Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Blaðsíða 7
Hún fór að vera með einum skólatrræðra sinna, Peter Han- sen. Hann var sonur danskra innflytjenda. Dag nokkurn ætl aði hann yfir igötu til að hitta Libby hinum megin igötunnair. Um leið kom bíll akandi, keyrði á Peter og hann dó sam stundis. Þetta var árið 1922 og öll umferð mjög hófsamleg. Pet er hlýtur að hafa séð bílinn langt að, þar sem engin önnur farartæki né fólk var á göt- unni. Það var ómögulegt að út- skýra þetta slys. Eitt vitnanna að atburðiiniuim ilýsiti hon'um svona: „Ég sá Peter Hansen ganga út á götuna. Það var eins og hann væri dáleiddur af Libby Holman; hann starblíndi í átt til hennar, aiiveg eins og það hvarílaði ekki að honum að eitthvað annað væri ti)l 4 heimiiinum.“ Tæpu hálfu ári síðar hóf Libby samvistir við Joseph Chalmer, sem var 18 ára. Dag nokkum keyrðu þau niður að ströndinni til að synda með nokkrum félögum sinna. Chalmer stakk sér í 10 metra hæð Oaf 10 metra sundpalli), og þar sem hann kom ekki upp úr aftur köfuðu hinir ungu félagar hans til að bjarga honum. En það var of seint. Hann var látinn, þegar þeir að lokum fundu hann og komu honum upp úr sjónum. Hann hafði hálsbrotnað, þegar hann skalll með höfuðið á 'ha.fsibotn- inn. Að sjálfsögðu voru ill örlög þarna að verki, en engum datt í hug að setja þau i samband við dularfull áhrif frá Libby Holman. En það einkennilega gerðist, að vinir hennar tóku að forðast hana, eins og þeir væru hræddir við hana. 19 ára gömul fór Libby að vinna hjá fyrirtæki í Cincinati. Þetta var mikið uppgangsfyrir tæki og henni var tekið með virktum innan þessa blómlega fyrirtækis. En innan nokkurra mánaða komst fyrirtækið í mik il fjárhagslag vandræði og inn an árs var það komið á haus- inn. Li'bby iserð'eit mú e'inkariitari keðjufyrirtækis, sem verzlaði með skó. Fram að þessu hafði verzlunin mokað inn pening- um, en stuttu eftir að Libby hóf að vinna þarnai varð ágre'n invúr m'M skófraimleiCsn'd- anna og fyrirtækið varð að loka. Sonur eins forstjóra fyr- irtækisins, hinn 27 ára Harold R. Benjamin, hafði fengið áhuga fyrir Libby og fór að bjóða henni út. Tveim mámuð- um síðar fórst hann í bílslysi. Hann var einn í bilnum, sem keyrði út af rétt hjá gljúfrum og hafnaði á gilbotninum. Eng inn annar átti þátt i slysinu og það var ekki vindropa að finna. í blóði ihams. Það varð aldrei útskýrt hver var ástæð- an fyrir þessu slysi. Engum er ljóst, hvort það var farið að renna upp fyrir Libby að henni höfðu ver- ið sikömið sérstök óiham- imgjuönlög. AMavegana gaf hún engum skýringu á því, hvers vegna hún allt í einu fór að leita fyrir sér sem blues söngkona. En að sjálfsögðu hefði menntun hennar getað hjálpað henni til að vinna fyr- ir sér á annan hátt. En þetta ætlaði að takast. 1 'k»k Elniniars tugar ailidiarinnar hafði hún náð fótfestu á Broadway og var orðin þekkt sem góð söngkona. Og frá ár- unum 1928—32 var hún á topp inum. Hún kom fram með fræg um leikurum, eins og Fred All en og Clifton Webb — en var sjálf númer eitt, en þeir næst- ir á eftir henni að vinsældum. Árið 1931 varð hún 25 ára og nokkrum vikum siðar hitti hún tvítuigan mann að nafni Zachary Smiith Reyn'olds, erf- ingja að miltjcai'um Reynolds tó baksfyrirtækisins. Zachary bað Liibby, jafnvel þóft honum væri vel Ijóst, að foreldrar hans myndu aldrei þola söng- konu, sem þar að auki klædd- ist ögrandi, flegnium og sditnum kjólum. Þau voru gefin saman í mestu kyrrþey og enginn komst að þessu fyrr en 5. júli 1932, þegar Zachary Smith fanaist dauður af skammbyssu skoti í hjartastað. Þetta átti sér stað eftir mikla veizlu sem haldin var í herlegri einkahöll Reynolds fjölskyldunnar í Winston-Salem í Norður-Karó- linu. Við hlið liksins lá Libby, sofandi — en við beztu heilsu. Daginn eftir voru Libby og Alfred Walker, sem áltinn var bezti vinur hins látna, ákærð fyrir morð. Þeim var haldið í varðhaldi og vair tilkynnt, að hvorugt þeirxa yrði látið laust gegin laiuisinaingjiaildi. Ákæruva'ld- ið lét þau þó laus, með sem- ingi, gegn lausnargjaldi að upphæð 50.000 dollurum (um það bil 350.000 ikrónur dansk- ar). Lausnargjaldið var borg- að 'um leið og dómairinn kvað upp úrskurðinn. Og jafnvel þótt Reynolds fjölskyldan heimtaði, að Libby og Wa'Jiker yrðiu kærð fyrir morð lét lögreglan málið niður falla vegna þess, hversu sönn- unargögnin voru í pottinn bú- in, eins og það vsr kailað. Li'bby reyndist þá vera ófrisk og fjór um m'ánuQum eftir dauða eig- inmannsins fæddist henni son- ur, sem var slkírður Ohristoph- er. Svo er sagt — en ekki er fullt mark takandi á því — að þegar barnið fæddist í lok árs- ins 1932 hafi móðir Reynolds sent L'íhby ibráif, þair sem stóð: „Ég ósika þess, að sonur þinn fáí hjarta þitt til að bresta, eins og þér tókst að láta mitt hjarta bre?ta,“ og siðar í samia bréfi: „Þú mumit misisa son þinn, alveg eins og ég missti minn af þinum völdum.