Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 8
LESBOK - Blaðauki á hólm eins og 'heilagur Georg drekann, sigra hann; knýja tím- ann til að nema staðar, ef hann er !þá til. Heimurinn, tilveran eins og hún leggur sig er ekki utan við okkur, hún er í okkur. Þess vegna er minningin meiri veruleiki en veruleikinn. Þetta iðandi lif og við sjáum það ekki fyrir endurminning- um, sem standa milli okkar og þessa iífs, sem hverfur inn í tóm og tilgangsieysi „veruleik- ans“, meðan minningin verður æ sterkari veruleiki. Það er kjami málsins. Og engin tilviljun að Kandinsky sagði, að hann ætti auðveldara með að mála náttúruna eftir minni, en þar sem hún talasir við okkur. Áreiðaniega er það reynsla a'llra mikilia málara. Kandinsky gat sagt eins og H.C. Andersen í ævintýrinu: „Ég sem segi söguna, hef heyrt hana frá þröstunum — þeir sögðu mér hana kvöld eifct, þeg ar ég bað þá um ævintýri." Kjarval uppgötvaði feg- urð íslenzka hraunsins og mos- ans, hefur verið sagt. En er það islenzka hraunið og mos- inn, sem við sjáum í málverk- um hans? Eða er það hans eig- in veruleiki, hans hraun, hans mosi? Náttúran innra með hon- um sjálfum, upplifunin? Minn- ingin? Svarið við þeirri spurningu er kjami málsins. Sjálfur er ég ekki i vafa um svarið. Til nánari skýringar get ég tekið nærtækt dæmi: Ég upplifði Kjarvail á minn hátt; aðrir á sinn. „Kjarvalskver" seglr frá minningu, sem var veruleiki, minn veruleiki. V. POSTULÍNSLISTIN í NORÐUR-BÆJERN, KRAFTAVERKIN I SUÐUR-BÆJERN Þjóðverjar vilja gjama hafa Bæjern eins og fornminjasafn, líta á það ekki ósvipað og margir Norðurlandataúar á Is- land: þeir vilja helzt varð- veita „Sögueyjuna" fyrir sig eins og hvert annað þjóðminja- eða bókasafn. En íslenzkt þjóð- 'líf, Islenzk list og menning er enn I deiglu eins og land- ið sjálft. Það er Bæjem einn- ig, hefur alltaf verið og verð- ur. Af þeitn sökum er ástæða tl að bæta eins konar eftir- mála við þessa grein; hann fjallar um nútímann: að list- in á enn frjóan jarðveg, þar sem Bláu riddararnir börðust við strigann áður íyrr: 1 Oberammergau kynntumst við tveimur ungum málurum, mjög óiíkum en hvor um sig er fulltrúi listar í mótun. Ann- ar þeirra, Lisa Kreitmeier, er sérlega skemmtilegur naívisti, hefur sýnt víða í EJvrópiu, hlot- ið verðlaun í samkeppni naív- ista (Þjóðverjar kalla alla slíka iist „frístundamálara- list“) sem þekktasta mynda- blað Þýzkaiands, „Stem“, efndi til, og ritstjórinn keypti sjálfur mynd Lisu og birti hana á heilli opnu í blaði Sinu, auð- vitað í fallegum titum. Hinn málarinn er Ernst Neu- kamp. Hann er frá Norður- Bæjem, þe. Fránkalandi, og á því rætur S áþreifanleg- ustu leifum þess ríkis, sem Karlamagnús stofnaði og nefnt var „Abendland". Þar er Núrnberg eins konar höfuð- borg, enda fæddist Albrecht Dúrer í húsi, sem enn stendur þar við gam'la markaðstorgið. f Selb, á landamærum Tékkósló- vakíu, er miðstöð postu- linsframleiðslu Þjóðverja. Neukamp nýtur þess að vera sprottinn úr þessum jarðvegi. Við skildum hann vel, þegar við fórum til Núrnberg, Bayreuth og ekki sízt Selb, sem liggur á viðkvæm- ustu landamærum heims. Þar hittum við fólk, sem býr i af- skekktu 'húsi á