Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Síða 9
 Myndbreyting, teikning eftir Escher: ítalskur bær á sjávarströnd mynd- breytist yfir í dúkku me8 kinverskan hatt. Tilraunir af þessu tagi voru eftirlætisviSfangsefni Eschers. frægastur er fyrir myndir af þessu tagi, er holienzkur og hét Maurits C. Escher. Hann varð svo heillaSur af þessu fyrirbæri, meðan hann var á dögum, að nú er hans minnst fyrst og fremst sem hins mikla blekkingameistara í meðferð línu og forma. Escher fæddist árið 1898 og hlaut menntun sína í dráttlist við þann skóla í Haarlem, sem kenndur var þá við arkitektúr og ornament. Hann var formsins maður; stærðfræðileg niðurskipun forma þótti honum forvitni- legt efni og fremur ungur að árum komst hann í kynni við Art Buchwald HVAÐ BAUÐ HENRY? Greinin er skrifuö meöan Nixon varenn fembœtti Bandarikjaforseta Enginn öviðkomandi veit meS neinni vissu, hvers konar loforð og samninga Kissinger hefur gengizt inn á til að koma friðar- umleitununum I Mið-Austurlönd- um f höfn, en að þvi hlýtur Nixon að hafa komizt i fyrri viku. Ég get vel hugsað mér, hvernig það hafi gerzt við stóra móttöku i Kairó að viðstöddum öllum Arabaleiðtogum til heiðurs for- seta Bandarikjanna. Kissinger stendur við hlið Nixons og kynnir hann fyrir hverjum Arabahöfð- ingjanum á fætur öðrum, um leið og þeir ganga inn i viðhafnarsal- inn. „Þetta er sheik Kaleli Abrim, herra forseti," segir Henry. Sheik Abrim heilsar Nixon með handa- bandi. „Faðir minn bað mig að flytja yður sinar innvirðulegustu kveðjur og þakkir fyrir hönd fjöl- skyldunnar fyrir það, að þér skylduð gefa okkur Rhode Island." Nixon hrekkur við og hvíslar að Henry: „Gáfum við Abrim-fjöl- skyldunni Rhode Island?" „Þeir vildu fá Kaliforniu, en ég gat fengið þá til að láta sér nægja Rhode Island i staðinn," hvislaði Henry til baka. „Hvað fengum við i staðinn?" „Tveggja ára samning um olfu á fjórtán dollara fatið." „Hmmm, já ..." tautaði for- setinn. „Það er varla neinn, sem mun sjá eftir Rhode Island." Sheikinn heldur áfram og næsti Arabi kemur inn. „ Herra forseti, þetta er Hakim Assou, ráðherra i egypsku ríkis- stjórninni. Annast opinberar byggingaráætlanir og fram- kvæmdir á vegum rikisins." Assou hneigir sig djúpt. „Mér er það mikill heiður að hitta hinn göfuga velgjörðarmann Egypta- lands." „Hvað gáfum við þeim?" hvislar forsetinn. „Ford Motor Co." svarar Henry. „Og þá auðvitað dótturfyrir- tækið i Egyptalandi, er það ekki?" „Henry roðnar. Ford Motor Co., U.S.A. Málið er þannig vaxið, að við þurftum á aðstoð Egypta að halda til að fá Sýr- lendinga til að fallast á friðsam- lega lausn. Eina leiðin til að fá þessa hjálp var að lofa þeim ein- hverju i staðinn. Og mér fannst Ford-hringurinn vera hæfilegt quid pro quo." (Eitt fyrir annað). „Veit Henry Ford um þetta?" „Ekki ennþá. Ég vildi ekki, að það læki til blaðanna." Assou gengur áfram, og Henry kynnir Fata Fatima fyrir for- setanum. Hann er leiðtogi maoistahóps innan skæruliða- hreyfingar Palestinu-Araba. Fat- ima vill ekki taka í hönd forset- ans. í þess stað snýr hann sér að Henry og segir: „Ég hef rætt við bræður mlna. Við erum þeirrar skoðunar, að þú hafir lokkað okkur, þegar þú bauðst okkur þrjár tylftir af Phantom-flugvél- um. Við neitum að fara til Genfar, fyrr en við fáum þrjá kjarnorku- knúna kafbáta." „Hvað í heitasta . . .?" segir forsetinn við Henry. Henry hvislar. „Takið ekkert mark á honum. Þetta er bara i nösunum á honum. Þeir eiga eftir að gera sér þessar Phantom- orustuþotur að góðu." „En ertu viss um, að við teljum það æskilegt að gefa þessu fólki Phantom-þotur?" Framhald á bls. 14 verk Danans Rubins, sem áð- ur er getið. í teikningu var Escher snill- ingur og sumar litógrafíur hans eru nákvæmni smáatr- iðanna í ætt við sjálfan Dúr- er. Escher virðist ekki hafa lagt stund á málverk. Þau verk sem haldið hafa nafni hans á lofti eru grafisk, ýmist tréristur eða litógrafíur. Rúm- lega tvítugur að aldri fluttist Escher til Ítalíu og bjó þar og starfaði til 1934. Um tíma bjó hann í Sviss og um fimm ára skeið í Belgíu, áður en hann fluttist til Baarn í Hollandi, þar sem hann átti síðan heima til dauðadags árið 1972. Escher athugaði mynstur og hvernig hæt er að láta það breytast. Hann teiknaði flug- sýn yfir akra, sem eru eins og skákborð með hvítum reitum og svörtum. En smám saman verða hvítu reitirnir að fugl- um og eru þá um leið orðnir nær í myndinni en sjálfur for- grunnurinn. Eða augað nem- ur það að minnsta kosti svo. Svörtu reitirnir verða að fugl- um, sem fljúga I gagnstæða átt. Eftirlætisefni Eschers voru fuglar og fiskar og ein Framhald á bls. 14 Hanna, Ajax og eldhúsr Eða þegar Hanna kynntist því, að fljótandi Ajax með Salmíak-Plús er fljótvirkast og áhrifamest við að fjarlægja jafnvel erfiðustu óhreinindi í eldhúsinu. 2.Enda byrjaði föstudagurinn ekki sérlega skemmtilega. Heppilegt, að ég hafði kcypt Ajax. 3.Tvær brúsahettur í fötu af vatni nægðu til að gera cldhúsið skínandi hreint aftur. 1. Ég ha(ði átt við matargerð allan fimintudaginn og bjóst því við óvenjuerfiðri föstudagsræstingu. 6. »Þetta gekk eins og í sögu með Ajax, og nú er eldhúsið mitt alitaf ljómandi hreint. Og svo angar það auk þess af hreinleika.« liiiiifii Fljótandi Ajax gerirhreinteins og hvítur stormsveipur. á eldavélinni, ögn 4. Það nægði að strjúka lauslega af skáphurðum til þess að þær yrðu gljáandi á ný. Ajax eyddi á stundinni allri fitu og blettum. 5.0g fastbrennd sem alltaf er af óþynntum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.