Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Side 4
Saga í sjö þáttum eftir Hrafn Gunnlaugsson 1. hluti I. kafli Eins og að framan segir, náði sögusviðið yfir allt svæðið norðan við heimskautsbauig: Dönsk læknisdóttir skríður yfir Norðurpólinn í leit að unn usta sánum sem er í höndum mannræningja í Kanada. Á leið inni yfir heimskautið lendir hún í aðskiljanlegum ævintýr- um: Berst við ísbjöm, drepur hjörð villihunda, dettur tvisv- ar fram af hengiflugi óg þrisv- ar í jökulsprungur. 1 lo.k hvers kafla reyna óupplýstir Eskimó ar að nauðga henni, en 'þegar þeir hafa togað hana úr brók- inni, snýr hún á 'þá oig steypir þeim fyrir björg eða drekkir þeim í Ishafinu. Aukreitis sef ur hún fáklædd úti á stórhríð og á í höggi við blóðþyrstan rostung. En hvað se'm á dynur, liður henni ekki úr hugskoti dreymið augnaráð hans og hvít ar vísindamannshendumar. Svaðilförinni iýkur með því að hún bjargar unnusta sinum og gengur að mannræningjunum dauðum. Þá kemur í ljós að ræningjarnir eru Kínverjar sem undirbúa eyðingu Evrópu og ætla að bræða Grænlands- jökul til að skapa nýtt Nóa- flóð. Læknisdóttirin og unn- usti hennar finna að síðustu íiugvélarflak á isnum fullt af gulli og ílytjast aftur til Dan- merkur í ást og sæiu. Ég sat upp á Landsbóka- safni og átti fullt á fangi með að halda huganum við þýðing- una. Þetta var dönsk fram- haldssaga sem eitit dagblað- anna hafi keypt réttinn að. Ég lagðist fram á borðið og lét hugann reika: Vegna kuldans og frosthörkunnar hefst grið- arlegur hárvöxtur á líkama læknisdótturinnar svo að hún kafloðnar eins og útigangs- hross. Þegar unnusti hennar sér þetta ferlega óargadýr hlaupa að sér með útbreidda hramma, grípur hann hagla- byssu og lógar unnustu sinni fyrir misskilninig eins og Óþelló. Ég lauk þýðingunni með erf iðismunum og las siðan próf- örk að enskri vikublaðagrein sem nefnd'st Listin að kv’ppa hundum. Klukkan var langt gengin i átta þegar ég yfingaf Lands- bókasafnið. Eftir að konan mín dó kveið ég iðulega fyrir að koma heim á kvöldin. Heima minnti allt á hana og einmana- leikinn varð enn sárari. Stundum fann ég svo sterkt til nálægðar hennar, að ég gerði mér ferð fram í eldhús til að ganga úr skugga um að ég væri einn í íbúðinni. Tómieik- inn hvelfdist yfir mig eins og dýflissa og ásæknar minninigar ólu á eirðarleysi mínu. Tæki ég mér eitthvað fyrir hendur leit- aði sama spumingin á mig: Til hvers? Til hvers ertu að þessu? — Og ég þeytti frá mér hálfkláruðum verkefnum. Fiúði úr húsinu. Mér varð ónotalega við þeg- ar ég rak augun í sendibréf i forstofunni. Það var tii mín. Þó utanáskrifin væri vélrituð var ekki laust við að bréfið kæmi mér kunnuglaga fyrir sjónir. Póststimpillinn reykvískur og frá deginum áður. Umslagið gráhvítt og af algengustu igerð. Sendandi hafði ekki hirt um að setja nafn sitt aftan á. Á vél ritaðri örk af stærðinni A4 var eftirfarandi texti: Reykjavik 8. nóvember ‘71 Hreindýrið mitt! Ævitámar eyðast. Senn bera dægrin spurnir af dauðanum. Af hverju ertu alltaf að þessu drepleiðinlega kjaftæði í Út- varpinu? Hver hefur áhuga á rómverskum heimilisiðnaði eða býflugnarækt? Andiausara þrugl hefur aldrei heyrzt. Hættu að kveljia Miustentíur og haltu þig við þessar ómerki- legu þýðingar sem þú slettir út um allt. Vandræðakerlinigar eins og þú eiga engan itilveru- rétt. Skorkvikindi eru alls stað ar til ama. Þeim ber að eyða. Ég hef ákveðið að koma þér fyrir hið blóðþyrsta kattarnef. Eirtu ekki ánægður? Ha! Læt heyna í mér fljótlega. Færi þér dauðann eins og gular tenn- ur. Deyja drottins sauðiir. Deyja hálffrændiur. Virðingarfyllst, Veiðimaðurinn II. kafli. Átti þetta að vera brand- ari? Saklaus igrikkur? Eða var einhver að reyna að hræða mig? Hver þá? Saamast sagna eru kunningjar mínir í Reykja vík færri en fingur annarrar handar. Bemskuvinir mínir eru aillir á Seyðisfirði eða Ak- ureyri. Og sá sem fæst ein- göngu við þýðingar eignast ekki vinnufélaga. Ég og konan mín vorum sjálfum okkur nóg. Auk þess er ég á þeirri skoð- un að maður elgnist ekki vini eftir tvítugt. Það eru bara kunningjar. Og kunningjar eru bara að hafa gott af manni. Annars væru þeir ekki kuinin'inigjair manns. Nafnlaus bréf bera með sér einhvern óhugnað. Eitthvað óhreint. Það er eins og að skjóta imam'n' í bakið tái' eið kom ast hjá að horfa framan i hann. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hver átti sökótt við mig? Ég hef ekki igert á hlut nokkurs manns. Ekki drepið svo mikið sem skorkvik indi. Voru þessar ásakanir nokkuð annað en öfund? Hann öfundaði mig vegna útvarps- þáttanna. Hann — hver? Nei, þetta haut að vera grin! Grín? Gat verið um alvöru að ræða? Hótun? Nei. Myrkrið var skollið á þegar ég settist upp í leigubíl með viskibragð í munninum og til- kyniniti brosamdi: Hótel Loft- leiðir. III. kafli. Regnbogaljósin tindra. Tón- lisitin byiigjast. Þú svífur um háð sveigótta haf, ilaufaður, ljúfleg ur. Faðmar adla og kyssir. Bréf ið löngu týnt og tröllum gefið. Hráskiinm daiganna freyðandi eins og Afródite. Og nú geng- ur þú blómkvistur í dansleik. Yfir ólgandi úthöfin skara frei gátur með skínandi trjónur og irismiklar gnoðir myija ölduna umdir glæstum brjósbum. Frá bari til bars berst hið straum- þunga fljót. Og kvenlegt meyj arhljóð umvefur borðfagrar skeiðir og hlýrdreyrðar gsCieið- ur. Þú ert hjálmkvik hetja. Eðallyndur kappi. Útvalinn af hinni rósfinigruðu morgun- gyðju til eilífs sigurs. — Fyrst nauðgaði hann mér, síðan fórum við i göngutúr og þá nauðgaði hann mér aftur. — En gasalagt, hvað sagði Nonni? — Nonni! Ég lét hann sko heyira það að ef h'ann gerði þetta aftur segði ég honum allt. —- Hverj um? — Nú Nonna, skilurðu. — Já, ég skil, ég skil. Tvær laufléttar igaleiður dón uðu við barinn og töluðu um einhvern Nonna. Nonni, Nonni Nonni — Nonni frelsishetja! Mér Mó hugur. Ég kæröi imdg kollótitan um alla Nomna. önn- ur freigátan var irauðhærð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.