markalínunni, en vinnur í bænum. Þar fórum við yfir landamærin til Tékkó- slóvakíu og þar blöstu við okk- ur varðturnamir með 800 metra mi'llibiQi. Þar eru yfirgefin hús og götur, sem enda i gadda- virsgirðingum. En þar er líka Asch, Tékkóslóvak&umegin lándamæranna, og þar býr fólk í fögru umhverfi upp af skóg- inum. í Selb eru Rosenthal-verk- smiðjurnar, einhverjar þekkt- ustu postuQínsverksmiðjur heims, gífurlegt verk- smiðjubákn. Þar vinna/ mörg hundruð manns að fjöldafram- leiðslu á postulini, framleiða um 1,2 milljónir stykkja á mán uði og gætu framleitt mun meira. Þýzkir bankar eiga nú meirihluta I fyrirtækinu. Ros- enthal yngsti á aðeins 10% I fyrirtækinu, enda hefur hann lítinn áhuga á þvi; þegar við skoðuðum verksmiðjuna var m.a. verið að framJeiða kosn- ingaplatta eða veggskildi, sem á stóð: „Der Fortschritt ist eine Schnecke. Búrger fúr Brandt"; þ.e. „Framfarir eru snigill. Borgarar fyrir Brandt“. Og undir þessum ósköpum stóð eig in hendi: Gúnter Grass. Schnecke merkir snigil og kemur orðið fyrir í titli síð- ustu bókar Grass, sem út kom rétt fyrir kosnirigarnar. Rosenthail er þingmaður SPD, eða þýzkra jafnaðarmanna, og nú kom verksmiðjan allt í e'inu í góðar þarfir: handverkið hef- ur smám saman þokað fyrir gróðasjónarmiðinu' og fjölda- framleiðslunni — og nú síðast áróðrinum. Hutschenreuter er einnig í Selb, rtánast hinum megin við götuna, og er enn rekin með það fyrir augum, að postulán- ið sé ekki framleiðsla, heldur handveirk, list. Þannig eru báðar dönsku postulínsverksmiðjurn- ar, Bing og Gröndahl og Kon- unglega postulínsverksmiðj- an, einnig reknar enn í dag. List Hutsdienreuter, sem var stofnað 1857 eða nær öid síð- ar en Konunglega postulíns- verksmiðjan, er enn varðveitt af kostgætfni og safn verksmiðj unnar er ógleymanlegt lista safn eins og söfn Bing og Gröndal og Konunglegu verk- smiðjunnar. 1 Hutschenreuter er nú unnið að því að fram- leiða nýja efnasamsetningu postulíns og er árangurinn að koma í Ijós: postulínsfuglar af m Lisa Kreitmeier, hin unga lista- kona, sem frá er sagt í grein- inni. ýmsu tagi og í öllum regnbog- ans litum og engu likara en vængirnir séu úr ekta f jöðrum, en ekki postulíni. Gunther Granget heitir sá, sem hefur íundið upp þessa nýju aðferð, og á hún áreiðanlega eftir að ryðja sér til rúms víðar. XXX Kínverjar fundu upp postu- lín á 6. öld að sagt er og varð- veittu samsetningu þess eins og hernaðarleyndarmál öldum saman. Um 900 drukku þeir almennt te úr postulíns- bollum. Marcó Póló flutti slLka muni til Feneyja um 1300, en það var ékki fyrr en 200 ár- um síðar sem portúgalskir sæ- farar komu heim með postulín til rannsóknar og mörg ár liðu enn, þar til’ Evrópumönn- um tókst að Qæra þennan hvíta galdur. Það sem tréskurðarlist er Suður-Bæjern, er posfcuílíns- listin Norður-Bæjem. Sem sagt: fjöldaframlelðslan hefur ekki heltekið Fránka- land, frekar en túrlsminn Suð- ur-Bæjern. x x x Listamaðurinn ungi frá Fránkalandi, Neukamp, sem ég hitti í Oberammergau, teiknar allar sánar myndir. Þær eru frumlegar og athygíisverð- ar. Engu likara en þær séu máiaðar. Þær eru rifnar út á sýningum í Múnchen. Hon- um finnst uppörvandi að vinna að list