Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Síða 16
Ævintýri frá ýmsum löndum Framhald af bls. 15 það á borðið, án þess að mæla orð af vörum. Þá varð riddaranum ljóst, hverjum hann ætti frelsi sitt að þakka. Og hann vissi, að hann hafði gert henni mjög rangt til, þegar hann dró í efa trúfesti hennar, því að hún hafði hætt lífi sínu til þess að frelsa hann á ný. Hann kraup niður og bað hana fyrirgefa sér. Og vinir hans, sem höfðu misskilið og ekki skyggnst inn í hjarta hennar, urðu sneypt- ir. Sigurjón Guðjónsson sneri á fslenzku. Úrbréfa- skiptum Jóns og Sighvats Framhald af bls. 14 línu, frá alþingi, ef Guð lofar yður að lifa, og ofurlftið ágrip um leið, af því sem þá yrði mest í ný- mælum, og eins hvernig þér vilduð að menn höguðu sér. Ég skal reyna hvað ég get, að inn- prenta hér ófalskan anda, þó það máske muni litlu. En áhugi manna er þó sannarlega að vakna, þó ekki muni meir áfram en komið er. Við verðum, eins og þér hafið svo iðulega brýnt fyrir mönnum, að vera þolinmóðir og staðfastir sem allt rfður á. Ég hef verið hér á tveim fundasam- komum og reynt að leiðbeina mönnum í aðalmálum vorum. Og hefur verið gjörður að því góður rómur. En úr öllum óþarfa æsingi vil ég draga. Einatt að hafa stað- fasta einurð og óbilandi þrek og lofa þeim aðeins að neyta ofur- valds en játa ekkert sem skerðir þjóðréttindi vor. Forlátið flughastið og verið ætíð falinn algóðum Guði, sem leiði yður og styrki í öllum þraut- um. — Með vinsemd og kærri kveðju, S. Gr. Borgfirðingur. Aður á Klúku f Bjarnarfirði". Sfðasta bréfið sem varðveitt er í safni Jóns og er milli þeirra, er ritað f Reykjavík, 27. júlf 1873. Jón forseti skrifar: „Háttvirti kæri vin: Það var mér mjög kært að fá bréf yðar seinasta og að vita hvar þér eruð niður kominn. Það er líka hægt að ná til yðar núna annað hvort gegnum Gram (kaupmann á Þing- eyri) eða gegnum Asgeir á ísa- firði. Ég sendi yður nú til Asgeirs sögurnar sem þér nefnið, en þegar þér farið í örnefnin, þá verðið þér líka að taka það sem kemur fyrir í Landnámu, í Sturl- ungu og víðar, og eins verðið þér að gá að þeim örnefnum, sem eru einkennilega forn, þó þau komi ekki fyrir f sögunum. Getið þér ekki fundið það út hvaða lækur það er, sem nefndur er í Land- námu, á Inggjaldssandi og kall- aður Osómi? Er hann með því nafni enn? Ég skal sjá um það að þér fáið tillag yðar fyrir handrit, og eins hef ég ekkert á móti, að þér getið fengið borgun fyrir afskriftir eða handrit sem félagið fær frá yður, reiknað t.d. í arkatali. En það hefir sfn takmörk, að því leyti, að við getum ekki borgað mikið á ári hverju, og um það yrðum við að semja, hvað mikið þér tækið fyrir örk af afskrift yðar og þess háttar. Ég gjöri ráð fyrir, að 20—30 rd. á ári mundi mega takast að útvega yður. — Það, sem þér segið um stefnu yðar f okkar málum, Ifzt mér vel á. Nú er það helzt Bók- menntafélagið og Þjóðvinafé- lagið, sem mest kemur fram. Ég skal bráðum senda yður skýrslu Þjóðvinafélagsins og reikning. Með kærum kveðjum, yðar einlægur skuldbundin vin, Að rannsaka mannveruna Framhald af bls. 12 vitundar og fyrir tilstilli skyn- hæfileika sinna tekst því að kom- ast inn á annað vitundarstig, sem hægt væri að nefna yfirvitund. Ég held að of mikil áhersla hafi verið lögð á undirvitundina og vegna þess, hve lítið er um hana vitað, er henni eignað flest það, sem menn ekki skilja. Við vitum raunar jafn lítið um yfirvitund- ina. Mér virðist undirvitundin hafa að geyma