Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 5
Sagði afstraktmálarinn, barn ið tsleifur Konráðsson, sem hafði séð tröU og lifað í æv- intýri, sem enginn þekkir nema hann. Afstraktveröild ísleifs Kor- ráðssonar. XXX Fyrstu afstraktmyndir Kan- dinskys, eins og við notum það orð nú, voru vatnslitamyndir: „Landschaft mit Turm“ frá 1909: rússneskt þunglyndi, bæjerskt landslag; dökkur blár himinn, græn tré, gulur akur, jú líklega akur, kannski rúss- neskur, turninn sést; við horf- um á þessa mynd, sjáum bók- staflega hvernig heimslist- in hverfur inn í óhlutkennd- an afstraJktheim þessarar nýju veraldar. Og nú hefur þessi óhlutkenndi heimur ver- ið sterkasti þáttur veruleika okkar um 60 ára skeið og verður ávallt, fynst Kandinsky steig sporið til fulls. Franz Marc vann með Kan- dinsky í Murnau að almanaki „Der Blaue Reiter“. Úr því samstarfi spratt sýning Bláu riddaranna. Þeir gáfu almanak- ið út 1912 og hugðust gefa það út sem ársrit, en það fórst fyr- ir. Aftur á móti var sýning þeirra haldin í Miinchen í des- emlber 1911, þá var Kandinsky háMfimmtugur, fæddur í Moskvu 1866. Kandinsky hefur sagt frá því í minningarorðum sínum um Franz Marc, 19Ju, að eig- andi sýningarsalarins í Mtin- chen þar sem Bláu riddararn- ir sýndu verk sin fyrsta sinn, hafi 'kvartað yfir því, að hann hafi þurft eftir hvern einasta sýningardag að þvo \málverkin og láta þau þoma yfir nóttina, því að gestir hafi spýtt á þau: „Þetta voru erfiðir tímar, en hetjulegir," segir Kandinsky. „Við máluðum, públikum hrækti. Nú málum við og públi kum segir: Þetta er laglegt (húbsch).“ f sýningarskrá Bláu riddar- anna skrifar Kandinsky inn- gangsorð dagsett í Murnau sama árið og hann gerði fyrstu óhlutkenndu mynd sögunn- ar „Das erste abstrakte Aquarell", og segir: „Á óákveðnum stundum sprettur verkið og vex inn í veröldina, úr uppsprettu sem oss er í dag lokuð, en vér get- um ekki forðazt. Kaldir útreikningar, skipu- lagsleysi, stökkvandi 'hlett- ir, reikningslega rétt uppbygg- ing (augtjós eða falin), æpandi teikning, tillitslaus — vinna, 'hátið liitanna, fiðluipíanissímó þessa sömu, stóru, rólegu, vaggandi, kljúfandi flata. Er þetta ekki myndin? Er þetta ekki lausnin ? XXX Liðandi, leitandi, kvaldar sálir með djúpum rispum af völdum árekstrar milli þess andlega og efnislega, hins bundna. Hið lifandi hinn- ar „dauðu“ náttúru. Huggunin í birtingu veraldar — fyrir ut- an, fyrir innan. Grunur gleð- innar í kallinu. Málið frá leyndardóminum gegnum leynd ardóminn. Er þetta ðkki innihaldið? Er þetta ekki meðvitað eða ómeðvitað markmið hinnar íþyngjandi sköpunarþarfar? XXX Leitt fyrir þann, sem hefur vald til að leggja iistinni nauð syn'Ieg orð í munn og gerir það ekki, leitt fyrir þann, sem snýr sálareyra sínu frá munni list- arinnar. Manneskja talar til mann- eskju á yfirmannlegan hátt — með tungu listarinnar. Kandinsíky. Murnau (Oberbayern) August, 1910.“ En Kandinsky er betur Skrifandi heldur en þessi for- máli gefur hugmynd um. Stíll- inn á honum er stíll hinnar nýju óhiutkenndu myndlistar. Ég efast raunar um, að nokk- ur hafi skrifað eins vel um máiara'list, forsendur henn- ar og marfcmið en einmitt Kan- dinsky, t.a.m. í „Rúckblick", 1913: „Horft um öxl“. Hann skrifaði einnig: „Úber das Geistige in der Kunst“, 1911, og löngu siðar „Punkt und Linie zu Flache", 1926, þar sem hann segir m.a.: Nútímalist get- ur aðeins fæðzt þar sem bend- ing verður að tákni. Hann seg- ir einnig, að listin yfir höfuð og ekki sízt nýir Iknaftar séu of veifcir þættir gagnvart nátt- úrunni og — ennfremur, að tvennt hafi einfcum haft áhrif á líf hans og „gróf sig inn i merg og bein“: sýning impressjónistanna í Moskvu 1895, sérstaklega „Heysáta" Monets og uppfærsla á Lohen- grin Wagners. Hann segir að í prógramminu hafi verið fullyrt að myndin væri af heysátu, en hann 'hafi ekki getað séð hana, og því hafi þessi „fyrirmynd- arlausa“ mynd verið nán- ast óþolandi. „Ég sá óljóst, að það vantaði fyrirmyndina í mál verkið," segir hann. Og enn- fremur: „Ég hafði liítinn áhuga á 'ljós- og loftvandamálum im- pressjónistanna . . . Mér virt- ist al'ltaf, að umræður um þetta vandamál ættu ekkert skylt við málaralist.