sinni í Oberamm- ergau. Og þótt undarilegt sé, á hann sér draum sem heit- ir: Isllande, eða: Islant, eins og stendur í Niflungaljóði. Ég gaf honum bækur frá Islandi og einn góðan veðurdag ætlar hann að koma. Vonandi kemur Lisa Kreit- meier einnig. Naívismi hennar er upplifun Bæjems og Alp- anna með sérstökum hætti. Eins og kirkjulistin er fagnað- arboðskapur Krists, þannig lýsa myndir Lisu Kreitmeier fögnuði fólks og þjóðlífs i Ammertal: barasleg gleði, innri fögnuður, fersk skynjun, sem kehiur á óvart, á ekki að vera húmor, en verkar á hlát- urtaugarnar eins og hjá Þór- bergi. Barnið tekur sinn heim alvarlega, og það geira naívist- arnir líka. En Lisa Kreitmeier á einnig í brjósti sínu þann fögnuð, sem kirkjurnar bera vitni: hún er kaþólsk, trúuð, en óttast Franz Jósef Strauss. Sem sagt: næst- um iþví fuilkominn Bæjari! XXX Neukamp fæddist 1 Hof á landamærum Tékkóslóvakiu og Þýzkalands, skammt fyrir norðan Selb: „Ég fæ innblást- ur hér í Ammertal,“ segir hann. „Hér gnæfa fjöllin yfir dalinn og hér eru fleiri stjörnur en annars staðar, af þvi að himinn- inn er þrengri." Og hann bætir við: „Ég hef alltaf hugsað um Is- land frá þvi ég var drengur. ísland er draumur fyrir mér. Mig hefur alltaf iangað til að upplifa það sem veruleika, þá mundi ég teikna stóran himin og viðáttur." Nú er hann að undirbúa sýn- ingu í Múnchen og verið er aö skrifa bók um 'landslagsmálara í Bæjern — og auðvitað er fjaliað um hann þar. Hann sel- ur tei'kningar sínar á 500—1000 mörk, svipað verð og er á mál- verkum Lisu Kreitmeier. 1 myndum hans eru oft vegir upp fjaHshliðar, „strik sem eru mér ástriða," aldrei fól'k: veg- ir rissaðir að krossi á fjalQs- toppi. Myndir hans eru hlut- kennd afstraktlist: fram- hald, þar sem flestir Ðláu riddaranna hættu. Nútímalist á margar kvíslar sem betur fer. „Þessar myndir eru allar ævi- saga mín,“ sagði Ernst Neu- kamp. „Og Islland draumur minn. Drengur las ég fom-ís- lenzkar sögur. 1 huga mínum var fsland land guðanna. Ég ætla þangað einhvern tíma.“ Hræddur er ég um, að 'hann hitti fáa guði, en iandið er nógu góður guð íyrir hvem sem er. Reiður guð stundum. XXX Lisa Kreitmeier 'hefur aftur á móti þá ástriðu að mála fóik, ekkl Sízt í Qandsiagi. Hún seg- ir að franski naívistinn Hector Trotin, látinn fyrlr nokkrum árum, hafi haft mest áhrif á hana, hann einn. Og ekkert minnist hún á Bosch, áem all- ir taia nú um og málaði skritn- ar myndir fyrir mörgum öldum, sem vekja heimsathygli. Bosch, sem var uppi á miðöld- um, hefði allveg eins getað ver- ið að mála á vorum dögum, því að popppöddurnar hans og „ástleitnin“ í hrunadansi mynda hans er sú sama og við þekkjum af myndum yngstu málara eins og Erró. „En ég 'hafði málað mörg ár, áður en ég kynntist myndum Trotins," bætti Lisa við. „Einnig málaði ég Qöngu áður en ég sá myndir eftir Henri Rousseau. Ég þekkti bara af- straktmálara, Paul Kiee og aðra af hans skóla og svo auð- vitað alþýðulistina hér í Bæj- em. Ég veit, að í myndunum mínum er allt bæjerskt: landið, fólkið, litirnir." f Mynd- um Trotins er allt aftur á móti franskt. í myndum Lisu Kreit- meier er blái bæjerski fáninn við hún en í myndum Trotins franski fáninn. Þau