Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Síða 11
mannahópi, sem hann ætlaði að fylgja til Marokkó daginn eftir og veitti viðtöku smámynt i safnið sitt. Þegar ekið er í norður frá Lissa- bon og leiðina til Fatima og Naz- are er ljóst að landbúnaður er ekki á þeim slóðum eins og land- inn þekkir hann. Þar eru að vlsu vfnberjaekrur vænar, ólívutré og sfðan víðáttumikill skógur sem unninn er korkur úr, en Portúgal- ar framleiða mjög mikið af þess- um nefndu vörum. Aftur á móti sá ég hvergi dýr, ekki svo mikið sem geit upp f kletti enda virðist jarðvegur í þessum hluta ekki henta til landbúnaðar. 1 syðri hluta Portúgal er aftur á móti vfða frjósamt og gott land- búnaðarland og þar eru væntan- lega nautgripir f breiðum. En Portúgal er snautt land að Iffs- gæðum og eins og fram hefur komið í grein sem ég hef skrifað f Mbl. verða þeir að flytja inn megnið af öllum matvælum sem þeir eta. Aftur á móti er vínfram- leiðsla þeirra fræg að gæðum og portúgalskt portvfn, svo og létt vfn, mjög bragðgóð. Og portú- galski bjórinn Sagres er góður líka, en ekki ýkja sterkur. Einn daginn hélt ég í suðurátt, þótt ekki kæmist ég svo langt enn að sjá landbúnaðarhéruð þar heldur. Þá er farið yfir hið mikla mannvirki brúna yfir Tejo sem var opnuð til umferðar fyrir fá- einum árum og skfrð í höfuðið á Salazar. Eftir byltinguna var brú- in endurskfrð og kölluð 25. apríl- brúin en hvorugt nafnið hefur festst við hana. Portúgalar kalla hana einfaldlega brúna yfir Tejo. Hún er 2.277 m löng og 190 m yfir sjó. Þegar yfir brúna kemur er bærinn Alameda fyrir og þar skammt frá gnæfir Christo-Rei styttan yfir Tejo. Styttan er 28 metra há og stendur á 82 m háum stöpli. Ég fór með lyftunni upp að styttunni og sást þá nánast yfir höfuðborgina alla, handan fljóts- ins, og vftt til allra átta og langt út á Atlantshaf. Þegar ekið er lengra nálgumst við bæinn Sesimbra. Þar er enn ein kirkjan sem ferðamenn skoða. Hún mun hafa verið byggð um 1600. 1 stað þess að skoða hana, brá ég mér f gönguferð um kirkju- garðinn. Legsteinar flestir í bók- arlíki og gerðir úr marmara og ljósmynd af hinum látna var und- antekningarlftið greipt í marmar- ann. Það vakti einkennilegar til- finningar að ganga þarna um og sjá andlit löngu látinna horfa á mann, brosandi eða alvaleg, ailt eftir því hvaða mynd ættingjarnir hafa valiö á steininn. Leiðin voru fagurlega skreytt blómum og garðurinn allur hið sérstæðasta augnayndi. Þegar niður í Sesimbra kom var farið á Hotel Espadarte. Þar hafði verið dúkað langborð fyrir hóp- inn, sem var væntanlegur frá Lissabon þennan dag. Gestgjafinn varð dálftið skrftinn f andlitinu, þegar ég gekk í salinn og síðan ekki söguna meir. Þetta var sem- sé dagurinn þegar ég fór f ferða- lag í fimmtiu manna bfl' án þess að hafa aðra fylginauta en Ieið- sögukonuna og bílstjórann. En húsráðendur á Hotel Espadarte ærðust þó hvergi og var nú borinn í mig hver réttur á fætur öðrum og mér hampað og hossað eins og f raun og veru hefði hótelið eigin- lega alltaf dreymt um að fá mig — og ekki