Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Page 2
Júnídagur árið 1000. A Þing- velli við öxará hefur Alþingi ís- lenzka þjóðveldisins staðið yfir í nokkra daga. 1 sjö áratugi hefur þetta þing komið saman á þessum stað tvær nóttlausar júnívikur sumar hvert, og oft hefur þar mannmargt verið, því að þangað sækja ekki aðeins þeir 145 menn, sem þar eiga sæti i lögréttu. Þær vikur sem það stendur yfir er Þingvöllur allsherjar samkomu- staður Islendinga, ungra sem gamalla, er þangað streyma hvaðanæva að af landinu til að sækja sér fróðleik og skemmtun, sýna sig og sjá aðra. En þennan júnfdag er þar mannfleira en nokkru sinni fyrr og þar ríkir mikil spenna og eftirvænting. Fyrir þessu þingi liggur að taka ákvörðun, örlagaríkari en það hefur nokkru sinni áður tekið, ákvörðun um það, hvort ríkja skuli í landinu framvegis heiðinn siður eða kristinn. Enn eru þeir fjölmennari, sem á Óðin trúa, en kristni hefur unnið mjög á upp á síðkastið og í hópi boðbera hins nýja siðar eru allmargir hinna yngri og framgjarnari höfðingja. Sérkennilegur þingstaður er Þingvöllur, svo að ekki á sinn líka: Grösugir balar fram með Öx- ará, skammt þar frá sem hún rennur út i Þingvallavatn, stærsta stöðuvatn landsins, og uppfrá völlunum til vesturs aflíðandi hraunbrekka. Sú brekka endar í austurvegg mikillar hraungjár, Almannagjár og rís blakkur, þverbrattur vesturveggur hennar hærra miklu en austurveggurinn og bergmálar það, sem sagt er á hraunbrekkubrúninni, en þar er Lögberg, þar sem æðsti maður þingsins, lögsögumaðurinn, skal á þremur sumrum segja upp í áheyrn þingheims hin óskráðu lög landsmanna, þriðjung lagabálks ins sumar hvert, og lögréttan ger þær breytingar á lögunum, sem æskilegar teljast hverju sinni. Umhverfi þessa þingstaðar er allt mótað af ungri eldvirkni og umbrotum í jarðskorpunni. Ut frá völlunum til austurs og norðaust- urs breiðist mikil hraunslétta.vax- in birkiskógi og kjarri og sett gapandi sprungum, sumum fyllt- um til hálfs af kristaltæru vatni, en þessi slétta og Þingvallavatn sunnan hennar eru umlukt meir en til hálfs af eldfjöllum, mis- gömlum og margra gerða. og ber þar hæst í norðaustri fagurskap- aða dyngju, Skjaldbreið. 1 suð- vestri stiga reykir upp frá leir- hverum í norðausturhlíð Hengils. Það er gott veður á Þingvelli þennan júnídag. Hægur andvari ber reykelsisilm yfir þingstaðinn utan úr hrauninu, þar sem kristn- ir menn hafa látið syngja messu. Þeir ganga sfðan til Lögbergs með klerka í fararbroddi berandi krossa og aðra helga dóma. Þeir flytja mál sitt skörulega á þing- inu, en ekki gengur saman með þeim og enum heiðnu.og fer svo, að kristnir menn og heiðnir segja sig úr lögum hvorir við aðra. Hið unga lýðveldi er á barmi trúar- bragðastyrjaldar. En í þessu — svo vitnað sé orðrétt í forna heim- ild um þennan atburð: „kom maðr laupandi ok sagði, að jarðelldr var kominn í ölfusi, ok mundi hann laupa á bæ Þórodds goða“. Þá tóku heiðn- ir menn til orða: „eigi er undr í at goðin reiðist tölum slíkum“. Þá mælti Snorri goði: „um hvat reiddust goöin þá, er hér brann hraun þat er nú stöndum vér á“? Hinum heiðnu höfðingjum varð orðfall. Rúm aldar reynsla Islend- inga af