allt, það sem liðið er, meðvitundin er dagleg reynsla okkar og yfirvitundin býr yfir hinu ókomna. Ég held, að við get- um sjálf að nokkru leyti mótað þetta hærra svið, þótt það sé að öðru leyti í höndum æðri máttar- valda og fyrirfram ákveðið. En við getum fundið þetta svið, skynjað það og haft gagn af því, vegna þess, að þaðan er sköpunar- gáfan upprunnin." „Hafið þér sjálf orðið fyrir yfir- skilvitlegri reynslu?" „Nei, sem betur fer, og enginn úr minni fjölskyldu svo að ég viti til. Ég held að það sé heppilegast þannig vegna þess að þá er ég færari til að dæma hlutlaust um þessi efni. Frá mínu sjónarmiði eru þetta vitsmunalegar stað- reyndir, sem hafa átt ítök I huga mínum siðan ég fór að hafa áhuga á eðli mannsins og skynhæfi- leikum hans. „Hefur starfsemi yðar og áhugi á þessu sviði haft nokkur áhrif á stöðu yðar sem læknir og háskóla- kennari?" „Það hefur aldrei skipt mig raunverulegu máli vegna þess, að ég hef alltaf gert það, sem ég hef sjálf álitið vera rétt án tillits til skoðana annarra. Þegar ég held fyrirlestrakoma venjulega margir af samstarfsmönnum minum til þess að hlusta á það, sem ég hef að segja. Ég fæ einnig töluvert mikið af bréfum og mörg þeirra eru frá verkfræðingum, sem hafa mikinn áhuga á þessum orku- sviðum. Þeir hafa áhuga á að finna upp tæki til að mæla ork- una. Einnig skrifa mér margir Hvorki þér né Ajax þurfið sjálfvirka þvottavél til ao fá gegnhreinan, hvítan þvott því Ájax er sjálft sjálfvirkt Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla Með Ajax - efnakljúfum verður Þvotturinn gegnhreinn og blæfallegur. Ajax er gætt sjálfvirkri Þvottaorku og hreinsimætti, sem óhreinindin fá ekki staðizt. Ajax er kjörefniö í stórÞvottinn - gerir hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er lika tilvalið i finni Þvotta, t.d. orlon og nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax er rétta efniö, ef leggja Þarf ( bleyti, og við forÞvott. Notið Þá Ajax og horfið á óhreinindin hverfa. sálfræðingar til þess að fá meiri upplýsingar um orkusviðin. Þetta virðist benda í þá átt, að þeir séu að byrja að viðurkenna þessi fornu vísindi, sem varla er hægt að segja að samræmist kerfi vísindanna í dag. Ég held lfka, að sjónarmið Freuds hafi átt hvað mestan þátt í að hindra þróun geðlæknisvísindanna vegna þess, hve mikla áherslu hann lagði á dýrseðlið í manninum, kynhvöt- ina, sem hann áleit ráða mestu í eðli hans. Auðvitað er það ein hlið hans, en það er fleira, sem ræður. 1 manninum býr einnig guðdóm- legt eðli og í þvf kemur hans sanna manneðli í ljós. Nú er að byrja að votta fyrir áhuga fólks á þessum æðri eigin- leikum. Hugleiðsla er meira iðkuð en áður og margir eru að leita að sfnu sanna eðli og segja um leið skilið við öll örvandi lyf. Ég held, að manneskjan sé komin á það þróunarstig, þegar hún finnur að líf, sem er eingöngu lifað til að fullnægja óskum og hvötum, er ófullnægjandi. Nú er komið að þvf, að hún kanni betur sálarlíf sitt og komist til betri skilnings á sjálfri sér. Og ef við eigum að geta eflt sköpunargáfu okkar, getur það aðeins gerst með þvf móti að við samræmum orkusviðin þrjú, ljósvakasviðið, tilfinningasviðið og huglæga sviðið og verðum þannig fær um að komast inn á fjórða vitundarsviðið. Hugmynda- gáfan eða sköpunarviskan ríkir á þessu sviði og þegar maðurinn kemst í tengsl við hana mun sköpunarmáttur hans ná fullum þroska.“ Niðurlag í næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.