum 1911—‘12 eru myndir Kandinskys oft á mörk um hlutkenndrar og óhlut- kenndrar listar, eins og minnzt hefur verið á, en fyrirmyndirn- ar eru að mestu horfnar: onynd irnar eru sem sagt afstrakt eins og sðlarlagið i Moskvu. 1 komposisjónunum er meiri gleði en barátta, þær eru músik. Til gamans má skjóta því hér inn í (af því þetta er ekki lista saga eða prófritgerð), að Haf- steinn miði'll sagði mér eitt sinn, að hann hefði aldrei séð aðra eins litadýrð og yfir Þjóð- leikhúsinu við Hverfisgötu. Hann átti þar leið um og þá stigu þessir ólýsanlegu og ógleymanlegu litatónar upp úr Þjóðleikhúsinu og dönsuðu i gleði sinni og fögnuði á himn- inum yfir húsinu. Hafsteinn spurðist fyrir um, hvað fram færi í leikhúsinu. Það er ver- ið að leika verk eftir Jón Leifs, var honum sagt. Þannig getur tónlistin breytzt í liti og form. Kandinsky veit, eða hafði það á tilfinningunni, að bilið milii tóna og lita er harla mjótt, á sama hátt og munurinn á töluðu máli og tónlist er oft og tíðum lítill sem enginn, einkum í ljóðum. Og hann vill mjókka þetta bii enn; breyta litum í tóna. Og þama hljóma litirnir í verkum hans, formin dansa af gleði og fögn- uði, ekki ðbeizluðum, því að Kandinsky vann áva'llt með ákveðið takmark í huga, en fögnuði samt. „Fyrirmyndirn- ar“ leysast upp eins og veru- leikinn í draumum og ævintýr- um. XXX Ný öld er hafin í sögunni. öld nýrrar hugsunar nýrra við horfa: sprottin úr and- stæðu sinni, auðvitað: ka- þólskri trúarlist bændafólks í Bæjern og Rússlandi og til- raunum samtímamanna í stór- borgum eins og Panís; stöðnuð heimslist eins og í Wieskirkju og 'hræringar samtímans leita sér að nýjum sameiginlegum far vegi. Og finna hann. Nú á þessi farvegur sér fjölbreytt landslag að næsta nágrenni: hann er ekki aðeins vatnslaust gljúfur. Hann á sér mikið vatn, margar kvislar og magnaðar þverár. Þó að Kandinsky hafi málað í stil ný-impressjónista og ex- pressjónistanna um og upp úr aldamótunum, eru myndim- air hans alltaf persónulegar, jafnvel sérstæðar. Málverk- in úr ferðalögum hans glitr- andi pærlur. Leit hans var ekki flótti frá kunnáttuleysi eða vangetu, 'þvert á móti byggð á einstökum hæfileikum, þrosk- uðu viðhorfi, frábærum gáfum og einstæðri greind. XXX í myndum Bláu rlddaranna rebumst við sýknt og heilagt á fyrirmyndir og éhrif frá Bæj- ern og má bæta þessum dæm- um við: Múnter málar konu sína 4 Alpalandslagi, önn- ur mynd frá 1902 heitir: „Bei Starnberg", enn önnur: „Russ- enhaus in Murnau", máluð 1931. Jawiensky málar: „Sommerabend in Murnau" 1908, blátt Alpakvöld. Lands- lagið, fyrirmyndin, sækir á þá. Auk þeirra mynda sem fyrr eru nefndar eftir Kandinsky má nefna „Herbstudie bei Oberau", hann málaði Murnau úr öllum áttum og eftirminni- leg er mynd hans „Fackelzug“ eða „Blysför" frá 1909 sem minnti mig á blysför bændanna i Unterammergau, sem fyrr er getið. 