Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 3
Hjðlmar Johansen félagi Friöþjófs Nansens. þér að hafa hraðann á, ef þetta á ekki að verða um seinan." Nansen náði loks til byssuskeftisins, tók í það, sneri sér í hring, sitjandi á rassinum, og í flýtinum spennti hann bóginn á haglahlaupinu. Þarna stóð björninn aðeins tvær eða þrjár álnir frá honum og var að slá til hundsins Kaifasar. Nansen mátti engan tíma missa við . að spenna hinn bóginn — björninn fékk alla hagladembuna bak við eyrað og datt dauður niður á milli þeirra. Björninn hafði læðzt að þeim eins og köttur, er þeir voru að hreinsa skörina og sneru baki við honum. Á slóðinni sáu þeir, hvernig hann hefði skriðið á kviðnum yfir hrygg rétt fyrir aftan þá. Þegar svo Johansen sneri sér að því að ná í sinn húð- keip spölkorn frá þeim kom hann auga á skepnu f hnipri á bak við hann. Hann hélt, að það væri Snati, en þá reis dýrið upp og réðst á hann. Johansen segir frá: „Björninn kom á tveimur fótum og ýtti mér aftur á bak í hallanum að sprungunni. Hann gaf mér kinnhest með sinni feikilegu framloppu. Það söng f hausnum á mér, en sem betur fer rotaðist ég ekki. Ég féll kylliflatur, og þarna lá ég milli lappanna á birninum. Þá kallaði ég til Nansens: „Takið byssuna." Ég sá I skeftið á hlað- inni byssunni minni á húðkeipn- um við hliðina á mér. Ég brann af löngun eftir að ná f hana. Ég sá að björnin glennti upp ginið rétt fyrir ofan höfuðið á mér. Það skein f ægilegar tennurnar. Ég greip um kverkarnar á birninum, um leið og hann féll yfir mig og því taki sleppti ég ekki. Birninum varð svolítið bilt við þetta; það var ekki selur, sem hann hafði undir sér, heldur eitthvað annað, sem hann ekki var vanur. Þessi undrun hans bjargaði mér. Ég bjóst við skoti frá Nansen, og ég sá, að björninn horfði í áttina til hans. En mér fannst þetta dragast, svo að ég kallaði til hans: „Ja, ná má De skynde Dem, ellers blir det for sent.“ Björninn lyfti annarri lopunni, klofaði yfir mig og sló til Snata, sem sat hjá og horfði á. Hann' þeyttist ýlfrandi eftir fsnum. Sömu utreið fékk Kaifas. Ég sleppti snögglega takinu, skauzt undan birninum, komst á lappir og náði í byssuna, — en þá kváðu við skotin frá Nansen. Björninn lá dauður á skörinni." Eina tjónið, sem hvítabjörninn olli, var, að hann særði Johansen lftillega á hendi og skóf dálítil óhreinindi af hægri vanga hans, svo að þar voru hvítar rákir. Kaifas hafði líka litið eitt særzt á trýninu. 16. ágúst skrifar Nansen í dag- bókina: „Um kvöldið komumst við loks til eyjanna, sem við höfum stefnt til dögum saman, og stigum í fyrsta skipti í tvö ár á auða jörð. Því verður ekki með orðum lýst, hvað okkur fannst mikið til um að geta stokkið af einum klettinum á annan og finna svo á skjólgóðum stað í urðinni mosa og blóm, stórar fallegar val- múur og fleiri urtir... En það verður æ óskiljanlegra, hvar við erum niðurkomnir." En þeir reyndust vera á Franz Jósefslandi. Nú leið að hausti, og í lok ágúst tók Nansen ,endanlega ákvörðun um að hafa þarna vetrarsetu og búa sig undir hana tafarlaust, meðan enn var næga bráð að fá. Þeir tóku að gera sér kofa, brutu grjót í urðinni, drógu það saman, grófu I kofastæðið og hlóðu veggi eftir beztu getu. Aðal- vandi var að koma á þaki. Það var gert með eina rekaviðardrumbn- um, sem þeir fundu, sem mæni og rostungshúðum, en af þeim risa- skepnum var nóg í kringum þá. „Ég litaðist um,“ skrifar Nansen. „Dæmalaust var þessi tröllaukna náttúra eyðileg og yfirgefin! Mér varð litið niður fyrir fætur mér — þar niðri milli steina lyfti val- múan enn fögru höfði sínu yfir snjóinn, dvfnandi sólargeislar áttu enn einu sinni að kyssa gula krónu hennar, en síðan leggst hún undir ábreiðuna til að sofa þennan langa vetur og vakna til nýs lffs, þegar vorið kemur. Bara að maður gæti farið eins að!