Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Page 6
UR SÖGU SKÁKLISTARINNAR Eftir Jón Þ. Þór ÓLYMPÍUMÓT i skák var haldiS í þriðja skipti i Ham- borg árið 1930 og voru íslendingar þá á meðal þátttakenda í fyrsta skipti. íslenzka skáksveitin, sem var skipuð þeim Eggert Gilfer, Ásmundi Ásgeirs- syni, Einari Þorvaldssyni og Jóni Guðmundssyni, stóð sig eftir atvikum vel og lenti i 15. sæti af 18, hlaut 22 v. Röð efstu sveit- anna var þessi: 1. Pólland 48’/2 v, 2. Ungverjaland 47 v., 3. Þýzkaland 44’/2 v., 4. Austurriki 43’/2 v., 5. Tékkóslóvakía 42 V2 v. Þetta var fyrsta ólympíu- skákmótið, þar sem eng- inn dró í efa þátttökurétt atvinnumanna og þar af leiðandi fyrsta mótið þar sem flestir sterkustu skák- menn heims voru á meðal þátttakenda. Á meðal frægra stórmeistara, sem þátt tóku i mótinu, má nefna Aljekín, Rubinstein, Tartakower, Marshall, Kashdan, Maroczy, Sámisch og Sultan Kahn. Aljekin tefldi fyrir Frakk- land og vann allar sínar skákir, átta að tölu. Á 1. borði fyrir Pólland tefldi Rubinstein og hlaut 15 v. úr 17 skákum. Þegar litið er til þess, hvílikir stórlaxar skipuðu margar sveitirnar verður frammistaða íslending- anna að teljast mjög góð. íslendingar höfðu aldrei tekið þátt í slikri keppni áður og voru flestir lítt reyndir i keppni á erlend- um vettvangi. Hæsta vinn- ingshlutfall íslendinganna hlaut Einar Þorvaldsson, 7’/2 af 17, en frammistaða Eggerts Gilfers, sem tefldi 14 sinnum á 1. borði, verður þó að teljast bezt, en hann hlaut 6V2 vinning af 17. Til skýringar skal þess getið, að á þessum tíma voru ekki fastar regl- ur um borðaröð keppenda eins og nú tíðkast. Við skulum nú líta á eina skák, sem Eggert Gilfer tefldi á þesssu móti, en andstæð- ingur hans var vel þekktur skákmaður i Þýzkalandi, þótt hann næði aldrei að skipa sér á bekk með hin- um allra fremstu. Hvitt: Ahues (Þýzkaland) Svart: Eggert Gilfer Spænskur leikur 1. e4—e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Rxe4, 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 — Be6, 9. c3 — Be7, 10. Be3 — 0-0, 11. Dd3 — Ra5, 12. Rd4 — Rc5, 13. De2 — Rxb3, 14. axb3 — c5, 15. Rxe6 — fxe6, 16. Dd1 — c4, 17. Rd2 — cxb3, 18. Rf3 — Rc4, 19. Bc1 — Dc7, 20. Rd4 — Dxe5, 21. Hfe1 — Df6, 22. Rxe6 — Dxf2 + , 23. Kh1 — Hf7, 24. Bf4 — d4, 25. He2 — Rxb2, 26. Dd2 — dxc3, 27. Dd5 — Dxe2, 28. Dxa8+ — Bf8, 29. Rxf8 — Hxf8, 30. Dd5 — Kh8, 31. Dc5 — Hd8, 32. h3 -— Ra4, 33. Dc7 — He8, 34. Df7 — De6 og hvítur gafst upp. Geislar júnísóarinnar flæða yfir landið, svo að fjallahringurinn sveipast fagurblárri móðu. Yfir gervallri náttúrunni hvílir djúp kyrrð. — Þetta er að aflíðandi hádegi, þriðjudaginn 22. júnf, árið 1948. Ég er staddur austan- megin Þjórsár, andspænis Þjórsárholti. Þaðan hafði ég verið fluttur yfir ána. Og nú er hún að baki mér, þessi mikla elfur, skol- grá og ógnandi, en gróðurflákar Landssveitarinnar taka við. Ég er á leið til Heklu, undrafjallsins, sem athygli allra landsins barna hefur beinzt að, síðan eldgos hennar hið síðasta hófst fyrir tæp- um fimmtán mánuðurrí. Þvf er nú að fullu lokið. Hekla sést ekki þaðan sem ég er, því að Skarðs- fjall byrgir