Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 10
Heimur ævintýrisins. Dularfullt skip kemur að landi. Myndin er um 3 metrar á breidd og hangir í öldutúnsskóla. „í Krýsuvík næst ekki í mig. Verði innbrot eða útbrot, þá verða þeir bara að ná í aðra Sériokka.” rramhald af bls.!) „Vcrkin eru losaraleg oj> verka ekki sannfærandi. Teikning í sjálfum verkunum er af skorn- um skammti oj> ekki lil fyrir- myndar . . . IJa<) er ekki ánæjjjulejjt a<) þurfa a<) skrifa þannij; um sýningu." ()g hérna hef ég eitthvað meira i svipuðum dúr. Tólf ár- um síðar er ég enn með afleit- ar myndir á ferðinní og von að Klísabetu Cunnarsdóttur blöskri. Ilún skriíar þá í Visi: „Pað er venja aö telja lista- menn efnilega allt fram í elli- dauðann og á slikt vel við um Svein Björnsson ... Ákveöið takmark virðist víðsfjarri. Ur- vinnsla hugmynda og gagnrýn- in vinnubrögð skortir tilfinn- anlega." — Já, mikiö er að heyra, hvað þetta hefur verið slæmt hjá þér Sveinn og merkilegt að þú skyldir ekki gugna. — Svona ummæli breyta ná- kvæntlega engu hvað mig snertir. Ég lékk líka ágæta uppörvun frá mönnum eins og (iunnlaugi Seheving og Jóni Engilberts, sem báðir urðu góðvinir niínir. Og eitt sinn keypti Kjarval af mér tvær myndir á sýningu. Reyndar kvaðst hann ekki eiga neina peninga til þess að greiða fyrir þær. Ilann sagði að þeir mundu koma seinna. Og við það stóð hann. — Það er athyglisvert, að Sveinn Björnsson hefur fengið miklu lof- samlegri dóma hjá dönskum gagnrýnendum, þegar hann hefur sýnt þar í landi. Svavar Guðnason spurði eitt sinn í viðtali, þegar talið barst að fræðgarleysi ís- lenzkra málara utan landstein- anna: „Hvar eru sauðalitirnir?" Svavar hitti naglann á höfuðið með þessari spurningu. t sýninga- flóðinu erlendis hafa menn ekki minnsta áhuga á útþvnningum á Vasarely eða einhverju, sem bú ið er að jagast á í áratugi. Þeir vilja sjá íslenzkar myndir frá Is- landi, svip landsins og sauðalit- ina. Og kannski er það einmitt þetta, sem þeir hafa séð hjá Sveini. Jan Ziebrandtsen skrifaði árið 1965 í Berlingske Tidende: „Sveinn Björnsson er gæddur eig- in ósviknum hæfiieikum, það er líf í litum hans og þeir eru þrungnir viðkvæmni og ofsa; þeir hafa gert sáttmála við hina furðu- legu og stórbrotnu náttúru ts- lands." Tveimur árum áður hafði Zie- brandtsen raunar sagt ( sama blaði: „A sýningu þessari verður maður fyrir mestum áhrifum af málverkum Sveins Björnssonar." — Þú kannt bezt við að fást við stórar myndir. — Já, ég vil hafa svigrúm og sveiflu i myndinni. — En hvað er erfiðast? — Að byrja mynd á hvítu, ósnortnu lérefti. — En hugmyndirnar og fantasíurnar láta ekki á sér standa? — Nei, nóg af þeim. Þegar ég var i götulögreglunni, hafði ég með mér teiknipappír í bók- arformi og teiknaði þegar litið var aö gera. En í sérlokkinu er það ekki hægt — það er of mikið af þjófum til þess. Eg verð samt ekki uppi- skroppa með hugmyndir og fær þær oft úr bókum, til dæm- is þjóðsögum og bók eins og Kristnihaldi undir Jökli. Eg hef gert myndir um Jón Prím- us og Uu; mér fannst svo stór- kostlegt, að Ua skyldi breytast í fisk. Mér fannst líka tungl- ferðirnar mikið ævintýri og gerði margar myndir um þær. Annars þarf ekki neitt slíkt til; myndefnið er allt í