Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Side 2
HRIMJR MIM Saga af hundi eftir Bjartmar Guðmundsson á Sandi Uppvöxtur hans var atburða- laus og skólaganga engin. öll- um á hans bæ og okkar va; fyrirmunað að venja fjár- hunda eða temja. Þetta kom allt innan frá og af sjáifu sér, eins og þegar grasið grær eða bióm springur út í morgunsárinu á vori. Samt var það ekki að vori tii heldur hausti að vitsmunablóm Hrings opnaði augun. Lftill hvolpur var aiit í einu orðinn það vaxinn að honum var lofað að eita okkur á Hraunsrétt. Reyndar hafði hann þar til heitið bara Sabi, gælunafninu Sabi litli. Það var á meðan hann var aðeins leikfang. 1 Hraunsréttarferðinni fékk hann nafn. Hann var svartur á beiginn með mjallhvitan hring um hálsinn. Nafnið var sama og sjálfgefið. A heimleiðinni af Hrauns- rétt fann Sabi köllun sfna, réttara sagt Hringur. Þetta kom eins og heilagur andi ofan frá. Fyrirgefið annars, svona á víst ekki að tala um hunda. Við skulum heldur segja að brjóstvitið hafi logað upp allt f einu og öllum að óvörum. Hver hópurinn af öðrum rann út úr dilkum kringum réttina og enginn mátti saman við annan fara. Varla hafði Hringur kind séð fram að þessu. Nú hlupu mcnn þarna og hlupu kringum hópana til að stýra þeim á réttar götur. Sumir flengriðu á drógum sfn- uin og bentu rökkum til einnar áttar og annarrar. Sjálfsagt hefur Hringur hugsað: Hundi ber að þjóna manninum við fjárgæslu og rekstra. Fjár- hundar Aðaldæla, fjárhundar Reykhverfinga, fjárhundar Húsvíkinga hlupu fyrir kindur og héldu hópum saman. Þeir voru kennarar ungs hunds, sem horfði á. Og skólastofan var safnhringurinn við Hraunsrétt og mórinn hinu megin við hliðið. Strax vestan f Hvamms- heiðarbrekku norðan við Yzta- hvamm sýndi þessi hvolpur, sern ekki var orðinn árs'gamall, hvað hann vissi og gat eftir 20 mfnútna tilsögn, sem þó var steinþegjandi. Réttarhópinn átti að reka áfram eftir götu, en ekki iofa honum að dreifa sér út um móa að eigin vild. Honum hafði skilist að maður- inn ætti að ráða, en ekki sauð- kindin. 9g f hjarta sfnu fann hann að menn eru herrar jarðarinnar, sauðfjár og fjár- hunda. An orða frá okkur rekstrarmönnum, án bend- inga, án minnstu skipun- ar hljóp hann fyrir kindur, sem vildu út úr götunni, rak upp svolítið bofs og myndaði sig til að glefsa f legg eða hækil en gerði þó hvorugt. Og blessuð sauðkindin, sem um aldaraðir, lið eftir lið, hafði vanist þvf að hafa beyg af hundum, hlýddi og hljóp aftur inn f hópinn. Sá ætlar að verða efnilegur, sagði einhver út yfir götuna og móinn í brekkunni. Þá at- vikaðist það svo að ég varð fyrstur til að láta Hring skilja með einhverju móti að svona frammistaða og vinnubrögð yrðu metin að verðleikum. Ilann varð allur að hamingju. Uppörvun, sem náði til hjartans, skcin út úr heitum hundsaugum, sem horfðu til herra sfns. Eftir þessa réttarferð var Hringur orðinn uppáhald allra á hans bæ. Nokkru seinna var hann tek- inn í smaiamennsku fyrsta skipti. Þegar heim kom var safninu hleypt inn á tún og samanrekstrarmenn gengu til bæjar að fá sér hressingu. Enginn skipti sér af rakkan- um. En hvað halda menn að smalar hafi séð, þegar þeir komu út frá kaffiborði? Ilring- ur var á stjái vestur f túnhorni kringum safnið og hélt þvf þar saman i hóp. Einhvernveginn hafði honum skilist að það væru óhagkvæm vinnubrögð að láta skcppnurnar drcifa sér út um allt tún og smala þcim sfðan saman aftur. Ég gekk í átt til Hrings og kallaði á hann. Ilann kom og þó hálf hikandi cins og sá, sem ekki er viss um að hafa breytt rétt. Þá þakkaði ég honum fyrir framtakssemina með þeim virktum, sem hundi kom best. Hann varð allur að sól- skini. Upp frá þvf held ég að ég hafi verið í hans augum sá yfirboðari, sem öllu stóð ofar. Haustið leið og