Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 4
Madame Matisse eftir Henri Matisse, málverk sein minnzt er á í greininni. Þetta verk er í ríkisllsta- safninu i Kaupmannahöfn. Franz Marc: Blár hestur. „öll list á rætur í ræktun landsins". Vert er að minnast þessara orða hér. Benn var eins og Kandinsky og Bláu riddararnir bundinn borginni. En úr þessum andstæðum, borg og landi, er afstraktlistin sprottin. Cézanne (d. 1906) sagði: upp lifið náttúruna, leitið til henn- ar, eða eitthvað í þá átt. En hún átti að vera „fyrirmynd“, sem hægt var að skynja og túlka með ýmsum hætti. Hann var ástriðufullur byltingarmað ur, en varð „klassiskast- ur“ allra „modemista" í mál- aralist. „Ég trúi því, að ég eygi fyrirheitna landið," sagði Cé zanne undir lokin. Hann var impressjónisti, ef það merkir eittíhvað; því að allir málarar þessa tíma voru eins og kirkj- urnar í Bæjern: sambland af mörgum stefnum. Það var þessi „fyrirmynd" Cézannes og samtimamanna hans, sem Kandinsky reyndi að gleyma, þótt endunminning- in væri ávallt upphafið og inn- blásturinn. Og nota bene: á sama tíma hélt „myndin" innreið sína í Ijóðlistina fyrir alvöru og er einn af homsteinum margra eft irminnilegra nútímaljóða. Ljóð skáldið leitar reynslu sinni samsvörunar i náttúrunni með öðrum hætti en málarinn, en til gangurinn er hinn sami. Gott- fried Benn varar þó við ljóð- um, þar sem úir og grúir af orðum, sem tákna liti, þau eiga heima í skýrslum augnlækna, segir hann, eru öftast „klissj- ur“ í Ijóði: opal — þetta og purpura — hitt, þjónar'engum tilgangi i ljóði, segir Benn, og finnst þó öllu verra þegar sagt er: eins og opal — þetta, eða eins og purpura — hitt. En litir eiga heima í mál- verki. Engum málara, ekki einu sinni Kandinsky — kannski allra sízt honum — hefur dott- ið i hug að yfirgefa litina. En það á að leika með þá eins og nótur. Hann hafði snemma veitt því aíhygli að Gauguin og Van Gogh áttu auðveidara með að mála grasið rautt en grænt. „Fyrirmyndin" gras vár þann- ig afstrakt i verkum þeirra. Rauðir tónar. En hví þá gras? XXX Kandinsky safnaði mörg- um glermyndum, stældi, málaði á gler, leitaði. Hann var sér- staklega hugfanginn af þessari list, sem nú er að mestu út- dauð í Bæjem, enda hefur hún gegnt hlutverki sinu til fulls og gengið sér til húðar. Hann sópaði að sér öllum þeim mynd- um, sem hann náði til, svo að jaínvel bæjarstjórinn í Ober- ammergau vaknaði af værum blundi og hafin var herferð til að „vernda“ þessar myndir og varðveita þær heima í Suður- Bæjern. Starf hans bar góðan ávöxt og er margt merkra gler- mynda í þjóðlistarsafninu í Oberammergau. Þar eru um 600 slikar „hinterglasbilder" varð- veittar. Einhver brosir víst í kamp- inn að heyra að það hafi þurft að „vemda“ listaverk fyr- ir sjálfum Kandinsky og félög- um hans. En það segir meiri sögu um áhrlf bæjerskrar al- þýðulistar á baráttu þeirra við liti og striga en mörg orð. Fyrsta óhlutkennda af- straktmynd sögunnar er „Das erste abstrakte Aquarell", frá 1910. Kandinsky segir sjálfur, að litirnir í myndinni séu minn ing um búning rússneskra bændakvenna. Þegar hann mál aði myndina hafði hann verið 14 ár í Suður-Bæjern, þar sem hann bjó lengst af í Múnchen, eða til 1914, en fór þá heim til Rússlands í heimsstyrjöldinni fyrri. Hann ferðaðist mik- ið, eins og myndirnar í safni Bláu riddaranna í Miinchen bera með sér. Sumar frá Norð- ur-Afríku. XXX 1 kringum 1910 vom mynd- ir Kandinskys margar orðnar svo óhlutkenndar að varla var lengur hægt að greina fyrir- myndir þeirra í náttúrunni, þótt þær séu á sinum stað, ef vel er leitað. Sumar afstrakt- myndir Svavars Guðnason- ar eru ekki ósvipaðar og minna að þessu leyti á vinnubrögð Bláu riddaranna og fyrstu myndir Kandinskys. 