hafa gam- an af að mála fána, öll börn máQa fána. í myndum Trotins eru oftast litlir hundar, oft hvítir. „í m'ínum myndum eru oft tveir hiaupandi drengir," segir Lisa Kreitmeier og bros- ir. Þau Kreitmeierhjónin eiga einn son, Vidius, 15 ára. „ „Þetta sýnir að þú hefur viljað eign- ast tvo syni,“ segir Tony, mað- urinn minn,“ — sem sjálfur er málari, en varð að hætta að standa við grindina, vegna þess að hann særðist á fæti í stríðinu. Nú sker hann út i tré og er einn færasti fulltrúi ibæj- erskrar tréskurðarilistar, eink- um þekktur fyrir sitt finlega hand'bragð. Þau eru bæði ákafir fyigis- menn Willy Brandts og vi'lja fyrir hvem mun komast hjá átökum við kommúnistaríkin. Hann gagnrýnir kirkjuna og auðvald Þýzkalands og Amer- íku, segir að Þýzkaland sé amerisk nýlenda (!), em 'hann ann þýzkri aQiþýðulist, aiilri list og vill að listamenn stjórni heiminum. Lisa Kreitmeier hélt sýningu i Bratislava, Tékkóslóvakíu í haust. „Fólkið í Tékkóslóvakiu 'hefur gefizt upp,“ sögðu þau, þegar þau komu heim. Og sízt af öilu óska þau eftir sama ástandi i Vestur-Þýzkalandi og nú rtkir í Tékkóslóvakíu. „Eruð þér trúaðar," spurði ég Lisu. „Já, auðvitað," svaraði hún. „Kristin trú er hluti af mér, hví skyldi ég afneita því? Það er 'hægt að vera kaþólskur, þótt Franz Jósef Strauss sé það einnig!“ Og hún ibætir við: „Ég var uppalin í trúariegu umhverfi." „Hvað hefur trúin gefið yð- ur?“ spurði ég. „Öryggi," svaraði hún. Maður hennar brosti, það var jákvætt bros. „Það er gleði í myndunum yðar,“ sagði ég. „Hún er sprottin af öryggi," svaraði hún. „Og þeirri von, að mér hafi tekizt að varðveita það bamsQega í brjóstl mínu.“ Lisa Kreitmeier var 10 ára, þegar pósturinn kom með bréf- ið að dyrum móður hennar í striíðinu, þess efnis að föður hennar væri saknað. Iiann hef- ur aldrei komið íram. Hann var veiðimaður eins og faöir hans, sem þekkti Lúðvik II. Bæjara- konung og bar til hans hlýjan hug, eins og allir á þessum sQóðum. „Við höfum fenglð að vita, að faðir minn barðist í Finnlandi," segir hún eins og við sjálfa sig. „Þar fréttist síð- ast til hans.“ Við fórum í þjóðlistarsafnið í Oberammergau, Heimatmuse- um, með Lisu Kreitmeier. Þar sáum við m.a. bæjerskar hint- erglasmyndir, eða glermyndir. Nú er hætt að mála sQdkar myndir; auk þess jötur og ann- an ■ útskurð: safn dýrðlegr- ar alþýðulistar. Úti blasti svo við okkur PíiatU'sarihúsið í allri sinni auðmjúku dýrð. En inni í seifninu jötur og tréskurður: Kristur á krossi, María, Jósep og englar — sem fólk lét hanga í Herrgottswinkel, eða herra- guðshorninu, í stofum sinum. „GamaQt hús, eða ölQiu heid- ur gamall sveitabær stóð rétt hjá Pi'latusarihúsinu," segir Lisa Kreitmeier. „Og þegar skrið- drekar Bandariíkjamanna fóru um göturnar í Oberammergau í lok strfðsins, hrundi húsið, en herraguðshornið stóð eftir óskemmt. Margir trúa því enn að það hafi verið fyrir kraftaverk." XXX Þau eru mörg krafta- verkin sem hafa gerzt i Bæj- em, þar sem Bláu riddaramir tókust á við timann. Stunduðu burtreiðar við forna arfleifð og fordóma samtíðar sinnar. Reistu nýja veröld á gömlum grunni. Okkar óhlutkenndu veröld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.