svo kom vet- ur eins og gerist. Einn morguninn, laust fyrir miðjan vetur, sé ég að Hringur er að ráfa norður við túngarð. Mér fannst strax að háttalag hans væri með óvenjulegum hætti. Ég kallaði til hans. Hann kom á móti mér, með engum fögnuði þó. Svipur hans var dapurlegur og hára- lagið einhvernveginn ósældar- legt. Hringur minn, segi ég, er eitthvað að? Hann dillaði lauslega skott- inu og leit til mín raunalega. Höfuðburðurinn var ankanna- legur. Ég strauk honum um vangana og fann um leið að bólgukybbi var komið aftan við annað kjálkabarðið. Það Ieyndi sér ekki að hundurinn var veikur, með meinsemd f hálsinum. Ég reyndi að skoða þetta kybbi og þukla. En hvað stoð- aði það? Þetta var stórt kybbi og töluveró bólguhella kring- um það, sem náði niður á háls. Ég bað Hring að opna munn- inn og fór upp f hann, niður í kok. Gæti ekki verið að bein stæði f honum? Nei, ekkert þessháttar var að finna. En aumingja rakkinn. Ekki glcfsaði hann eða urraði. Ég held hann hafi trúað þvf statt og stöðugt að ég gæti allt og væri á leiðinni að taka burtu þessa þraut f hálsinum. Svo rölti hann með mér inn f bæ, þar fann ég eitthvað gott handa honum að borða. En hann hafði enga lyst og gat varla kyngt þvf, sem hann reyndi að éta. Hann bara horfði á mig eins og hann væri að segja: Hjálpaðu mér, hjálpaðu mér. Og ég held að hann hafi haldið ég hlyti að geta það, herra hans, sem hann treysti takmarkalaust. Þegar þetta var, var enginn dýralæknir nær en á Akureyri. Meiri háttar kvillar f skepnum voru yfirleitt læknaðir með skoti. Um annað var ekki að gera. Þetta var á undan tfma áætlunarbílanna. Ferð til Akureyrar varð ekki farin á þessum tfma nema á tveim jafnfIjótum á tveim dögum. Auðvitað átti ég riffil og kindaskot. En — þetta var sá dæmalaus unglingur, þessi hundur. Og svo skein það útúr hverri hans hreyfingu að hann treysti mér til allt annarra hluta en senda kúlu gegnum þetta gáfaða unglingshöfuð. Dagurinn leið. Klukkan var farin að ganga fjögur. Lfðan Hrings virtist óbreytt, og hann á rjátli út og inn. Hringja til dýralæknis? Nei, hvað stoðaði það? Ekki gæti hann bætt hálsmein með orðum einum gegnum talþráð. En héraðslæknirinn á Húsa- vfk? Ekki máttu héraðslæknar fást við hundalækningar? Þeirra nauðleitarmenn urðu að vera á tveim fótum, ekki fjórum. Þó vissi ég þess dæmi að Björn Jósefsson hefði hjálpað húsdýrum f neyð. Það var læknir eins og þeir eiga að vera og mátti aldrei aumt sjá án þess að reyna að hjálpa. Klukkan 5 bað ég landsíma- stöðina um samband við héraðslækninn á Húsavík. Sambandið kom fljótt. Allar landsfmastöðvar láta samband við læknana gánga á undan öðrum. Björn varð orðlaus andartak aldrei þessu vant, þegar ég bað hann að lfta á hund, en ekki mann. Reyndar má ég ekki sinna dýralækning- um, sagði hann svo. En hvað gengur að greyinu? bætti hann samt við. Ég lýsti þvf eins og ég gat. Samtalið rek ég ekki. En svo fór að Björn leyfði mér »ð koma með Hring á stofuna il sfna næsta dag kl. 9 eða 10. Um 8-Ieytið þetta kvöld var ég ferðbúinn og laus við öll útiverk. Uti á hlaði beið skfða- slcði með kassa undan sykri, sem á hann var festur með nöglum. Þetta var á undan bflaöldinni. Af einhverjum ástæðum fannst mér einnig best við hæfi að fara gangandi og aka seppa mínun/ á skíða- sleða. Heilsa hans var orðin svo aum að ég gat ekki lagt það á hann að ganga. Veður var gott en komið blekmyrkur þegar við Iögðum úr hlaði. Svell og hjarn um allar jarðir. Fjórir tímar elin til háttatfma á Húsavfk. Ef ekkert tefði áttum við að geta náð þangað háttum. Ég bað Hring að ganga út með mér. Ilann hlýddi. Svo lét ég hann niður f sykurkassann á skíða- slcðanum. Hann hlýddi eins og auðsveipt b'arn og hringaði sig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.