Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 3
ið sagt, að það muni standa til enda veraldar, íyrst það hef- ur staðið svo lengi. Zwink jók orðstír sinn með því að gera svo fagrar pappírs- jötur (Papirkrippen) að eins- dæmi er. Ein slík jata er varð- veitt í þjóðlistarsafninu i Ob- erammergau. Þar má enn þekkja milda liti hans á Maríu, Jósep, Jesúbarninu og engl unum. Pappírsjöturnar voru ódýrari en útskornar jötur og þvi gat margur bóndinn keypt þær handa 'börnum sínum, þótt hann hefði ekki efni á að fá sér útskorið jólafólk. En eng- in kirkja var svo fátæk, að hún ætti ekki „jötu“ úr tré. Raun- ar eru kirkjurnar allar ein slík jata, ef að er gáð. Ekki er heldur hægt að stela siðum og venjum fólksins. Trú- in á sterkar rætur. 1 hennar gamla jarðvegi standa raunar allar rætur þessa fólks, hvorki meira né minna. Og enn er þar nægur jarðvegur fyrir nýtt líf, næring nýjum frjóöngum, eins og dæmin sýna. XXX 1 ma'i 1777 lagði eldur sex- tíu og eitt hús í Unterammer- gau i rúst og í marz 1836 41 hús: bæi bændanna, gripaihús, hlöður. Kirkjuvígsludaginn, 14. október, safnast bændur og bændasynir saman upp úr kvöldmat við litla ráðhús- ið með kyndla í höndum, allir í bæjerskum þjóðbúningum: þeir eru með alpahatta á höfði í hvítum skyrtum og 'halda uppi um sig buxunum með fag- urlega útsaumuðum axlabönd- um sem draga augað að sér. Þarna má sjá fjárhirði bæjar- ins (Der Hirt) með rautt skegg, eða eigum við heldur að segja: rauðan skóg þess- ara fjalla í andlitinu. Það er létt yfir honum eins og land- inu í kring, þrátt fyrir alvöru þessarar stundar. Þeir ganga eftir þungbúnum þorpsgötum þessa vinalega sveitabæjar, stanza á vissum stöðum og syngja alltaf sömu erindin á sömu stöðunum ár eft ir ár, öld eftir öld. Fultorðinn bóndi í svörtum kufli og með eins konar atgeir í ann- arri hendi, en ljósker í hinni, hefur forystu fyrir þess- um hópi og er forsöngvarinn. Hann táknar næturverðina, sem fyrstir urðu eidanna var- ir á sínum tima. Bóndasonur heldur á mynd af heilögum Flóvían með fötu og hell- ir vatni á eld: verndardýrling- ur gegn eldi. Fyrst syngja þeir varnarljóð á illskiljanlegri bæj- ersku, mjög fagurt, siðan bæna- vers og sálm og loks er stað- næmzt fyrir firaman kirkjuna, sem helguð er heilögum Niku- lási, þar sem garnli presturinn biður fyrir látnu bændafólki, fer með faðirvorið og mann- fjöldinn tekur undir, því hér eru menn óhræddir að krjúpa i auðmýkt og biðja upp hátt; nánast hvert mannsbarn í þorpinu er hér saman komið, auk margra ókunnugra. Við kirkjuna er sunginn gam- all hersöngur, svo er haldið áfram, hópurinn þynnist og söngurinn deyr út eins .og eld- urinn.___________ Sjaldan hef ég verið viðstadd ur eftirminnilegri athöfn og enn sé ég kyndlana og heyri bænir þeirra sem hér lifðu fyrr á öldum, sé hús þeirra brenna upp á myrkrinu eins og kyndla. Og lífið deyr út með söngnum, samt ómar það enn í eyrum. Til að leggja áherzlu á tákn athafnarinnar og tilgang, logar stór kross á skógivöxn- um fjallstindinum ofan við þorþið. Á spjaldinu með heilögum Flóvían er m.a. á bæjerskri mállýzku minnzt á eldinn sem lagði „41 Hauser und 2 Stadeln in Asehe“. Ég spurði feiminn og tálgaðan bónda, sem var eins og tréskurðarmynd í framan, hvað Stadeln merkti, vildi vera viss í minni sök. Hafði að vísu sett orðið 'í sam- band við stall á íslen2Íku, en það gat varla verið nákvæm þýðing. Bóndinn virti mig fyrir sér og það var eiras og hann kenndi í brjósti um mig. Hann sagði ekkert, hefur líklega haldið ég væri Prússi. Hann þekkir engan annan heim en þann, sem mátti grilla í vegna kyndlanna, þetta ævintýri und ir krossinum. Án þess að svara spurningu minni, sagði hann með talsverðu bæjersku stolti, um leið og hann smaug fram- hjá mér til að syngja:' „Til að skilja verður þú að læra bæj- ersku!