eldfjöllum landsins hafði kennt þeim það mikið í eldfjalla- fræði, að hverjum manni, sem þarna var staddur, var ljóst, að hann stóð á fornu hrauni, runnu fyrir Islandsbyggð. Kaldranalegt tilsvar Snorra goða, sem enginn frýði vits, lægir tilfinningahitann, skynsamleg yfirvegun fær að ráða og Alþingi árið 1000 lýkur með því að samþykkt er, að vísu með málamiðlunum svo sem tíðkast um þingræðislegar samþykktir, að allir íslendingar skuli héðan í frá kristnir vera. 20. júlí 1783, sunnudagurinn fimmti eftir trinitatis. Staðurinn er Kirkjubæjarklaustur, fornt höfuðból í hjarta sveitarinnar Síðu, einnar hinnar veðursælustu á Islandi. A því býli er sérstök helgi, því að það er eina land- námsjörð á íslandi, þar sem talið er, að aldrei hafi heiðinn maður búið. 1 kaþólskri tíð var þar nunnuklaustur vígt heilögum Benedikt. Rústir þess eru löngu komnar í mold, en þar nærri sem það stóð, á grasflöt sunnan undir þeim fagursköpuðu móbergs- hömrum, er skýla Síðubyggðinni í norðanátt, stendur sóknarkirkj- an, torfkirkja fornfáleg og þeygi rismikil, grasi gróin sem vellirnir í kring. Þar er nú verið að messa. Trébekkir hennar eru þéttsetnir fólki, flestu tötralegu og mæddu, er hlustar með andakt á prédikun sálusorgara síns, séra Jóns Stein- grfmssonar. Þessi messa séra Jóns lifir i íslenzkri sögu sem „eld- messan". En það var ekki eldur helvftis, sem hinn andríki og siða- vandi kennimaður hafði að ræðu- efni þennan sunnudag. Hann tal- aði um þann jarðeld, þar hraun- flóð, sein þá hafði að segja mátti f fjörutíu daga og fjörutíu næt ur flætt upp úr 12 km langri sprungu, sem opnazt hafði á hvftasunnudag 8. júní inni á af- réttinum suðvestur af Vatnajökli. Þetta hraun flæddi niður gljúfur Skaftár og út yfir sveitirnar niðri á undirlendinu suðvestur af Kirkjubæjarklaustri, Síðu og Meðalland, meira hraunflóð en mannlegt auga hafði nokkru sinni litið á jörðinni síðan sögur hófust. — Síðar hefur verið reiknað út, að meðalrennsli frá eldstöðinni, sem hlaut nafnið Lakagfgar, hafi i þessa fjörutíu fyrstu daga verið meira en tvöfalt rennsli Rinar- fljóts við ósa. Heilar kirkjusóknir voru horfnar að mestu undir hraunbreiðuna, jörð svört af ösku og í lofti bláleitt mistur megnað megnustu ólyfjan brennisteins, flúors og klórsambanda, svo að í sveitum næst eldstöðvunum máttu menn stundum vart draga andann, gras gulnaði, blöð skrælnuðu og féllu af trjám, kvik- fénaður drapst unnvörpum og hungursneyð vofði yfir. Dagana næstu fyrir þessa messu hafði hraunið flætt austur eftir farvegi Skaftár í stefnu á Kirkju- bæjarklaustur og þótti auðsætt, að héldi það áfram með sama hætti yrði þetta síðasta messu- gjörðin í þessari kirkju. Fyrst eft- ir að gosiö hófst hafði hinum siða- vanda klerki þótt sem hér væri um að ræða -réttlátan refsidóm Jahves yfir syndum spilltum sóknarbörnum hans, en nú var réttlætiskennd hans löngu nóg boðið og hann bað þess heitt, að þessum hörmungum mætti linna. Og er kirkjugestir komu út úr kirkjunni að messu lokinni sáu þeir sér til undrunar og mikillar hugarhreystingar, að á meðan á messunni stóð hafði hraunrennsl- ið austur eftir farvegi Skaftár

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.