1 afstrakt myndum Svavars eru heimahag amir og litatónar Skaftafells- sýslu oft og einatt fyrirmynd- ir, en ekki beinlínis land- ið sjálft. Þessar myndir eru eins konar endurminningar. Svavar hefur auðvitað stigið sporið til fulls elns og aðrir afstraktmálarar samtíðarinnar. En fynsti óhlutkenndi málari okkar, Finnur Jónsson, hvarf aftur til fyrirmyndanna. Hug- sjón Kandinskys var ekki i blóði hans, og er það ekki sagt honum til lasts. Sá eini af Bláu riddumnum, sem steig sporið til fulls, var Kandin- sky sjálfur. Hinir stöðvuðu all- ir á mörkum expressjónisma og óhlutkenndrar listar, enda dóu tveir hinir helztu, Marc og Macke, í blóma lífsins. Aðrir, eins og Paul Klee (1879—1940), Picasso (1881). Braque (1882) og Arp (1888), sem báðir lifðu fram á síðasta áratug, að ógleymdum Emil Noíde (1867—1956) sem allir höfðu náin tengsl við Bláu riddar- ana (Paul Klee var raunar einn þeirra) héldu áfram á sömu braut og Kandinsky, en ieituðu jafnframt nýrra leiða. Verk Paul Klees í safni Bláu riddaranna’ í Miinchen bera sannfæringu hans vitni, en Picasso t.a.m. heillaðist af kúb isma. Hann hefur aldrei verið við eina f jöl Mldur. Auðvitað má segja, að ex- pressjónismi, eins ög ýmsar aðr ar eldri og yngri stefnur, t.a.m. impressjónismi, súrrealismi og kúbismi, iséu afstrakt og víki í verulegum, jafnvel höfuðatrið- um frá fyrirmyndinni. En verk i anda þessara stefna er yfirleitt ekki hægt að kalla óhlut'kennd; þau sækja efni í ákveðinn hlut, draum, ævin- týri: fyrirmynd. Svokallað- ar „nonfigurativar" myndir ein ar eru óhlutkenndar, því að fyrirmyndir þeirra verða ekki greindar. En allt er þetta kall að afstraktlist á nútimamáli. Á sama hátt mætti kalla sól Van Goghs afstrakt eða, svo ann- að dæmi sé tekið, konu- andlit Matisse í Ríkislistasafn inu í Kaupmannahöfn, „Madame Matisse": ann- ar helmingur andlitsins Ijós- bleikur, hinn gulgrænn; hárið blátt. Engin kona er fædd með blátt hár, en nú eru margar konur með svo litt hár: víxl- áhrif. Óhlutkenndur heimur listar innar getur jafnvel haft áhrif á veruleikann, fyrirmyndirn- ar; breytt staðreyndum. Eða þá barnsleg sýn lisleifs Konráðssonar, svo að við tök- um nærtækara dæmi, og veru- leiki islenzkra þjóðsagna, sem Kjarval og Gunnlaugur Soheving voru heillaðir af. Ekkert Okkar hefur séð þann „veruleika”, sem blasir við okkur í myndum Isleifs Kon- ráðssonar. Hann hafði að vísu fyrirmyndir, Hvítserk, fugla, bóndabæi, sjó, loft, Herðu- breið, Surtsey: örn á hreiðri sinu, blátt vatnið, egg risafugls- ins, ef að er gáð. En þessar fyrirmyndir sá hann öðr- um augum en við og þannig málaði hann þær. Mætti jafn- vel færa rök að því, að þær séu afstrakt, en hlutkenndar. Afstraktllist er ekki alltaf óhlutkennd, ekkl hefldur upp- hafið: myndir Kandlnskys á tímabilinu krlngum 1910, þeg- ar hann er að losna algjörlega við fyrirmyndirnar. Hann held ur því þó fram, að fyrsta óhlutkennda mynd sög,unn- ar eigi sér, þrátt fyrir allt, fyr- irmyndir: litina í fatnaði rúss- neskra bændakvenna! Hver sér það? Svo mjótt er bilið milli draums og veruleika: heims fyrirmyndanna, hlutanna eins og þeir eiga að vera og öhlutkenndrar, persónulegrar skynjunar, eða: upplifunar. Ævintýri Isleifs Konráðsson- ar var hans veruleiki. Hann sá jafnvel tröll. Tröll eru afstraktfyrirbrigði í máflverki, eins og margt í heimi barns- ins, en hver segir, að hann sé minni veruleiki en okkar hinna? Á siðustu sýningu Is- leifs sat ihann lengi við hlið mér, hugfanginn af myndum sínum. Ijoks benti hann á eitt ævintýrið, og sagði, að ein- hver, sem hann nefndi og ég er auðvitað löngu búinn að gleyma, hefði fullyrt, að þetta væri bezta mynd, sem hefði verði máluð á Islandi. Ég sagði ekkert, svo þögðum við sam- an, lengi lengi; virtum fyrir okkur myndirnar, all- ar ævintýri í mínum augium, næstuín þvi eins lan.gt frá veruleikanum og hægt er að komast, sem sagt: afstrakt. En Isleifur hristi loks höfuðið, greip i handlegginn á mér og sagði: „Ég skil bara ekkert í þessum mönnum, sem mála þessa afstraktvitleysu. Maður á að rnála fyrirmyndina nákvæmlega eins og hún er og vera ekki að þessari vitleysu." ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.