“ Karanski hefur hann haldið ég væri einn þessara framandlegu manna í Norður- Þýzkalandi, sem tala móðunmál ið afbakað eiras og útlending- ar. Það var þetta fólk, sem elsk- aði Lúðvik II, bæjerska ævih- týraprinsinn á seinni hluta síð ustu aldar, sem reisti raunveru legar ævintýrahallir li bæj- ersku ölpunum og gat ekki .hugsað sér annað en sjálfstæði Bæjerns. Nú bera Sdhloss Linderhof og Neuschwanstein þjóðsagnaheimi þessa sérkenni- lega koraungs vitni. Sumir halda því fram, að hann hafi verið geðklofi, a.m.k. eitthvað vitlaus eða „verrúkt" eins og Þjóðverjar segja. Kem að þvi í annarri grein. Stadeln er 'bæjerska og merk ir: hlöður, 'fékk ég að vita síð- ar. Auðvitað, hlöður: það er ótrúlega algengt að orð, sem eiga sameiginlegaj frumgerm- anska forfeður breyti merk ingu sinni í misjöfnu fóstri, ekki sízt hjá bændafólki, sem heldur dauðahaldi í mállýzk- ur sínar. En uppruninn leynir sér ekki; stallur; hlaða. Minna gat það ekki verið. Fjórðungi bregður til fósturs. Á almennri þýzku merkir der Stadl: gripa- hús. Svona er nú Iþetta einfalt. En svo eru önnur orð, sem halda tryggð við forfeðurna: Berang sem ég minntist á áð- an; berangur; Iber vangi. .. XXX Enginn getur rænt siðvenjum og helgiathöfnum þessa fólks, þessa fastheldna, við get- um sagt lihaldssama, í mjög já- kvæðri merkingu, og góða fól'ks: einn sunnudagsmorgun- inn voru, að ég held, allir hest- arnir í Unterammergau skreytt ir alpablómum, anímónum, alparósum og alpalyngi, sem fest var i föx og tögl og síð- an haldið í prósessíu frá þorp- inu til kapedlunnar, eða hálf- kirkjunnar í hMðinni handan við þjóðveginn. Það var skraut leg hersing, sem hélt til kirkju þennan sunnudagsmorgun með gamla prestinn, borgarstjórann og bæjarráðsmenn í broddi fylkingar, til að syngja Guði lof og dýrð og þakka góða uppskeru. Það er alltaf sjálfsögð kurteisi að „þakka fyrir sig“. Þetta er eins konar sam- bland af einlægri guðrækni og aldagömlum trúarsiðum og svo á hinn bóginn leikhúsi. Eins og kunnugt er á nútimaleikhúsið rætur að rekja til miðalda- kirkjunnar og helgiathafna hennar. Þegar ég stundaði nám í leiklistarfræðum hjá Torben Krogh við Kaupmannahafnar- háskóla, lagði hann mikla áherzlu á þetta samhengi, flutti um það fyrirlestra, sýndi skuggamyndir. Þessi upp- runi leikhússins hefur varðJ veitzt í þjóðlifi fólks i Suður- Bæjern og Tiról. Það er, eins og sjá má, margt sem mælir með þvi að dvalið sé við þjóðlif þessa fólks. Og það hefur áreiðanlega ekki verið nein tilviljun að Kandin- sky og vinir hans drógust að þessu umhverfi, þegar heims- listin skipti um lest í Mumau. XXX Og enn er ótalin Die Wies, Wieskirkja, eða Akurkirkja, frægaista rokokkókirkja, sem til er, reist á akurlendi skammt utan við skóginn, þar sem við sáum dádýrin og hirtina und- ir jólatrjánum og himneskar stjörnur í augum þeirra. Frá Oberammergau til Wies er um 20 m'ínútna akstur, en úr annarri átt, eða frá Murnau, eitthvað lengra. Og svo eiguim viö einnig eft- ir að líta á madonnumyndina í