“. Þeim gekk auðveldlega að afla nægs vetrarforða og lifðu svo aðallega á bjarndýrakjöti allan veturinn og höfðu lýsi sem eldsneyti. Þeir urðu aldrei leiðir á þeim mat og átu alltaf með gífur- legri lyst. Þeim varð heldur aldrei misdægurt. Einna. verst þótti þeim að vera algerlega bóka- lausir. Sólin lækkaði óðum á lofti, og þeir sáu hana í sfðasta sinn yfir ísnum i suðri 15. október. Þriðja heimskautsnött þeirra féll á. Þeir voru þarna níu mánuði um kyrrt. 24. desember 1895. Hitastig mínus 24 gráður. „Þetta er þá aðfangadagur jóla. Það er hvasst og kalt úti, kuldi og gjóstur inni. En hvað hér er eyðilegt! ... Nú eru þeir vfst að hringja inn jóla- helgina heima. Ég heyri klukkna- hljóminn berast um loftið frá kirkjuturninum. En hvað hann er fallegur—. Nú er kveikt á jólatrjánum, barnahópunum er hleypt inn og þau dansa fagnandi... En einnig hér er haldin hátíð, þótt aðstæður séu fátæklegar. Johansen hefur farið í skyrtuna öfuga, og þar að auki hefur hann farið í yztu skyrtuna innst. Ég hef farið að dæmi hans, en svo hef ég lika haft nærbuxnaskipti, farið í hin- ar, sem ég hafði skolað í volgu vatni. Og svo hef ég þvegið mér um kroppinn .. . Nú finnst mér ég vera sem nýr maður, fötin límast ekki eins mikið við líkamann og áður...“ Nýársdagur 1896. Hitastig mínus 41.5°. „Þá er nýtt ár komið, ár gleði og heimkomu. Árið 1895 kvaddi með björtu tunglskini, og 1896 hefst með björtu tunglskini. En það er nístandi kalt hér, köldustu dagar, sem við höfum enn átt. Ég fékk að finna fyrir þvf í gær, því að þá kól mig á öllum fingurgómum." Hjalmar Johansen segir í bók sinni: „Með Nansen á 86° 14’“ „— 1896. Á síðasta degi gamla ársins stakk Nansen upp á því, að við yrðum dús. Hingað til höfðum við alltaf þérazt." 19. maí um vorið lögðu þeir upp frá kofanum og áttu þá enn fyrir höndum stranga ferð og komust oft í hann krappan, svo að litlu munaði. Eitt sinn rak húðkeipana frá þeim, en Nansen stökk f sjó- inn. Vindur stóð af ísnum, og þá rak hratt undan. Nansen var að verða tilfinningalaus f útlimun- um af kulda, er hann náði taki í borðstokk húkepsinsog ætlaði ekki að geta velt sér um borð. En það tókst. Johansen sagði síðar, að þetta hefðu verið verstu andar- tök, sem hann hefði nokkru sinni lifað. 17. júní heyrði Nansen hljóð, sem lfktist hundgá. Svo hvarf það. Var þetta misheyrn. Nei, svo heyrði hann í tveim hundum, öðrum dimmrödduðum, hinum skrækum. Þettavarboðskapur frá lífinu. Það var enginn að leita að þeim, en þeir voru komnir f námunda við bækistöð Jacksons- leiðangursins á Flóruhöfða. Sið- menntaður Evrópumaður f köflóttum, enskum fötum, háum vaðstígvélum úr gúmmí, vel rakaður, klipptur og greiddur, angandi af ilmsápu, heilsaði villi- manni I óhreinum fötum, svörtum af sóti og Iýsi, með sítt, ógreitt hár og úfið skegg. Nansen tók ofan. „Komið þér sælir“. „Komið þér sælir.“,Það gleður mig sannarlega að’ hitta yður.“ „Þakka yður fyrir, ég segi sama.“ „Hafið þér skip hér?“ „Nei, skipið mitt er ekki hér.“ „Eruð þið margir saman?“ „Félagi minn er úti við ísrönd- ina.“ Sverrir Haraldsson Ég er samviska þin ég er seiðandi máttur og sorgir þér veiti. Ég er dökkur skuggi I draumi þínum með dulið heiti Ég er hljóðlát rödd, sem þú heyrir stundum i húmi nætur. Ég er brostin von þinna bernskudrauma, barn sem grætur. Ég er takmarkið sem þú týndir forðum og tæplega vinnur. Ég er eitthvað sem hjartað alltar þráir en aldrei finnur. Ég er tilgangslaus ævi, trú i fjötrum, tapaður leikur Ég er sóknaður lífs þins og sárasti harmur, sviðnaður kveikur. En, færi ég burtu að fullu og öllu, þá fyndirðu líka, að vist hef ég gert þina vesælu ævi viðburðarika. . . Erlendur Sigmundsson Kvöldljóð Birtan dvln — bráðum er komið rökkur. Inn til min ómar einn stengur klökkur: Ævin þin ótt liður inn i skuggann. Sjaldnar skin sólarljósið á gluggann. Fest var ást á árdegisljósið góða, en það brást unnanda sólarljóða Djarfa trú: Drottinn minn eini styrkur — einn munt þú annast mig sérhvert myrkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.