fyrir allt útsýni til austurs, þótt lágkúrulegt sé. Það er allmikið ummáls og ég verð að leggja talsvert mikla lykkju á leið mína til að komast fyrir suður- enda þess. Undir Skarðsfjalli standa margir bæir, vel hýstir og reisu- legir, þar sem fslenzk gestrisni er í hávegum höfð. Við flesta þeirra eru snotrir skrúðgarðar, til mikill- ar prýði og augnayndis. Þegar fyrir suðurenda fjallsins kemur, opnast brátt tilkomumikið og fagurt sjónarsvið til austurs með Heklu sjálfa í öndvegi. Það sjónarsvið er mér að vísu ekki ókunnugt, en verkar þó á mig sem töfradrykkur. Framundan mér liggur geysi- mikil slétta, iðjagræn og fögur. Þessi slétta er meginhluti hinnar blómlegu Landsveitar. Handan við hana í austri gnæfir Hekla við himin, myrkblá frá rótum upp fyrir miðjar hlfðar, en með hvítu fannakögri þar fyrir ofan. Er hún tíguleg mjög í þessum búningi og sannkölluð drottning f rfki sínu. Næsta dag er ætlun mín að ganga á hátind hennar, verði skilyrði til veðurs vegna. Nálega í beinni línu til suðurs frá Heklu eru tvö önnur fagur- mynduð jökulbákn, Tindafjalla- jökull og Eyjafjallajökull. Auka þeir mjög við glæsileik útsýnis- ins á þessum slóðum. Ég held nú förinni áfram og er brátt kominn á bílveginn, sem liggur upp að Galtalæk, en þar hef ég hugsað mér að gista næstu nótt. Held ég svo eftir veginum rakleitt að heita má að undan- skildri skammri viðdvöl á tveimur bæjum, Skarði og Leirubakka. Að Galtalæk kem ég klukkan tæplega sjö. Hitti ég bóndann þar, Sigurjón Pálsson, skammt fyrir vestan bæinn, og falast eftir gist- ingu hjá honum þá um nóttina, og var það auðsótt mál. Gisti ég þar síðan tvær nætur við hinar ágæt- ustu móttökur og hjálpsemi af hálfu þeirra Galtalækjarhjóna, Sigurjóns og konu hans, Sigríðar Sveinsdóttur. Ég notaði kvöldið til að skoða mig um og litast um kringum bæ- inn. Veður var bjart og kyrrlátt og á slíkum kvöldum er fagurt á Galtalæk. Otsýni þaðan er stór- fenglegt og svipfagurt. Umhverf- is hið vfðáttumikla grösuga flat- lendi, sem þenur sig til suðurs frá bænum svo langt, er séð verður, rísa tilkomumikil fjöll á þrjá vegu. Breiðist fjallafaðmur þessi móti suðri og minnir hið sér- kennilega lögun landsins þegar við fyrstu sýn á breiðan flóa. Enda er af jarófræðingum talið vist, að í lok ísaldar, fyrir á að gizka tíu þúsund árum, hafi allt hið víðáttumikla svæði milli fjall- anna þarna verið snævi hulið. Þá hafa öldur hafsins farið dansandi yfir, þar sem bændabýlin standa nú, og brimið svarrað á undir- hlíðum fjallanna hvarvetna um þessar slóðir. En hinir skapandi kraftar náttúrunnar eru voldug öfl. Og meðan aldir og árþúsundir hnigu í tfmans haf, urðu hér furðulegar breytingar. Nýtt land- flæmi tók að myndast. Þjórsá átti drjúgan þátt í þeirri nýsköpun með þvi að bera jökulgorm sinn ár og sið fram i flóa þennan. En jafnhliða tók landið að lyftast, unz svo var komið, að þar sem áður var sjávarbotn, urðu víðáttu- miklir aurar og sandflákar. Gerð- ust þá enn stórkostlegri viðburðir í sögu þessa landshluta, sem breyttu f skjótri svipan byggingu hans og sköpun allri. Eldflóð, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.