fleir f það skiptið í heim- sókn. Við ókum strönd frá Sesimbra til borgarinnar Setúbal, sem er iðnaðarbær. Áður var farið yfir Serra da Arrabia, en á þeim slóð- um er fagur þjóðgarður með þús- undum trjá- og blómategunda. María sagði að Setúbal væri kommúnistabær, svo hryllti hún sig í herðarnar. Ég spurði Maríu, hvað hún hefði kosið. Hún svaraði stuttaralega að slikt væri einka- mál. Sfðar um daginn hallaði hún sér að mér og hvíslaði því að mér að hún hefði kosið PPD — sósíal- demókrata, hefði um hrfð verið að velta fyrir sér að kjösa CDS og hún væri sérstaklega hrifin af sósialistaforingjanum Mario Soar- es. Svo að valið hefði verið henni ákaflega erfitt. Þegar við komum til Lissabon að lokinni þessari ferð var klukk- an tekin að halla í sjö. Inni í borginni bærðist ekki hár á höfði, hitinn var aðeins að lækka, lík- lega kominn niður í þrjátiu stig og þá var gott að eiga ekki langt að fara frá Játvarðargarðinum við Pombaltorg og geta drifið sig í hressandi steypibað á Hotel Flor- ida. Útsýni úr þjóðgarSinum Serra da Arabia Póstkort hefur veriS gert af börnunum þremur sem sáu Mariu guSsmóSur 13. mai 1917. Ein á ferS I fimmtiu manna bil. BRIDGE í eftirfarandi spili vinnur sagnhafi lokasögnina á skemmtilegan hátt. NorSur S: Á-D-6-4-3 H: Á-K-D T: 10-9-4-2 L: 7 Vestur S. G-10-7-5 H: 10-7-6-4-2 T: 5 L: K-10-9 Sagnir gengu þannig: SuSur 1 T 3 L 4 T 7 T Austur S: K-9-2 H: G-8-5 T: K-G-7 L: D-6-5-3 SuSur S: 8 H: 9-3 T: Á-D-8-6-3 L: Á-G-8-4-2 Norður 2 G 3 T 4 H P Vestur lét út hjarta 4 og útlitið er allt annað en gott hjá sagnhafa. Drepið var i borði með drottningunni, laufa 7 látiS út, drepið meS ási, enn látið lauf og trompaS i borði. Nú var tigull 4 látinn út. austur lét sjöið og sagnhafi drap með áttunni. Enn var lauf látið út, trompað I borði, spaða ás var tekinn, spaði látinn út, trompað heima, lauf látið út og trompað í borði. Spaði var nú látinn út, trompað heima, hjarta látið út og drepið i borði með kóngi. Nú var staðan þessi: Norður Vestur Austur Suður S: D-6 S: G S: — S: — H: Á H: 10-7 H: G H: — T: — T: — T: K-G T: Á-D L: — L: — L: — L: G Sagnhafi lét nú út hjarta ás og kastaði í laufa gosa heima. Siðan var spaði látinn út og austur var varnarlaus og spilið var unnið. Aöalsteinn Ingölfsson BÍLSLYS Askur var enginn drumbur, hann stökk sem unglamb, neytti lifs einsog vinberja og sá allt i hendi sinni Nú liggur hann i morgunsárinu einsog sveðja, gapir ráðalaus að fölmána, hugur hans hjúfrar sig að Pólstjörnu. limir hans eru mold i annað sinn og augu hans innanum lækjarsili. Champion Jack Dupree (Tileinkað Jöni Múla) Bljús er krabbi sem hefur nagað holdið undan hörundi hans aðeins skilið eftir kvein i hrukkunum nóturnar, hvitar og svartar, sprikla saman einsog silfurfiskar: Hér hlýtur að liggja hundur grafinn röddin einsog sagarblað og bitur sig inni orðin og þögnina einsog safarika ferskju og við hverfum á braut með bljús og svartanótt i æðum, undir fölu skinni, án þess að skilja andardrátt þeirra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.