kring um mann, í lífi fólksins. Hérna er ég til dæmis með einskonar eftirmæli um konu. í stað þess j vinnustof unni I Krýsuvtk var Sveinn a8 gltma við stóra mynd af llnuveiðum og byggir þar á gömlum minningum. Gömul og virðuleg húsgögn úr búi Júllönu Sveinsdóttur prýða húsið. Að neðan: Ein af stóru vatnslitamyndun- um, sem Sveinn sýndi slðast I Norræna húsinu. að skrifa i blöðin, málaði ég þessa mynd. Sveinn hefur með einhverju móti tekizt að varðveita í sér barnið; þetta upprunalega, sem venjulega fer forgöðrum þegar á fyrriparti ævinnar. Sum viðfangs- efni Sveins minna á barnateikn- ingar, þar sem ævintýrið ríkir ofar hverri kröfu. Hann hefur ekkert á móti því að myndin segi sögu, en gætir þess umfram allt, að málverkið sjálft fái að ráða ferðinni. Ævintýri, stundum blandað dulúð, blasir við hvert sem litið er á vinnustofum Sveins: Álnar- breið andlit með geislabaug, furðuleg skip með konubrjóst og andlit og undarlegir fuglar, sem virðast svo þungir, að líklega ættu þeir að detta til jarðar eins og steinar. En þeir eru jafn skemmtilcgir fyrir því. — Ferjan sú arna — er það Karon, sem ferjar sálirnar yfir Dauðafljótið? — Það gæti vitanlega verið, en þessi mynd er máluð undir áhrifum frá negrasálmi, sem ég heyrði Louis Armstrong oft spila og heitir Gullvagninn eða eitthvað svoleiðis. Þessi gullvagn átti að flytja þá dauðu til guðs, en ég hef leyft mér að breyta vagninum i skip. — En hvað er orðið um köngulóarvefina, sem sáust svo oft hjá þér fyrir fáeinum árum? — Ég hvíli mig á þeim í bili. — Voru þeir táknrænir? — Bæði og. Þeir voru tákn fyrir refsháttinn og þennan mikla allsherjar köngulóarvef, sem lifið er. En köngulóar- vefur minnir líka á net, sem sjómanni er alltaf hugstætt og þar að auki fannst mér köngulóarvefurinn fara vel i mynd. Sveinn var ekki fyrr búinn að koma þaki á húsið en hann fór að hugleiða að komast utan til náms. Hann sendi nokkrar teikningar til Akademísins f Höfn ásamt með umsókn. Hann hafði gert þessar teikningar til sjós og þeir tóku þær gildar. Vorið 1956 hélt Sveinn stóra sýningu í Lista- mannaskálanum við Austurvöll og seldi fjölda margar myndir. Þarmeð var búið að skapa fjár- hagslegan grundvöll fyrir náms ferðinni. Þau hjónin fóru utan um haustiðmeð tvo syni sína korn- unga og tóku íbúð á leigu í Kaupmannahöfn. Þaó er að vfsu erfitt að hugsa sér Svein f dálítið steinrunninni stofnun eins og danska Akademfinu. Hann var staðráðinn í aó halda sfnu striki og halda áfram að mála með grófu taki eins og hann hafði gert. En var þá nokkuð unnið við þetta nám. Jú, Sveinn telur, að vistin á Akademfunu hafi þrátt fyrir allt ekki verið út í bláinn; hann lærði að teikna, var látinn jagast á módelum og hafði gott af þvf. En námsdvölin varð ekki lengri en þessi eini vetur. Um vorið fór Sveinn með fjölskyldu sinni allar götur suður til Rómar og kom blankur heim. Hann var þá kominn í lögregluna og alveg hættur á sjónum. En 1967 var hann skráður í hinar virðulegu raðir rannsóknarlögreglunnar; þá byrjaði sérlokkið. — En þú segir það nú ekki satt Sveinn, að þú vitir ekki hvað margar sýningar þú hef- ur haldið? — Nei, auðvitað ekki, það er hægt að rifja það upp. Ætli það Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.