1 þessari eftirminnilegu mynd er Kandinsky að brjót- ast út úr skelinni, kjarninn að koma í Ijós: en maðurinn á hestinum sést, ef vel er að gáð og kyndlamir; fólkið, gul- ir og rauðir kyndlar, allt ieys- ist þetta upp í myrkrinu: strigi, litaspjald. Og allt stefnir að einu marki: markvisst unnið að því að kljúfa atómið, leita að dýpstu rökum. Himinninn er óhlut- kenndur, djúpur, blár eða svartur, myndlaus. Svo koma stjörnur, tungl, sól og ský í heimsókn. Það er annað mál. En ekfcert lýsir eilífðinni jafn- vel og þessi óhlutkenndi him- inn; þetta óendanlega tóm milli okkar — og hvers? Hlutfallið milli lífs og dauða, kahaði Gunnlaugur Scheving myndlist spænsku meistaranna 1). XXX Sem sagt: myndir Kand- inskys voru engin tilvilj- un, eins og stundum er reynt að halda fram, engin bylting, heldur óhjákvæmileg þróun. Flemming fann pensilínið óvart, en af því hann 'leitaði þess. Uppgötvun hans var engin til- viljun, heldur árangur leitar. Þannig kom list Kand- inskys einnig inn í þessa leit- andi veröld — og færði heimin um nýtt „lyf“, endurnýjaði hann, læknaði margvislegar meinsemdir eldri listar. Verk hans voru áhrifamikil í barátt- unni við alls kyns sýkla stöðn- unar, þröngsýni og ófrjórrar hugsunar. Kandinsky gaf listinni ný fyrinheit, óendanlega mögu- leika. En hann krafðist þess umfram allt að leitinni væri haldið áfram. Eins konar trú- arbrögð. Og engin furða, þótt upphafsmaður þeirrar nýju veraldar, sem spratt úr leit Bláu riddaranna, hafi verið í hópi trúuðustu listamanna sins tíma, eins og fram kemur af skrifum hans sjálfs. Þar var hann jafn óhræddur og hik- laus og í list sinni, þótt efnis- hyggja og darwinismi væru mjög í tízku. Leitin umfram allt. Og upp- risan. XXX Kandinsky merkir myndir sinar fyrst með litlu rauðu K-i, en siðan eins og á stórri mynd frá 1940, „Parties diverses" er K-ið orðið svart. Og nú er dauðinn á næstu grösum, en hann er ekki í þessari síðast- nefndu mynd nema síður sé, þessari sérkennllegu og áhrlfa- miklu mynd, sem bendir fram, en ekki aftur: það er popp i henni! Enn einn áfangi á leið, sem enginn sér fyrir. Og ég sem hafði ailtaf haldið eins og Salvador Dali, að hann væri upphafsmaður að poppi. En hann er ekki verri fyrir að hafa lært eitthvað af Kand- insky, þessi burðarás nútima- myndlistar, sem virðist nú eiga meira erindi við æskuna en nokkur annar myndlistarmað- ur. Daliismi er brýnt umhugs- unarefni nú um stundir. XXX Á leið sem enginn sér fyrir, sagðd ég. Leiðin inn í amtómið, þangað sem efnisheimurinn leysist upp, tónar verða að lit- um, litir að tónum, Ijóð að mál- verfcum, málverk að Ijóð- um, veruleiki að draumi, draumur eini veruleikinn, æv- intýrið hversdagslegur við- burður, hversdagsleikinn æv- intýri. Og umfram allt: efnis- heimurinn er ekki alltaf eins og við sjáum hann. Af 'heims- bókmenntum vitum við, að vindmylla þarf ekki alltaf að vera vindmylla. Hún getur ver- ið sjá'lfur dauðinn. Persónuleg skynjun, reynsla sem flest- ir hafa íarið á mis við. Dauð- inn er kannski eina lifið: frá draumi til draums. Þannig er þessi leit Kandinskys og félaga hans, eins og öll góð list um- fram ailt tilraun — til að sigr- ast á dauðanum; skora tímann 1) Sbr. samtal mitt við Gunn- laug Scheving 4 Helgafelli. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.