“ Kandinsky kunni ekki að meta áihuga impressjón istanna á ljósi og birtu, en hann bætir við: að djúpt innra með honum hafi vaknað veikar efasemdir um gildi fyr- irmyndanna fyrir málaralist, þegar hann sá „Heysátu" Mon- ets 1). Þá segir hann að Lo- hengrin Wagners hafi gert þá Moskvu sem hann þekkti að veruleika. „Ég sá alla litina mína í anda, þeir blöstu við augum mínum ... Ég þorði efcki að segja, að hijómllist Wagners hefði málað „andartak mitt“. En mér varð alveg ljóst, að list in er yfirieitt sterkari en mér virtist, og jafinframt, að mál- verkið getur þróað svip- aða krafta og hljómlLstin. Að geta efcki uppgötvað þá eða að- eins að reyna það, var mér enn biturri reynsla. Ég fann að ég var enn ekki nógu sterkur til að gera Skyldu mína og láta undan freisting- unni. Vísindalegur viðburð- ur ruddi í einni svipan öllum hindrunum úr vegi. Það var þegar atómið var klöfið. Kjarnaupplausnin var í mínum augum hið sama og að leysa upp allan heiminn. Aht í einu molnaði sterkasti múrinn. Allt varð óöruggt, ráðvillt og óljóst. Mig hefði ekki undrað, þótt steinninn hefði 'bráðnað fyrir augum minum, leystst upp og orðið ósýnilegur. Mér virtust öll visindi eyðilögð, mikil- vægasti grundvöllurinn var blekkingin eiin, viha lærðra manna, sem byggðu ekki sín guðdómlegiu hús í anda ljóss- ins, lögðu stein á stein ofan hægt og rólega, heldur þreif- uðu sig áfram treystandi á gæfu og heiðarleika, og villt- ust á fyrirmyndum.“ XXX Kandinsky lifcir oft litum og átökum i myndJist við tónlist og notar gjama tónlistarorð til að tjá hugsanir sinar og við- horf í myndlist: píanissímó, 1) Monet hafði þó varðað veg- iinn, sbr. andlit konumyndar hans í Glyptótekinu í Kaup- mannahöfn. largó, komx>osisjón . . . „Að reika um með litakassann með veiðimannstilfinningu í hjart- anu var ekki sama ábyrgðar- tiifinningin og að mála mynd- ir. Jafnvel orðið eitt (komposi- sjón) hafði sömu áhrif á mig og bæn. Það fýUti mlg lotningu." Og hann lofaði sjálfum sér því, að mála „kompósi- sjón“. Smám saman losnaði hann úr fjötrunum. „Ég hugs- aði lítið um hús og tré en strauk með penslinum lítil strik og málaði bletti á strig- ann og lét hann syngja eins hátt og ég hafði fcrafta tU.“ Og ennfremur: „Rússnesku gagn rýnendurnir (sem næstum áin undantekninga hæddu mig . . .) þóttust sjá áð ég væri búinn að vera vegna áihrifa af Mún- chenlistinni . . . Þá skildi ég fyrsta sinn hve rangtega, þekk- ingarlaust og óvingjarnlega flestir gagnrýnendur ganga til verks. Þetta skýrir Mka afskiptaleysi skynsömustu listamanna gagnvart hörðustu gagnrýni." Þess má einnig geta, að gagmrýnendurnir 1 Mún- dhen slógu á svipaða strengi, með fáum undantekningum, og réðust harkalega á verk Kand- inskys, 'bætir hann við í skýr- ingum sínum. Hér er ekki úr vegi, að bæta við því, sem Gottfried Benn segir I fyrrnefndum fyrirlestri: „Nýtt ljóð er höfundinum al- veg það sama og að temja ljón. Og gagnrýnandanum alveg það sama og að standa augliti til auglitis'við ljón, en hann sér bara asna.“ XXX Kandinsky var lögfræðingur eins og Tómas og sérfræðingur í efnahagsmálum og þjóðhátta- fræðum og sem slikur var hann sendur opinberra erinda til Síberíu. Fullu nafni hét hann Vassily Kandinsky. 1 Siberíu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.