“ Seytján árurn síðar — í júlí 1949 — fór sonur Libbyar í bjargsig með nokkrum félög- um sínum í Kaiifomíu. Christ- opher var vel þjálfaður i bjarg sigi. En þegar hann var kom- inn í 30 metra hæð missti 'bainn fótifes'tiuma, ramn nið- ur og hálstoro’tmaði Hann var látinn, þegar féla'gar hans komu að honum. Libby voru tilkynnt hin sorg legu tíðindi. En nú var hún giift manni að nafni Rs’.ph Holimes. Holmes var mjög ástfanginn af Libby. En henni leiddist að sitja heima, en hann vildi taka því rólega. Þess vegna fór hún sínar eigin leiðir. Að lokum skildu þau og Libby sagði hon um blátt áfram, að hún væri ástfangin af öðrum en honum, að hún myndi aldrei koma til hans aftur og krefðist löglegs skilnaðar. Morguninn eftir fannst Holmes látinn í rúmi sínu. Á 'gólfinu við hliðina á rúmi hans var pilluglas, sem I höfðu ver ið 50 svefntöflur. Lögreglan ákvað að um sjálfsmorð væri að ræða. Eftir dauða Hci;mes reyndi Libby að koma aftur fram op inberiega og synigja þjóð- söngva. Hún söng inn á hljóm- plötu, sem hún nefndi „Amar- ieana“. En henni tókst ekki að ná sömu vinsældunum, sem hún hafði á öðrum tug aldar- innar. Negrasöngvarinn Josh White, sem var sérstakur í túlkun sinni á amerískum þjóð söngvum, reyndi að hjálpa henni og kynna hana og henni tókst að ná vinsældum í nokkr um borgum. En örlögin — eða hvaða nafni sem menn viija nefna það — settu alltaf fyrir hana fótinn. Tvisvar sinnum á árunum 1953—55 varð hún ást fangin en toáðir mennimir dóu á hryllilegan hátt. Annar, sem yfirgaf konu og toöm í von um að geta skilið i fljótheitum til að giftast Libby var skotinn til bana af ræningja, þegar hann reyndi að koma í veg fyr ir innbrot i vínverzlun; hinn, sem var 60 ára gamail, skaut sig sjálfur í ennið, eftir að Libby hafði lofað að giftast honum, en yfirgaf hann svo vegna yngri manns. Eftir d'aiuða Momtigomery Clifts í júli 1966 sagði Libby á blaðamannafundi: „Ég verð að horfast i augu við þá stað- reynd, að það hvilir leynd og óhugnaður yfir mér . . . ég hlýt að vera mikill óhamin'gjufugl. Hvað eftir annað hefi ég reynt að sannfæra sjálfa mig um, að þeifcta séu afflt tlliviljianlr. En þær eru of margar, þessar tilviljan- ir. . . sorglegir atburðir eru svo miairgir I Ufi mínu, að ég er farin að trúa því sem sagt var við mig fyrir löngu síðan: Ég er fædd undir óheilla- stjömu og þeir menn, sera binda trúss sitt við mig fá hræðiteg örlög.“ Árið 1967 varð hún skyndi- lega mjög trúuð og hafði sam- band við prest og spurði hann, hvort mögulegt væri að kveða ilia anda niður í fólki eins og þeir væru kveðnir t.d. niður í húsum, þar sem reimt væri. Hún var þess fullviss, að hún væri heltekin illum öndum. Presturinn gerði afflt sem á hans valdi stóð, messaði og las 'báfct iupp úr Biblíiunm, stökkti vígðu vatni yfir hana og gerði allt sem hugsazt gat til að fá hina illu anda til að taka sér bólfestu einhvers staðar annars staðar. Siðan sagði hann henni að halda heim til sin og reyna að helga sig vel- gjörðamálum. Libby Holman kom fram í síðasta skipti sem blues-söng- kona árið 1968. Henni var mjög vel tekið. Áheyrendur voru 2000. Einn gagnrýnend- anna skrifaði eitthvað á þessa leið: „Ennþá býr ungfrú Hol- man yfir sinni sérkenrdlega dimmu, hásu og seiðandi röddu.“ Hún hafði kynnzt listmálara að nafni Louis Schanker, hann var ári eldri en hún og bað hennar. Þá rakti hún alla sína hryggðarævisögu. Þau héldu saman til prestsins, sem hafði reynt að fæla burt alla illu andana, sem höfðu fylgt Libby og hann sannfærði Libby um, að hin hræðilegu örlög, sem hingað til hefðu fylgt henni væru úr sögunni. Því næst ját aðist hún Schanker og ákvað að taka giftingartilboði hans. Þau settust að i hinni dýrð- legu höll hennar með 18 her- bergjum og sölum í Stamford, Conn. 1 samræmi við loforð sitt „til Guðs“, eins og hún orðaði það, þar sem hún ákvað að helga sig veiigjörðar’máliefn'U'm, ef henni ætti að takast að lifa Framh. á bis. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.