kirkjunni fl Rottenbueh, sveita þorpi þarna í grenndinni: guðs- móðir situr 'i hásæti sinu með gullna kórónu og heldur á Jesúbarninu. Móðirin er með slegið hár, barnið nánast lif- andi i höndum hennar: jafnvel viðurinn á áína upprisu í trú fólksins og list. Madonnan er frá gotneskum tíma og einstök í sinni röð, svo gömul og fög- ur sem hún er. Margt í kirkj- unni sjálfri er í gotneskum stíl, en sumt barok: fagnaðarerind- inu er þó einkum lýst með frjálslegum rokokkóstíl i inn- réttingu kirkjunnar. Guðsmóð- irin gotneska fer vel í þess- ari fagnandi umgjörð, þótt hún gefi kirkjunni gotneskt and- rúm, dýpt og alvöru þúsund ára gamallar listar og menningar. XXX Wieskirkja á engan sinn líka, enda er hún reist á traust um grunni: trúnni á krafta- verk; að Kristur sé læknir allra meina. Og að ganga inn í fögn- •uð þessarar aldagömlu markvissu þróunar, er eins ótrúleg reynsla, gæti ég trúað, og guðsriki sjálft. Ekkert nema trúarilegur bakhjarl getur gef- ið listaverki þá innri gleði og ytri reisn, sem blasir við aug- um í þessari kirkju þarna á bersvæði bæjerskrar sveita- menndngar. Kirkjan sjálf er kraftaverk. Skammt frá kirkj- unni er litill akur, kapella eða bænahús. Þar er mynd af Kristi hlekkjuðum, tákni þessa meistaraverks. 1 kirkjunni sjálfri er einnig mynd af hon- 'um hlekkjuðum, lækninum með geislabauginn. „Gnadenbild Des Gegeisselten Heilandes". Svo segja annálar, að 1730 hafi verið gerð máluð tréskurð- arrnynd af Kristi, lækninum. Sár Krists og blóð höfðu „al- varleg áhrif á fólkið og vöktu meðaumkun þess með þeim hætti, að það varð æst og komst í geðshræringu", svo að mynd in var „tekin úr umferð“ og lá gleymd á bæjarlofti skammt frá Wies frá 1734, að því er heimildir herma. Eri fjórum ár- um síðar sótti húsfreyjan í Wies myndina af „hinum geisl- andi herra“ og varðveitti hana umhyggjusamlega d bæ sinum. Meðan fólkið las kvöldbænir s'inar 14. júní 1738 gerð- ist „undrið í Wies“; fólkið sá tár í andliti myndarinnar. Þessi tár vökvuðu þann jarðveg, sem kirkjan er sprottin úr. Bæna- húsið var reist, og þang- að streymdi fólk úr ölum átt- um: frá Bæheimi, Ungverja- landi, Tíról, Sviss . . . Wies varð heimsfræg á skammri stundu, þessi yfirlætislausi bæj erski sveltabær, sem átti skóg- inn að ævintýri og akrana að lifsbjörg. Hornsteinn Wies-kirkju var lagður 10. júM 1746. Listamað- urinn Zimmermann, einn helzti húsameistari Suður-Þýzka- lands, hóf byggingu kirkjunn- ar sextugur að aldri og naut þeirrar gæfu að sjá verk sitt nisa af grunni, hann lézt 1766, 81 árs að aldri. Poreldrar hans voru bændafólk, áttu mörg börn og komu þessum syni sín um ekki til mennta. Hann komst aldrei 'til útlanda og fór hvorki á neina kúnstakademíu né byggingarlistarháskóla. Listin var honum einfaldlega meðfædd og hana lærir maöur ekki i skóla. Byggingarlistin streymdi ium æðar hans eins og tónlistin um æðar Mozarts, hef ur verið sagt. Zimmermann er því tákn- rænn fultrúi fólksins á þessum slóðum. Listin var honum í blóð borin eins og tréskurðarmönn- unum, sem lifðu í sama um- hverfi. Zimmermann fékk titil; hann varð: „fylkis-byggingar- meistari“. Helztu verk hans eru: Maria Medingen hjá Dill- ingen, Dóná, St. Johannies- kirdhe í Dandsberg, Leeh, die Liebfrauenkirche í Gúnzburg, Dóná. Og svo auðvitað kórón- an sjálf: die Wieskirche; Wies- kirkja. XXX Zimmermann átti að byggja kirkju tl minningar um „misk- unn herrans“. En hann byggði minnisvarða um gleðina. Upp- risu andans og fyllingu ijóss- ins; sá sem kemur inn í kirkj- una fær á tilfinninguna, að Zimmermann hafi ekki teík- ið hlutverk sitt of hátíðlega, hefur verið sagt; hér ríkir gleð- in ofar hverri kröfu, enda hef- ur Zimmermann verið nefndur: ljósameistari byggingarlist- arinnar. Hann byggir kirkjuna á þaulhugsuðum guðfræðileg- um skilningi, eða grund- velli getum við sagt, og sam- ræmir hann byggingarfræðileg um kröfum: úr fórninni vex mikilleiki og birta; náð og •lausn, hvorki kvöl, kvíði né þjáning. Kristur er hlekkjað- ur eins og hver annar þræll eða afbrotamaður vegna fóm- arverka sinna, samt er hann uppspretta gleðinnar I hjarta mannsins. Það er fagnaðariboð- skapurinn, kraftaverkið, sem Zimmermann leggur út af. Wieskirkja er staður bæna og náðar. Þangað kemur fóik í neyð og villu og öðlast fögnuð mikillar trúar, sem er forsenda og tilgangur þessa einstæða listaverks. Hingað koma tugir ef efcki humdruð þúsunda manna á ári hverju, og hér standa allir agndofa andspæn- is þeirri dýrð listrænnar sköp- unar sem við blasir. XXX Við erum i miðri kirkjunni, lítum tl lofts. Við okkrur blas- ir himnaríki á jörð, eins og Andrés í Ásbúð kallaði bæinn sinn í Hafnarfirði. Annað og harla ólíkt himnariíki því, sem hér blasir við augum, en sama forsenda, sama takmark, sama þakklæti, gleði og fögnuður: Hoc loco habitat fortuna, hic quiescit cor — sem útleggst eitthvað á þessa leið: hér býr gleðin, hér finnur hjartað frið. Wieskirkja lætur ekki mikið yfir sér úr fjarlægð. Hún er hlédræg og dregur að sér enga athygli. Vafalaust hafa margir ókunnugir ekið framhjá henni. Hún minnir á fagra sál 4 ósköp venjulegum líkama. Ekkert er eins uppörvandi og kynn- ast fögnuði slíkrar sálar. Skyldi það vera ein’ber tilvilj- un, að Zimmermann fæddist sama ár, 1685, og þrir höfuð- snillingar trúar og tónlistar: Bach, Hándel og Scarlatti? Það er a.m.k. íhugunarefni. II. FRÆ NÝRRAR HUGSUNAR Þetta var þá umhverfið, sito dró Kandinsky og vini httns að sér. Það var árelð- anlega engin tilviljun, að Bláu riddararnir gerðu Múnehen og Bæjern að höfuðstöðvum listar sinnar. Aðeins úr svo rót gróinni menningu, svo ræktaðri list getur vaxið nýr heimur, veröld óvæntrar framtiðar. Þetta var jöfn gllma við sterk- an andstæðing. Slík ný ver- öld hangir ekki í lausu lofti, hún á sér rætur, annars er hún dæmd til að tortímast. Og hér í umhverfi Murnau og næsta nágrenni fundu Kandinsky og vinir hans fyr- irmyndir að þeirri framtíð, sem þeir ætluðu venkum sinum. Án þessa óspilta umhverfis, án tengsla við list þessa fólks, sem átti jörðina í blóði sinu, jörð- ina og moldina og rækt- aða þúsund ára gamla list mik Ilar trúar að nærtagu þrá sinni og lifsrótum, hefði verk þeirra verið f um eitt og fálm- kennt stref eftir frumleika, eða þá áframhaldandi eftiröpun expressjónistiskra viðhorfa. En með hvort tveggja að leiðar- Ijósi: umbrotin í listalífi stór- borga eins og Parisar og kyrr- látt yfirborð alþýðulistar í Suður-Bæjern gátu þeir fót- að sig á tízkusvelinu, sem var ekki síður skeinuhætt þá en nú. 1 næsta nágrenni við mold- ina var stefnan mörkuð. I fyr- irlestri sínum „Probleme der Lyrik“ („Vandamál ljóðlistar- innar“) sem Gottfried Benn flutti við 'háskólann í Marburg 1951 og öli aldahvörfum í þýzkri Ijóðlist samtiðarinnar, minnir hann á orð Ruskins:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.